BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

16.04.2014

Leikmannakynning 2014: Olgeir Sigurgeirsson

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla fyrir keppnistímabilið 2014. Fallegi kóngurinn hann Olli er leikmaður dagsins


14.04.2014

Leikmannakynning 2014: Arnór Sveinn Aðalsteinsson

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla fyrir keppnistímabilið 2014. Nóri þjóðverji kemur hér.


12.04.2014

Leikmannakynning 2014: Andri Rafn Yeoman

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla fyrir keppnistímabilið 2014. Andri Rafn kemur hér.


10.04.2014

Leikmannakynning 2014: Stefán Gíslason

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla fyrir keppnistímabilið 2014. Stebbi er leikmaður dagsins í dag.


10.04.2014

Fréttatilkynning!

Breiðablik og Fram hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Ingibergs Ólafs leikmanns Breiðabliks yfir í Fram.


09.04.2014

Leikmannakynning 2014: Elvar Páll Sigurðsson

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla fyrir keppnistímabilið 2014. Elli er leikmaður dagsins.


08.04.2014

Aðalfundur Blikaklúbbsins

Við minnum á aðalfund Blikaklúbbsins sem verður á morgun miðvikudag kl.20.00 í nýju stúkunni við Kópavogsvöll.


07.04.2014

Leikmannakynning 2014: Tómas Óli Garðarsson

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla fyrir keppnistímabilið 2014. Leikari dagsins er Tómas. En eins og allir vita þá lék Tómas aðalhlutverkið stuttmynd Heisa á röltinu “Kofi Tómasar frænda”.


05.04.2014

Leikmannakynning 2014: Jordan Leonard Halsman

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla fyrir keppnistímabilið 2014. Leonard takes the stage.


05.04.2014

Leikmannakynning 2014: Ingiberg Ólafur Jónsson

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla fyrir keppnistímabilið 2014. Ingi Óli er leikmaður helgarinnar.


04.04.2014

Leikmannakynning 2014: Hlynur Örn Hlöðversson

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla fyrir keppnistímabilið 2014. Hlynur Örn er leikmaður dagsins.


03.04.2014

Leikmannakynning 2014: Páll Olgeir Þorsteinsson

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla fyrir keppnistímabilið 2014. Leikmaður dagsins; Batman


03.04.2014

Bjarka leikur í Kórnum í kvöld klukkan 19:00

Fimmtudaginn 3. apríl kl.19 fer fram styrktarleikur í knattspyrnu á milli Kópavogsliðana HK og Breiðabliks. Leikurinn fer fram í Kórnum og rennur allur ágóði leiksins til fjölskyldu Bjarka Más Sigvaldasonar sem hefur undanfarin ár barist af krafti við krabbamein.


01.04.2014

HK og Breiðablik mætast í styrktarleik fyrir Bjarka Má Sigvaldsson

Meistaraflokkar HK og Breiðabliks í knattspyrnu hafa ákveðið að taka höndum saman og spila leik fimmtudaginn 3. apríl kl. 19.00 í Kórnum. Um er að ræða styrktarleik þar sem allur aðgangseyrir og allar tekjur renna til Bjarka Más Sigvaldasonar og fjölskyldu hans.


30.03.2014

Leikmannakynning 2014: Damir Muminovic

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla fyrir keppnistímabilið 2014. Bara Damir, eða Muminovic eins og Gulli kallar hann stundum, er leikmaður dagsins.


28.03.2014

Breytingar i stjórn á aðalfundi knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar var haldinn miðvikudaginn 26. mars s.l. Ný stjórn var kjörin en fjölgað var um tvo frá fyrra ári.


27.03.2014

Leikmannakynning 2014: Arnór Bjarki Hafsteinsson

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla fyrir keppnistímabilið 2014. Big Nóri De Gea markvörður er leikmaður dagsins í dag.


26.03.2014

Leikmannakynning 2014: Höskuldur Gunnlaugsson

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla fyrir keppnistímabilið 2014. Höggi/Hössi er leikmaður dagsins.


25.03.2014

Leikmannakynning 2014: Ernir Bjarnason

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla fyrir keppnistímabilið 2014. Leikmaður dagsins er Ernir.


