BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

18.01.2019

Kæruleysisjafntefli í Kórnum

Blikar og HK gerðu 1:1 jafntefli i fótbolti.net mótinu í Kórnum í kvöld. Jonathan Hendrickx kom okkur yfir með glæsilegu skoti í fyrri hálfleik. Heimapiltar náðu að jafna með eina færinu sínu í leiknum í síðari hálfleik en það dugði þeim til að ná í stig í leiknum.


16.01.2019

Breiðablik mætir HK í Kórnum á föstudaginn

,,Derby“ slagur vinaliðanna HK og Breiðabliks í meistaraflokki karla fer fram í Kórnum á morgun föstudag kl.18.15.


16.01.2019

Tveir Blikar fengu eldskírn með A-landsliðinu

Í gær var stór dagur fyrir Blikana ungu, Davíð Kristján Ólafsson og Willum Þór Willumsson. Þeir spiluðu báðir sinn fyrsta A-landsleik.


13.01.2019

Arnór Gauti kláraði Eyjamenn!

Blikar unnu öruggan 4:0 sigur á Eyjamönnum í Fífunni í fyrsta leik Blika í Fótbolta.net mótinu árið 2019. Viktor Karl Einarsson og Arnór Gauti Ragnarsson(3) sáu um markaskorunina.


10.01.2019

Breiðablik mætir ÍBV í Fífunni á sunnudaginn

Breiðabliksliðið mætir liði ÍBV í 1. umferð Fótbolta.nets mótsins 2019 í Fífunni á sunnudaginn kl. 14.15. Þetta er fyrsti opinberi leikur beggja liða í móti árið 2019.


04.01.2019

Blikar fjölga sér erlendis

Blikar.is óskar þessum Blikum til hamingju með þessa frjósemi og við hlökkum til að sjá þetta ungu Blika koma heim að lokum og spila í græna búningnum!


01.01.2019

Glimrandi Gamlársbolti!

Frískir fótboltamenn á öllum aldri flyktust í Fífuna og Smárann á gamlársmorgunn og spiluðu knattspyrnu eins og engin væri morgundagurinn. Meistaraflokkur karla og skyldir aðilar spiluðu léttan innanhúsbolta á meðan eldri flokkur og yngri viðhengi hlupu úr sér lungun í Fífunni.


31.12.2018

Jóla- og áramótakveðja 2018

Stuðningsmannavefur meistarflokk Breiðabliks óskar öllum Blikum nær og fjær gleðilegrar jólahátíðar með kærri þökk fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða.


31.12.2018

Flugeldar og áramótabrenna 2018

Breiðablik og Hjálparsveit Skáta í Kópavogi eru í samstarfi um flugeldasölu og hægt er að styrkja bæði félög með því að kaupa flugeldaávísanir í afgreiðslu Smárans. Hin árlega áramótabrenna Kópavogs verður við Smárahvammsvöll fyrir neðan Digransekirkju á sama stað og undanfarin ár á gamlárskvöld.


31.12.2018

Árlegur Gamlársbolti í Smáranum

Hinn árlegi Gamlársbolti verður spilaður í Fífunni á gamlársdag frá 10.00 til rúmlega 11.30. Allir mega mæta og spila! Blikaklúbbsmeðlimir spila án endurgjalds en aðrir greiða 1.000 krónur í keppnisgjald.


30.12.2018

Viktor Karl kemur heim!

Miðjumaðurinn snjalli Viktor Karl Einarsson hefur ákveðið að snúa aftur heim í Kópavoginn eftir nokkur ár erlendis. Hann gerir 3 ára samning við uppeldisfélagið sitt. Viktor Karl, sem er 21 árs gamall, er uppalinn í Breiðabliki, en hefur síðan 2013 spilað með varaliði AZ Alkmaar. Hann var 16 ára gamall þegar hann skipti frá Breiðabliki til hollenska liðsins haustið 2013.


21.12.2018

Kwame Quee til Blika!

Kantmaðurinn Kwame Quee gerir 2 ára samning við Breiðablik. Hann leikur með FC Johansen í heimalandi sínu Sierra Leone en hefur nú ákveðið og söðla um og gerir nú 2 ára samning við Breiðablik.


20.12.2018

Útlendingahersveitin mætti á æfingu

Það var sannkallað ,,útlenskt" þema á æfingu meistaraflokks Breiðabliks í dag. Nánast öll útlendingahersveit Breiðabliks mætti á æfingu og setti skemmtilegan svip á Fífuna.


