BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

28.05.2016

Breiðablik - Stjarnan í Garðabæ mánudagskvöld kl. 20:00

Í fjórtán efstu deildar leikjum liðanna frá 2009, þegar Stjörnuliðið kom aftur upp í efstu deild, hafa Blikar sigrað átta sinnum, Stjarnan hefur unnið tvo leiki og jafnteflin eru fjögur. Blikar hafa skorað 29 mörk og Stjarnan 16, samtals 4 mörk eða liðlega 3 mörk að meðaltali per leik.


27.05.2016

Krían skotin niður

Blikar lögðu Kríuna 0:3 örugglega í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Þrátt fyrir að Blikar tefldu fram algjörlega nýju byrjunarliði þá höfðu þeir grænklæddu tögl og haldir í leiknum frá upphafi til enda. Mörkin frá Guðmundi Atla, Ágústi Hlyns og Arnþóri Atla komu reyndar ekki fyrr en í síðari hálfleik en við héldum knettinum svona um 80% af leiknum.


25.05.2016

KRÍA - Breiðablik fimmtudag kl.19.15 á Valhúsavelli

Minnum á fyrsta leik meistaraflokks karla í Borgunarbikarnum í ár. Andstæðingar okkar eru KRÍA af Seltjarnarnesi. Leikurinn verður spilaður á Valhúsavellinum Seltjarnarnesi á morgun fimmtudag kl.19.15.


24.05.2016

Það jafnast fátt á við það..

Blikar mættu einbeittir til leiks í dag og það var góð barátta um allan völl. Það var slatti af feilsendingum á erfiðum velli en af því menn voru á tánum náðist að sópa upp eftir flesta feilana áður en hætta skapaðist. Aftasta lína var traust og líktist loks þeim múr sem við sáum oft í fyrra. Davíð Kristján svaraði gagnrýnisröddum á þann eina hátt sem hægt er og stóð sig mjög vel og gaf vonandi fyrirheit um það sem koma skal. En sigurinn var fyrst og fremst liðsheildarinnar sem var greinilega tilbúin að berjast fyrir stigunum í kvöld. Það gerði gæfumuninn.


24.05.2016

Sergio farinn

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Spánverjinn Sergio Carrallo Pendás hafa náð samkomulag um rifta samningi hans við deildina.


20.05.2016

Breiðablik-KR á Kópavogsvelli sunnudagskvöld kl 20.00

Árið 1971, árið sem Breiðablik lék fyrst í efstu deild, unnu Blikar KR 1-0 í fyrsta deildarleik liðanna. Leikið var á Melavellinum, heimavelli Breiðabliks frá 1971 þar til júní 1975 þegar Kópavogsvöllur var tekinn í notkun. Liðin hafa mæst alls 57 sinnum í deildarleik síðan, alltaf í efstu deild. KR hefur unnið um helming leikjanna gegn 13 sigrum Blika og 17 jafnteflum.


20.05.2016

,,Noregur góður stökkpallur“ segir Blikinn Árni Vilhjálmsson hjá Lilleström

Blikinn Árni Vilhjálmsson spilar nú sem atvinnumaður með norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström. Árni er fæddur árið 1994 og er nýorðinn 22 ára. Hann var lykilmaður í Blikaliðinu áður en hann hélt til Noregs. Hann skoraði meðal annars 10 mörk í Pepsí-deildinni árið 2014. Árni á að baki 29 leiki með yngri landsliðum Íslands.


18.05.2016

Blikum daprast flugið

Stundum þegar maður er sleginn kaldur þá er maður smástund að jafna sig og það fyrsta sem manni dettur svo í hug að segja, sjálfum sér til varnar, og af því maður skammast sín dáldið, er að hinn hafi byrjað. En það er engin afsökun því í slagsmálum er það einmitt lóðið. Að byrja á undan hinum, og eiga frumkvæðið. Eiga fyrsta höggið. Og þá er jafnframt lykilatriði að slá ekki sjálfan sig á kjaftinn.


16.05.2016

Þróttur R - Breiðablik á Þróttarvelli þriðjudaginn 17. maí kl 19:15

Fyrsti leikur Breiðabliks gegn Þrótti R árið 1957 var jafnframt allra fyrsti opinberi knattspyrnuleikur Breiðabliks í landsmóti í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á gamla Melavellinum í Reykjavík föstudaginn 7. júní árið 1957. Þróttarar unnu leikinn 1-0.


15.05.2016

Gísli Eyjólfs lánaður til Víkinga í Ólafsvík.

Gísli Eyjólfsson, sem er samningsbundinn Breðabliki til ársins 2018, hefur verið lánaður til Víkinga í Ólafsvík.


