BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

11.02.2016

Arnþór Ari með 3 ára samning

Knattspyrnumaðurinn snjalli Arnþór Ari Atlason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Arnþór Ari, sem er 23 ára gamall miðju- og sóknarmaður, er uppalinn í Þrótti en kom til okkar Blika haustið 2014.


10.02.2016

Blikar skelltu Skaganum

Blikar unnu Skagamenn 1:0 í æfingaleik í Fífunni í kvöld. Það var Jonathan Glenn sem setti markið skömmu fyrir leikhlé. Töluverð keyrsla var í leiknum enda fengu hátt í 40 leikmenn að sýna snilli sína í báðum liðum. Sigur Blika var sanngjarn og var fyrri hálfleikurinn einn sá besti sem þeir grænklæddu hafa spilað í vetur.


09.02.2016

Breiðablik - ÍA mætast í æfinagleik í Fífunni

Meistaraflokkur karla leikur annan æfingaleik á stuttum tíma á miðvikudag kl.18.00 í Fífunni. Andstæðingar okkar verða að þessu sinni Skagamenn.


06.02.2016

,,Kjúklingarnir” sáu um Fram

Blikar unnu Fram 0:3 í æfingaleik í Egilsshöll í dag. Guðmundur Atli fór mikinn í framlinunni og skoraði 2 mörk og lagði upp eitt fyrir Ósvald Traustason. Ungur aldur Blikaliðsins var þó það sem mesta athygli vakti en hvorki fleiri né færri en átta leikmenn, þarf af fjórir úr 3.flokki, fengu sína eldskírn með meistaraflokki. Það skal þó tekið fram að Framarar tefldu ekki heldur fram sínu sterkasta liði.


04.02.2016

Alfreð til Þýskalands

Blikinn Alfreð Finnbogason hefur nú gert samning við þýska úrvalsdeildarliðið Augsburg. Alfreð sló í gegn með Blikaliðinu á árunum 2009 og 2010. Þá varð hann bæði Bikar- og Íslandsmeistari með liðinu. Hann skoraði hvorki fleiri né færri en 27 mörk í 39 leikjum.


04.02.2016

Getraunaleikur Breiðabliks hefst þann 30. janúar 2016

Þann 30. janúar 2016 ætlum við að byrja getraunaleik Breiðabliks. Eins og áður verða flottir vinningar í boði en heildarverðmæti vinninga er um 500.000 kr. Auk þess eiga þeir sem senda seðlana sína alla leið áfram í getraunakerfi Íslenskra Getspár möguleika á að vinna milljónir í hverri viku.


02.02.2016

Boltinn í beinni í kvöld!

Nú hefur verið komið upp aðstöðu til að horfa á beinar útsendingar í félagsaðstöðunni á miðhæðinni í stúkunni. Þar er nú komið 65“ hágæðasjónvarp og þar er meiningin að félagar, jafnt ungir sem aldnir geti komið saman og horft á boltann í beinni.


30.01.2016

Markaþurrð hjá Blikum

Blikar lutu í gras 0:1 gegn Íslandsmeisturum FH í leik um 5. sætið á fotbolti.net mótinu í Fífunni í dag. Leikurinn var reyndar í járnum allan tímann, leikmenn tókust vel á og stundum var harkan jafnvel full mikil. En munurinn var sá að FH-ingar voru beittari fram á við og mark Lennon fljótlega eftir leikhlé skildi liðin að.


29.01.2016

Leikur gegn FH um 5. sætið í Fífunni kl.10:30 í fyrramálið

Meistaraflokkur karla spilar um 5. sætið í fotbolti.net mótinu í Fífunni kl.10.30. Andstæðingarnir eru Íslandsmeistarar FH og má því búast við hörkuleik.


20.01.2016

Ekki meistarar þetta árið

Blikar lutu í gras gegn Stjörnumönnum 2:3 í fotbolta.net mótinu í Fífunni í kvöld. Þessi úrslit þýða að við komust ekki í úrslit á mótinu í ár en við höfðum titil að verja.


20.01.2016

Stjarnan - Breiðablik í Fótbolti.net kl. 19:00 í Fífunni

Minnum á nágrannaslag Stjörnunnar og Breiðabliks í A-deild Fótbolti.net mótinu klukkan 19:00 í Fífunni í kvöld


16.01.2016

Fyrstu stigin í hús!