22.03.2014

Leikmannakynning 2014: Gísli Páll Helgason

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla fyrir keppnistímabilið 2014. Gilli mættur.


22.03.2014

Stórmeistarajafntefli

Breiðablik og KR gerðu markalaust jafntefli í Lengjubikarnum í dag. Þrátt fyrir markaleysið var leikurinn jafn og spennandi og áttu bæði lið þokkaleg færi í leiknum. En barátta þessara liða var nokkuð kaflaskipt; Blikar voru sterkari fyrstu 20 mínúturnar en svo komu Vesturbæjardrengirnir grimmir til baka. Það sama var upp á teningnum í síðari hálfleik. Bæði lið spiluðu til sigurs en inn vildi tuðran ekki. Það má því með sanni segja að þetta hafi verið sanngjarnt stórmeistarajafntefli.


19.03.2014

Leikmannakynning 2014: Elfar Freyr Helgason

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla fyrir keppnistímabilið 2014. Ölfar Nöttz gjörið svo vel.


19.03.2014

Aðalfundur

Aðalfundur knattspyrnudeildar verður þann 26. mars 2014 kl 18:00 í Smáranum annarri hæð


17.03.2014

Leikmannakynnig 2014: Elfar Árni Aðalsteinsson

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla fyrir keppnistímabilið 2014. Húsvíkingurinn Elli Kúta kemur hér.


15.03.2014

Leikmannakynning 2014: Guðjón Pétur Lýðsson

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla fyrir keppnistímabilið 2014. Komið að GUI.


15.03.2014

Sigur í kaflaskiptum leik

Blikar unnu mikilvægan sigur 1:2 á Keflavík í Reykjaneshöllinni í dag í Lengjubikarnum. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur en í heildina má segja að sigur okkar manna hafi verið nokkuð sanngjarn. Það voru þeir Guðjón Pétur Lýðsson og Stefán Gíslason sem settu mörk okkar pilta í dag.


13.03.2014

Leikmannakynning 2014: Árni Vilhjálmsson

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla fyrir keppnistímabilið 2014. Big ÁV er næstur í röðinni.


12.03.2014

Leikmannakynning 2014: Ellert Hreinsson

“Hver er maðurinn” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla fyrir keppnistímabilið 2014. Lertó ríður á vaðið.


09.03.2014

Flottur sigur á Fram

Blikar unnu góðan sigur á Fram 4:3 í bráðfjörugum leik í Lengjubikarnum í Fífunni í gær. Fyrirliðinn Finnur Orri Margeirsson fór á kostum á 23 ára afmælisdaginn sinn og skoraði tvö mörk. Tómas Óli Garðarsson fór einnig mikinn og setti tvö falleg mörk. Sigur okkar manna var fyllilega verðskuldaður og yfirspiluðum við þá bláklæddu á löngum köflum í leiknum. En klaufaleg varnarmistök gerðu það að verkum að Framarar voru aldrei langt undan en sem betur fer var sóknarleikur okkar nægjanlega beittur til klára leikinn.


06.03.2014

Fimm Blikar í U19 ára landsliðinu voru saman í bekk í grunnskóla

Drengirnir fimm voru alilr saman í Smáraskóla í Kópavogi og spiluðu saman í Breiðablik


21.02.2014

Árni Vill á reynslu til Rosenborgar

Blikinn efnilegi Árni Vilhjálmsson er á leið til reynslu til norska úrvalsdeildarliðsins Rósenborgar í Þrándheimi. Norska liðið hefur fylgst með Árna í nokkurn og hefur nú knattspyrnudeild Breiðabliks heimilað Árna að fara út til æfinga með Norðmönnunum.


20.02.2014

Ólafur Guðmundsson fallinn frá

Ólafur Guðmundsson félagi okkar Blika er fallinn frá langt fyrir aldur fram, einungis 53 ára að aldri. Ólafur var virkur í starfi knattspyrnudeildar í hátt á annan áratug bæði sem umsjónarmaður yngri flokka og einnig sem virkur félagsmaður á fundum og í nefndum deildarinnar. Einnig var hann ætíð reiðubúinn að leggja okkur lið í fjáröflunum eða í skipulagningu á uppskeruhátíðum, skemmtikvöldum eða öðrum uppákomum á vegum knattspyrnudeildar Breiðabliks.


