BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

15.01.2017

Varaliðið fór á kostum

Varalið Blika og ÍBV áttust við í æfingaleik í Fífunni á föstudagskvöldið. Okkar piltar unnu öruggan 4:1 sigur og voru mörk okkar flest af dýrari tegundinni. Í leiknum fengu yngri leikmenn tækifæri til að sýna sig og sanna.


14.01.2017

Tap þrátt fyrir glæsimörk

Okkar drengir riðu ekki feitum hesti frá fyrstu viðureign okkar í Fótbolta.net mótinu á þessu ári. Eyjapeyjar mættu í Fífuna og lögðu okkur 2:3. Staðan í leikhléi var 0:2 fyrir ÍBV og síðan skoruðu gestirnir sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Mörk okkar pilta settu Alfons Sampsted og Höskuldur Gunnlaugsson.


13.01.2017

Meistaraflokkar leika í Fífunni um helgina

Það verður nóg um að vera hjá meistaraflokkunum Breiðabliks um helgina! Strákarnir ríða á vaðið og mæta ÍBV tvisvar sinnum um helgina. Það verður ekki síðri skemmtun kl.12.00 þegar stúlkurnar okkar mæta Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Faxaflóamótinu.


10.01.2017

Ósvald í Leikni R.

Blikinn góðkunni Ósvald Jarl Traustason hefur fengið félagaskipti yfir Leikni R. Ósvald er 21 árs varnarmaður og á að baki 24 landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Hann er uppalinn Bliki en hefur undanfarin ár leikið sem lánsmaður með Gróttu og Fram og einnig spilaði hann hluta af sumrinu 2013 með Leikni.


09.01.2017

Willum til Bristol á reynslu

Blikinn ungi og efnilegi, Willum Þór Willumsson, hefur fengið boð að koma til enska 1. deildarliðsins Bristol á reynslu. Hann heldur því til Englands í dag og dvelur í baðstrandarbænum í viku við æfingar og keppni


05.01.2017

Blikar verðlauna leikmenn

Nokkrir leikmenn meistaraflokks kvenna fengu afhent viðurkenningarskjöl fyrir að hafa náð 100 leikja áfanga með meistaraflokki. Svo voru Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Kári Ársælsson heiðraðir sérstaklega fyrir framlag sitt til félagsins. Þar að auki bíður Andra Rafns Yoamans silfurplatti fyrir að hafa náði þeim áfanga að leika 200 leik fyrir Breiðablik.


05.01.2017

Elfar Freyr til Horsens

Elfar Freyr Helgason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Blika. Við sama tækifæri var gengið frá lánssamning á milli knattspyrnudeildar Breiðabliks og danska úrvalsdeildarliðsins Horsens.


04.01.2017

Ágúst Eðvald til Norwich

Blikinn ungi og efnilegi Ágúst Eðvald Hlynsson, leikmaður Breiðabliks, er að ganga í raðir enska félagsins Norwich


02.01.2017

Martin Lund Pedersen semur við Breiðablik

Martin Lund Pedersen hefur skrifað undir eins árs samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Martin Lund er 25 ára fjölhæfur miðju- og kantmaður sem á að baki 19 landsleiki með yngri landsliðum Danmerkur.


30.12.2016

Áramótabrenna 2016

Breiðablik og Hjálparsveit Skáta í Kópavogi eru í samstarfi um flugeldasölu og hægt er að styrkja bæði félög með því að kaupa flugeldaávísanir í afgreiðslu Smárans.


29.12.2016

Flugeldasala Breiðabliks

Breiðablik og Hjálparsveit Skáta í Kópavogi eru í samstarfi um flugeldasölu og hægt er að styrkja bæði félög með því að kaupa flugeldaávísanir í afgreiðslu Smárans.


28.12.2016

Blikar og Glenn slíta samstarfinu

Glenn kom til Blika um mitt tímabil 2015 frá ÍBV og stóð sig mjög vel það árið. Hann skoraði þá átta mörk í níu leikjum í Pepsí-deildinni. Í lok ársins skrifaði síðan Glenn undir tveggja ára samning við deildina.


27.12.2016

Davíð með 3 ára samning

Hinn 17 ára gamli Davíð Ingvarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.


23.12.2016

JÓLAKVEÐJA 2016

Jólakveðja stuðningsmannavefs meistaraflokka Breiðabliks 2016


20.12.2016

Gísli Martin Sigurðsson með 3 ára samning

Hinn 18 ára gamli bakvörður Gísli Martin Sigurðsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.


19.12.2016

Skötuveisla Breiðabliks

Skötuveisla Breiðabliks að hætti Hauks Valdimarssonar matreiðslumeistara verður í Smáranum (stúkubyggingunni) fimmtudaginn 22.desember milli kl. 11:00-14:00.Boðið verður upp á skötu, saltfisk, rófur, kartöflur, hamsatólg, hnoðmör, smjör og rúgbrauð.


17.12.2016

Elías Rafn Ólafsson með samning

Elías Rafn Ólafsson 16 ára markvörður er einn yngsti leikmaðurinn sem skrifar undir leikmannasamning við Blika þetta haustið.