Blikar unnu sanngjarnan 1:0 sigur á Víkingum frá Ólafsvík fotbolti.net mótinu. Blikar voru mun betra liðið í fyrri hálfleik og hefðu átt að skora að minnsta kosti 2-3 mörk fyrstu 45 mínúturnar. En mark Atla Sigurjónssonar úr víti skömmu fyrir leikhlé var það sem gerði gæfumuninn í leiknum.


15.01.2016

Breiðablik - Víkingur Ó í Fífunni kl. 11:15

Ólsarar verða duglegir að heimsækja okkkur í Kópavoginn í upphafi árs. Heimsókn liðsins í Fífuna í fyrramálið er fyrsta af þremur heimsóknum Víkingsliðsins á Breiðablikssvæðið næstu mánuðina.


14.01.2016

Vinningsnúmer í Jólahappdrætti Knattspyrnudeildar

Þriðjudaginn 12. janúar 2016, var dregið í Jólahappdrætti knattspyrnudeildar Breiðabliks hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu að Skógarhlíð 6 í Reykjavík


14.01.2016

Alfons í prufu hjá Freiburg

Varnarmaðurinn ungi og efnilegi, Alfons Sampsted, fer í dag sunnudag í prufu hjá þýska 1. deildarfélaginu Freiborg. Liðið er eitt af þekktari liðum Þýskalands og hefur spilað í efstu deild í Þýskalandi undanfarin ár.


12.01.2016

Fanndís Íþróttakona Kópavogs 2015

Blikar fagna þessari viðurkenningu enda á þessi frábæri íþróttamaður þessa viðurkenningu svo sannarlega skilið. Þess má einnig geta að Jón Margeir Sverrisson sundmaður var útnefndur Íþróttakarl Kópavogs fyrir árið 2015.


09.01.2016

Hangiketið sat í mönnum!

Blikar urðu að lúta í gras 0:2 gegn ÍBV í fotbolti.net mótinu í Fífunni í morgun. Okkar drengir voru mjög slakir í fyrri hálfleik og fengu á sig tvö mörk. Allt annað var að sjá til liðsins í síðari háfleik en eins og oft í vetur þá vantaði meiri grimmd í teiginn.


08.01.2016

Blikar fá viðurkenningu

Hinn árlegi jólamatur meistaraflokka karla og kvenna (í seinni kantinum í þetta sinn vegna fjarveru margra milli jóla og nýárs) var haldinn í Smáranum í gærkvöld með hefðbundinni dagskrá og viðurkenningum til leikmanna.


03.01.2016

Fékk ekki á sig mark í 900 mínútur fyrir hlé

Íslensk Knattspyrna 2915: Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, setti eitt met og jafnaði annað á frábæru tímabili sínu með Breiðabliki í úrvalsdeild karla þar sem hann fékk aðeins á sig 13 mörk í 22 leikjum.


03.01.2016

Fyrsti bakvörðurinn og fyrsti Blikinn

Íslensk Knattspyrna 2015: Stoðsendingar í efstu deild karla. Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður Breiðabliks, gaf flestar stoðsendingar í úrvalsdeild karla 2015, alls 9 í 22 leikjum.


01.01.2016

Jólakveðja og áramótakveðja knattspyrnudeildar Breiðabliks

Knattspyrnudeild Breiðabliks óskar öllum í Breiðabliksfjölskyldunni gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við þökkum skemmtilegt samstarf og frábæran árangur á árinu 2015 og bíðum spennt eftir að vinna með ykkur öllum á komandi árum.


30.12.2015

Áramótabrenna 2015

Hin árlega áramótabrenna Kópavogs verður við Smárahvammsvöll fyrir neðan Digraneskirkju á sama stað og undanfarin ár á gamlárskvöld.


29.12.2015

Blikaávísanir fyrir Skátaflugelda!

Eins og undanfarin ár selur Breiðablik ávísanir fyrir flugelda hjá Hjálparsveitum skáta í Kópavogi


23.12.2015

Sergio skrifar undir tveggja ára samning við Blika

Spánverjinn Sergio Carrallo Pendás var í dag að skrifa undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Sergio sem er 21 árs miðju- og kantmaður var áður á mála hjá unglinga- og varaliði Real Madrid.


22.12.2015

Samstarfssamningur knattspyrnudeildar Breiðabliks og Namo ehf endurnýjaður

Í dag var undirritaður nýr þriggja ára samstarfssamningur milli Namo ehf og knattspyrnudeildar Breiðabliks. Allir flokkar knattspyrnudeildar munu því áfram leika í Jako búningum næstu þrjú árin.


21.12.2015

Skötuveisla Breiðabliks 2015

Skötuveisla Breiðabliks að hætti Hauks Valdimarssonar matreiðslumeistara verður í stúkunni á Kóapvogsvelli þriðjudaginn 22. desember milli kl. 11:00 ö 14:00.