19.02.2014

Tómas Óli kláraði Grindvíkingana

Blikar unnu nauman sigur á baráttuglöðu liði Grindvíkinga 2:1 í fyrsta leik Lengjubikarsins í Kórnum í gær. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og áttu gestirnir í fullu tré við okkar pilta.


18.02.2014

Breiðablik - Grindavík í Kórnum klukkan 18:00

Við spilum okkar fyrsta leik í Lengjubikarnum í dag kl.18.00 gegn Grindvíkingum í Kórnum í efri byggðum Kópavogs. Við eigum harma að hefna gegn þeim gulklæddu því þeir lögðu okkur að velli 2:3 í fotbolta.net mótinu fyrir um mánuði síðan.


10.02.2014

Danirnir of stór biti fyrir Blika

Blikar urðu að bíta í það súra epli að tapa 2:0 fyrir sterku liði FC Köbenhavn á Atlantic mótinu í kvöld. Sigur Dananna var fyllilega verðskuldaður en mörkin voru samt í ódýrari kantinum. Strax í byrjun leiks varði Gunnleifur vel en Damir var óheppinn í hreinsuninni. Skaut boltanum í Elfar Frey og norski landsliðsmaðurinn Brathens skoraði örugglega. Í byrjun síðari hálfleiks var síðan Damir aftur á ferðinni og skoraði sjálfsmark eftir sendingu utan af kanti.


09.02.2014

Sigur á toppliði FC Midjylland

Næsti leikur Blikaliðsins er gegn FC Köbenhavn á mánudagskvöldið kl.19:45. Þá ætlar Blikaklúbburinn í samvinnu við All in Sportbar í Stakkahrauni 1 í Hafnarfirði að vera með samhristing. Tilboð verður mat á barnum og Sindri Þór Bliki tekur vel á móti okkur. Við hvetjum alla Blika til að mæta á mánudagskvöldið og eiga góða kvöldstund saman.


09.02.2014

Kópavogsvöllur eingöngu heimaleikvangur Breiðabliks

HK mun leika heimaleiki sína í Kórnum næsta sumar og því mun Breiðablik eitt spila á Kópavogsvelli næsta sumar.


06.02.2014

Atlantic Cup 2014: Breiðablik – FC Midtjylland föstudaginn 7. febrúar klukkan 16:00

Næst leikur Breiðabliks í Atlantic Cup 2014 er á morgun klukkan 16:00. Leikurinn fer fram á Estádio da Nora vellinum. Andstæðingar okkar er Danska liðið FC Midtjylland sem er sameinað lið Ikast FS og Herning Fremad frá Herning


04.02.2014

Opnunarleikur Atlantic Cup 2014 í Albufeira í Portúgal í kvöld kl. 19:35

Breiðablik leikur gegn Mattersburg frá Austurrríki í opnunarleik Atlantic Cup 2014 sem fer fram í Portúgal 3. – 13. Febrúar, 2014.


31.01.2014

Stefán Gíslason skrifar undir 3ja ára samning við Breiðablik

Varnarmaðurinn Stefán Gíslason hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik.


27.01.2014

Jordan Halsman til liðs við Blika

Knattspyrnudeild Breiðabliks og hefur náð samkomulagi við skoska vinstri bakvörðinn Jordan Halsman um að hann leiki með Breiðabliksliðinu út þessa leiktíð.


27.01.2014

Tap fyrir FH í Fótbolta.net mótinu.

Blikar þurftu að lúta í (gervi) gras 0:3 gegn sterku liði FH í fotbolti.net mótinu í Fífunni í morgun. Gestirnir voru sterkari nánast allan leikinn en náðu ekki að skora mark fyrr en í síðari hálfleik.


26.01.2014

Sigmundur fallinn frá

Einn af okkar elstu og virkustu félögum, Sigmundur Eiríksson, er falinn frá 75 ára að aldri. Sigmundur var fæddur 7. desember 1938. Hann ólst upp á Kársnesbrautinni og átti sæti í fyrsta keppnisliði meistaraflokks Breiðabliks árið 1957.