17.12.2016

Ágætur sigur á Leikni

Blikar unnu Leikni úr Breiðholti 4:2 í æfingaleik í Fífunni í gærkvöld. Staðan í leikhléi var 2:1 en lokatölur urðu 4:2 eftir að Breiðhyltingar höfðu jafnað leikinn um miðjan síðari hálfleik. Mörk Blika settu Arnór Gauti, Gunnlaugur Hlynur (víti), Gummi Friðriks og Arnþór Ari.


14.12.2016

Íslensk Knattspyrna 2016

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2016 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 36. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út.


08.12.2016

Sindri Þór með 3 ára samning

Varnarmaðurinn öflugi Sindri Þór Ingimarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Hann er einn af sigursælum hópi 1998 árgangsins sem hefur meðal annars landað Íslandsmeistaratitli undanfarin tvö ár.


08.12.2016

Blikar lögðu Stjörnuna

Blikar lögðu Stjörnuna í fjörugum úrslitaleik um 5.sæti í BOSE mótinu 2016. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 3:3 og var því gripið til vítaspyrnukeppni.


07.12.2016

Gunnar Geir með 3 ára samning

Gunnar Geir Baldursson hefur skrifað undir þriggja ára samning við deildina. Hann er sterkur og öflugur 18 ára gamall hægri fótar miðjumaður og var einn af lykilmönnum í Íslandsmeistaraliði 2. flokks síðasta sumar þar sem hann lék sem fremsti miðjumaður.


05.12.2016

Blikar mæta Stjörnunni í BOSE mótinu

Blikar og Stjarnan spila um 5. sætið í BOSE mótinu á Stjörnuvellinum i Garðabæ á miðvikudaginn kl.18.0. Liðin tvö lentu í síðasta sæti í sínum riðli og þurfa því að spila um þetta sæti.


27.11.2016

Aukspyrnumark varð Blikum að falli gegn Víkingum

Víkingar lögðu Blikar töpuðu fyrir Víkingum í Bose-mótinu í knattspyrnu í Egilshöll í kvöld. Víkingar skoruðu sigurmarkið í 33. mínútu í fyrri hálfleik beint úr aukaspyrnu sem dæmd var á varnarmann Blika fyrir litlar sakir.


25.11.2016

Breiðablik - Víkingur R í BOSE mótinu í Egilshöll kl. 18:00 á sunnudaginn

Annar leikur meistaraflokks karla á þessu undirbúningstímabili fer fram í Egilshöll í Grafarvogi á sunnudaginn kl.18.00.


21.11.2016

Aron Kári skrifar undir samning við Blika

Aron Kári Aðalsteinsson hefur skrifað undir 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Aron Kári sem er 17 ára gamall var einn af lykilmönnum í Íslandsmeistaraliði 2. flokks Breiðabliks í sumar.


21.11.2016

Tilkynning frá Knattspyrnudeild Breiðabliks og Guðmundi Atla Steinþórssyni

Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður meistaraflokks Breiðabliks í fótbolta, þarf að hætta knattspyrnuiðkun vegna hjartagalla. Þetta kom í ljós í framhaldi af læknisskoðun sem Guðmundur gekkst undir í tengslum við þátttöku Breiðabliks í Evrópukeppninni í sumar.


21.11.2016

Friðjón Fannar fallinn frá

Það sló þögn á okkur Blika þegar við fréttum að félagi okkar Friðjón Fannar Hermannsson hefði óvænt kvatt þennan heim aðeins rúmlega fertugur að aldri. Friðjón Fannar var einn af okkar dyggustu stuðningsmönnum og lét sig sjaldan vanta á völlinn þegar Blikaliðið var að spila.


19.11.2016

Skiptur hlutur í Fífunni

Blikar og Fjölnir skildu jöfn 2:2 í fyrsta leik BOSE-mótsins í knattspyrnu. Bæði lið tefldu fram blöndu af ungum og efnilegum leikmönnum og svo eldri jöxlum inn á milli. Gestirnir úr Grafarvogi voru yfir í leikhléi 1:2 en við áttum allan síðari háfleikinn og jöfnuðum verðskuldað 2:2. Það voru þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Ólafur Hrafn Kjartansson sem settu mörk okkar Blika.


19.11.2016

Breiðablik – Fjölnir í BOSE mótinu í Fífunni kl. 10:00

Bose mótið 2016 – Fótboltamót sem hljómar vel. Bose mótið er nú haldið í fimmta sinn og er nú keppt í 2 riðlum. Þetta árið eigast við sex úrvalsdeildarlið í mótafyrirkomulagi en sigurvegari verður krýndur í desember.


18.11.2016

Hlerinn fallinn frá

Í vikunni var borinn til grafar einn af okkar öflugustu stuðningsmönnum. Ólafur Ingi Ingimundarson, eftir langa baráttu við krabbamein 66 ára gamall. Ólafur Ingi var áberandi karakter í stuðningsmannahópi knattspyrnudeildarinnar. Flestir muna eftir honum í gamalli verkamannaúlpu en hann var sannfærður um að þetta væri lukkuúlpa.


