BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

26.02.2015

Sjálfsmörkin felldu Blika

Blikar riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við KR í æfingaleik í Fífunni í kvöld. Lokatölur voru 0:3 Vesturbæjarliðinu í hag. Þessar tölur segja nú ekki allan sannleikann því öll mörk þeirra röndóttu voru sjálfsmörk Blika og þar að auki brenndum við af víti í síðari hálfleik. En sóknarleikur Blikaleiksins var reyndar ekki upp á marga fiska og því fór sem fór.


22.02.2015

Öruggur sigur á varaliði Fylkis

Blikar voru mun sterkari þegar varalið félaganna mættust í Fífunni á laugardagsmorguninn. Lokatölur voru 4:1 fyrir þá grænklæddu sem voru sterkari á öllum sviðum fótboltans.


20.02.2015

Skiptur hlutur í Egilshöll

Fylkir og Blikar gerðu markalaust jafntefli í frekar tíðindalitlum leik í Lengjubikarnum í Egilshöll i kvöld. Úrslitin voru frekar sanngjörn því okkar drengir voru sterkari í fyrri hálfleik en Árbæjarstrákarnir áttu meira í hinum síðari. Ekki var mikið um marktækifæri í leiknum og áttu markverðir beggja liða fremur rólegan dag.


20.02.2015

Fylkir-Blikar í Lengjubikarnum í kvöld kl.19.00 - einnig leikur á morgun kl.10.30 við Fylki.

Fylkir-Blikar í Lengjubikarnum í kvöld kl.19.00 - einnig leikur á morgun kl.10.30 við Fylki. Fyrsti leikur strákanna okkar í meistaraflokknum í Lengjubikarnum á þessu tímabili er í kvöld í Egilshöllinni gegn Fylki kl.19.00.


15.02.2015

Bosnískur U-21 árs landsliðmaður í prufu hjá Blikum

Bosníski U-21árs landsliðsmaðurinn Ismar Tandir er til prufu hjá Blikum og dvelur hjá okkur í nokkra daga. Tandir sem er fæddur árið 1995 er 196 cm hár framherji. Hann er fæddur í Þýskalandi en ólst upp í Bandaríkjunum.


14.02.2015

Elfar Árni Aðalsteinsson til KA

Knattspyrnudeildir Breiðabliks og KA hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Elfars Árna Aðalsteinssonar úr Breiðablik og yfir í KA.


13.02.2015

Stefán Gíslason leggur skóna á hilluna

Stefán Gíslason leikmaður Breiðabliks í knattspyrnu hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Stefán kom til liðsins fyrir síðustu leiktíð eftir farsælan atvinnumannaferil og lék 15 leiki í deild og bikar fyrir Breiðablik. Þrálát meiðsli hafa því miður sett strik í reikninginn sem hefur orðið til þess að hann tekur þess ákvörðun núna.


12.02.2015

Öruggur sigur á Fram

Meistaraflokkur karla átti ekki í miklum erfiðleikum með að leggja mikið breytt Framlið í æfingaleik í Fífunni í gær 3:0. Höskuldur fór mikinn og setti tvö mörk og Svartfellingurinn Dragan gerði eitt. Blikaliðið var skipað blöndu af yngri og svo eldri og reyndari mönnum.


07.02.2015

Yngri drengirnir lögðu Þrótt

Blikaliðið lagði Þrótt 2:1 í æfingaleik í Smáranum í morgun. Blikaliðið var að mestu leyti skipað yngri leikmönnum og þeim leikmönnum sem hafa ekki spilað mikið i undanförnum leikjum. Það voru þeir Sólon Breki Leifsson og Elvar Páll Sigurðsson sem settu mörk okkar drengja í síðari hálfleik.


06.02.2015

Blikar skoða leikmenn frá Slóveníu og Svartfjallalandi

Meistaraflokkur karla hugar að styrkingu fyrir komandi keppnistímabil. Tveir leikmenn eru að koma til landsins í dag og verða til reynslu hjá Breiðabliki næstu daga.


04.02.2015

Meistarar eftir kaflaskiptan leik

Blikaliðið stóð uppi sem sigurvegari á fotbolti.net mótinu í meistaraflokki karla eftir 2:1 sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Leikurinn var bráðfjörugur en nokkuð kaflaskiptur. Blikar voru mun betri í fyrri hálfleik og náðu forystu með góðu skallamarki Arnþórs Ara Atlasonar eftir góða fyrirgjöf Guðmundar Friðrikssonar


02.02.2015

Höskuldur semur til 5 ára

Knattspyrnumaðurinn ungi og efnilegi Höskuldur Gunnlaugsson hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Höskuldur sem er fæddur árið 1994 spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki með Blikum árið 2011. Árin 2012 og 2012 átti Höskuldur við töluverð meiðsli að stríða en lék þá nokkra leiki með Augnablik í 3. deildinni. Hann kom síðan sterkur inn í meistaraflokkinn í fyrra og lék þá 15 leiki í Pepsí-deildinni.