20.12.2018

Vörður áfram aðalstyrktaraðili Knattspyrnudeildar Breiðabliks – Nýr búningur kominn í sölu

Vörður tryggingar og Knattspyrnudeild Breiðabliks hafa endurnýjað samning sín á milli um að Vörður verði áfram aðalstyrktaraðili deildarinnar til næstu fjögurra ára. Við undirskriftina voru nýjir búningar Knattspyrnudeildar Breiðabliks frá Errea kynntir.


17.12.2018

Skötuveisla Breiðabliks 2018

Skötuveisla Breiðabliks að hætti Hauks Valdimarssonar matreiðslumeistara verður í Smáranum (stúkubyggingunni) föstudaginn 21. desember milli kl.11:00 - 14:00. Ekki gleyma að skrá ykkur.


15.12.2018

Jóla-fótboltanámskeið Breiðabliks 2018

Námskeiðið er í boði fyrir iðkendur í 3.flokki kvenna og karla ('03-'04) og stendur yfir frá fimmtudegi til sunnudags milli jóla og nýárs, 27.-30. desember.


11.12.2018

Páll Bjarnason látinn

Páll Bjarnason fyrrum formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks er látinn 91 árs að aldri. Páll var formaður knattspyrnudeildar þegar Breiðablik tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti árið 1971. Páll var mikill félagsmálamaður og átti sæti í ýmsum ráðum og nefndum á vegum Kópavogsbæjar einkum varðandi íþrótta- og æskulýðsmál.


09.12.2018

Nú skal segja, nú skal segja…..

Hvernig Blikum reiddi af gegn KR í úrslitaleik BOSE mótsins 2018.


08.12.2018

Gísli lánaður til Mjallby AIF

Miðjumaðurinn snjalli Gísli Eyjólfsson hefur verið lánaður til sænska 1. deildarliðsins Mjallby AIF. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2019 og til loka ársins. Mjallby hefur síðan forkaupsrétt að Gísla að loknu lánstímabilinu.


08.12.2018

Úrslitaleikur Bose mótsins 2018: Breiðablik - KR

Breiðablik tekur á móti KR í úrslitaleik Bose mótsins 2018 í Fífunni laugardaginn 8. desember kl. 11.00. Bæði lið fóru taplaust í gegnum sína riðla og mætast því í úrslitum þetta árið. Blikar sigruðu mótið í fyrra og hafa því titil að verja.


06.12.2018

Ólafur Íshólm lánaður í Fram

Breiðablik og Fram hafa komist að samkomulagi um að markvörðurinn Ólafur Íshólm spili á lánssamningi með liði Framara í Inkasso-deildinni keppnistímabilið 2019. Á sama tíma skrifaði hann undir nýjan samning við Breiðablik til loka ársins 2020.


30.11.2018

Allir sigurvegarar í styrktarleik!

Blikar unnu HK 2:5 í fjörugum leik í síðasta leik riðlakeppni BOSE mótsins í Kórnum í gærkvöldi. En úrslitin voru ekki aðalatriðið því samstaðan og samheldnin sem menn sýndu til að standa við bakið á Bjarka Má Sigvaldasyni og fjölskyldu hans var það sem skipti megin máli. Um 800 manns mættu í Kórinn til að styðja við bakið á þessu unga hugrakka fólki en eins og flestir vita þá glímir Bjarki Má við illvígt krabbamein. Knattspyrnan sýnir hér enn og aftur hve mikið sameiningartákn hún er!


26.11.2018

Styrktarleikur fyrir Bjarka Má Sigvaldason

HK og Breiðablik mætast í Bose mótinu 2018 í Kórnum á fimmtudagskvöld kl.20:00. Leikurinn verður tileinkaður Bjarka Má Sigvaldasyni og fjölskyldu en Bjarki glímir við illvígt krabbamein.


24.11.2018

Tölfræði og yfirlit 2018 - samantekt

Blikaliðið tryggði sér silfurverðlaun í bæði deild og bikar. Liðið fékk 44 stig sem er sami stigafjöldi og þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2010 en tveim stigum minna en stigamet liðsins frá 2015.


22.11.2018

Æfingaleikur við Fjölni

Meistaraflokkur karla spilar æfingaleik í Fífunni á laugardaginn kl.10:00. Andstæðingar okkar að þessu sinni eru Fjölnismenn úr Grafarvoginum.


17.11.2018

FH ekki fyrirstaða

Blikar unnu góðan 2:1 sigur á FH í Bose-keppninni í meistaraflokki karla i dag. Leikurinn fór fram í Fífunni enda var skítaveður úti.


16.11.2018

Breiðablik – FH í Bose mótinu 2018

Breiðablik og FH spila í Bose 2018 mótinu í Fífunni á laugardaginn kl.12.00. Breiðablik, FH og HK eru saman í Bose SleepBuds-riðlinum og Víkingur R., KR og Stjarnan eru saman í Bose QC35-riðlinum


16.11.2018

Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks

Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks fór fram 30. október 2018 í Smáranum. Orri Hlöðversson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, setti aðalfundinn og bauð fundarmenn velkomna.