19.12.2015

Fyrsta tap gegn FH á árinu

Blikar lutu í gras 0:2 gegn FH í leik um þriðja sætið á BOSE mótinu í Fifunni á föstudaginn. Þetta var fyrsta tap okkar drengja í öllum keppnum gegn Hafnfirðingum á þessu ári. Við höfðum unnið tvo leiki og tveir enduðu með jafntefli. En nú voru gestirnir sterkari og unnu sanngjarnan sigur á bitlausu liði okkar.


16.12.2015

Blikar mæta FH í bronsleik

Blikar mæta FH í leik um 3. sætið í Bose bikarnum í knattspyrnu karla í Fífunni á föstudaginn kl.17.00. Leikurinn er síðasti leikur strákanna fyrir jól og verður áhugavert að sjá hvernig þjálfararnir leggja upp taktíkina í leiknum.


11.12.2015

ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2015

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2015. Þetta er 35. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út.


05.12.2015

Tilþrifalaust jafntefli gegn Víkingum

Okkar piltum mistókst að skora gegn Víkingum í BOSE mótinu þrátt fyrir að vera með Eið Smára innanborðs síðari hluta leiksins. Sem betur tókst gestunum ekki heldur að skoða þannig að leiknum lauk með markalausu jafntefli. Leikurinn fer ekki í sögubækurnar fyrir mikil tilþrif en Eiður Smári sýndi þó lipra takta og var ekki langt frá því að skora í leiknum.


04.12.2015

Fyrrum leikmaður Real Madrid spilar með Blikum gegn Víkingum

Blikar spila seinni leik sinn í BOSE-mótinu á móti Víkingum á morgun laugardag kl.11.00 í Fífunni. Spánverjinn Sergio Carrallo Pendás mun leika með Blikum í þessu leik en hann er nú til prufu hjá okkur.


03.12.2015

Glenn kemur aftur!

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að Jonathan Glenn hefur skrifað undir 2 ára samning við okkur Blika. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur enda var Glenn himnasending fyrir okkur síðasta sumar.


29.11.2015

Tölfræði 2015 - samantekt

Arnar Grétarsson með 70% árangur í efstu deild. Gunnleifur Gunnleifsson með 100% árangur. Yngri leikmenn Breiðabliks á láni léku smatals 80 leiki með öðrum liðum.


27.11.2015

Blikar lagðir í Bose bikar

Í Egilshöllinni í kvöld mættu Blikar liði KR í Bose bikarnum, það var róleg stemmning i mönnum og ekki mikið um átök. Helsta umræðuefnið á pöllunum var brotthvarf Kristins Jónssonar sem í dag var tilkynntur sem leikmaður Sarpsborg og ljóst að stuðningsmenn Blika sem og liðið mun sakna hans enda einn besti leikmaðurinn í Pepsideildinnni sumarið 2015.


26.11.2015

Kristinn til Sarpsborg

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur náð samkomulagi um vistaskipti Kristins Jónssonar til Sarpsborg 08 í norsku úrvalsdeildinni.


21.11.2015

Haukar lagðir 3:1

Blikar unnu Hauka 3:1 í æfingaleik í Fífunni í morgun. Blikar notuðu 22 leikmenn í leiknum en unnu samt nokkuð öruggan sigur á Hafnarfjarðarliðinu. Það voru þeir Andri Rafn, Ágúst Hlynsson (ungur leikmaður úr 3. flokki) og Gísli (vítaspyrna) sem settu okkar mörk. Aron Snær markvörður var hins vegar hetja liðsins þegar hann varði vítaspyrnu þeirra rauðklæddu í stöðunni 2:1 í síðari hálfleik.


20.11.2015

Æfingaleikur við Hauka í Fífunni

Meistaraflokkur karla spilar sinn annan æfingaleik á þessu nýja tímabili. Andstæðingar okkar að þessu sinni eru KFUM drengirnir úr Haukum í Hafnarfirði.


19.11.2015

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Tengi endurnýja samstarfssamninginn sín á milli.

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Tengi hafa endurnýjað samning sinn en Tengi hefur verið dyggur stuðningsaðili deildarinnar í fjölmörg ár. Samningurinn er mikið fagnaðarefni og styrkir áfram öflugt uppeldis- og afreksstarf knattspyrnudeildar sem og að styðja við meistararflokka félagsins í efstu deild karla og kvenna.