15.05.2016

Hlynur Örn lánaður í Grindavík

Markvörðurinn efnilegir Hlynur Örn Hlöðversson hefur verið lánaður í Grindavík. Suðurnesjapiltarnir voru með markvörð á láni frá Val en hann hefur verið kallaður til baka á Hlíðarenda.


14.05.2016

Hausnum haldið herðunum á!  #ekkitapasér

Sigur Blika á Víkingum síðasta föstudagskvöld var sanngjarn. Fyrir því má færa allmörg rök. Blikar voru meira með boltann, Blikar sköpuðu sér fleiri færi og skoruðu mark og héldu hreinu. Með sigrinum tyltu Blikar sér í fimmta sætið í Pepsí deildinni.


11.05.2016

Breiðablik – Víkingur R. föstudagskvöldið 13. maí kl. 20:00.

Lið Breiðabliks og Víkings R hafa mæst 10 sinnum í efstu deild frá árinu 2000. Jafnt er á öllum tölum því Víkingar hafa sigrað í þremur leikjum, Blikar þremur og jafnteflin eru fjögur. Skoruð mörk eru 37 enda helmingur efstu deildar leikjanna frá árinu 2000 miklir markaleikir.


10.05.2016

Lágmynd af Valdimar Kristni Valdimarssyni afhjúpuð á Kópavogsvelli

Lágmyndin verður afhjúpuð miðvikudaginn 11. maí á Kópavogsvelli klukkan 18:30. Íslandsmeistarar Breiðabliks taka svo á móti KR í Pepsi-deild kvenna klukkan 19:15. Boðið verður upp á pylsur og skornar appelsínur að hætti Valda. Gefnir verða boltar og drykkjarbrúsar á meðan birgðir endast. Það er frítt inn á leikinn í boði Tengi og ÁF hús ehf.


09.05.2016

Lafði lukka með Blikum í liði í Árbænum

Það var glampandi sól á Florídanavellinum í Árbænum og heimamenn á fullu að gera nýju og glæsilegu stúkuna sína fullgilda sem viðunandi áningarstað gestkomandi og heimamanna líkt.


07.05.2016

Fylkir - Breiðablik í Árbænum kl. 19:15 sunnudagskvöld

Leikur Blika við Fylki í Árbæ á sunnudagskvöldið verður 51. viðureign liðanna í opinberri keppni frá upphafi. Þetta er annar leikur liðanna á þessu ári því fyrsti leikur Blika í Lengjubikarnum 2016 var gegn Fylki


06.05.2016

Alexander Helgi aftur til Blika!

Miðjumaðurinn efnilegi Alexander Helgi Sigurðarson hefur ákveðið að koma aftur til Íslands og spila með uppeldisfélaginu sínu Breiðablik. Alexander Helgi sem er tvítugur á þessu ári hefur undanfarin ár verið á samningi hjá hollenska félaginu AZ Alkmaar.


03.05.2016

Illa farið með færin

Tap í fyrsta leik sumarsins. Það var auðvitað ekki það sem stefnt var að og það var frekar ósanngjarnt að tapa þessum leik. Við höfðum ágæt tök á leiknum og áttum nægilega mörg skot og fengum næg færi til að vinna þennan leik, en gerðum það ekki. Liðið spilaði ágætlega á köflum í dag og hefði á góðum degi sett 3-4 mörk. En það vantaði meira bit og meiri frekju inni í teig.


01.05.2016

Guðmundur Þórðarson og Ásta María Reynisdóttir tekin inn í ,,Frægðarhöll Breiðabliks” í knattspyrnu

Guðmundur Þórðarson og Ásta María Reynisdóttir voru í gær tekin inn í ,,Frægðarhöll Breiðabliks" í knattspyrnu.Guðmundur var fyrsti landsliðsmaður Breiðabliks í knattspyrnu og náði líka frábærum árangri sem þjálfari. Ásta var lengi leikmaður og fyrirliði meistaraflokks kvenna sem náði frábærum árangri. Hún átti einnig sæti í fyrsta landsliðshópi kvenna í knattspyrnu og spilaði marga landsleiki.


30.04.2016

Pepsi-deildin handan við hornið!- Blikar-Víkingur Ó á Kópavogsvelli á sunnudag kl.19.15

Nú styttist í stóru stundina sem allir knattspyrnuáhugamenn hafa verið að bíða eftir. Íslandsmótið í knattspyrnu, Pepsí-deildin, hefst á sunnudag og tökum við Blikar á móti baráttujöxlunum frá Ólafsvík á Kópavogsvelli á sunnudag kl.19.15.


29.04.2016

Forsala á nýrri keppnistreyju Breiðabliks á tilboðsverði á morgun í Smáranum

Forsala á nýja keppnissetinu á sérstöku tilboðsverði í Smáranum á morgun í tengslum við Vorhátíðina


29.04.2016

Vorhátíð Breiðabliks 2016

Vorhátíð Breiðabliks verður haldin laugardaginn 30.apríl. Eins og sjá má á verður dagskrá um daginn fyrir alla og svo fyrir fullorðna um kvöldið. Hvetjum alla Blika til þess að taka daginn frá og gera sér glaðan dag. Miðasalan er í Smáranum.