01.02.2015

Tómas Óli í Val

Tómas Óli Garðarsson hefur ákveðið að söðla um og leika með Val í Pepsí-deildinni. Tómas Óli hélt til Bandaríkjanna í haust en líkaði ekki nægjanlega vel úti og ákvað því að koma heim aftur.


29.01.2015

Árni Vilhjálmsson seldur til Lilleström

Breiðablik og Lilleström hafa náð samkomulagi um kaup síðarnefnda liðsins á sóknarmanninum knáa Árna Vilhjálmssyni en Árni var á reynslu hjá norska liðinu á haustmánuðum og skoðaði aðstæður.


26.01.2015

Afmælishátíð Breiðabliks (65)

Þá er það staðfest, Buffið og Eyþór Ingi verða aðalnúmerin á risaafmælisballinu okkar Blika. Afmælisballið verður haldið í Smáranum laugardaginn 14. febrúar en þar koma saman Blikar og aðrir góðir landsmenn og fagna 65 ára afmæli þessa ásæla Kópavogsfélags


23.01.2015

Gunnlaugur Hlynur skrifar undir hjá Blikum

Gunnlaugur Hlynur Birgisson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við uppeldisfélagið sitt Breiðablik. Gunnlaugur Hlynur sem er fæddur árið 1995 kom til félagsins í haust eftir að hafa leikið með unglingaliðum Club Brugge í Belgíu undanfarin ár. Hann á 21 leik að baki með yngri landsliðum Íslands og hefur skorað í þeim þrjú mörk.


23.01.2015

Sluppum með skrekkinn gegn Þrótti.

Það sannaðist gegn Þrótturum að það borgar sig ekki að vanmeta neinn andstæðing. Eftir að Þróttarar höfðu komist verðskuldað yfir 3:1 yfir þá kom gamla kempan Olgeir Sigurgeirsson okkur til bjargar og skoraði tvö mörk á síðustu 10 mínútum leiksins. Þau 3:3 úrslit duga okkur til að komast í úrslit á fotbolti.net mótinu. Þessi leikur á móti Þrótti á hins vegar að vera okkur verðug lexía í því að engin leikur er unninn fyrirfram!


20.01.2015

Viltu vinna helgarferð fyrir tvo til Evrópu?

Þann 24. janúar fer í gang getraunaleikur Breiðabliks. Heildarverðmæti vinninga er um 500.000 kr. Auk þess eiga þeir sem senda seðlana sína áfram í getraunakerfi Íslenskrar Getspár möguleika á að vinna milljónir í viku hverri


17.01.2015

Skagamenn lítil fyrirstaða

Blikahraðlestin undir stjórn Arnars Grétarsson og Kristófers Sigurgeirssonar heldur áfram á fullri ferð. Nú voru það gulir og (ekki svo) glaðir Skagamenn sem urðu fyrir lestinni og urðu að játa sig sigraða 3:0. Það voru þeir Ellert Hreinsson, Arnþór Ari Atlason og Davíð Kristján Ólafsson sem settu mörk okkar í leiknum.


16.01.2015

Blikar - ÍA á morgun kl.10.30 í Fífunni!

Á morgun spila strákarnir okkar gegn ÍA í fotbolta.net mótinu í Fífunni kl.10.30.


11.01.2015

Tímavélin: 1971 í ótrúlegum gæðum

Á fjörur blikar.is hefur rekið þessa skemmtilega liðsmynd frá árinu 1971. Á þeim tímum sem við lifum nú þykir sjálfsagt mál að hver einasta mynd sem tekin er sé aðgengileg í miklum gæðum en það er ekki alltaf staðan með þær eldri. Allra síst með 44 ára gamla mynd. Það vill svo skemmtilega til að þessa ágæta mynd var tekin á slides filmu og má nálgast hana hér í fullum gæðum. Myndin er sannarlega tímanna tákn hvert sem litið er; allt frá skóbúnaðinum, knettinum, Vallargerðisvellinum eða óbyggðunum í bakgrunni. Smellið hér til að skoða myndina í fullum gæðum.


11.01.2015

Arnór sá um FH!

Hinn nýi fyrirliði meistaraflokks karla Arnór Aðalsteinsson fór fyrir sínum mönnum og skoraði bæði mörk Blikaliðsins þegar við lögum silfurdrengina úr Hafnarfirði 2:1 í fyrsta leik fotbolti.net mótsins 2015. Fyrra markið setti hann úr víti í lok fyrri hálfleiks en það síðari 10 mínútum fyrir leikslok. Blikaliðið spilaði vel í þessum leik og var sigurinn verðskuldaður


09.01.2015

Breiðablik-FH á morgun laugardag kl.10.30 í Fífunni

Þá er komið að fyrsta alvöru leik Blika á þessu keppnistímabili. Við mætum silfurdrengjunum úr FH í fotbolti.net mótinu í Fífunni á morgun laugardag kl.10.30.