21.01.2014

Elvar Páll Sigurðsson semur til þriggja ára

Elvar Páll Sigurðsson (sem verið hefur í námi í USA) kom heim í morgun og gekk frá 3ja ára samningi við knattspyrnudeild Breiðabliks.


20.01.2014

Fall er fararheill

Fyrsti heimaleikur Blikaliðsins í meistaraflokki karla árið 2014 fór fram í Fífunni í gær. Andstæðingar okkar voru Grindvíkingar og var leikurinn hluti af Fótbolti.net mótinu. Það er skemmst frá því að segja að strákarnir okkar voru ekki líkir sjálfum sér og töpuðu 2:3 fyrir frískum Suðurnesjapiltum


13.01.2014

Arnór Sveinn gerir 3ja ára samning við Breiðablik

Arnór Sveinn Aðalsteinsson hefur gert 3ja ára samnning við Breiðablik. Arnór Sveinn, sem verður 28 ára gamall í lok mánaðarins, er uppalinn Bliki og á að baki fjölmarga leiki fyrir Breiðablik og var t.a.m lykilleikmaður liðsins árið 2009 og 2010 þegar liðið var íslands- og bikarmeistari.


10.01.2014

Getraunaleikurinn að fara í gang.

Þann 25. janúar fer í gang getraunaleikur hjá Breiðablik og er heildarverðmæti vinninga um 500.000 kr.


09.01.2014

Rakel Hönnudóttir íþróttakona Kópavogs

Rakel Hönnudóttir knattspyrnukona úr Breiðablik var nú fyrr í dag útnefnd íþróttakona Kópavogs. Rakel hefur verið lykilleikmaður í liði Breiðabliks sem vann m.a. bikarmeistaratitilinn s.l. sumar.


02.01.2014

Búið að draga í jólahappdrætti knattspyrnudeildar!

Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í happdrættinu með kærri þökk fyrir stuðninginn sem og styrktaraðlium sem lögðu til vinninga.


30.12.2013

Gleðilegt nýtt ár!

Hátíðarkveðja frá Knattspyrnudeild Breiðabliks.


28.12.2013

Flugeldasala Hjálparsveitar Skáta og Breiðabliks

Í íþróttahúsinu Smáranum eru seldar ávísanir sem gilda upp í flugelda hjá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi. Í boði eru bæði 5000 og 10.000 kr ávísanir og rennur hluti ágóðans til deildar innan Breiðabliks að vali kaupanda.


20.12.2013

Árni Vilhjálmsson framlengir samning sinn við Breiðablik

Knattspyrnudeild Breiðabliks er afar ánægð með að hafa komist að samkomulagi við Árna Vihjálmsson um að framlengja samning hans til 2016. Árni er fæddur 1994 og hefur undanfarin tvö keppnistímabil spilað lykilhlutverk í meistaraflokknum.


19.12.2013

Breiðabliksfjölskyldan 2013

Miðvikudaginn 18. desember fór fram risastór jólamyndataka í Fífunni þegar Blikafjölskyldan fór í sitt fínasta púss og setti upp sparibrosið fyrir Helga Viðar hirðljósmyndara Breiðabliks.


18.12.2013

Hermann og Viktor Örn semja við Breiðablik

Hermann er skæður og kraftmikill framherji en hann varð markahæsti leikmaður A-riðils hjá 2. flokki karla á Íslandsmótinu í sumar. Viktor er varnamaður og var fyrirliði 2. flokks karla síðasta sumar en flokkurinn varð Bikarmeistari en hlaut silfur á Íslandsmótinu.


18.12.2013

“Fjölskyldumyndataka” í Fífunni.

Miðvikudaginn 18. desember kl. 17.00 mun fara fram "fjölskyldumyndataka" í Fífunni. Þar verður tekin hópmynd af öllu því frábæra fólki sem skipar stærstu knattspyrnudeild landsins.


17.12.2013

Sverrir Ingi

Eins og Blikum er kunnugt hefur Sverrir Ingi Ingason nú fetað í fótspor fjölmargara leikmanna Breiðalbiks og samið við erlent félag. Um er að ræða norska úrvalsdeildarliðið Viking frá Stafangri á Rogalandi. Þar er Breidablikkveien – ekki svo langt frá keppnisvellinum.