28.04.2016

Kynning: Blikaklúbburinn

Blikaklúbbur karla var stofnaður haustið 1993. Tilgangur hans er að styðja við bakið á meistaraflokki karla og kvenna meðal annars með því að standa fyrir öflugu stuðningsliði.


25.04.2016

Viltu gera vel við þig og þína á heimaleikjum Breiðabliks í sumar

Knattspyrnudeild Breiðabliks býður upp á þann möguleika að fólk geti keypt sér ljúffengan kvöldverð fyrir heimaleiki félagsins í sumar. Þetta var rekið sem tilraunaverkefni í fyrra og var gerður mjög góður rómur að að stemmningunni sem myndaðist. Því hefur verið ákveðið að halda áfram með þetta verkefni.


24.04.2016

Úti í Eyjum!

Blikar unnu góðan 1:2 sigur á Eyjamönnum í æfingaleik á Hásteinsvelli í Vestmanneyjum í gær. Leikurinn var á margan hátt besti leikur okkar á þessu undirbúningstímabili og sáust liprir taktar hjá okkur drengjum á alvöru grasi á Heimaey. Það voru þeir Guðmundur Atli Steinþórsson og Gísli Eyjólfsson sem skoruðu mörkin fyrir okkur sitt hvorum hálfleiknum.


22.04.2016

Aðalfundur Breiðabliks 2016

Aðalfundur Breiðabliks 2016 fór fram í Smáranum þann 19. apríl síðastliðinn. Hannes Strange lét af störfum sem formaður og var Sveinn Gíslason kjörinn í hans stað. Eru Hannesi þökkuð störf hans í þágu félagsins undanfarin ár.


20.04.2016

Aron Snær lánaður tímabundið í Tindastól-æfingaleikur við Hauka í kvöld

Markvörðurinn efnilegi Aron Snær Friðriksson hefur verið lánaður tímabundið í Tindastól. Sauðkrækingar eiga von á bandarískum markverði og mun Aron spila með Norðlendingunum í a.m.k mánuð.


14.04.2016

Vantar meira malt!

Blikar lutu í gras 2:1 fyrir drengjunum hans Séra Friðriks á rennisléttum Valsvellinum i dag. Guðmundur Atli kom okkur yfir í fyrri hálfleik en Valsmenn tryggðu sér sigurinn með mörkum í sitt hvorum hálfleiknum. Leikur okkar drengja var allt of kaflaskiptur og sigur þeirra rauðklæddu var sanngjarn.


13.04.2016

Valur-Blikar 8-liða úrslit Lengjubikarsins

Blikar mæta Valsmönnum í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins á Valsvelli á morgun fimmtudag kl.17.30. Spáin er mjög góð og því verður gaman að sjá knattspyrnuleik úti.


05.04.2016

Blikar mæta Val í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins

Eftir að Fylkir lagði KA í síðasta leik riðilsins i Lengjubikarnum í gærkvöldi er ljóst að strákarnir okkar mæta Val í 8-liða úrslitum í þeirri keppni.


01.04.2016

Gunnlaugur Hlynur og Ósvald Jarl til Fram á láni

Tveir af hinum ungu og efnilegu leikmönnum Blika Ósvald Jarl Traustason og Gunnlaugur Hlynur Birgisson hafa verið lánaðir til Fram.


27.03.2016

Meistaraflokkur karla til Montecastillo á Spáni

Strákarnir hafa undanfarin ár farið til þessa staðar stutt frá hafnarborginni Cadiz í suður og Seville í norður. Aðstæður til æfinga eru hinar bestu og hefur þessi ferð reynst ómetanleg í undirbúningsi fyrir Pepsi-deildina sem hefst í byrjun maí.


27.03.2016

Myndbandið: eina tap hinna ósigranlegu

Fundist hefur fágætt myndband frá ári „hinna ósigranlegu“ — sveit Breiðabliks sem vann 1. deildina árið 2005 án þess að bíða ósigur. Bjarni Jóhannsson stýrði ungu liði Breiðabliks í gegnum 18 leiki það sumarið, þrettán unnust og fimm sinnum náðu andstæðingarnir að halda jöfnu. Breiðablik jafnaði með því stigametið í 1. deild en aðeins liði FH hafði tekist það sama á áttunda áratugnum.


24.03.2016

Guðmundur Atli sá um Selfoss

Blikar unnu Selfoss 0:1 í síðasta leik liðsins í riðlinum í Lengjubikarnum. Guðmundur Atli skoraði fyrir okkur skömmu fyrir leikhlé og þrátt fyrir töluverða yfirburði okkar drengja tókst okkur ekki að bæta við mörkum.