17.11.2016

Skúli skrifar undir 3 ára samning

Einn af hinum fjölmörgu ungu og efnilegu leikmönnum Breiðabliks, Skúli E. Kristjánsson Sigurz, hefur skrifað undir 3 ára samning við knattspyrnudeildina


15.11.2016

Andri Rafn og Hallbera best í meistaraflokkunum

Andri Rafn Yeoman og Hallbera Gísladóttir voru útnefnd bestu leikmenn meistaraflokka Breiðabliks á síðasta keppnistímabili. Þetta var tilkynnt á lokahófi meistaraflokkanna sem haldið var í veislusalnum í Smáranum á laugardaginn þ.e. 12. nóvember.


06.11.2016

Kári í þjálfarateymi Blika

Kári Ársælsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfai í þjálfarareymi meistaraflokks karla í knattspyrnu. Kára þarf vart að kynna fyrir Blikum. Hann lék fyrst með meistataraflokki árið 2002 og á að baki 166 leiki með meistaraflokki Blika og skoraði í þeim 13 mörk.


04.11.2016

Damir skrifar undir nýjan samning við Breiðablik

Damir Muminovic skrifað í morgun undir nýjan þriggja ára samning við Breiðablik. Damir sem er 26 ára gamall kom til liðs við Breiðablik í desember 2013 frá Víkingi Ólafsvík. Hann hefur spilað 97 opinbera leiki fyrir Blika og skorað 5 mörk.


03.11.2016

Arnór yfirgefur Blika

Arnór á glæsilegan feril að baki með Blikaliðinu. Hann lék fyrst með meistaraflokki árið 2003 og á að baki 252 leiki með meistaraflokki þar af 139 í efstu deild. Hann er sjötti leikjahæsti Bliki í meistaraflokki frá upphafi og hefur þar að auki spilað 12 leiki með A-landsliði Íslands og 9 með U-21árs landsliðinu. Arnór spilaði sem atvinnumaður með Hönefoss í efstu deild í Noregi á árunum 2011-2013.


25.10.2016

Siggi Víðis ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks

Sigurður Víðisson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðablik. Sigurður hefur mikla reynslu af þjálfun og hefur meðal annars þjálfað meistaraflokka kvenna hjá HK/Víkingi, FH og Fjölni og var spilandi þjálfari hjá Huginn á Seyðisfirði


13.10.2016

Tölfræði 2016 - samantekt

Arnar Grétarsson hefur nú stýrt Breiðabliksliðinu í 75 opinberum keppnisleikjum. Gunnleifur Gunnleifsson með 100% árangur. Yngri leikmenn Breiðabliks á láni léku samtals 144 leiki með öðrum liðum.


10.10.2016

Kristófer Sigurgeirsson hættir sem aðstoðarþjálfari Breiðabliks

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur komist að samkomulagi við Kristófer Sigurgeirsson að hann láti af störfum sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðabliki.


03.10.2016

Uppskerubrestur

Það var mikið undir í lokaumferð PEPSI deildarinnar í gær. 2 lið freistuðu þess að bjarga sér frá falli og önnur 4 áttu möguleika á að ná sér í sæti í Evrópukeppni á næsta ári. Blikar mættu Fjölnismönnum og í stuttu máli var staðan þannig að Blikum myndi nánast örugglega duga að vinna leikinn til að tryggja sér Evrópusæti


02.10.2016

Andri Rafn Yeoman fær háttvísiverðlaun Borgunar

Viðurkenning Borgunar fyrir heiðarlega framkomu í Pepsi-deild karla 2016


30.09.2016

Pallaball í Smáranum laugardaginn 1. október 2016

Einn vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar Páll Óskar kemur fram á risa Pallaballi í Íþróttahúsinu okkar í Smáranum 1. október.


29.09.2016

Einvígið um Evrópu! Breiðablik – Fjölnir í PEPSI laugardaginn 1. október kl. 14:00

Leikur Blikaliðsins í lokaumferð PEPSI deildarinnar á laugardaginn er gríðarlega mikilvægur leikur við Fjölnismenn á Kópavogsvelli um Evrópusæti á næsta ári. Blikar eru núna í þriðja sæti deildarinnar og verða að vinna leikinn til að tryggja Evrópusætið.


28.09.2016

Blikar töpuðu eltingarleiknum

Breiðablik tapaði 0:3 fyrir geysilega sterku liði Ajax frá Amsterdam í Evrópukeppni ungmennaliða á Kópavogsvelli í dag. Blikastrákarnir stóðu sig samt með sóma en mættu ofjörlum sínum í leiknum. Blíðskaparveður var í Kópavoginum og mættu 840 áhorfendur á leikinn sem hlýtur að teljast mjög góð mæting því leikurinn hófst kl.16.00.


28.09.2016

Blikar - Fjölnir -  Uppskeruhátíð yngri flokka - Pallaball - Allt að gerast á laugardag!