14.11.2015

Framarar lagði með minnsta mun

Blikar unnu 1. deildarlið Framara 1:0 í æfingaleik í Fífunni í dag laugardaginn 14.nóvember. Það var varnarmaðurinn sterki Viktor Örn Margeirsson sem gerði markið skömmu fyrir leikhlé með hörkuskalla eftir ágæta fyrirgjöf Davíðs Kristjáns Ólafssonar.


13.11.2015

Æfingaleikur við Fram

Fyrsti undirbúningsleikur fyrir Íslandsmótið 2016 hjá meistaraflokki karla verður á morgun laugardag í Fífunni kl.11.00.


06.11.2015

Oliver með nýjan samning!

Oliver Sigurjónsson skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið í gærkvöld.


02.11.2015

Damir framlengir við Blika!

Miðvörðurinn snjalli, Damir Muminovic, hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks til ársins 2018. Damir, sem er 25 ára gamall, spilaði 21 leik með Blikaliðinu í sumar og skoraði 1 mark.


02.11.2015

Oliver skoðar aðstæður hjá Arminia Bielefeld

Þýska 2. deildarliðið Arminia Bielefeld hefur boðið knattspyrnumanninum snjalla Oliver Sigurjónssyni út til æfinga með liðinu.


29.10.2015

Vörður áfram aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar Breiðabliks

Vörður tryggingar og Knattspyrnudeild Breiðabliks hafa endurnýjað samning sín á milli um að Vörður verði áfram aðalstyrktaraðili deildarinnar til næstu þriggja ára.


28.10.2015

Davíð Kristján framlengir til 2018

Davíð Kristján Ólafsson hefur framlengt samning sinn við Blika til ársins 2018. Þessi knái framlínumaður spilaði 9 leiki með meistaraflokknum í sumar. Davíð sem er tvítugur að aldri er mikill íþróttamaður og hefur oft skemmt áhorfendum með hraða sínum og leikni


27.10.2015

Gunnlaugur kemur úr víking!

Miðjumaðurinn stóri og sterki Gunnlaugur Hlynur Birgisson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks til ársins 2018.


22.10.2015

Gísli áfram hjá Blikum

Gísli Eyjólfsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks til 2018. Gísli sem er fæddur árið 1994 spilaði sem lánsmaður hjá Haukum í fyrra og stóð sig vel. Hann átti við meiðsli að stríða framan af móti í ár en kom sterkur inn í hópinn seinni part sumar. Hann var til dæmis í byrjunarliði í síðasta leiknum gegn Fjölni og átti þar prýðisgóðan leik á miðjunni. Gísli spilaði fimm leiki fyrir Blikaliðið í sumar og þeir eiga eftir að verða fleiri


21.10.2015

Ólafur Hrafn með samning við Blika

Miðju- og sóknarmaðurinn ungi og efnilegi Ólafur Hrafn Kjartansson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Hinn 18 ára gamli Ólafur Hrafn kom til okkar Blika í vor frá KA og átti sinn þátt í því að 2.flokkur Blika varð Íslandsmeistari í ár


21.10.2015

Viktor Örn framlengir

Viktor Örn Margeirsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks til ársins 2018. Viktor Örn sem er 21 árs gamall varnarmaður átti fína leiki þegar hann spilaði fyrir Blikaliðið í sumar. Hann byrjaði inn á á móti KR og Fjölni og var í bæði skiptin einn af bestu mönnum liðsins. Í leiknum gegn KR var hann til dæmis valinn maður leiksins af flestum fjölmiðlum.


20.10.2015

Guðmundur Atli til Blika

Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Atli Steinþórsson hefur gengið til liðs við knattspyrnudeild Breiðabliks. Guðmundur er stór og sterkur framherji sem gerði 14 mörk fyrir HK í 1. deildinni í sumar.


19.10.2015

Knattspyrnudeild Breiðabliks auglýsir eftir dómarastjóra

Knattspyrnudeild Breiðabliks auglýsir eftir dómarastjóra í hlutastarf fyrir yngri flokka deildarinnar. Hlutverk dómarastjóra er að sjá um að útvega og raða niður dómurum á heimaleiki yngri flokka knattspyrnudeildar


11.10.2015

Lokahóf meistarflokka knattspyrnudeildar Breiðabliks

Það ríkti mikil gleði og eftirvænting í sameiginlegu lokahófi meistarflokka knattspyrnudeildar Breiðabliks í Smáranum laugardagskvöldið var þegar árlegar viðurkenningar voru veittar fyrir efnilegustu- og bestu leikmennina og leikmenn leikmannanna.