12.12.2013

Jólahappdrætti Knattspyrnudeildar Breiðabliks 2013

Glæsilegir vinningar fyrir alla fjölskylduna. Dregið 31. desember.


10.12.2013

Arnar Bill ráðinn fræðslustjóri KSÍ

Arnar Bill Gunnarsson hefur verið ráðinn fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands og tekur við af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni þann 1. febrúar næstkomandi.


07.12.2013

Markasúpa í Egilshöll

Blikar riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni í úrslitum BOSE bikarsins í Egilshöll í dag gegn KR-ingum. Þeir röndóttu unnu öruggan sigur 6:2 eftir að staðan í leikhléi var 4:2. Það var Guðjón Pétur Lýðsson sem gerði bæði mörk Blikaliðsins en hann og Finnur Orri fyrirliði voru að öllum öðrum ólöstuðum bestu menn Blikaliðsins.


06.12.2013

Damir Muminovic í Breiðablik

Damir Muminovic hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik en áður hafði Breiðablik náð samkomulagi við Víking Ólafsvík um vistaskipti leikmannsins.


05.12.2013

Breiðablik hefur samþykkt tilboð í Sverri Inga!

Breiðablik hefur samþykkt tilboð norska liðsins Viking í varnarmanninn sterka Sverrir Inga Ingason en Sverrir var einmitt hjá Viking á dögunum og skoðaði aðstæður hjá norska liðinu.


04.12.2013

Ernir Bjarnason gerir tveggja ára samning við Breiðablik

Ernir Bjarnason kemur úr hinum geysiefnilega 1997 árgangi drengja hjá Breiðablik. Hann var fyrirliði 3.flokks í sumar og leiddi lið sitt til Íslandsmeistaratitils


30.11.2013

FH sterkari aðilinn

FH lagði Blika í æfingaleik 3:2 í Fífunni í dag. Staðan í hálfleik var 0:0 en allar flóðgáttir opnuðust í síðari hálfleik. Gestirnir komust í í tveggja marka forystu með gjafamörkum frá Blikum en Árni Vill jafnaði leikinn með tveimur góðum mörkum. En þeir hvítklæddu voru ívið sterkari í leiknum og skoruðu sigurmarki rétt fyrir leikslok.


22.11.2013

Fréttatilkynning

Kristinn Jónsson á reynslu til Brommapojkarna


18.11.2013

Fjölnismenn lagðir

Blikar unnu Fjölni 4:2 í fyrsta leik á hinu svokallaða BOSE móti á laugardaginn. Leikurinn fór fram í Fífunni. Þeir gulklæddu byrjuðu betur og komus t í 2:0 í fyrri hálfleik. Árni Vilhjálmsson minnkaði reyndar muninn fyrir leikhlé 2:1.


11.11.2013

Afturelding ekki mikil fyrirstaða

Blikaliðið spilaði sinn fyrsta æfingaleik á tímabilinu. Andstæðingar okkar voru ungmennafélagar okkar úr Mosfellsbænum, Afturelding, sem mættu með nýjan þjálfara Atla Eðvaldsson.


06.11.2013

Jökull til Eyja

Jökull Elísabetarson hefur ákveðið að söðla um að spila með Eyjamönnum á næsta keppnistímabili.


05.11.2013

Arnar Már og Sindri Snær leita á nýjar slóðir

Tveir af okkar ágætu leikmönnum, Arnar Már Björgvinsson og Sindri Snær Magnússon, hafa ákveðið að leita á nýjar slóðir fyrir næsta tímabil.


30.10.2013

Fréttatilkynning!

Páll Olgeir Þorsteinsson og Knattspyrnudeild Breiðabliks hafa gert með sér nýjan samning til tveggja ára.


29.10.2013

Leikmenn Breiðabliks á ferð og flugi

Fréttatilkynning!


28.10.2013

Fótboltaveisla í Intersport

Blikaveggur í verslun Intersport á Bíldshöfða.