24.03.2016

Blikar á ferð og flugi!

Það er mikið um að vera hjá Blikum á knattspyrnuvöllum hér á Íslandi og víðar í Evrópu í dag.


14.03.2016

N1 og knattspyrnudeild Breiðabliks framlengja samstarf sitt!

Nú á dögunum var undirritaður nýr þriggja ára samningur milli N1 og knattspyrnudeildar Breiðabliks en N1 hefur verið dyggur stuðningsaðili deildarinnar undarfarin ár. Stuðningur N1 skiptir knattspyrnudeildina miklu máli og styrkir áfram ölfugt uppeldis- og afreksstarf knattspyrnudeildar sem og að styðja við meistaraflokka félagsins í efstu deild karla og kvenna.


13.03.2016

Sólon og Guðmundur sáu um ÍR

Blikar unnu 2. deildarlið ÍR 4:1 í æfingaleik í Fífunni í gær. Sólon Breki Leifsson fór mikinn í upphafi leiks og setti tvö mörk á fyrstu fimm mínútunum. ÍR-ingar minnkuðu muninn fljótlega en Guðmundur Atli Steinþórsson bætti við þriðja marki Blika fyrir leikhlé eftir fallega sendingu frá Brassanum okkar Bamberg.


12.03.2016

Glæsimark Höskuldar dugði ekki til

Blikar urðu að sætta sig við 2:2 jafntefli við Víkings Ólafsvík í Lengjubikarnum. Þrátt fyrir að komast yfir 2:0 í leiknum þá misstum við einbeitinguna og gestirnir jöfnuðu með tveimur mörkum í byrjun síðari hálfleik.


10.03.2016

Breiðablik - Víkingur Ólafsvík í Lengjubikarnum í Fífunni á föstudagskvöld kl.20.00

Við minnum ykkur á leik Blika og Víkings Ólafsvík í Lengjubikarnum í Fífunni á föstudagskvöld kl.20.00. Þetta er annar leikur liðanna í ár en við unnum þá í fotbolta.net mótinu fyrr í vetur.


08.03.2016

Borghildur endurkjörin formaður

Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks var haldinn í glersalnum í stúkunni við Kópavogsvölll þriðjudaginn 8. mars. Borghildur Sigurðardóttir var endurkjörinn formaður deildarinnar með lófataki. Aðrir í stjórn voru kosin Vilhelm Þorsteinsson varaformaður, Gunnar Þorvarðarson gjaldkeri, Willum Þór Þórsson meðstjórnandi, Ásta Lárusdóttir formaður meistaraflokksráðs kvenna, Snorri Arnar Viðarsson formaður meistaraflokksráðsk karla og Ólafur Hrafn Ólafsson formaður unglingaráðs.


08.03.2016

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Breiðabliks 2016

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Breiðabliks 2016 verður þann 8. mars 2016 kl. 18:00 í stúkunni á Kópavogsvelli (Glersalnum)


06.03.2016

Þrjú stig að austan

Blikar geru góða ferð austur á land og komu til baka með 3 stig í farteskinu. Andstæðingarnir voru Fjarðabyggðardrengirnir og skoruðum við 2 mörk en heimamenn 1. Mörk okkar pilta gerðu Höskuldur Gunnlaugsson og Jonathan Glenn.


06.03.2016

Blikar halda í austurveg

Blikastrákarnir halda austur um land um helgina og leika gegn Fjarðabyggð í Fjarðarbyggðarhöllinni í Reyðarfirði á sunnudag kl.12.30. Ekki er vitað hvort strákarnir fá aukahlutverk í Fortitude þáttunum en þetta verður áhugaverð viðureign.


05.03.2016

Tveir efnilegir lánaðir vestur

Tveir af efnilegri leikmönnum meistaraflokksins, Ósvald Jarl Traustason og Ernir Bjarnason, hafa verið lánaðar í Vestra á Ísafirði. Liðið hét áður BÍ/Bolungarvík en Vestri tekur við sæti þess í 2. deildinni í sumar.


03.03.2016

Viking Classic Firmamótið í Fífunni um helgina

Viking Classic Firmamótið 2016 verður haldið þann 5. mars klukkan 19:00 í Fífunni.Þáttökugjald er 25.000 þúsund krónur á hvert lið !!!


02.03.2016

Arnór Gauti lánaður í Selfoss

Sóknarmaðurinn ungi og efnilegi Arnór Gauti Ragnarsson hefur verið lánaður til 1. deildarliðs Selfoss. Arnór sem lék nokkra leiki með Blikaliðinu í fyrra er 19 ára gamall og skoraði meðal annars gegn KFG í bikarnum.