09.01.2015

Knattspyrnudeild Breiðabliks semur við Sjúkraþjálfunina í Sporthúsinu

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur samið við Sjúkraþjálfunina í Sporthúsinu ehf um að þjónusta deildina næstu þrjú árin.


06.01.2015

Ný meistaraflokksráð

Á fundi stjórnar knattspyrnudeildar Breiðabliks fyrir skömmu var skipað í ný meistaraflokksráð karla og kvenna og unglingaráð. Ólafur Hrafn Ólafsson var skipaður nýr formaður unglingaráðs, Hallur Ásgeirsson verður áfram formaður meistaraflokksráðs kvenna en Jón S. Garðarsson var skipaður nýr formaður hjá körlunum.


02.01.2015

Bætt tölfræði

Opnað hefur verið fyrir nýjung á síðunni. Nú er hægt að skoða alla leiki félagsins frá upphafi flokkað bæði eftir árum og andstæðingum. Þetta eru yfir 1200 leikir og kemur margt fróðlegt í ljós við að líta yfir farinn veg. Eins og annars staðar á vefnum er hægt að sjá við hvern leik efni eins og myndir, myndbönd, blaðagreinar o.fl. þar sem búið er að hengja efni við leiki. Sú vinna stendur yfir og sífellt bætist meira við safnið.


31.12.2014

Gleðilegt ár!

Blikaklúbburinn og blikar.is senda öllum Blikum til sjávar og sveita, hérlendis og erlendis, hugheilar jóla- og nýarskveðjur.


25.12.2014

Námskeið í Fífunni milli jóla og nýárs

Leikmenn meistaraflokks karla og kvenna bjóða upp á námskeið í Fífunni 29. og 30. desember.


21.12.2014

Jólahappdrætti knattspyrnudeildar Breiðabliks

Nú er Jólahappdrætti knattspyrnudeildar Breiðabliks komið á fullt hjá okkur og allir yngri flokkar + meistaraflokkar byrjaðir að selja.


21.12.2014

Skötuveisla Breiðabliks

Skötuveisla Breiðabliks að hætti Hauks Valdimarssonar matreiðslumeistara verður í Smáranum (stúkubyggingunni) mánudaginn 22. desember milli kl. 11:00-14:00. Boðið verður uppá Skötu, Saltfisk, rófur, kartöflur, hamsatólg, hnoðmör, smjör og rúgbrauð. Verð aðeins 3200 kr á mann (posi á staðnum).


19.12.2014

Kári kominn heim!

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berasta að gamli fyrirliðinn okkar, Kári Ársælsson, hefur ákveðið að snúa aftur í Kópavogsdalinn. Hann skrifaði í dag undir 2 ára samning við Breiðablik. Kári, sem er 29 ára gamall varnarmaður, er fæddur og uppalinn Bliki en hefur einnig spilað með Stjörnunni, ÍA og BÍ/Bolungarvík á ferlinum.


18.12.2014

Fjölskyldukort fyrir Blika á heimaleiki mfl. kk og kvk sumarið 2015

Gildir fyrir mömmu, pabba og börn/unglinga (m.v. börn/unglinga 18 ára og yngri). Kortin verða á nafni. Kortin gilda ekki á bikarleiki. Tilboðsverð kr. 19.900.


18.12.2014

Alfons Sampsted gerir þriggja ára samning við Blika

Alfons Sampsted hefur skrifað undir 3ja ára samning við Breiðablik.


15.12.2014

Sólon Breki gerir 3ja ára samning

Sólon Breki Leifsson hefur skrifað undir 3ja ára samning við Breiðablik


15.12.2014

Blikar lögðu Fjölnismenn í Fífunni

Síðasti leikur í æfingarfjórleiknum fyrir jól og áramót fór fram á laugardaginn 13 desember. Í þetta sinn kom Fjölnir í heimsókn og enduðu leikar 2-1 fyrir okkar mönnum.


12.12.2014

Arnór Gauti Ragnarsson gerir 3ja ára samning við Breiðablik

Arnór Gauti Ragnarsson hefur skrifað undir 3ja ára samning við Breiðablik


06.12.2014

Flottur sigur á FH

Meistaraflokkur karla átti góðan leik í Fífunni í morgun gegn FH og lagði silfurliðið frá Íslandsmótinu síðasta sumar 4:2. Það voru þeir Andri Rafn Yeoman og Ellert Hreinsson sem komu okkar liði yfir 2:0 og þannig var staðan í leikhléi. Strax í byrjun síðari háfleiks bætti Gísli Eyjólfsson þriðja markinu við eftir góðan undirbúnings hins unga og efnilega framherja Sólons Breka Leifssonar. Fljótlega eftir það skoraði Gunnlaugur Birgisson snyrtilegt mark eftir fyrirgjöf Olgeirs Sigurgeirssonar.