31.10.2018

Kópavogsvöllur: Söknuður og tilhlökkun

Aðdragandinn að þeirri ákvörðun að skipta yfir í gervigras er nokkuð langur – og kannski ekki það sem lagt var af stað með í upphafi. Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks með Orra Hlöðversson í forsvari var með aðrar hugmyndir og lagði mikla vinnu í að finna lausn á aðstöðunni sem var löngu sprungin.


25.10.2018

Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks 2018

Stjórn knattspyrnudeildar hefur ákveðið að boða til aðalfundar þriðjudaginn 30. október 2018. Fundurinn verður haldinn í veitingasalnum í Smáranum 2. hæð og hefst kl. 17:30.


19.10.2018

Þórir til Blika!

Sóknarmaðurinn Þórir Guðjónsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Blikaliðið. Þórir, sem hefur undanfarin ár spilað með Fjölni, gerði í dag tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.


13.10.2018

Breiðablik semur við Errea

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur samið við Errea á Íslandi um að lið félagsins leiki í búningum Errea keppnistímabilin 2019-2022. Samningurinn nær yfir búninga- æfinga- og frístundafatnað Breiðabliks.


05.10.2018

Elfar Freyr framlengir

Miðvörðurinn sterki Elfar Freyr Helgason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.


05.10.2018

Gott silfur!

Blikaliðið heild á hrós skilið fyrir þennan leik. Leikmenn liðsins stigu vart feilspor þessar 90 mínútur. Varnarmúrinn var ókleyfur fyrir ungt KA-liðið, miðjutríóið Gísli, Willum og Oliver voru frábærir og sóknarmennirnir með Thomas og Aron fremsta í flokki voru óþreytandi


04.10.2018

Árni fallinn frá

Í gær var góður félagi okkar Árni Guðmundsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, borinn til grafar eftir stutt en erfið veikindi. Árni vann mikið og óeigingjarnt starf fyrir Breiðablik. Minning um góðan Blika lifir!


02.10.2018

Ólafur P framlengir við Blika

Markmannsþjálfarinn snjalli Ólafur Pétursson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks til tveggja ára.


26.09.2018

Breiðablik – KA í PEPSI laugardag 29. september kl.14:00

Fjölskylduhátíð í Smáranum á milli klukkan 12-14. Grillaðar pylsur og drykkir fyrir utan Smárann. Knattþrautir fyrir alla í Fífunni, bæði stóra og smáa. Hoppukastalar verða á svæðinu. Hvetjum alla Blika til þess að mæta á leikinn og hvetja strákana til sigurs í síðasta leik tímabilsins.


24.09.2018

Fótbolti er okkar fag !

Síðari hálfleikur var öllu rólegri en sá fyrri, en heimamenn voru ögn ákveðnari og höfðu gert tvöfalda skiptingu í hálfleik og sett inná tvo öfluga leikmenn sem allajafna hafa verið í liði þeirra í sumar. En framan af var fátt að frétta utan smá pirringur og núningur á milli manna og í þrígang voru gestgjafarnir að henda sér á magann og bakið emjandi undan Thomasi, hlupu síðan til dómarans. Hann féll í gildruna í tvígang en síðan ekki söguna meir


20.09.2018

Fjölnir - Breiðablik í PEPSI sunnudag 23. september kl.14:00 !

Blikar sluppu með skrekkinn þegar þeir unnu Fjölni 2:1 á Kópavogsvelli í sumar. Glæsilegt aukaspyrnumark Olivers Sigurjónssonar skömmu fyrir leikslok tryggði okkur stigin þrjú.


20.09.2018

Evrópa ! - Breiðablik er mætt til leiks á ný

En þetta tímabil er ekki enn búið. Næst förum við upp í Grafarvog og mætum Fjölni sem berst fyrir lífi sínu sunnudaginn 23. september. Síðasti leikurinn er svo gegn KA í lokaumferðinni þann 29. september. Það er nokkuð undarleg tilhugsun að það verður síðasti leikur Breiðabliks á heimavelli á náttúrulegu grasi.


18.09.2018

Fylkir – Breiðablik í PEPSI miðvikudaginn 19. september kl. 19:15 !

Blikar skella sér í Árbæinn í PEPSI karla á miðvikudaginn til að spila við sjóðheita Fylkismenn, á nú, flóðlýstum Floridana vellinum. Leikurinn hefst kl.19:15.