09.10.2015

Gummi með nýjan 3 ára samning

Varnarmaðurinn ungi og efnilegi Guðmundur Friðriksson hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks


09.10.2015

Fréttatilkynning frá Knattspyrnudeild Breiðabliks og Guðjóni Pétri Lýðssyni

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Guðjón Pétur Lýðsson hafa ákveðið að nú skilji leiðir og framlengja ekki núverandi leikmannasamning. Sú ákvörðun er tekin sameiginlega og í fullri sátt beggja aðila.


04.10.2015

Metið fallið!

Árangur liðsins á árinu undir stjórn Arnars Grétarssonar og aðstoðarmanna hans, Kristófers Sigurgeirssonar og Ólafs Péturssonar, er einstakur og sá besti í sögu félagsins. Til viðbótar við fæst mörk fengin á sig í Pepsí í sumar, stigamet hjá félaginu og öruggt annað sæti, þá tapar liðið aðeins 3 leikjum af 38 opinberum keppnisleikjum sem liðið lék á árinu 2015.


03.10.2015

Risa Pallaball í Smáranum laugardaginn 3. október

Einn vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar Páll Óskar kemur fram á risa Pallaballi í Íþróttahúsinu okkar í Smáranum 3. október.


01.10.2015

Fjölnir - Breiðablik 2015

Leikur Fjölnis og Breiðabliks á Fjölnisvelli á laugardaginn klukkan 14:00 er 17. opinberi leikur liðanna frá upphafi. Fyrsti keppnisleikur liðann var í Deildarbikarnum árið 2003. Liðin voru svo saman í 1. deildinni árin 2004 og 2005. Fyrsta viðureign liðanna í efstu deild var árið 2008.


27.09.2015

Silfrið í höfn!

Kári gamli lét heldur betur finna fyrir sér í byrjun leiks. Sterk vestangolan náði allt að 18 m á sekúndu í fyrri hálfleik og rigningarskúrir skelltu sér af Esjunni niður í Kópavogsdalinn. En smám saman lægði og menn gátu farið að spila betri knattspyrnu.


26.09.2015

Daði Rafnsson og Kristófer Sigurgeirsson ráðnir yfirþjálfarar knattspyrnudeildar!

Nú á dögunum var gengið frá ráðningu á yfirþjálfurum knattspyrnudeildar Breiðabliks en breytingar voru gerðar á stöðugildi yfirþjálfara frá fyrra ári. Í stað eins yfirþjálfara í 100% starfi munu tveir sinna starfinu í minna starfshlutfalli hvor.


26.09.2015

Breiðablik – ÍBV á Kópavogsvelli laugardaginn 26. september kl. 14:00

Leikurinn á laugardaginn er þriðji leikur Blika og Eyjamanna á þessu ári. Fyrsti leikur liðanna á árinu bæði vannst og tapaðist. Breiðablik vann ÍBV 2-0 í 3. umferð Lengjubikarsins í Akraneshöllinni 9. mars í vetur.


20.09.2015

Evrópusætið öruggt!

Blikar unnu fínan 2:1 sigur á FH á heimavelli í Pepsí-deild karla. Eftir frekar rólegan leik framan af þá hrukku sóknarmenn liðanna í gang.


18.09.2015

Breiðablik - FH á sunnudaginn kl.16.30!

Leikurinn við FH á sunnudaginn er fjórða viðureign liðanna í opinberri keppni á þessu ári. Liðin áttust við í Fótbolta.net mótinu, Lengjubikarnum og í fyrri umferðinni í Krikanum í leik sem lauk með 1-1 jafntefli. Arnþór Ari Atlason skoraði mark Blika á 69. mínútu en Kassim Doumbia jafnað með skallamarki á 93. mínútu.


13.09.2015

Erfitt í Víkinni.

Þetta gerir það að verkum að vonir um Íslandsmeistaratitil eru úr sögunni. Það er að vísu eitthvað sem gaman var að gæla við á síðustu vikum, og eitthvað sem enginn bjóst við í byrjun móts. Það sem er þó enn opið er Evrópusætið, og það er það sem við Blikar viljum fá!


11.09.2015

Víkingur - Breiðablik í Pepsí-deild karla á Víkingsvelli á sunnudaginn kl.17.00

Það má því búast við hörkuleik í Víkinni á sunnudaginn. Kópacabana stuðningshópur Blika hefur verið í gríðarlega góðum gír í undanförnum leikjum og ætlar að fjölmenna í Víkina á leikinn. Vonandi sjá flestir sér fært að mæta í Fossvoginn og hvetja Blika til sigurs.