27.02.2016

Fullt fyrir peninginn

Varalið Blika lagði Gróttu 4:3 í æfingaleik í Fífunni á föstudagskvöldið. Eins og markatalan gefur til kynna þá var mikið fjör í leiknum og sóknarleikurinn í hávegum hafðum. Mörk okkar settu Sergio, Ólafur Hrafn, Bjartur og Guðmundur Atli (víti).


22.02.2016

Brassi til Blika!

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Daniel Bamberg hefur gert eins árs samning við knattspyrnudeild Breiðablik. Daníel sem er 31 ára miðjumaður/framherji hefur undanfarin ár spilað í efstu deild í Noregi og Svíþjóð. Hann hefur meðal annars spilaði með Norrköping og Örerbro í Svíþjóð en undanfarin ár hefur hann leikið með Haugasund í norsku efstu deildinni. Hann á að baki 248 leiki í efstu deild og hefur skorað 52 mörk.


21.02.2016

Andri kominn yfir 200 leiki

Þrátt fyrir ungan aldur er miðjumaðurinn snjalli Andri Rafn Yeoman kominn yfir 200 leiki með meistaraflokki karla hjá okkur Blikum. Andri Rafn er fæddur árið 1992 og verður þvi 24 ára á þessu ári.


20.02.2016

Seiglusigur á KA

Blikar unnu tæpan sigur á KA 2:1 í Lengjubikarnum í Fífunni í dag. Atli Sigurjónsson kom Blikum yfir úr vítaspyrnu strax á fjórðu mínútu leiksins en gamli félagi okkar Elfar Árni Aðalsteinsson jafnaði metin í síðari hálfleik fyrir Norðanmenn. Það var síðan markahrókurinn Jonathan Glenn sem tryggði okkur stigin þrjú með góðu marki tólf mínútunum fyrir leikslok.


19.02.2016

Breiðablik - KA á morgun í Fífunni kl.15:00

Blikar halda áfram keppni í Lengjubikarnum um helgina þegar liðið mætir frísku liði KA, en KA sigraði Fjarðarbyggð 8-0 í Boganum í sínum fyrsta leik í Lengjubikarnum um síðustu helgi.


13.02.2016

Þungir og þreyttir Blikar lágu gegn Fylki

Það styttist í að lykilmenn eins og Höskuldur og Oliver komist í gang á nýjan leik. Þeir voru fjarri góðu gamni í dag vegna meiðsla. Það munar um minna. En það er smá áhyggjuefni að aðrir leikmenn hafi ekki gripið gæsina á meðan hún gefst. Það er helst að ungir og efnilegir leikmenn eins og Alfons og Óskar hafi staðið upp úr.


12.02.2016

Blikar hefja titilvörnina á morgun. Blikar-Fylkir í Fifunni kl.11.15

Þá hefst upptakturinn af alvöru fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu! Blikar mæta Fylkismönnum í Fífunni á morgun laugardag kl.11.15. Addi og Kristó hafa verið að prófa mikið að leikmönnum á undanförnum vikum en nú fer sjálfsagt að koma í ljós hver kjarninn verður sem þeir ætla að veðja á í sumar.


11.02.2016

Arnþór Ari með 3 ára samning

Knattspyrnumaðurinn snjalli Arnþór Ari Atlason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Arnþór Ari, sem er 23 ára gamall miðju- og sóknarmaður, er uppalinn í Þrótti en kom til okkar Blika haustið 2014.


10.02.2016

Blikar skelltu Skaganum

Blikar unnu Skagamenn 1:0 í æfingaleik í Fífunni í kvöld. Það var Jonathan Glenn sem setti markið skömmu fyrir leikhlé. Töluverð keyrsla var í leiknum enda fengu hátt í 40 leikmenn að sýna snilli sína í báðum liðum. Sigur Blika var sanngjarn og var fyrri hálfleikurinn einn sá besti sem þeir grænklæddu hafa spilað í vetur.


09.02.2016

Breiðablik - ÍA mætast í æfinagleik í Fífunni

Meistaraflokkur karla leikur annan æfingaleik á stuttum tíma á miðvikudag kl.18.00 í Fífunni. Andstæðingar okkar verða að þessu sinni Skagamenn.


06.02.2016

,,Kjúklingarnir” sáu um Fram

Blikar unnu Fram 0:3 í æfingaleik í Egilsshöll í dag. Guðmundur Atli fór mikinn í framlinunni og skoraði 2 mörk og lagði upp eitt fyrir Ósvald Traustason. Ungur aldur Blikaliðsins var þó það sem mesta athygli vakti en hvorki fleiri né færri en átta leikmenn, þarf af fjórir úr 3.flokki, fengu sína eldskírn með meistaraflokki. Það skal þó tekið fram að Framarar tefldu ekki heldur fram sínu sterkasta liði.