29.11.2014

Haukar lagðir í Fífunni

Blikaliðið lagði KFUM-drengina úr Hafnarfirði 2:1 í ágætis leik í Fífunni í dag. Það voru þeir Gunnlaugur Birgisson og Arnþór Ari Atlason sem settu mörk okkar liðs í sitt hvorum hálfleiknum. Þetta voru fyrstu mörk þeirra beggja fyrir meistaraflokk Breiðabliks en alveg örugglega ekki þau seinustu!


28.11.2014

Enski boltinn er algjört drasl

..miðað við veisluna sem nú fer í hönd og verður í Fífunni næstu 3 laugardaga. Það byrjar á morgun þegar okkar menn taka á móti Haukum. Sá leikur hefst klukkan 10:30. Svo koma FH ingar í heimsókn laugardaginn 6. desember og hefst sá leikur klukkan 10:30. Síðastur í þríleiknum er svo leikur Blika gegn Fjölni laugardaginn 13. desember og hann hefst einnig klukkan 11:00.


10.11.2014

Ósvald Jarl Traustason gerir 3ja ára samning við Breiðablik

Vinstri bakvörðurinn Ósvald Jarl Traustason hefur gert 3ja ára samning við Breiðablik.


08.11.2014

Arnar Grétarsson tekur við Breiðabliki

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur ráðið Arnar Grétarsson þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu til þriggja ára. Breiðablik er uppeldisfélag Arnars og lék hann síðast með liðinu sumarið 2009 þegar liðið varð bikarmeistari í fyrsta sinn. Arnar var þá jafnframt aðstoðarmaður Ólafs Kristjánssonar, sem þjálfaði liðið.


04.11.2014

Páll Einarsson og Dean Martin þjálfa 2.flokk karla

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur gengið frá ráðningu á Páli Einarssyni og Dean Martin sem aðalþjálfarar 2.flokks karla í knattspyrnu.


01.11.2014

Arnþór Ari Atlason gerir 3ja ára samning við Breiðablik

Arnþór Ari sem er 21 árs miðjumaður kemur frá Fram en er uppalinn hjá Þrótti Rvk. Hann á að baki um 70 leiki með Þrótti í deild og bikar en gekk í raðir Fram á síðustu leiktíð þar sem hann lék 20 leiki í Pepsí deildinni og skoraði í þeim 3 mörk.


24.10.2014

Kristófer Sigurgeirsson ráðinn aðstoðarþjálfari Breiðabliks

Gengið var frá ráðningu Kristófers Sigurgeirssonar í kvöld. Kristófer hefur síðustu ár verið aðstoðarþjálfari Fjölnis en á undan því hafði hann stýrt Reyni Sandgerði.


23.10.2014

Finnur Orri leitar á önnur mið

Finnur Orri Margeirsson hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks. Hann hefur ákveðið að leita á önnur mið og mun það skýrast fljótlega hvar hann mun spila næsta sumar.


21.10.2014

Bestu Blikarnir

Meistara- og 2. flokkar karla og kvenna héldu uppskeruhátíð laugardaginn 18. októberber síðastliðinn. Góð stemmning var á skemmtunina sem Heiðar Heiðarsson leiddi af alkunnri snilld.Lalli töframaður sló alveg í gegn og maturinn sem Atli Sigurðsson framreiddi var mjög góður.


19.10.2014

Árni Vill til prufu hjá Lilleström

Framherjinn snjalli Árni Vilhjálmsson hefur þegið boð frá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström að koma til liðsins í prufu í næstu viku. Árni sem er tvítugur að aldri hefur staðið sig vel í Pepsí-deildinni og varð m.a. einn af markahæstu mönnum deildarinnar með 10 mörk í ár.


17.10.2014

@Gummi Ben –Takk fyrir okkur !

Nú þegar ljóst er að Guðmundur Benediktsson mun ekki þjálfa Blikaliðið áfram er við hæfi að setja nokkur orð á blað og þakka fyrir sig.


15.10.2014

Hlynur Örn með 3 ára samning við Blika

Markvörðurinn ungi og efnilegi Hlynur Örn Hlöðversson hefur gert nýjan 3 ára samning við Breiðablik.


07.10.2014

“Sé ég tár á hvarmi”!

Það var tilfinningaþrungin stund hjá mörgum gömlum Blikum fyrir leikinn gegn Val á laugardaginn. Þá bauð knattspyrnudeildin þeim drengjum og þjálfurum þeirra sem urðu Íslandsmeistarar með 3.,4. og 5. flokki Breiðabliks árið 1974 til smá samkvæmis til að fagna því að fjörtíu ár eru síðan þessi merki atburður var.