09.09.2015

Óskar skrifar undir samning

Óskar Jónsson hefur skrifað undir 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Óskar er mjög fjölhæfur 18 ára gamall miðju- og varnarmaður.


06.09.2015

Blikar að skora í landsleikjum

Leikmenn Blika eru á skotskónum í landsleikjum þessa dagana.


05.09.2015

Jonathan Glenn skoraði gegn Mexíkó

Jonathan Glenn, skoraði fyrsta mark Trínidad og Tóbagó í 3-3 jafntefli gegn Mexíkó


04.09.2015

Úrslit í Breiðablik OPEN 2015

10 ára afmælismót Breiðablik OPEN fór fram á Selsvelli við Flúðir s.l. föstudag. Veðrið lék við keppendur, sem voru u.þ.b. 60, og þeir tóku kylfurnar til kostanna í kjöraðstæðum, léttskýjuðu, blankalogni og 17 – 18 °C hita. Enda fór það svo að mótsmet voru sett í höggleik karla og kvenna. Árangur í punktakeppni var ennfremur mjög góður og í heild má segja að allt hafi verið í allra besta lagi eins og prófessor Altúnga hefði viljað sagt hafa.


31.08.2015

Það eru mörkin sem telja

Blikar hófu leikinn með látum og herjuðu ótt og títt á gestina til að byrja með og fengu fín færi til að ná forystunni snemma leiks. En eins og stundum áður gekk ekki andskotalaust að finna netmöskvana. Blikar fengu legíó af færum og Atli Sigurjónsson setti menn hvað eftir annað í kjörstöður en allt kom fyrir ekki.


27.08.2015

Breiðablik og Leiknir á Kópavogsvelli á sunnudaginn kl.18.00.

Veðurspáin er góð fyrir sunnudag þannig að búast má við góðri mætingu á völlinn. Kópacabana hópur Blika og Leiknisljónin hafa staðið sig frábærlega í stúkunni í sumar og ætla að fjölmenna á sunnudag.


26.08.2015

Sykursætt í Garðabænum!

Fyrri hálfleikur byrjaði og liðin skiptust á að negla háum boltum fram og til baka, það var svo á markamínútunni margfrægu að Blikar skutust upp vinstri kantinn. Kristinn Jónsson hætti þá við að gefa fyrir og kom boltanum út á Guðjón Pétur sem leit upp og spyrnti knettinum hárnákvæmt á Ellert Hreinsson sem stökk mann hæst og lagði boltann á þrennu Glenn sem skoraði í sitt 6 mark í 5 leikjum fyrir Blika.


25.08.2015

Tor Andre farinn heim

Norski knattspyrnumaðurinn Tor Andre Skimmeland hefur ákveðið að halda aftur austur um haf til síns heimalands.


23.08.2015

Stjarnan – Breiðablik

Í 13 efstu deildar leikjum frá endurkomu Stjörnunnar upp í efstu deild árið 2009 hafa Blikar sigrað 7 leiki, Stjarnan 2 leiki og jafnt hefur orðið í 4 leikum.


17.08.2015

Stolt siglir fleyið mitt!

Það var ekki bara fallegt veður í Kópavogsdalnum í kvöld því að Blikar sýndu virkilega fallega knattspyrnu og byrjuðu strax á annari mínútu á að koma boltanum í markið eftir fallegt samspil. Flott vippa Höskuldar var hinsvegar ekki tekin gild þar sem að dómari taldi að hann hefði verið fyrir innan. Aðeins 2 mínútum síðar átti Guðjón Pétur flott skot eftir fínt spil hjá Blikum.


15.08.2015

Breiðablik – ÍA 2015

Blikum hefur gengið ágætlega með ÍA á Kópavogsvelli í þessum 5 heimaleikjum síðan árið 2006. Blikar gera 2-2 jafntefli árið 2006, vinna öruggan 3-0 sigur árið 2007 og vinna 6-1 árið 2008 í frægum leik. Næsti heimaleikur var svo árið 2012 sem Blikar tapa 0-1. Blikar vinna svo sannfærandi 4-1 sigur árið 2013. Liðin skora 20 mörk í þessum 5 heimaleikjum á Kópavogsvelli.


11.08.2015

Skiptir ekki máli hvernig kötturinn sé á litinn!

Fleyg orð Deng Xioaping leiðtoga Kína á árunum 1978-1992 um að það skipti ekki máli hvernig kötturinn sé á litinn heldur hvort hann veiði mýsnar komu upp í huga Blika eftir 0:1 vinnusigur á Valsmönnum í Laugardalnum.