04.02.2016

Alfreð til Þýskalands

Blikinn Alfreð Finnbogason hefur nú gert samning við þýska úrvalsdeildarliðið Augsburg. Alfreð sló í gegn með Blikaliðinu á árunum 2009 og 2010. Þá varð hann bæði Bikar- og Íslandsmeistari með liðinu. Hann skoraði hvorki fleiri né færri en 27 mörk í 39 leikjum.


04.02.2016

Getraunaleikur Breiðabliks hefst þann 30. janúar 2016

Þann 30. janúar 2016 ætlum við að byrja getraunaleik Breiðabliks. Eins og áður verða flottir vinningar í boði en heildarverðmæti vinninga er um 500.000 kr. Auk þess eiga þeir sem senda seðlana sína alla leið áfram í getraunakerfi Íslenskra Getspár möguleika á að vinna milljónir í hverri viku.


02.02.2016

Boltinn í beinni í kvöld!

Nú hefur verið komið upp aðstöðu til að horfa á beinar útsendingar í félagsaðstöðunni á miðhæðinni í stúkunni. Þar er nú komið 65“ hágæðasjónvarp og þar er meiningin að félagar, jafnt ungir sem aldnir geti komið saman og horft á boltann í beinni.


30.01.2016

Markaþurrð hjá Blikum

Blikar lutu í gras 0:1 gegn Íslandsmeisturum FH í leik um 5. sætið á fotbolti.net mótinu í Fífunni í dag. Leikurinn var reyndar í járnum allan tímann, leikmenn tókust vel á og stundum var harkan jafnvel full mikil. En munurinn var sá að FH-ingar voru beittari fram á við og mark Lennon fljótlega eftir leikhlé skildi liðin að.


29.01.2016

Leikur gegn FH um 5. sætið í Fífunni kl.10:30 í fyrramálið

Meistaraflokkur karla spilar um 5. sætið í fotbolti.net mótinu í Fífunni kl.10.30. Andstæðingarnir eru Íslandsmeistarar FH og má því búast við hörkuleik.


20.01.2016

Ekki meistarar þetta árið

Blikar lutu í gras gegn Stjörnumönnum 2:3 í fotbolta.net mótinu í Fífunni í kvöld. Þessi úrslit þýða að við komust ekki í úrslit á mótinu í ár en við höfðum titil að verja.


20.01.2016

Stjarnan - Breiðablik í Fótbolti.net kl. 19:00 í Fífunni

Minnum á nágrannaslag Stjörnunnar og Breiðabliks í A-deild Fótbolti.net mótinu klukkan 19:00 í Fífunni í kvöld


16.01.2016

Fyrstu stigin í hús!

Blikar unnu sanngjarnan 1:0 sigur á Víkingum frá Ólafsvík fotbolti.net mótinu. Blikar voru mun betra liðið í fyrri hálfleik og hefðu átt að skora að minnsta kosti 2-3 mörk fyrstu 45 mínúturnar. En mark Atla Sigurjónssonar úr víti skömmu fyrir leikhlé var það sem gerði gæfumuninn í leiknum.


15.01.2016

Breiðablik - Víkingur Ó í Fífunni kl. 11:15

Ólsarar verða duglegir að heimsækja okkkur í Kópavoginn í upphafi árs. Heimsókn liðsins í Fífuna í fyrramálið er fyrsta af þremur heimsóknum Víkingsliðsins á Breiðablikssvæðið næstu mánuðina.


14.01.2016

Vinningsnúmer í Jólahappdrætti Knattspyrnudeildar

Þriðjudaginn 12. janúar 2016, var dregið í Jólahappdrætti knattspyrnudeildar Breiðabliks hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu að Skógarhlíð 6 í Reykjavík


14.01.2016

Alfons í prufu hjá Freiburg

Varnarmaðurinn ungi og efnilegi, Alfons Sampsted, fer í dag sunnudag í prufu hjá þýska 1. deildarfélaginu Freiborg. Liðið er eitt af þekktari liðum Þýskalands og hefur spilað í efstu deild í Þýskalandi undanfarin ár.


12.01.2016

Fanndís Íþróttakona Kópavogs 2015

Blikar fagna þessari viðurkenningu enda á þessi frábæri íþróttamaður þessa viðurkenningu svo sannarlega skilið. Þess má einnig geta að Jón Margeir Sverrisson sundmaður var útnefndur Íþróttakarl Kópavogs fyrir árið 2015.


09.01.2016

Hangiketið sat í mönnum!

Blikar urðu að lúta í gras 0:2 gegn ÍBV í fotbolti.net mótinu í Fífunni í morgun. Okkar drengir voru mjög slakir í fyrri hálfleik og fengu á sig tvö mörk. Allt annað var að sjá til liðsins í síðari háfleik en eins og oft í vetur þá vantaði meiri grimmd í teiginn.