Það er allt að gerast í Kópavogsdalnum á laugardag! Úrslitaleikur um Evrópusæti á milli Blika og Fjölnis í Pepsí-deild karla á Kópavogsvelli kl.14.00 og svo Pallaball í Smáranum um kvöldið.


25.09.2016

Auglýst eftir ástríðu!

Yfirburðir Blika fyrstu 30 mínúturnar voru miklir. Við fengum nokkuð frjálsa flugbraut upp kantana og áttu bakverðir okkar Alfons og Davíð Kristján nokkrar vænlegar fyrirgjafir. En sóknarmönnum okkar tókst ekki að nýta þær ekki frekar en aðra möguleika í leiknum. Þrumufleygur Olivers Sigurjónssonar úr aukaspyrnu small í þverslánni og vildu sumir halda því fram að knötturinn hefði farið inn. En í kjölfarið fór Arnþór Ari illa með upplagt færi þegar hann skallaði knöttinn beint á markvörð heimapilta.


22.09.2016

ÍA - Breiðablik í PEPSI sunnudaginn 25. september kl.14:00

Leikur ÍA og Breiðabliks á Norðurálsvellinum á Akranesi á sunnudaginn er 108viðureign liðanna í öllum leikjum frá upphafi;52. viðureign liðanna í efstu deild frá upphafi og 3 viðureign liðanna á þessu ári.


20.09.2016

Stig er stig.

Blikar mættu ÍBV í 20. umferð PEPSI deildarinnar. Leikmenn ÍBV létu stopular áætlunarferðir upp á fastalandið ekki hindra sig, heldur tóku Lóðsbátinn í sína þjónustu og mættu hressir í Kópavoginn til að klára þennan leik sem fresta varð vegna meintrar sjóriðu Stjörnumanna í síðustu umferð og er löng saga að segja frá því veseni öllu og hvernig ólíklegustu menn hafa hent gaman að grönnum okkar og kallað tepruskap.


17.09.2016

Breiðablik - ÍBV í PEPSI mánudag 19. september kl. 16:45

Breiðablik og ÍBV hafa mæst 87 sinnum í opinberri keppni. Þar til viðbótar eru mjög margir óskráðir leikir í svonefndri Bæjarkeppni liðanna - keppni sem var leikin heima og heiman vor og haust. Bæjarkeppnin hófst í kjölfar eldgossins í Eyjum enda góður vinskapur á milli Kópavogs og Vestmannaeyja.


16.09.2016

Módel ´94 kláruðu leikinn!

Blikar sýndu það og sönnuðu með 0:3 sigri á Valsmönnum að á góðum degi standast fá lið okkur snúning. Árni Vilhjálmsson fór á kostum, skoraði tvö flott mörk og átti þar að auki stoðsendingu á félaga sinn og jafnaldra Gísla Eyjólfsson sem setti eitt mark með laglegri kollspyrnu.


13.09.2016

Valur - Breiðablik í PEPSI fimmtudag 15. september kl. 20:00

Blikar haft mjög gott tak á Valsmönnum í efstu deild frá því að liðin komu upp úr 1. deildinni síðast. Í 21 viðurgeign frá 2006 hafa Blikar unnið 11 leiki gegn 4 leikjum Vals og í 6 leikjum hefur orðið jafnt. Blikar hafa mætt Val 10 sinnum á útivelli frá 2006. Blikar hafa yfirhöndina með 5 sigra og 3 jafntefli gegn 2 sigrum Valsmanna.


12.09.2016

Jafnteflisbarningur í Krikanum

Leikurinn í gær hófst með braki og brestum og það var ekki mínúta liðin þegar Blikar fengu sannkallað dauðfæri, alveg gefins. Miðvörður gestanna var að dúlla með boltinn rétt utan vítateigs og Árni einfaldlega hirti boltann af honum og lék að marki og þrumaði svo boltanum yfir marki. Þarna fór gott færi forgörðum.


08.09.2016

FH – Breiðablik á Kaplakrikavelli sunnudag kl. 17:00

Breiðablik og FH hafa mæst 100 sinnum í opinberum leikjum. Leikurinn í Krikanum á sunnudaginn verður því hundraðasti og fyrsti skráði leikur liðanna frá upphafi.


01.09.2016

Eintóm gleði gegn Stjörnunni

Góður sigur hjá okkar mönnum staðreynd og við náðum öllum stigunum. Það var fyrir mestu. Þetta var kannski ekki okkar besti leikur í sumar en í heildina góð frammistaða, menn að berjast allan tímann og uppskáru í lokin. Sigurinn var því sérlega sætur og ætti að vera gott veganesti í framhaldið. 16. umferðin klárast í kvöld og það verður fróðlegt a sjá í hvaða stöðu við verðum að henni lokinni.


30.08.2016

Blikar taka þátt í Evrópukeppni ungmennaliða í 2. flokki karla og mæta Ajax frá Hollandi

Blikastrákarnir í 2. flokki taka þátt í Evrópukeppni ungmennaliða í fyrsta skipti. Flokkurinn er núverandi Íslandsmeistari og því fengum við sæti Íslands í þessari keppni.