07.10.2014

Baráttusigur gegn Val

Okkar menn spiluðu fyrir stoltið (klisja) og gerðu það á köflum vel. Sérstaklega voru þeir líflegir síðast hálftímann orðnir einum fleiri en það hefur ekki alltaf fært þeim neina sérstaka gæfu í sumar. En nú náðu þeir að nýta sér það. Þetta sumar var erfitt fyrir alla Blika. Gildir þá einu hvort það voru leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn eða almennir stuðningsmenn. Strögl og meira strögl frá upphafi móts. Þjálfaraskipti í júní eins og frægt varð og það var ýmislegt okkur mótdrægt. Liðið átti mest basli með að vinna leiki og aðeins tvisvar héldum við hreinu. En það var heldur ekki auðunnið. Það töpuðust ,,aðeins“ 5 leikir. Sigrarnir voru jafnmargir og þar af leiðandi allt of fáir. En það er seigla í liðinu og það er góðs viti.


29.09.2014

Blikar Mjölni lostnir

Okkar menn héldu norður yfir heiðar og mættu Þór Akureyri í 21. umferð PEPSI í gær. Fyrir leikinn var staðan þannig að með sigri gátu okkar menn ef til vill haldið Evrópudraumnum lifandi. Aðstæður á Þórsvellinum voru ágætar. Hægviðri að norðan með úrkomuslitri nánast allan tímann en það kom ekki að sök og engar regnhlífar fóru á loft. Hiti 7°C. Alskýjað. Völlurinn nokkuð blautur og laus í sér enda búið að rigna hressilega undanfarna daga að sögn heimamanna. Og það var fámennt á Þórsvelli.


25.09.2014

Nú sláum við upp alvöru veislu!

Páll Óskar Hjálmtýson mætir í Smárann í Kópavogi laugardagskvöldið 4.október með allt sem til þarf til að halda eitt stærsta ball ársins.


22.09.2014

Fallegt í bleytu og belgingi

Blikar mættu Víkingum í 20.umferð PEPSI deildarinnar í gær. Veðrið var alveg frábært. Suðaustan, stormur 13- 21 metri á sekúndu og úrkoma með köflum. Hiti rúmlega 11°C. Glöggir vallargestir tóku eftir því að stundum rigndi úr öllum áttum og brögð voru að því að sumir væru blautir á bak við eyrun á meðan það rigndi upp í nefið á öðrum. Það kom samt ekki í veg fyrir að tæplega 900 manns létu sig hafa það að fara á völlinn og kannski það hafi verið pylsurnar og hoppkastalinn í boði Tengis sem trekktu, því varla bjuggust menn við góðum fótbolta við þessar aðstæður.


20.09.2014

Breiðablik og Víkingur á sunnudaginn kl.16.00 á Kópavogsvelli.

Við minnum ykkur á leik Breiðabliks og Víkings í Pepsí-deild karla á sunnudaginn kl.16.00 á Kópavogsvelli.Hið ágæta stuðningsfyrirtæki okkar TENGI ætlar að bjóða upp á grill fyrir leik frá kl.15.00, hoppukastala og einhverjar fleiri uppákomur.


16.09.2014

Ólafur Pétursson útskrifast með markmannsþjálfaragráðu KSÍ

Nýverið útskrifaði KSÍ fyrstu markmannsþjálfarana með Markmannsþjálfaragráðu KSÍ. Útskriftin fór fram í tengslum við landsleik Íslands og Ísrael í undankeppni HM. Um er að ræða 11 þjálfara. Stefnt er að því að halda annað námskeið á komandi vetri og verður það auglýst á næstu vikum.


15.09.2014

Eitt stig í ævintýraferð til Eyja

Blikar héldu yfir úfið ballarhaf og mættu pirruðum Eyjamönnum í hörkuleik í Vestmannaeyjum í gær. Töluverð læti voru í leiknum en að lokum sættust bæði lið á skiptan hlut 1-1. Í raun voru bæði lið ósátt við þau úrslit enda dugðu þau ekki til að losa liðin við falldrauginn. Þó það sé frekar ólíklegt að lið falli með 21 stig þá hefur það þó gerst. Við Blikar þurfum því að halda vel á spilum í komandi leikjum til að losna úr þessari úlfakreppu.


05.09.2014

Hópferð til Eyja - ótrúlegt tilboð til Blika á gistingu!

Næsti leikur meistaraflokks karla er gegn ÍBV sunnudaginn 14. september kl.17.00. Blikaklúbburinn hefur ákveðið að standa fyrir hópferð til Eyja til að standa við bakið á strákunum. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið sem eru í ströggli í deildinni.