08.01.2016

Blikar fá viðurkenningu

Hinn árlegi jólamatur meistaraflokka karla og kvenna (í seinni kantinum í þetta sinn vegna fjarveru margra milli jóla og nýárs) var haldinn í Smáranum í gærkvöld með hefðbundinni dagskrá og viðurkenningum til leikmanna.


03.01.2016

Fékk ekki á sig mark í 900 mínútur fyrir hlé

Íslensk Knattspyrna 2915: Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, setti eitt met og jafnaði annað á frábæru tímabili sínu með Breiðabliki í úrvalsdeild karla þar sem hann fékk aðeins á sig 13 mörk í 22 leikjum.


03.01.2016

Fyrsti bakvörðurinn og fyrsti Blikinn

Íslensk Knattspyrna 2015: Stoðsendingar í efstu deild karla. Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður Breiðabliks, gaf flestar stoðsendingar í úrvalsdeild karla 2015, alls 9 í 22 leikjum.


01.01.2016

Jólakveðja og áramótakveðja knattspyrnudeildar Breiðabliks

Knattspyrnudeild Breiðabliks óskar öllum í Breiðabliksfjölskyldunni gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við þökkum skemmtilegt samstarf og frábæran árangur á árinu 2015 og bíðum spennt eftir að vinna með ykkur öllum á komandi árum.


30.12.2015

Áramótabrenna 2015

Hin árlega áramótabrenna Kópavogs verður við Smárahvammsvöll fyrir neðan Digraneskirkju á sama stað og undanfarin ár á gamlárskvöld.


29.12.2015

Blikaávísanir fyrir Skátaflugelda!

Eins og undanfarin ár selur Breiðablik ávísanir fyrir flugelda hjá Hjálparsveitum skáta í Kópavogi


23.12.2015

Sergio skrifar undir tveggja ára samning við Blika

Spánverjinn Sergio Carrallo Pendás var í dag að skrifa undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Sergio sem er 21 árs miðju- og kantmaður var áður á mála hjá unglinga- og varaliði Real Madrid.


22.12.2015

Samstarfssamningur knattspyrnudeildar Breiðabliks og Namo ehf endurnýjaður

Í dag var undirritaður nýr þriggja ára samstarfssamningur milli Namo ehf og knattspyrnudeildar Breiðabliks. Allir flokkar knattspyrnudeildar munu því áfram leika í Jako búningum næstu þrjú árin.


21.12.2015

Skötuveisla Breiðabliks 2015

Skötuveisla Breiðabliks að hætti Hauks Valdimarssonar matreiðslumeistara verður í stúkunni á Kóapvogsvelli þriðjudaginn 22. desember milli kl. 11:00 ö 14:00.


19.12.2015

Fyrsta tap gegn FH á árinu

Blikar lutu í gras 0:2 gegn FH í leik um þriðja sætið á BOSE mótinu í Fifunni á föstudaginn. Þetta var fyrsta tap okkar drengja í öllum keppnum gegn Hafnfirðingum á þessu ári. Við höfðum unnið tvo leiki og tveir enduðu með jafntefli. En nú voru gestirnir sterkari og unnu sanngjarnan sigur á bitlausu liði okkar.


16.12.2015

Blikar mæta FH í bronsleik

Blikar mæta FH í leik um 3. sætið í Bose bikarnum í knattspyrnu karla í Fífunni á föstudaginn kl.17.00. Leikurinn er síðasti leikur strákanna fyrir jól og verður áhugavert að sjá hvernig þjálfararnir leggja upp taktíkina í leiknum.


11.12.2015

ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2015

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2015. Þetta er 35. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út.


05.12.2015

Tilþrifalaust jafntefli gegn Víkingum

Okkar piltum mistókst að skora gegn Víkingum í BOSE mótinu þrátt fyrir að vera með Eið Smára innanborðs síðari hluta leiksins. Sem betur tókst gestunum ekki heldur að skoða þannig að leiknum lauk með markalausu jafntefli. Leikurinn fer ekki í sögubækurnar fyrir mikil tilþrif en Eiður Smári sýndi þó lipra takta og var ekki langt frá því að skora í leiknum.


04.12.2015

Fyrrum leikmaður Real Madrid spilar með Blikum gegn Víkingum

Blikar spila seinni leik sinn í BOSE-mótinu á móti Víkingum á morgun laugardag kl.11.00 í Fífunni. Spánverjinn Sergio Carrallo Pendás mun leika með Blikum í þessu leik en hann er nú til prufu hjá okkur.


03.12.2015

Glenn kemur aftur!

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að Jonathan Glenn hefur skrifað undir 2 ára samning við okkur Blika. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur enda var Glenn himnasending fyrir okkur síðasta sumar.


29.11.2015

Tölfræði 2015 - samantekt

Arnar Grétarsson með 70% árangur í efstu deild. Gunnleifur Gunnleifsson með 100% árangur. Yngri leikmenn Breiðabliks á láni léku smatals 80 leiki með öðrum liðum.