25.08.2016

Breiðablik – Stjarnan í PEPSI laugardaginn 27. ágúst kl. 17:00

Leikurinn á Kópavogsvelli á laugardaginn er 12. efstu deildar viðureign liðanna á Kópavogsvelli frá því að liðin léku þar fyrst í efstu deild 14. júlí 1991. Sá leikur tapaðist 0:2 sem og efstu deildar leikur liðanna á Kópavogsvelli 11. júlí 1994. Á þeim 22 árum sem liðin eru síðan hefur Stjarnan ekki unnið Breiðablik í efstu deild á Kópavogsvelli.


24.08.2016

Blikar á tímamótum

Nokkrir leikmenn meistaraflokks karla hafa náð ákveðnum tímamótum á ferli sínum að undanförnu. Þar ber hæst að Andri Rafn Yeoman er kominn með 145 leiki í efstu deild og er þar með orðinn leikjahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild karla frá upphafi.


22.08.2016

Súrt eftirbragð í Frostaskjólinu

Blikar virtust vera með mikilvægi þessa leiks alveg á hreinu því þeir gáfu andstæðingunum engan tíma í byrjun og virkuðu mjög frískir og til í slaginn. Spilið gekk ágætlega og menn voru fljótari að koma boltanum í svæðin en oft áður í sumar og klöppuðu boltanum ekki um of.


21.08.2016

Breiðablik OPEN 2016 í brakandi sumarblíðu

Breiðablik OPEN fór fram í 11. sinn á Selsvelli við Flúðir s.l. föstudag. Að venju léku veðurguðirnir við keppendur, og fóru jafnvel framúr sjálfum sér að þessu sinn,i því mótið fór fram í glampandi sólskini og stafalogni, og hiti fór að sögn heimamanna yfir 20°C. Besti dagur sumarsins 2016 í Skeiða og hrunamannhreppi, og er þá langt jafnað.


19.08.2016

KR – Breiðablik í PEPSI á Alvogenvellinum sunnudagskvöld kl 18.00

Það eru 5 ár síðan Blikar töpuðu síðast leik fyrir KR í efstu deild á þeirra heimavelli. Þá vann KR öruggan 4-0 sigur í 12. umferð í júlí 2011. En Blikar kvittuðu fyrir tapið í sögufrægum 0-4 sigri í 19. umferð í september árið eftir.


18.08.2016

Hákon Sverrisson ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks

Hákon hefur starfað sem kennari og hefur hæstu gráðu menntunar frá KSÍ (UEFA A) og hefur verið einn af lykilþjálfurum barna- og unglingastarfsins hjá Breiðablik í fjölmörg ár með góðum árangri.


17.08.2016

Breiðablik OPEN 2016

Ellefta opna golfmót knattspyrnudeildar Breiðabliks verður haldið föstudaginn 19. ágúst n.k. og hefst kl.13:00. Mótið fer fram á golfvellinum að Flúðum, eins og undanfarin ár.


16.08.2016

Batamerki í skyldusigri

Þessi 3 stig eru vel þegin eftir rýra uppskeru undanfarið. Blikar léku ágætlega í kvöld og unnu verðskuldaðan sigur sem hefði mátt vera stærri. Það þarf að bæta færanýtingu og koma fleiri skotum á markið. Þau voru ekki mörg í kvöld. 5 skot voru talin á rammann. 2 fóru í markið en 3 voru varin. 2 þeirra úr dauðafærum. Við getum og verðum að gera betur.


15.08.2016

Vörður tryggingar býður til veislu fyrir Þróttaraleikinn í dag kl.17.00

Vörður tryggingar, aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar, býður til veislu fyrir Þróttaraleikinn í kvöld! Boðið verður upp á grillaðar pylsur, gos og blöðrur.


13.08.2016

Breiðablik – Þróttur R í PEPSI mánudaginn 15. ágúst kl. 18:00

Liðin hafa skorað 134 mörk í leikjunum 52 sem skiptast þannig að Þróttur hefur skorað 77 mörk en Blikar 57. Þarna telja árin frá 1957 til 1968 mikið þegar Breiðablik skorar aðeins 6 mörk gegn 27 mörkum Þróttar.


11.08.2016

Willum með samning við Blika

Willum Þór Willumsson, ungur og efnilegur fyrirliði 2. flokks Breiðabliks, hefur gert þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Hann er fæddur árið 1998 og er því átján ára gamall.


09.08.2016

Blikar úti á túni

14.umferð PEPSI deildarinnar lauk í kvöld. Blikar mættu grönnum sínum í Fossvogi og leikurinn fór fram í einmuna veðurblíðu að viðstöddum þó nokkuð mörgum áhorfendum, alls 1470 manns að sögn vallarþular. Og það var mikið í húfi fyrir okkar menn og engin mistök leyfileg í baráttunni við að hanga í toppliðunum. Arnór Aðalsteinsson mun hafa kennt sér meins í upphitun og kom Alfons inn í byrjunarliðið í hans stað og Kári kom inn í hópinn.