16.09.2018

„Nú kem eg eigi leingur fyrir mig því kvæði“

Ég sé á punktunum að leikurinn var hin besta skemmtun, spenna frá upphafi til enda, þriggja manna vörnin hélt vel á meðan hennar naut við, vissulega fengu Stjörnumenn færi en okkar menn voru ekki síður hættulegir og spiluðu feykilega vel. Jafntefli var því sanngjörn niðurstaða leiksins eftir glæsta frammistöðu beggja markmanna.


10.09.2018

BIKARÚRSLIT! Stjarnan - Breiðablik í úrslitum Mjólkurbikarsins á laugardaginn kl.19:15!

Það verða grillaðar pylsur gos og svalar í boði Breiðabliks. Hoppukastalar fyrir börnin. Kópacabana æfir stuðningsmannasöngva á staðnum. Við hvetjum stuðningsmenn til að mæta snemma á Laugardalsvöll á laugardaginn og hvetja sína menn til sigurs.


07.09.2018

Úrslit á Breiðablik Open 2018

Mótsstjórn þakkar þátttakendum fyrir frábæran dag, veðurguðunum fyrir sitt framlag og staðarhöldurum að Efra Seli fyrir góðar móttökur sem endranær en þess má geta að mótið hefur verið haldið þar eystra undanfarin 12 ár.


03.09.2018

Aulaskapur !

Það hefur vonandi komist til skila að Blikar léku vægast sagt illa í gær og stuðningsmenn eru hundóánægðir með sína menn af því þeir vita að það býr meira í liðinu. Menn þurf hins vegar að taka rækilega til í hausnum á sér, sem lið, ef þeir ætla að vinna fleiri leiki, að ekki sé nú talað um næsta leik þar sem við mætum Stjörnunni í bikarúrslitum. Það verður ekki mikið stærra hérlendis en það.


30.08.2018

Breiðablik - Grindavík í PEPSI karla sunnudag kl.15:00!

Eftir tvo tapleiki í röð er Blikaliðið nú í 3. sæti með 34 stig – 2 stigum á eftir Stjörnunni sem er í 2. sæti og 5 stigum á eftir toppliði Vals. Það eru 4 lekir / 12 stig eftir og allt getur gerst.


26.08.2018

Súrt á Samsung

Það voru niðurlútir Blikar sem héldu aftur yfir lækinn eftir 2:1 tap gegn Stjörnunni í Garðabænum í gær. Með þessu tapi vorum við líklegast að stimpla okkur út úr baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.


23.08.2018

Stjarnan – Breiðablik í PEPSI karla á laugardag kl.18:00!

Nágrannaslagur Stjörnunnar og Breiðabliks klukkan 18:00 á laugardegi er klárlega uppskrift að frábærri skemmtun, enda stórleikur tveggja góðra liða þar sem toppsætið í PEPSI karla er í boði.


20.08.2018

Að mæta til leiks í hálfleik

Besti leikmaður Blikanna í kvöld var Jonathan Hendrickx. Hann sinnti varnarhlutverkinu vel allan leikinn og var hugmyndafræðingurinn bak við margar af okkar góðu sóknum í seinni hálfleik. Allir eiga hrós skilið fyrir frammistöðuna í síðari hálfleik, ekki síst ungu strákarnir Kolbeinn og Brynjólfur Darri.


18.08.2018

Breiðablik - Valur í PEPSI mánudaginn 20. ágúst kl.18:00!

Í 12 efstu deildar leikjum liðanna á Kópavogsvelli frá 2005 hafa Blikar yfirhöndina með 6 sigurleiki gegn 3 sigurleikjum Vals. Jafnteflin eru 3.


17.08.2018

Kraftaverk á Kópavogsvelli

Það var sól og blíða á Kópavogsvelli þegar Víkingar frá Ólafsvík komu í heimsókn. Í húfi var hvorki meira né minna en úrslitaleikurinn í bikarkeppni KSÍ á Laugardalsvelli í september. Blikar á toppi Pepsi-deildarinnar. Víkingar að ströggla í toppbaráttunni einni deild neðar.


16.08.2018

Breiðablik OPEN 2018

Þrettánda opna golfmót knattspyrnudeildar Breiðabliks verður haldið föstudaginn 24. ágúst n.k. og hefst kl.13:00. Mótið fer fram á golfvellinum að Flúðum, eins og undanfarin ár. Skráning er hafin.


14.08.2018

Breiðablik – Víkingur Ó. Undanúrslit í Mjólkurbikarnum fimmtudaginn 16. ágúst kl.18:00!

Á fimmtudag tekur Breiðabliksliðið á móti baráttujöxlunum úr Víking Ólafsvík. Sjáumst öll á Kópavogvelli í kvöld og hvetjum okkar menn til sigurs.