26.10.2013

Breiðablik tekur við rekstri stúku við Kópavogsvöll

Hvergi á landinu eru jafn glæsileg íþróttamannvirki og í Kópavogi. Undanfarin ár hefur Kópavogsbær átt í viðræðum við stóru íþróttarfélögin í bænum um breytt fyrirkomulag á rekstri og nýtingu þessara mannvirkja. Vilji bæjaryfirvalda hefur staðið til þess að kjarninn í starfsemi íþróttafélaganna í bænum sé skilgreindur í einu íþróttamannvirki þar sem þau ein hafa húsbóndavald á forsendum sérstakra þjónustusamninga við bæinn


24.10.2013

Vignir valinn varnarmaður vikunnar í sjötta sinn

Vignir Jóhannesson, markmaðurinn okkar snjalli, heldur áfram að gera það gott í ameríska háskólaboltanum. Hann ver, eins og flestir vita, mark Auburn háskólans í knattspyrnu.


22.10.2013

Ingi Óli skrifar undir þriggja ára samning.

Breiðablik og Ingiberg Ólafur Jónsson hafa komist að samkomulagi um nýjan þriggja ára samning.


17.10.2013

Þrír ungir og efnilegir skrifa undir 3 ára samning

Þrír ungir leikmenn sem voru að ganga upp úr 2. flokki skrifuðu í gær undir 3 ára samning við Breiðablik. Þetta eru þeir Gísli Eyjólfsson, Guðmundur Friðriksson og Höskuldur Gunnlaugsson.


16.10.2013

Þórður Steinar flytur til Danmerkur og spilar ekki með Blikum næsta sumar!

Þau tíðindi voru að berast að Þórður Steinar Hreiðarsson hefur ákveðið að söðla um og flytja til Danmerkur. Hann mun því ekki spila fyrir Blikaliðið næsta sumar.


13.10.2013

Tölfræði 2013 – Taka 2

Ólafur H. Kristjánsson er leikjahæsti þjálfari meistaraflokks karla frá upphafi. Gunnleifur Vignir Gunnleifsson með 100% árangur. Yngri leikmenn Breiðabliks léku í 6500 mínútur fyrir önnur lið.


08.10.2013

Eldri Blikar heiðraðir.

Laugardaginn 28. september stóð knattspyrnudeild Breiðabliks, Blikaklúbburinn og Stuðningsmannavefurinn Blikar.is fyrir uppákomu í Smáranum, þar sem leikmenn meistaraflokks sem byrjuðu og hættu að leika knattspyrnu með Breiðabliki á árunum 1957-1970, fengu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag til Breiðabliks á upphafsárum knattspyrnunnar í Kópavogi.


06.10.2013

Tölfræði 2013

Síðasti leikur Blika í Pepsídeildinni gegn Keflavík í lok september var 46. mótsleikur okkar árinu 2013.


03.10.2013

Best hjá Blikum 2013

Á vel heppnuðu lokahófi knattspyrnudeildar Breiðabliks um síðustu helgi var að vanda tilkynnt um bestu, efnilegustu og félagslega sterkustu leikmennina í meistaraflokki karla og kvenna og einnig í 2. flokki karla og kvenna.


01.10.2013

Arnór Bjarki gerir nýjan samning við Blika

Arnór Bjarki Hafsteinsson, hinn efnilegi markvörður 2. flokks karla og varamarkvörður meistaraflokks í sumar, hefur gert nýjan 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Arnór sem lék mjög vel með 2. flokki í sumar og átti stóran þátt í því að flokkurinn varð Bikarmeistari og var hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistari.


27.09.2013

Bætum árangurinn!

Þrátt fyrir að fjórða sætið sé öruggt í hendi fyrir okkur Blika er síðasti leikurinn okkar í Pepsí-deildinni gegn Keflvíkingum mikilvægur. Við getum bætt stigamet okkar frá því í fyrra og einnig bætt markatölu okkar frá því móti.


25.09.2013

Uppskeruhátíð Breiðabliks í Smáranum

Blikar blása til veislu og halda alvöru Kópavogsball í Smáranum laugardaginn 28. september. Húsið opnar kl 19:00 með fordrykk. Miðaverð á ballið aðeins 1500 kr og húsið opnar kl 22:00


24.09.2013

Liðsmyndin 2013

Frítt eintak fyrir alla!