06.08.2016

Víkingur R. – Breiðablik í PEPSI mánudagskvöldið  8. ágúst kl. 19:15

Breiðablik og Víkingur R. leikið 16 opinbera leiki frá því Blikar komu upp úr 1. Deild árið 2005. Þar hafa Blikar yfirhöndina 8 sigra gegn 4 sigrum Víkings. Jafnteflin eru 4. Í 8 heimaleikjum sigra Blikar 5 leiki, gera 1 jafntefli og Vinna 2 leiki. Í 8 útileikjum sigrar Breiðablik 3 leiki, jafnteflin eru 3 og tapleikir eru 2.


04.08.2016

Gallsúrt jafntefli

Í hálfleikskaffinu var mikið spekúlerað af hverju Blikar reyndu ekki að skjóta á markið í stað þess að reyna eilíflega að dúllast í gegn á hálfum hraða, án árangurs? Láta reyna á markmanninn. Mikð rætt um þetta. Fykisliðið að margra mati á við miðlungs 1 .deildarlið og ætti að vera búið að ganga frá því fyrir löngu. En það er ekki hægt í ,,slow motion“, svo mikið er víst. Og hornspyrnur okkar sem voru fjölmargar í fyrri hálfleik, eins og svo oft áður, sköpuðu enga hættu. Alls enga.


02.08.2016

Breiðablik – Fylkir í PEPSI miðvikudaginn 3. ágúst kl. 19:15

Stuðningur áhorfenda skiptir miklu máli. Kópacabana hópurinn lét vel heyra í sér í Ólafsvík í síðasta leik og ætlar að fjölmenna á leikinn. Heyrst hefur að von sé á öflugum stuðningi á miðvikudaginn af frægum einstaklingum en það verður auglýst sérstaklega.​ Það verður því hart barist innan vallar sem utan á Kópavogsvelli þegar flautað verður til leiks klukkan 19.15 á miðvikudaginn.


02.08.2016

Norwich hefur áhuga Ágústi Hlyns

Enska 1. deildarliðið Norwich hefur verið í viðræðum við knattspyrnudeild Breiðabliks um kaup á unglingalandsliðsmanninum efnilega, Ágústi Eðvaldi Hlynssyni.


31.07.2016

Alexander Helgi Sigurðsson lánaður í Víking Ólafsvík

Miðvallarleikmaðurinn efnilegi, Alexander Helgi Sigurðsson, hefur verið lánaður í Víking Ólafsvík. Hann er tvítugur að aldri og kom aftur til okkar Blika í vor eftir að hafa dvalið í herbúðum hollenska úrvalsdeildarliðsins AZ Alkmaar i tvö ár. Alexander Helgi hefur átt við meiðsli að stríða í sumar en hefur nú náð sér.


29.07.2016

Gunnleifur og Andri Rafn í úrvalsliði fyrri hluta Íslandsmótsins hjá Pepsi mörkunum

Gunnleifur Gunnleifsson markvörður og miðvallarleikmaðurinn Andri Rafn Yeoman voru valdir í úrvalslið 1-11 umferðar Pepsi-deildarinnar árið 2016.


25.07.2016

Árangursríkt strandhögg í Ólafsvík

Blikar byrjuðu mun betur í leiknum. Fyrstu 10-15 mínútur leiksins buldu sóknarloturnar á marki Ólafsvíkingana en inn vildi knötturinn ekki. Smám saman dróg því máttinn úr okkar mönnum án þess þó að að heimapiltar næðu að ógna okkar marki að neinu ráði. Þó tóku varnarmenn okkar upp á því að lauma boltanum rétt fram hjá okkar eigin marki í einni af fáum sóknarlötum Víkinga í háflleiknum.


22.07.2016

Víkingur Ó. - Breiðablik í PEPSI sunnudaginn 24. júlí kl. 19:15

Seinni umferð Íslandsmótsins, PEPSI-deildin, hefst á sunnudag og höldum við Blikar í víking vestur á Snæfellsnes. Þar mætum við baráttujöxlunum úr Víking Ólafsvík. Við eigum þar harma að hefna enda lögðu þeir okkur óvænt í fyrstu umferð mótsins. Heimaliðið hefur staðið sig með eindæmum vel í sumar.


21.07.2016

Fjórir efnilegir Blikar lánaðir

Mikil eftirspurn er eftir leikmönnum frá okkur á láni. Við höfum þegar sagt frá láni Guðmundur Friðrikssonar í úrvalsdeildarliðs Þróttar en í dag var gengið frá láni fjögurra efnilegra 2. flokksleikmanna til liða úti á landi.


20.07.2016

EXTRA sætt í Grafarvogi

Þar með náðum við 19. stiginu í hús og erum nú „aðeins“ 3 stigum á eftir efsta liðinu þegar mótið er hálfnað. Við hefðum auðvitað viljað vera með fleiri stig en það er bót í máli að það er stutt í toppinn. PEPSI deildartitillin 2016 er í dauðafæri og við getum vel náð í fleiri stig í síðari helmingnum. En til þess að það takist þarf að liðið að ná meiri stöðugleika en það hefur sýnt í sumar. Leikurinn í gær var góð byrjun í þeim leiðangri. Meira svona.