14.08.2018

Góð uppskera !

Þar með var aftur komin spenna í leikinn og hófu nú stuðningsmenn Blika allt í senn að naga á sér handarkrikann, biðja til almættisins og styðja sína menn með trommulsætti og almennum hvatningum. Leikurinn í járnum og allt gat gerst.


11.08.2018

Víkingur R. - Breiðablik í PEPSI mánudag 13. ágúst kl. 18:00!

Það má búast við hörkuleik á mánudagskvöld enda hafa þessi lið marga hildina háð. Vonandi sjá flestir Blikar sér fært að mæta í Víkina og hvetja okkar menn til sigurs. Leikurinn hefst klukkan 18:00! á mánudagskvöld.


08.08.2018

Evrópa í augsýn

Það verður einfaldlega að segjast að það er eitthvað svo sérstaklega skemmtilegt að ná sigri á móti KR, þess vegna var maður að venju frekar spenntur fyrir kvöldinu.


05.08.2018

Breiðablik - KR í PEPSI þriðjudaginn 7. ágúst kl. 19:15

Blikar og KR eru einu liðiðin sem hafa unnið 3 síðustu deildarleiki (Blikar: Fjölni, FH og Keflavík. KR: Fylkir, Stjörnuna og Grindavík). Bæði lið eru á mikilli siglingu. Það má því búast við hörkuleik á þriðjudaginn eins og alltaf þegar þessi lið mætast.


31.07.2018

Blikar gefa ekkert eftir!

Breiðablik vann góðan 1:3 sigur á Keflavík á útivelli í Pepsí-deild karla í gær. Daninn Thomas Mikkelsen hélt áfram uppteknum hætti og setti tvö mörk. Einnig gerði markahæsti maður liðsins Gísli Eyjólfsson eitt mark. Með sigrinum heldur Blikaliðið sér inni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.


27.07.2018

Keflavík - Breiðablik í PEPSI mánudaginn 30. júlí kl. 19:15 !

Blikum hefur gengið vel í síðustu leikjum. Eftir tvö 0-0 jafntefli í röð, gegn KA fyrir norðan og ÍBV í Eyjum, vann liðið 2-1 sigur á Fjölnismönnum á Kópavogsvelli og fylgdu þeim sigri svo eftir með sannfærandi 4-1 sigri á FH-ingum á Kópavogsvelli á sunnudaginn var.


25.07.2018

Sveinn Aron seldur til Ítalíu

Knattspyrnumaðurinn ungi og efnilegi Sveinn Aron Guðjohnsen hefur verið seldur frá Blikum til ítalska liðsins Spezia.


23.07.2018

Ótrúlega sætur sigur

Þessi úrslit þýða að við erum komnir í toppbaráttuna fyrir alvöru. Jafnir Stjörnunni að stigum en það eru 3 stig í Val – sem ekki virðast stíga feilspor. Næsti leikur er gegn Keflavík á mánudag suður með sjó.


20.07.2018

Breiðablik – FH í PEPSI sunnudaginn 22. júlí kl. 19:15

Bæði lið eru búin með 12 leiki og eru í 3. og 4. sæti deildarinnar – Breiðablik í þriðja sæti með 22 stig og FH í fjórða sæti með 19 stig. Með sigri ná Blikar 25 stigum og tryggja sér 3. sætið, a.m.k.


17.07.2018

Teflt á tæpasta vað!

Blikar sluppu með skrekkinn þegar þeir unnu Fjölni 2:1 á Kópavogsvelli í gær. Glæsilegt aukaspyrnumark Olivers Sigurjónssonar skömmu fyrir leikslok tryggði okkur stigin þrjú. En leikurinn fer ekki í sögubækurnar sem mikil skemmtun fyrir áhorfendur. Sigurinn var hins vegar kærkominn eftir tvö markalaus jafntefli í undanförnum leikjum.


17.07.2018

Elías Rafn Ólafsson seldur til dönsku meistarana

Breiðablik og FC Midtjylland hafa komist að samkomulagi um að Elías Rafn gangi til liðs við síðarnefna félagið núna í júlí. FC Midtjylland urðu danskir meistarar í annað sinn í vor.


15.07.2018

Breiðablik – Fjölnir í PEPSI mánudaginn 16. júlí kl. 19:15

Leikurinn á Kópavogsvelli á mánudagskvöld er mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Fjölnismenn þurfa á stigum að halda til að lyfta sér frá botninum en Blikaliðið verður að vinna til að halda í við toppliðin.


15.07.2018

Gulli framlengir við Blika

Skemmtilegt er að segja frá því að gengið var frá málinu laugardaginn 14. júlí en þá varð Gulli 43 ára gamall. Þessi ótrúlegi markvörður hefur spilað 434 leiki með meistaraflokki, þar af 202 fyrir Breiðablik.