04.09.2014

Úrslit í Breiðablik OPEN 2014

Hið árleg Breiðablik OPEN, golfmót knattspyrnudeildar, fór fram á Selsvelli við Flúðir föstudaginn 15. ágúst. Veður var venju fremur krefjandi. Hægviðri með talsverðri úrkomu í grennd og nánd, og hellidembum af og til. Semsagt, sunnlenskt sumarveður. Fæstir létu þetta nokkuð á sig fá en flestir blotnuðu þó eitthvað smávegis. Aðallega voru það þó skorkortin sem urðu illa úti.


01.09.2014

Blikar sjálfum sér verstir

Þetta var skrýtinn leikur. Blikar sóttu linnulítið megnið af fyrri hálfleik, sköpuðu sér nokkur góð færi en náðu ekki að nýta eitt einasta. Mótherjinn fékk eitt færi og BANG. Hann lá í netinu. 0-1. Nánast súrrealísk staða en ekki í fyrsta sinn í sumar sem við sjáum svona rugl. Lið sem leyfa sér svona leik eftir leik lenda í basli og þar erum við einmitt núna. En það er seigla í okkar mönnum þó í þeim blundi sjálfstortímingin og þeir eru því ekki auðunnir. Aðeins tapað 4 leikjum sem er jafnt og við gerðum 2010 sem var ágætt ár ef mig misminnir ekki. En jafnteflin eru núna orðin 11 á móti 5 þá. Svona samanburður getur verið fróðlegur en hann leysir ekki vandann.


31.08.2014

Blikar og Fylkismenn mætast í dag sunnudag kl.18.00 á Kópavogsvellinum

Stuðningsmenn Blika hafa verið duglegir að mæta á leiki að undanförnu og hefur það gefið okkur byr í seglin. Við stefnum að sjálfsögðu að mæta vel í kvöld og hvetja þá grænklæddu til sigurs!


24.08.2014

Ungmennafélögin deildu stigunum!

Það var ekkert slegið af frekar en fyrri daginn í leik Stjörnunnar og Blika í Pepsí-deildinni á sunnudagskvöldið í Garðabænum. Eftir mikla baráttu, dramatík, falleg mörk og gul og rauð spjöld skildu þessi tvo ungmennafélög jöfn með eitt stig hvor í 2-2 jafntefli. Líklegast voru þetta sanngjörn úrslit en við getum samt nagað okkur örlitið i handarbökin fyrir það að halda ekki út allan leikinn og fara með þrjú stig yfir lækinn.


19.08.2014

Blikar héldu hreinu !

Blikar mættu Fram í kvöld í 16.umferð PEPSI deildarinnar. Veður var dágott í dalnum. Hæg norðvestan átt í byrjun en logn að heita þegar leið á leikinn. Heiðríkja, en sól farin að lækka nokkuð á lofti og skuggar að lengjast. Hiti nálægt 13°C sem telst ágætt miðað við árstíma Völlurinn fallegur og virtist í góðu standi en samt voru menn að skripla á skötu og detta á rassinn í tíma og ótíma. Hvernig er það eiginlega? Er ekki hægt að fá þessa hundrað þúsund króna skó sem menn eru með á fótunum, neglda? Eða kostar það aukalega?


17.08.2014

Breiðablik - Fram mánudag kl.19.15

Við minnum á leik Breiðabliks og Fram í Pepsí-deild karla á mánudagskvöldið kl.19.15 á Kópavogsvelli. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið sem eru að berjast í botnbaráttu í deildinni. Framarar hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu og hafa unnið tvo síðustu leiki sína. Við höfum hins vegar verið að ströggla og gert jafntefli í þremur síðustu leikjum okkar, gegn Fjölni, Keflavík og KR.


12.08.2014

Enn eitt jafnteflið!

Blikar sóttu Fjölnismenn heim í Grafarvoginn í gær og fóru til baka með eitt stig í farteskinu. Hugsanlega getur þetta stig orðið gríðarlega mikilvægt þegar upp verður staðið í haust en við hefðum samt þurft á öllum stigunum þremur að halda. En spilamennska Blikaliðsins bauð ekki upp á meira en þetta stig og verðum við að sætta okkur við það.


09.08.2014

BREIÐABLIK OPEN 2014

Níunda opna golfmót knattspyrnudeildar Breiðabliks verður haldið föstudaginn 15. ágúst n.k. og hefst kl.13:00. Mótið fer fram á golfvellinum að Flúðum, eins og undanfarin 7 ár. Gerðar hafa verið talsverðar breytingar á vellinum að undanförnu og hann er nú talsvert breyttur frá því sem verið hefur. En sjón er sögu ríkari.


08.08.2014

Adam til FC Nordsjælland

Blikinn Adam Örn Arnarsson er búinn semja við danska liðið FC Nordsjælland til tveggja ára. Adam sem er fæddur árið 1995 skrifaði undir samning við danska félagið í gær.


07.08.2014

Hlandfor!