19.07.2016

Guðmundur Friðriksson lánaður í Þrótt

Varnarmaðurinn snjalli Guðmundur Friðriksson hefur verið lánaður í Pepsí-deildarlið Þróttar í Reykjavík. Guðmundur sem er 22 ára gamall hefur spilað 42 leiki fyrir meistaraflokk Breiðabliks.


15.07.2016

Fjölnir - Breiðablik í Pepsí-deildinni sunnudaginn 17. júlí kl. 20:00

Leikur liðanna á Extra vellinum í Grafarvogi á sunnudaginn klukkan 20.00 er átjándi opinberi leikur liðanna frá upphafi. Fyrsti keppnisleikur liðann var í Deildarbikarnum árið 2003. Liðin voru saman í 1. deildinni árin 2004 og 2005. Fyrsta viðureign liðanna í efstu deild var árið 2008. Heilt yfir eru liðin búin að keppa 17 sinnum opinberlega. Breiðablik hefur vinninginn með 12 sigra, 5 jafntefli og ekkert tap. Breiðablik hefur skorað 34 mörk gegn 15 mörkum Fjölnismanna.


14.07.2016

Uppfærð frétt: Guðmundur Atli í leyfi frá knattspyrnuiðkun

Knattspyrnudeild Breiðabliks sendir Guðmundi Atla baráttukveðjur og vonast til að sjá hann aftur á vellinum sem allra fyrst. Uppfærð frétt.


13.07.2016

Árni Vill til Blika!

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast á Árni Vilhjálmsson hefur verið lánaður frá Lilleström í Noregi til Blika. Árni verður löglegur 15. júlí og nær því leiknum gegn Fjölni sunnudaginn 17. júlí. Lánssamningurinn gildir út þessa leiktíð.


11.07.2016

Vesen!

Frábært veður og aðstæður nánast fullkomnar í Kópavoginum í kvöld þegar að Blikar fengu Skagamenn í heimsókn, en aðstæður og veður var það eina sem var fullkomið fyrir þá grænu í kvöld.


08.07.2016

Breiðablik – ÍA í Pepsi-deildinni mánudaginn 11. júlí kl.19:15

Leikur Breiðablik gegn ÍA á Kópavogsvelli á mánudaginn er 51.viðureign liðanna í efstu deild. Leikurinn hefst kl.19.15 og má búast við hörkuleik því Skagamenn hafa verið á góðri siglingu að undanförnu og m.a. lagt bæði KR og Stjörnuna að velli. Stuðningur áhorfenda skiptir miklu máli og í þeirri brekku sem við höfum verið í að undanförnu þá veitir ekki af stuðningi. Við skorum á alla Blika og þá sérstaklega Kópacabana gengið að mæta og styðja við bakið á strákunum!


07.07.2016

Jafnteflið dugði ekki til

Breiðabliksliðið byrjaði leikinn af miklum krafti og voru mun hættulegri fyrstu 15 mínúturnar. En fótboltinn getur verið skrítinn því þvert gegn gangi leiksins skoruðu heimamenn fyrsta mark leiksins á 15. mínútu þegar misskilningur í vörn Blika varð þess valdandi að Daniils Turkovs skoraði. Staðan 1-0 og heilmikil brekka sem þurfti að yfirstíga. En miðað við gang leiksins var maður nokkuð viss um að við gætum skorað nokkur mörk.


06.07.2016

Jelgava og Breiðablik- Bein útsending fimmtudag kl.15.30

Blikaklúbburinn verður með beina útsendingu frá leik Jelgava og Breiðabliks í forkeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu kl.15.30 í tengibyggingu Fífunnar.


04.07.2016

Klúður

Þetta var einkennilegur leikur svo ekki sé meira sagt. Blikar réðu algerlega gangi leiksins fyrstu 45 mínútur og það er satt að segja langt síðan ég hef séð lið liggja jafn mikið til baka og ÍBV gerði í fyrri hálfleik. Það var kannski 4 sinnum sem þeir sóttu á okkar mark en úr þessum 4 sóknum fengu þeir samt 2 mjög góð færi sem fóru forgörðum. Við vorum hinsvegar með boltann 80% en áttum aðeins 2 góð færi áður en Gísli Eyjólfsson skoraði frábært mark undir lok fyrri hálfleiks.


02.07.2016

ÍSLAND – FRAKKLAND Á RISASKJÁ Á RÚTSTÚNI

Landsleikur Íslands og Frakklands á EM í knattspyrnu verður sýndur á risaskjá í beinni útsendingu næstkomandi sunnudag á Rútstúni í Kópavogi, en það eru knattspyrnufélögin í Kópavogi – Breiðablik og HK – í samvinnu við Kópavogsbæ sem standa að beinu útsendingunni.