08.07.2018

Markaþurrð á útivelli

Því þrátt fyrir markaleysið var mikið fjör í leiknum. Bæði lið börðust vel og í raun og veru var ótrúlegt að ekkert mark væri skorað í leiknum. Markverðir liðanna Halldór Páll og Gunnleifur voru besti mennirnir á vellinum og vörðu þeir oft frábærlega.


04.07.2018

ÍBV – Breiðablik í PEPSI laugardaginn 7. júlí kl.16:00

Annan leikinn í röð ferðast Blikaliðið á mjög erfiðan útivöll þegar við mætum bikarmeisturum ÍBV í Pepsi-deildinni á Hásteinsvelli í Eyjum á laugardaginn kl. 16:00.


01.07.2018

Aðeins eitt stig í gulum leik!

Blikum mistókst að ná í öll stigin gegn grófum KA-mönnum á nýskírðum Greifavellinum í hjarta Akureyrar í Pepsí-deildinni í dag. Þrátt fyrir að vera einum fleiri bróðurpartinn af seinni hálfleiknum tókst okkur ekki að koma tuðrunni í netið hjá heimamönnum og 0:0 því staðreynd.


28.06.2018

KA - Breiðablik í PEPSI sunnudaginn 1. júlí kl.16:00!

PEPSI deildin aftur komin í gang. Strákarnir okkar fá mjög krefjandi verkefni á sunnudaginn þegar þeir mæta spræku liði KA-manna á Akureyravelli kl.16.00.


26.06.2018

Rumble in the Jungle eða Hamagangur á Hlíðarenda

Rumble in the Jungle eða Hamagangur á Hlíðarenda fór því nú eins og forðum. Annað liðið rembdist eins og rjúpa við staur á meðan hitt liðið tók á sig högg á nýru og höfuð án þess að skaðast en kom síðan með eitraðan vinstri krók í fyrri hálfleik og hrikalegt hægri handar högg í þeim síðari.


23.06.2018

Mjólkurbikar 2018: Valur-Breiðablik - 8-liða úrslit!

Leikir í 8-liðaúrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ 2018 hefjast á mánudaginn með 3 leikjum. Blikar eiga leik gegn Val á Origo-vellinum. Liðin áttust síðast við í Bikarkeppni á Kópavogsvelli fyrir 10 árum, en 25 ár eru liðin síðan liðin mættust á heimavelli Vals. Leikur liðanna á Origo-vellinum á mánudaginn hefst kl. 20:00!


14.06.2018

Frábær stig !

Síðari hálfleikur byrjaði mun betur en sá fyrri og minnstu munaði Blikar skoruðu eftir að Willum kom sér inn í teig og sendi fyrir markið. Þar vantaði fleiri Blika, en varnarmaður gestanna var hársbreidd frá sjálfsmarki.


13.06.2018

Mikkelsen til Blika

Danski framherjinn Thomas Mikkelsen hefur skrifað undir 2 ára leikmannasamning við knattspyrnudeild Breiðabliks.


12.06.2018

Breiðablik - Fylkir í PEPSI miðvikudaginn 13. júní kl. 19:15

Vörður sem er aðalstyrktaraðili Knattspyrnudeildar Breiðabliks mun standa fyrir fjölskylduhátíð fyrir leikinn sem hefst kl.18. Í boði verða grillaðar pylsur, gos og svali. Hoppukastalar, Bubble bolti og andlitsmálning fyrir börnin. Þá verður sett upp minigolfbraut inni á vallarsvæðinu sem gestir geta spreytt sig á.


12.06.2018

Tokic fær leyfi til að ræða við önnur lið

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur ákveðið að gefa Hrvoje Tokic leyfi til að fara frá félaginu og leita sér að nýju liði.


11.06.2018

Aron Kári og Skúli kallaðir til baka úr láni

Varnarmennirnir ungu og efnilegu, Aron Kári Aðalsteinsson og Skúli E. Kristjánsson Sigurz, hafa verið kallaðir til baka úr láni úr Inkasso-deildinni. Aron Kári spilaði með ÍR og Skúli með Leikni. Ástæðan eru meiðsli Elfars Freys Helgasonar sem hann varð fyrir


10.06.2018

GogG sáu um Grindavík!

Það var nokkuð liðið á seinni háfleikinn þegar mörkin komu. Arnþór Ari átti þá fína sendingu á Svein Aron sem tók eina gabbhreyfingu og sendi svo knöttinn með sínum fræga vinstri fæti í markið með glæsilegu skoti. Nokkrum mínútum síðar fékk Gísli knöttinn á kantinum hægra megin og sendi þéttingsfasta sendingu inn i teiginn og viti menn- boltinn sigldi alla leið í markið!