22.09.2013

Evrópudraumur á enda í bili !

Loft var lævi blandið á teppinu sunnan við Hraunsholtslæk í Garðabæ, þegar Blikar mættu heimamönnum. Blikum dugði ekkert minna en sigur til að halda evrópudraumnum á lífi en heimamönnum dugði eitt stig til að tryggja sig í evrópukeppninni. Undanfarin ár hafa þessi lið háð nokkra hildi í lokaumferðum efstu deildar og það þarf ekki að rifja upp að jafnan hefur mikið legið undir. Það var því allt hráefni til staðar í hörkuleik.


21.09.2013

Stjarnan-Breiðablik á sunnudag kl.16.00 í Garðabænum

En munum að þessi tölfræði segir ekki neitt þegar út á völlinn er komið á sunnudaginn. Okkar drengir þurfa að ná upp sama fítonskrafti og í leiknum við KR og þá eru okkur allir vegir færir.


19.09.2013

Ekki búið !

Blikar léku af krafti í dag og má segja að þeir hafi klárað þennan leik af fagmennsku. Þjálfarinn breytti leikskipulaginu frá því sem verið hefur, þannig að gestirnir fengu að halda boltanum en okkar menn lágu til baka og voru mjög þéttir. Þetta gekk ljómandi vel og KR-ingarnir sköpuðu sér einungis tvö færi í öllum leiknum.


19.09.2013

Breiðablik - KR í Pepsí-deild karla á Kópavogsvelli í dag kl.17.00.

Stigin í boði í dag eru mjög mikilvæg fyrir bæði liðin. KR getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri en Blikar þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á Evrópusæti að ári. Það má því búast við hörkuleik í dag. Leikir liðanna undanfarin ár hafa verið mjög spennandi.


18.09.2013

Er bannað að hafa gaman?

Og af hverju að vera í fýlu yfirhöfuð? Þetta er liðið sem við vorum stolt að styðja fyrir örfáum vikum þegar það náði alveg sérlega glæstum árangri, hér heima og erlendis. Menn og konur tóku sér frí í vinnu og skunduðu í Smárann til að horfa á útsendingu í takmörkuðum myndgæðum austan frá Austurríki og Kazakhstan, í miðjum slætti. Harðir stuðningsmenn annara lið gerðust Blikar í nokkrar klukkustundir og misgamlar konur féllu í öngvit. Allt útaf þessu liði. Sama liði og við höfum nú með ólund skammast út í undanfarnar vikur fyrir það að þeir hafa ekki uppfyllt væntingar, okkar og sínar eigin. Sömu leikmenn og sömu þjálfarar . Hvað hefur breyst?


15.09.2013

Kominn tími á breytingar!

Blikar mæta Frömurum á Kópavogsvelli á morgun mánudag 16. September kl.17.15. Í undanförnum þrettán viðureignum hafa Framarar sigrað okkur sex sinnum, sex sinnum hefur orðið jafntefli og aðeins einu sinni höfum við farið með sigur af hólmi, eins og áður sagði. Fyrri leikurinn í ár endaði með jafntefli þar sem Olgeir Sigurgeirsson jafnaði metin á lokamínútunum. Svo má ekki gleyma hinu svekkjandi tapi í undanúrslitum bikarkeppninnar.


14.09.2013

Veislan sem ekki varð

Blikar hófu þennan leik af krafti og náðu fljótlega ágætum tökum á leiknum. Gáfu Valsmönnum lítinn tíma og voru fljótir að setja pressu á þá. Valsmenn virkuðu óöruggir og það var talsvert fát á spilinu hjá þeim. Blikar fengu nægt pláss og það var eingögnu okkar klaufagangur og skortur á grimmd sem kom í veg fyrir að við tækjum forystuna í leiknum. Oft á tíðum var hreinlega eins og við vissum ekki hvar markið væri eða værum sona dálítið að spökulera í rólegheitum hvort við ættum að skora í þessari sókn eða þeirri næstu. Frekar í þeirri næstu.