Í Dægradvöl, sjálfsævisögu Benedikts Gröndal er sagt frá því að einhverju sinni var Benedikt að dútla við smíðar i Bessastaðaskóla og lá sennilega ekki vel á honum. Rektor skólans kemur þá aðvífandi og spyr guttann hvað hann sé að smíða. Benedikt svarar heldur snúðugt; ,, Ég er að smíða hlandfor“. Rektor gekk snúðugt á braut. Maður er svo fúll eftir þennan leik að svona svar kæmi sér vel núna. Bara álitamál hver spurningin ætti að vera. En svarið við þeim öllum er eiginlega ,,Hlandfor“. For helv....


29.07.2014

Guðmundur í Selfoss

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur lánað Guðmund Friðriksson í 1. deildarlið Selfoss. Á sama tíma hefur Hermann Ármannsson fært sig úr Gróttu í Ægi Þorlákshöfn á lánssamningi frá Blikum.


28.07.2014

Stórmeistarajafntefli í Vesturbænum

Það voru blendnar tilfinningar hjá Blikum eftir 1-1 jafntefli gegn KR í Frostaskjólinu í gær. Stigið var kærkomið en þrátt fyrir að KR-ingar misstu markvörð sinn af leikvelli um miðjan síðari hálfleik tókst okkar piltum ekki að nýta sér liðsmuninn til að tryggja sér stigin þrjú. Við erum þvi enn að troða marvaðann í neðri hluta deildarinnar og er það hundleiðinlegt.


25.07.2014

Davíð með 3 ára samning við Blika. Páll lánaður í Víking.

Það er skammt stórra högga á milli hjá Blikum. Í dag skrifaði vængmaðurinn efnilegi Davíð Ólafsson undir þriggja ára samning við Blika. Á sama tíma var miðjumaðurinn Páll Olgeir Þorsteinsson lánaður á nýjan leik til Víkinga í Reykjavík. Báðir þessir leikmenn eru fæddir árið 1995.


23.07.2014

Oliver kominn heim

Í dag gengu tveir leikmenn frá samningum við knattspyrnudeild Breiðabliks. Miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson er kominn heim aftur eftir tveggja ára dvöl hjá danska liðinu AGF. Hinn leikmaðurinn er varnarmaðurinn Baldvin Sturluson sem kemur á lánssamningi frá Stjörnunni í Garðabæ.


22.07.2014

Frábæru Símamóti lokið

Á sunnudag lauk 30. Símamóti Breiðabliks. Mótið í ár heppnaðist einstaklega vel þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi verið að stríða okkur framan af. Það er samdóma álit allra sem að mótinu komu hvort sem það voru þátttakendur, foreldrar eða önnur skyldmenni eða bara gestir og gangandi að öll skipulagning og framkvæmd hafi verið alveg til sóma og hvergi hafi borið skugga á.


22.07.2014

Háspenna, lífshætta!

Leikur Breiðabliks og FH í Pepsí-deild bauð upp á allt það sem góður knattspyrnuleikur getur boðið upp á – spennu, drama, gul og rauð spjöld og æsing í stúkunni. Það eina sem vantaði upp á voru hagstæð úrslit! Fimleikadrengirnir úr Hafnarfirði fóru nefnilega heim með þrjú stig mjög ósanngjarnt eftir 2:4 sigur eftir að dómarinn hafði bæði dæmt af okkur fullkomlega löglegt mark og hugsanlega sleppt vítaspyrnu á FH-liðið.


17.07.2014

Gunnlaugur til Blika

Unglingalandsliðsmaðurinn Gunnlaugur Hlynur Birgisson er kominn aftur í uppeldisfélagið sitt Breiðablik. Þessi efnilegi leikmaður hefur undanfarin tvö ár verið í herbúðum Club Brugge í Belgíu en ákvað að snúa aftur heim í Kópavoginn.


15.07.2014

Sanngjarn sigur á Hlíðarenda.

Leikurinn byrjaði býsna fjörlega og innan tíu mínútna voru okkar menn búnir að gera sig líklega tvisvar og búnir að ná ágætum tökum á leiknum. Árni átti ágæta tilraun með bakfallsspyrnu eftir langt innkast og skömmu síðar átti Elvar Páll lúmsk skot nokkuð utan teigs, sem Fjalar mátti hafa sig allan við að blaka yfir markið. Valsmenn ógnuðu lítið fyrstu mínúturnar en áttu þó ágætt færi eftir hornspyrnu, en skölluðu naumlega framhjá. Blikar pressuðu heimamenn hátt á vellinum og það gafst ágætlega. Feilsendingar Valsmanna margar og sumar alveg prýðilegar, svo minnti jafnvel á okkar menn á köflum í sumar. Það var eiginlega boðið til veislu af hálfu heimamanna og bara spurning hvort við hefðum kjark til að þiggja veitingarnar. Þeirri spurningu svöruðu okkar menn reyndar ágætlega og áður en 20 mínútur voru liðnar, eða þar um bil, voru Blikar búnir að skora tvívegis.