09.08.2015

Valur - Breiðablik 2015

Þrátt fyrir aðeins 1 mark í 1-0 sigri Blika í fyrri leik liðanna í sumar eru leikir liðanna gjarnan mikilir markaleikir. Í fyrra vinna Blikar 3-0 heima og 2-1 úti. Og 8. ágúst árið 2012 vinnur Breiðablik 3-4 útisigur á Val í mögnuðum leik. Árið 2010 vinnur Breiðablik 5-0 heima svo nokkur dæmi séu nefnd.


05.08.2015

Keflvíkingar kafsigldir

Blikar unnu öruggan 4:0 sigur á lánlausum Keflvíkingum á Kópavogsvelli. Blikar voru betri á öllum sviðum hinnar fögru íþróttar og áttu Suðurnesjapiltarnir í raun aldrei von gegn léttleikandi Kópavogsbúum. Það voru þeir Jonathan Glenn, Höskuldur Gunnlaugsson 2 og Arnþór Ari Atlason sem settu mörk okkar pilta.


05.08.2015

Breiðablik OPEN 2015

Tíunda (10) opna golfmót knattspyrnudeildar Breiðabliks verður haldið föstudaginn 7. ágúst n.k. og hefst kl.13:00. Mótið fer fram á Selsvelli við Flúðir.


03.08.2015

Breiðablik – Keflavík 2015

Heildarleikjafjöldinn er 116 þegar búið er að bæta við leikjum í gömlu B-deildinni (1957 og 1962) og 40 leikjum í Litlu Bikarkeppninni (1965-1995). Keflvíkningar er því sá andstæðingur sem Breiðablik hefur oftast keppt við í opinberri keppni frá upphafi knattspyrnudeildar Breiðabliks árið 1957.


31.07.2015

Tor André orðinn löglegur með Blikum

Búið er að semja við Norðmanninn Tor André Aasheim út árið með möguleika á framlenginu.


28.07.2015

Skiptur hlutur í Vesturbænum

Blikar fóru heldur súrir heim úr Vesturbænum eftir að hafa gert markalaus jafntefli við KR í Frostaskjólinu. Þrátt fyrir ágæt marktækifæri tókst okkar drengjum ekki að finna leiðina í netmöskvana hjá þeim röndóttu og því fór sem fór. En við getum samt verið þokkalega ánægðir með leik Blikaliðsins. Varnar- og miðjulínan var þétt og stór nöfn heimamanna sköpuðu sér í raun engin færi í leiknum.


28.07.2015

Alfons lánður í Þór

Varnarmaðurinn ungi Alfons Sampsted hefur verið lánaður í Þór Akureyri. Alfons sem er fæddur árið 1998 er geysilega snöggur og áræðinn bakvörður.


27.07.2015

Aafsláttur fyrir Blika hjá Cintamani á morgun

Frábær afsláttur fyrir Blika hjá Cintamani á morgun, þriðjudaginn 28.júlí


27.07.2015

KR – Breiðablik í kvöld kl. 20:00 á Alvogen-vellinum

Minnum á stórleik KR og Breiðabliks í Pepsí-deild karla í kvöld kl.20.00 á KR-vellinum. KR er efst í deildinni en Blikar eru í 4. sæti nokkrum stigum á eftir.


26.07.2015

Jonathan Glenn til Blika!

Glenn var næst markahæsti leikmaður Pepsí-deildarinnar í fyrra með 12 mörk og hefur skorað 4 mörk í ár. Hann er nýkominn til baka til Ísland eftir að hafa spilað með landsliði þjóðar sinnar á Gold Cup keppninni í Ameríku.


26.07.2015

KR – Breiðablik 2015

Tölfræði úr viðureignum liðanna í Frostaskjólinu frá árinu 2000 er þessi. Árð 2000 vinnur KR 3-2. Ári síðar er niðurstaðan 1-1 jafntefli. Breiðablik fellur svo úr efstu deild en er komið aftur meðal þeirra bestu árið 2006.


23.07.2015

Gunnlaugur Hlynur til Ólafsvíkur

Blikar hafa lánað miðjumanninn Gunnlaug Hlyn Birgisson til Víkings Ólafsvíkur út tímabilið.


21.07.2015

Hrært í basl með dass af dútli

Blikar voru, eins og svo oft áður, meira með boltann og léku á milli sín fram og til baka og kantanna á milli en það var allt í ,,slow motion“ og skötulíki, lengst af. Af og til reyndu menn einleik en það lagaði sjaldnast málið. Tvær úrvalsgóðar hornspyrnur okkar manna sigldu í gegnum allan pakkann og í útspark. Enginn gerði atlögu að boltanum. Og við fengum 12 hornspyrnur í leiknum.