12.09.2013

Pepsi-deild karla- Valur - Breiðablik á morgun föstudag kl.17.30‏

Þá fer boltinn aftur að rúlla í Pepsí-deildinni í knattspyrnu. Deildin byrjar í kvöld en okkar piltar spila ekki fyrr en á morgun föstudag. Þá förum við og heimsækjum drengina hans séra Friðriks á Hlíðarenda. Okkur hefur gengið ágætlega með þá rauðklæddu á undanförnum árum og flestir muna eftir fræknum sigri á Valsvellinum í fyrra 3:4 eftir að hafa verið undir 1:3 þegar fáar mínútur voru eftir.


10.09.2013

,Nýja“ Fífan opnar bráðlega!

Iðnaðarmenn hafa undanfarnar vikur unnnið hörðum höndum að setja nýtt gervigras á knattspyrnuvöllinn í Fífunni. Ungir Blikar taka fyrstu æfinguna á nýja grasinu.


09.09.2013

Íslands-Kazakstan á Kópavogsvelli kl.16.00 í dag

Þrátt fyrir að flestra augu beinist að leik A-landsliðs okkar gegn Albaníu á Laugardalsvelli kl.19.00 þá má ekki gleyma því að hið frábæra U-21 árs landslið okkar spilar gegn Kazakstan á Kópavogsvelli kl.16.00.


08.09.2013

Fréttatilkynning frá Knattspyrnudeild Breiðabliks

Nýr framkvæmdastjóri hjá Knattspyrnudeild Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur ráðið Eysteinn Pétur Lárusson í starf framkvæmdastjóra. Eysteinn hefur starfað undanfarin tvö ár sem framkvæmdastjóri hjá Hvöt á Blönduósi en var þar áður framkvæmdastjóri Þróttar í Reykjavík. Eysteinn er kennaramenntaður og með EUFA A gráðu í knattspyrnuþjálfun, en hann á einnig að baki fjölmarga leiki sem leikmaður í bæði efstu og næst efstu deild í knattspyrnu með Þrótti. Hann hefur því góða innsýn inn í og reynslu af rekstri íþróttafélaga.


01.09.2013

Skita.

Flestir leikmenn virtust alveg einbeittir í því að klúðra þessum leik frá fyrstu mínútu og engin ástæða til að draga fjöður yfir það. Þetta var sannkölluð fjöldaskita og ekki meira að segja um það að sinni.


31.08.2013

Árbæingar koma í heimsókn!

Fylkisdrengirnir hafa verið að spila vel að undanförnu og hafa unnið góða sigra í síðari umferðinni. Það sama má í raun segja um okkur Blika því við unnum góðan sigur gegn Stjörnunni í síðasta leik.


30.08.2013

Blikar sneru taflinu við gegn Stjörnunni

Það var greinilegt frá byrjun að Blikar ætluðu ekki að bíða eftir neinu og þeir herjuðu af krafti á andstæðingana frá fyrstu mínútu. Gestirnir voru svo sem ekki beinlínis í neinu aukahlutverki en Blikar virkuðu ákveðnari, þó ekki gengi allt upp og sendingar væru eilítið út og svolítið suður. Nichlas var fljótur að stimpla sig inn og átti fyrsta færi leiksins þegar hann klobbaði varnarmann gestanna utarlega í teignum hægra megin og renndi sér svo inn að markinu, en skot hans fór naumlega framhjá fjærstönginni. Vel gert hjá Nichlas og greinilegt að hann var afslappaðri á boltanum en jafnframt mun grimmari en oft í sumar.


27.08.2013

Allir á Varðar Stjörnuleikinn á fimmtudag kl.18.00

Blikar og Stjarnan mætast í spennandi slag um toppsæti í Pepsídeildinni á fimmtudaginn kl.18.00. Vörður tryggingar og Blikaklúbburinn ætla sjá til þess að það verði stemmning á leiknum.


26.08.2013

Betur má ef duga skal

Blikar renndu vestur á Snæfellsnes norðanvert í dag og áttu þar stefnumót við lið Víkings frá Ólafsvík í 17. umferð PEPSI deildarinnar. Leikurinn var hinsvegar aðeins 15. Leikur okkar manna þar sem enn er ólokið tveimur frestuðum leikjum gegn Stjörnunni og KR.