09.06.2018

Grindavík – Breiðablik í PEPSI karla á laugardag kl. 16:00

Blikar skella sér suður með sjó á laugardaginn til að etja kappi við topplið Grindvíkinga í 8. umferð PEPSI karla. Spennan hefur sjaldan eða aldrei verið jafn mikil í efstu deild karla. Einungis munar fjórum stigum á liðinu í öðru sæti og liðinu í tíunda sæti.


09.06.2018

Patrik Sigurður Gunnarsson seldur til Brentford

Breiðablik og Brentford hafa komist að samkomulagi um að Patrik Sigurður Gunnarsson gangi til liðs við síðarnefna félagið. Brentford er í ensku Championship deildinni sem er sú næst efsta á Englandi.


05.06.2018

Súrt sunnudagskvöld

Strákarnir okkar voru ólíkir sjálfum sér í þessum leik. Strax í byrjun keyrðu ruddalegir Garðabæingar í þá af fullum krafti og það virtist slá okkur út af laginu. Þeir bláklæddu pressuðu okkur ofarlega og við náðum aldrei almennilega að svara þeirri taktík.


01.06.2018

Breiðablik – Stjarnan í PEPSI karla á sunnudag kl. 20:00!

Okkar menn hafa verið á mikilli siglingu í fyrstu 6 umferðum í PEPSI karla og eru nú efstir í deildinni með 11 stig. Stjörnu-vélin hefur hins vegar verið að hiksta í upphafi móts og situr Garðabæjarliðið nú í 8. sæti með 7 stig eftir 6 umferðir. HM farar heiðursgestir á leiknum.


31.05.2018

KR slapp með skrekkinn!

Blikar léku nokkuð vel í þessum leik og sérstaklega er vert að minnast á frammistöðu þeirra sem komu ferskir inn í byrjunarliðið. Allir skiluðu þeir sínu með miklum ágætum. Blikar voru með góð tök á leiknum lengst af og gestirnir náðu sjaldan að ógna okkar marki.


29.05.2018

Mjólkurbikar 2018: Breiðablik - KR í 16-liða

Sjáumst öll á Kópavogvelli á Miðvikudagskvöld og hvetjum okkar menn til sigurs. Það verður kaldur í tjaldi, börger á grilli og rjúkandi kjötsúpa. Sparkvöllurinn á sínum stað fyrir krakkana. Mætum og styðjum við liðið. Leikurinn á Kópavogsvelli hefst kl. 19:15!


28.05.2018

Sá armi Stjörnuþrjótur á Hlíðarenda

Vörnin stóð sig frábærlega, fyrir utan þessi mistök sem kostuðu mörkin, miðjan var þétt með Oliver og Andra Rafn sem algjöra kónga og sérstaklega er gaman að sjá að Oliver er að nálgast sitt fyrra form. Sóknarmenn Blika áttu líka prýðilegan leik og í raun er erfitt að setja út á frammistöðu okkar manna, þrátt fyrir rýra eftirtekju.


25.05.2018

Valur - Breiðablik í PEPSI sunnudaginn 27. maí kl. 20:00!

Tölfræðin er nokkuð jöfn þegar kemur að efstu deildar leikjum liðanna. Í 62 leikjum liðanna í efstu deild hefur Valur sigrað 25 leiki, Blikar 23 leiki og jafnteflin eru 14.


23.05.2018

Taplausir á toppnum

Gísli tók sig til og fór framhjá 4 varnarmönnum Víkinga. Setti boltann efst í vinstra hornið. Horfandi úr stúkunni þá var engin spurning hjá undirrituðum. Boltinn fór í slánna og inn og svo út úr markinu en dómari leiksins og línuvörður dæmd hinsvegar ekki mark.


20.05.2018

Breiðablik – Víkingur R. í PEPSI miðvikudag 23. maí kl. 19:15

Topplið Breiðabliks fær Reykjavíkur-Víkinga í heimsókn á Kópavogsvöll. Blikar hafa byrjað mótið mjög vel og eru efstir í PEPSI deildinni með 10 stig eftir 4 leiki.


19.05.2018

Hvorugt liðið vildi tapa -gaur í röngum vesturbæ fór á völlinn

Þetta var leikur sem KR mátti ekki tapa og við – þegar öllu er á botninn hvolft – höfðum kannski meiri áhuga á að tapa ekki en að vinna. Við bættum við okkur stigi, taplausir með þrjá sigra og trónum á toppnum þar sem okkur líður ágætlega, sýnist mér.