27.11.2015

Blikar lagðir í Bose bikar

Í Egilshöllinni í kvöld mættu Blikar liði KR í Bose bikarnum, það var róleg stemmning i mönnum og ekki mikið um átök. Helsta umræðuefnið á pöllunum var brotthvarf Kristins Jónssonar sem í dag var tilkynntur sem leikmaður Sarpsborg og ljóst að stuðningsmenn Blika sem og liðið mun sakna hans enda einn besti leikmaðurinn í Pepsideildinnni sumarið 2015.


26.11.2015

Kristinn til Sarpsborg

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur náð samkomulagi um vistaskipti Kristins Jónssonar til Sarpsborg 08 í norsku úrvalsdeildinni.


21.11.2015

Haukar lagðir 3:1

Blikar unnu Hauka 3:1 í æfingaleik í Fífunni í morgun. Blikar notuðu 22 leikmenn í leiknum en unnu samt nokkuð öruggan sigur á Hafnarfjarðarliðinu. Það voru þeir Andri Rafn, Ágúst Hlynsson (ungur leikmaður úr 3. flokki) og Gísli (vítaspyrna) sem settu okkar mörk. Aron Snær markvörður var hins vegar hetja liðsins þegar hann varði vítaspyrnu þeirra rauðklæddu í stöðunni 2:1 í síðari hálfleik.


20.11.2015

Æfingaleikur við Hauka í Fífunni

Meistaraflokkur karla spilar sinn annan æfingaleik á þessu nýja tímabili. Andstæðingar okkar að þessu sinni eru KFUM drengirnir úr Haukum í Hafnarfirði.


19.11.2015

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Tengi endurnýja samstarfssamninginn sín á milli.

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Tengi hafa endurnýjað samning sinn en Tengi hefur verið dyggur stuðningsaðili deildarinnar í fjölmörg ár. Samningurinn er mikið fagnaðarefni og styrkir áfram öflugt uppeldis- og afreksstarf knattspyrnudeildar sem og að styðja við meistararflokka félagsins í efstu deild karla og kvenna.


14.11.2015

Framarar lagði með minnsta mun

Blikar unnu 1. deildarlið Framara 1:0 í æfingaleik í Fífunni í dag laugardaginn 14.nóvember. Það var varnarmaðurinn sterki Viktor Örn Margeirsson sem gerði markið skömmu fyrir leikhlé með hörkuskalla eftir ágæta fyrirgjöf Davíðs Kristjáns Ólafssonar.


13.11.2015

Æfingaleikur við Fram

Fyrsti undirbúningsleikur fyrir Íslandsmótið 2016 hjá meistaraflokki karla verður á morgun laugardag í Fífunni kl.11.00.


06.11.2015

Oliver með nýjan samning!

Oliver Sigurjónsson skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið í gærkvöld.


02.11.2015

Damir framlengir við Blika!

Miðvörðurinn snjalli, Damir Muminovic, hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks til ársins 2018. Damir, sem er 25 ára gamall, spilaði 21 leik með Blikaliðinu í sumar og skoraði 1 mark.


02.11.2015

Oliver skoðar aðstæður hjá Arminia Bielefeld

Þýska 2. deildarliðið Arminia Bielefeld hefur boðið knattspyrnumanninum snjalla Oliver Sigurjónssyni út til æfinga með liðinu.


29.10.2015

Vörður áfram aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar Breiðabliks

Vörður tryggingar og Knattspyrnudeild Breiðabliks hafa endurnýjað samning sín á milli um að Vörður verði áfram aðalstyrktaraðili deildarinnar til næstu þriggja ára.


28.10.2015

Davíð Kristján framlengir til 2018

Davíð Kristján Ólafsson hefur framlengt samning sinn við Blika til ársins 2018. Þessi knái framlínumaður spilaði 9 leiki með meistaraflokknum í sumar. Davíð sem er tvítugur að aldri er mikill íþróttamaður og hefur oft skemmt áhorfendum með hraða sínum og leikni


27.10.2015

Gunnlaugur kemur úr víking!

Miðjumaðurinn stóri og sterki Gunnlaugur Hlynur Birgisson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks til ársins 2018.


22.10.2015

Gísli áfram hjá Blikum

Gísli Eyjólfsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks til 2018. Gísli sem er fæddur árið 1994 spilaði sem lánsmaður hjá Haukum í fyrra og stóð sig vel. Hann átti við meiðsli að stríða framan af móti í ár en kom sterkur inn í hópinn seinni part sumar. Hann var til dæmis í byrjunarliði í síðasta leiknum gegn Fjölni og átti þar prýðisgóðan leik á miðjunni. Gísli spilaði fimm leiki fyrir Blikaliðið í sumar og þeir eiga eftir að verða fleiri