20.07.2015

Breiðablik - Fylkir mánudag á Kópavogsvelli kl.19.15

Flestir ef ekki allir leikmenn Blikaliðsins eru heilir þannig að Arnar og Kristófer geta teflt fram okkar sterkasta liði. Fylkismenn hafa skipt um þjálfara og náðu með harðfylgni í stig gegn sterkum FH-ingum í síðustu umferð. Það má því búast við hörkuleik á Kópavogsvelli og hvetjum við alla Blika til að mæta og styðja Blikaliðið til sigurs.


19.07.2015

Breiðablik Fylkir 2015

Leikur Blika við Fylki á Kópavogsvelli á mánudagskvöldð verður 49. viðureign liðanna í opinberri keppni frá árinu 1978. Liðiðn hafa þegar mæst tvisvar á þessu ári. Fyrsti leikur Blika í Lengjubikarnum var gegn Fylki. Leikurinn endaði 0-0 sem var eina jafntefli Blika í Lengjubikarnum þetta árið. Fyrsti leikur Blika í Pepsídeildinni 2015 var gegn Fylki. Leikurinn fór fram í Lautinni í Árbænum. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.


17.07.2015

Aðalfundur Blikaklúbbsins mánudaginn 20. júlí kl.18.00 í Smáranum

Ágætu Blikar, aðalfundur Blikaklúbbsins verður haldinn í veitingasalnum á 2. hæð í Smáranum mánudaginn 20. júlí kl.18.00.


17.07.2015

Betri stofan: Breiðablik-Fylkir

Strákarnir okkar mæta sprækum Fylkismönnum næstkomandi mánudag (20.júlí) í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst kl. 19.15.


15.07.2015

Blikar stóðust prófið

Leikurinn í kvöld fór frekar rólega af stað og liðin þreifuðu hvort á öðru en fljótlega þróaðist þetta skv. forskrift sem við þekkjum ansi vel. Okkar menn með boltann og frumkvæðið en gekk illa að opna varnir andstæðingsins. Dálítið mikið verið að klappa turðunni og taka of margar snertingar en af og til bjarmaði fyrir spili sem því miður endaði oftast í spilþröng í öngstræti.


14.07.2015

Allt er fertugum fært!

Gunnleifur Gunnleifsson skrifaði í morgun undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Markvörðurinn snjalli fagnaði í dag 40 ára afmæli sínu og þetta var þvi viðeigandi afmælisgjöf! Gunnleifur hefur gengið í endurnýjun lífdaga á þessu keppnistímabili og hefur verið besti markvörður Pepsí-deildarinnar á þessu tímabili.


13.07.2015

Breiðablik – Fjölnir 2015

Leikur liðanna á Kópavogsvelli á mánudagskvöld er 16. opinberi leikur liðanna frá upphafi. Fyrsti keppnisleikurinn var í Deildarbikarnum árið 2003. Liðin voru saman í 1. deildinni árin 2004 og 2005. Fyrsta viðureign liðanna í efstu deild var árið 2008.


13.07.2015

Fótboltastemning á mánudagskvöldi

Ekta fótboltastemning eins og hún gerist best. Það er hér sem leikurinn er keyrður í gang. Borgari og bjór/gos er forréttur að frábærum knattspyrnuleik.


10.07.2015

Ismar Tandir yfirgefur Blika

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Ismar Tandir hafa komist að samkomulagi að rifta samningi leikmannsins við deildina.


01.07.2015

Breiðablik OPEN 2015

Tíunda opna golfmót knattspyrnudeildar Breiðabliks verður haldið föstudaginn 7. ágúst n.k. og hefst kl.13:00. Mótið fer fram á golfvellinum að Flúðum, eins og undanfarin 8 ár.


29.06.2015

,,Eigi skal gráta Björn bónda“

Okkar menn spiluðu með sterkan útsynning í bakið í fyrri hálfleik en náðu ekki nægjanlega vel að nýta sér vindinn. Leikmenn voru of mikið að senda háa og fasta bolta inn að teig Eyjapeyja sem lítið varð úr. Heimapiltar börðust af mikilli hörku og leyfðu slakt dómarapar þeim að komast upp með fólskubrot. Þetta sló okkar drengi aðeins út af laginu og tvisvar skall hurð nærri hælum upp við mark Blika.