15.05.2018

KR - Breiðablik í PEPSI á föstudaginn 18. maí kl. 19:15

Blikar hafa byrjað mótið mjög vel. Blikaliðið hefur unnið alla sína leiki og eru nú efstir í PEPSI deildinni með 9 stig eftir 3 leiki. Fyrsti leikuinn var 4:1 stórsigur á ÍBV á Kópavogsvelli í 1. umferð. Í kjölfarið kom sannfærandi 1:3 sigur á FH í Kapplakrika í 2. umferð. Í 3. umferð var það 1:0 sigur gegn Keflavík í miklum baráttuleik á Kópavogsvelli.


15.05.2018

Alexander Helgi framlengir við Blika en fer á láni til Víkings Ó.

Miðjumaðurinn efnilegi Alexander Helgi Sigurðsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks til loka keppnistímabilsins 2019. Á sama tíma var hann lánaður tímabundið í Víking Ó og mun hann spila næsta leik með Ólafsvíkingunum í Inkasso-deildinni.


13.05.2018

Sigur í baráttuleik

Eins og spáð var hafa fjölmiðla hælt Blikaliðinu á hvert reipi frá sigrinum í Krikanum og það biðu margir spenntir eftir næsta kafla og sumir óskuðu þess heitt í nærsveitunum að Blikar myndu misstíga sig í dag. Éti þeir hinir sömu það sem úti frýs og verði þeim það að góðu. Það er alveg næg reynsla í þessu liði til að höndla meðbyr jafnt sem mótlæti.


10.05.2018

Breiðablik – Keflavík í PEPSI laugardaginn 12. maí kl. 16:00!

Það verður líf og fjör á Kópavogsvelli. Grillaðir börgerar. Kaldir drykkir fáanlegir í veitingatjaldinu. Sparkvöllur fyrir unga fólkið. Sannkölluð Fan Zone stemmning að myndast í Portinu á Kópavogsvelli. Og markaregn inn á vellinum ef liðin halda uppteknum hætti.


08.05.2018

Frábær sigur í Krikanum

Blikar voru gríðarlega einbeittir í kvöld, allir sem einn, og unnu þennan leik sanngjarnt og sannfærandi. Aftasta varnarlínan steig vart feilspor og var sérstaklega grimm í varnarleiknum ásamt því að skila boltanum vel frá sér og Gulli tók allt sem hægt var að ætlast til. Mörk frá varnarmönnum eru alltaf vel þegin og að þessu sinni voru þau tvö. Miðju- og sóknarmenn voru sömuleiðis í fantaformi og voru alveg sérlega lagnir við að stela boltanum og koma honum hratt upp völlin.


04.05.2018

FH - Breiðablik í PEPSI mánudaginn 7. maí kl. 19:15

Leikur Breiðabliks gegn FH í 2.umferð í Pepsi deiladarinnir 2018 í Krikanum á mánudaginn kl.19:15 er fyrsti útivallarleikur Blika í deildinni í ár. Bæði lið eru með 3 stig eftir fyrstu umferðina.


01.05.2018

Þolinmæðissigur á Leiknismönnum

Þrátt fyrir að sigurinn hafi ekki verið stærri en raun ber vitni þá getum við vel við unað. Tokic skoraði tvö og jók samkeppnina í framlínunni. Hendrickx stimplaði sig enn og aftur inn sem besti hægri bakvörður deildarinnar.


30.04.2018

Leiknir R – Breiðablik í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins

Næsti leikur Blika er í Mjólkurbikarnum á frídegi verkalýðsins, 1. maí. Andstæðingar okkar eru Leiknismenn og fer leikurinn fram á Leiknisvellinum og hefst kl. 16:00.


29.04.2018

Sigur í fyrsta leik

Blikar hirtu þar með öll stigin í þessum leik og það verður að teljast sanngjarnt. Þeir voru betra liðið lengst af þessum leik og þó þetta hafi kannski ekki verið nein flugeldasýning var ágætur bragur á liðinu og það gaf ekki mörg færi á sér.


25.04.2018

Breiðablik - ÍBV í PEPSI laugardaginn 2. apríl kl. 14:00

Nú þarf Blikaliðið að koma vel undirbúið til leiks gegn bikarmeisturum ÍBV á laugardaginn og tryggja okkur 3 stig. Meðal stuðningsmanna ríkir gríðarleg tilhlökkun að sjá hvernig liðið mætir til leiks á fagurgrænum Kópavogsvelli.


21.04.2018

Góður sigur á Grindavík

Allir leikmenn Blikaliðsins fengu að spreyta sig og stóðu varamennirnir sig með miklum sóma. Það verður því ekki létt verk að velja byrjunarliðið gegn ÍBV á laugardaginn.