01.07.2016

Ææ og Óó

Blikar fóru illa að ráði sínu í kvöld og það er sennilega rétt hjá Arnari Grétarssyni, og haft er eftir honum í viðtölum í kvöld, að frammistaðan í fyrri hálfleik hafi sennileg verið með því lakasta í háa herrans tíð. Einvígið er ekki búið en við þurfum margfalt betri frammistöðu í seinni leiknum ef Blikar ætla áfram í keppninni. En það er allt hægt ef menn leggja líf og sál saman í verkefnið. Við höfum einmitt séð dæmi þess að undanförnu.


30.06.2016

Breiðablik-Jelgava í kvöld kl.19.15 - Evrópustemmning í Kópavoginum

Töluverð breyting hefur orðið á Blikaliðinu frá þessum leikjum og eru einungis þrír leikmenn eftir í leikmannahópi Blika sem spiluðu þessa leiki. Þetta eru þeir Gunnleifur markvörður, Andri Rafn og Ellert. Það er því spenna í öllum þeim leikmönnum sem eru að spila sinn fyrsta Evrópuleik.


27.06.2016

Breiðablik mætir FK Jelgava á fimmtudag

Það er ekki bara Evrópukeppnin í Frakklandi sem er í fullum gangi heldur líka undankeppni Evrópudeildarinnar hjá Breiðablik. Næstkomandi fimmtudag, 30. Júní kl. 19:15, fer fram leikur Breiðabliks og FK Jelgava frá Lettlandi


25.06.2016

Hliðar saman hliðar…

Leikurinn byrjaði rólega og ljóst að hvorugt lið var tilbúið að taka áhættu með blússandi sóknarleik. Valsmenn hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Blikaliðið undanfarin ár og ætluðu greinilega að verja stigið með öllum ráðum. Blikarnir voru án Olivers og Atla vegna meiðsla og Glenn var í banni eftir sakleysilegt olbogaskot sem hann gaf fyrrum félaga sínum í Vestmannaeyjaliðinu.


22.06.2016

Breiðablik – Valur í PEPSI föstudaginn 24. júní kl. 20:00

Blikar haft mjög gott tak á Valsmönnum frá því að liðin komu upp úr 1. deildinni síðast, Valur árið 2005 og Breiðablik árið 2006, því í 20 viðurgeignum frá 2006 hafa Blikar unnið 11 sinnum, Valur aðeins 4 sinnum og 5 sinnum hefur orðið jafntefli.


19.06.2016

Breiðablik í UEFA Europa League pottinum í Nyon

Breiðablik verður í pottinum þegar dregið verður í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar á morgun í Nyon í Sviss.


16.06.2016

3 stig úr höfn frá Eyjum

Annar sigur Blika á einni viku á gríðarlega erfiðum útivelli kom í gærkvöld þegar Eyjamenn lutu í gras eftir að Blikar skoruðu mörk á 3. og 6. mínútu leiksins.


12.06.2016

ÍBV - Breiðablik í PEPSI miðvikudaginn 15. jún kl. 18:00

Í annað sinn á 7 dögum spila Blikar á erfiðum útivelli þegar okkar menn fara til Eyja til spila við ÍBV í Pepsi-deildinni á Hásteinsvelli á miðvikudaginn 15. júní kl.18:00.


10.06.2016

Veni, vidi, vici!

Það var hinn 16 ára Ágúst Eðvald Hlynsson sem kom, sá og sigraði í leik ÍA og Blika í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins á Skaganum í gær. Ágúst kom inn á fyrir Andra Rafn á 77. mínútu og skoraði svo sigurmark Blika 1:2 í síðari hluta framlengingarinnar.


08.06.2016

Kátir voru karlar…við höldum upp á Skipaskaga á morgun

Blikastrákarnir halda sem leið liggur á morgun fimmtudag í gegnum Hvalfjarðargöngin og upp á Skipaskaga til að mæta Skagamönnum í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins kl. 19:15.


05.06.2016

Bitlaus toppbarátta

Topplið Breiðabliks tók á móti íslandsmeisturunum úr Hafnarfirði í kvöld. Mikill hugur var í stuðningsmönnum blika, enda langt síðan græna liðið var á toppnum síðast, í deild þeirra bestu. Stúkan var fyllt á stuttum tíma og þurfti því að opna þá gömlu, sem fylltist líka. Gott veður og aðstæður allar eins og best verður á kosið.


03.06.2016

Breiðablik - FH á Kópavogsvelli sunnudagskvöld kl. 20:00

Blikar eru nú á toppnum en FH er aðeins stigi á eftir ásamt tveimur öðrum liðum. Veðurspáin er mjög góð fyrir helgina þannig að búast við mörgum á völlinn. Við hvetjum alla Blika til að mæta þvi þetta er skemmtileg stund sem menn hitta vini og kunningja til að ræða sameiginlegt áhugamál.


31.05.2016

Toppsætið

Blikar voru sannfærandi í kvöld og þetta var mjög góður sigur. Liðið var á tánum allan leikinn og þó ekki gengi allt upp voru menn sannarlega að leggja vel inn. Aftasta lína var aggressív. Vann öll skallaeinvígi og gaf engan frið. Annars var þetta liðsheildin sem skilaði þessum flotta sigri og gott til þess að vita að enn eigum við menn inni sem eru ekki farnir að ,,skína“.