07.07.2014

Æ..þetta var vont!.

Blikar tóku á móti KR í gærkveldi í 8 liða úrslitum Borgunarbikarsins. Veður og aðstæður voru með allra besta móti og völlurinn í fínu standi. Áhorfendur fjölmargir og mættir snemma. Hæg gola af suðaustri og hiti liðlega 12°C. Skýjað en bjart. Fyrir leik átti maður von á að Blikar myndu mæta í þennan leik með brjóstkassann fram og hökuna upp eftir mikilvægan og langþráðan sigur á Þór í PEPSI deildinni. KR-ingar búnir að vera á skriði í PEPSI deildini að undanförnu og framundan hjá þeim leikir í Meistaradeild UEFA. Það var því jarðvegur fyrir spennandi viðureign. En annað kom þó á daginn.


03.07.2014

Blikar á batavegi

Leikurinn fór rólega af stað og liðin átt í mesta basli með að ná almennilegu spili. Mikið um feilsendingar og allskyns klafs og hnoð. Blikar fengu nokkur horn sem ekkert varð úr en fyrsta hættulega færið áttu gestirnir og þar vorum við stálheppnir að lenda ekki undir. En Gunnleifur varði í tvígang vel og kom í veg fyrir það. Næstu mínútur var svo meira af því sama og leikurinn náði engum takti. Og ekki bætti úr skák að mikið var flautað – enda mikið brotið – og dómarinn ekki alveg með allt á þurru. Hefði t.d. mátt gefa #9 hjá Þór gult spjald þegar hann þrumaði Gísla Pál niður aftan frá í okkar vítateig. Negldi hann niður. Og hann var ekki hættur og fyrir einhverja alveg óskiljanlega linku dómarans hékk hann inn á allan tímann. Fékk að vísu gult skömmu síðar fyrir háskaleik en komst upp með mörg brot eftir það. Meðal annars tveggja fóta rennsli í fætur Gunnleifs, eftir að búið var að flauta rangstöðu. Óskiljanlegt.


02.07.2014

Blikar mæta Þórsurum frá Akureyri á Kópavogsvelli í kvöld klukkan 19:15.

Blikar mæta Þórsurum frá Akureyri í hörkuleik á Kópavogsvelli í kvöld kl.19.15. Bæði lið eru að berjast í neðri hluta deildarinnar og þurfa bráðnauðsynlega á sigri að halda. Við slógum Akureyringana út úr bikarnum í jöfnum og spennandi leik fyrir skömmu þannig að það við þurfum að leggja okkur öll fram til að ná sigri.


30.06.2014

Vörður áfram aðalstyrktaraðili Breiðabliks.

Vörður tryggingar og Knattspyrnudeild Breiðabliks ætla að halda sínu góða samstarfi en samstarfssamningur Varðar og knattspyrnudeildarinnar hefur verið framlengdur. Vörður verður því áfram aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildarinnar og styður þannig við bakið á öflugu uppeldis- og afreksstarfi Breiðabliks. Vörður hefur verið aðalstyrktaraðili félagsins undanfarin fimm ár og hefur merki Varðar prýtt búninga knattspyrnumanna og kvenna Breiðabliks.


23.06.2014

Blikar í vondum málum

Blikar sóttu ekki gull í greipar Víkinga í sumarblíðunni í Fossvogsdal í gærkveldi. Það var sólríkt NV hægviðri og aðstæður til knattspyrnu voru með allra besta móti. Góður völlur, gott veður og fjöldi manns mættur á völlinn. Margir vongóðir Blikar í stúkunni sem vonuðst eftir sigri í kjölfar sigurs gegn Þórsurum á fimmtudaginn í Borgunarbikarnum.


20.06.2014

Baráttusigur gegn Þór

Blikar unnu baráttusigur 3-1 gegn Þórsurum frá Akureyri í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Jafnt var að loknum venjulegum leiktíma 1-1 en loksins voru lukkudísirnar gengnar í lið með okkur Blikum og tvö mörk í framlengingu tryggðu sigur okkar manna. Það voru þeir Guðjón Pétur Lýðsson, Elfar Freyr Helgason og Árni Vilhjálmsson sem settu mörk okkar pilta.


19.06.2014

Breiðablik OPEN frestað fram í ágúst.

Af óviðráðanlegum ástæðum þurfum við því miður við að fresta golfmótinu sem vera átti á morgun


17.06.2014

Ó, hvað það er auðvelt að vera Bliki…..

...þegar vel gengur. Þá eru allir brosandi og vilja ferðast á 1. farrými með liðinu og segjast vera alveg ógurlega stoltir af liðinu ,,sínu“. Það er örtröð í miðasölunni og troðið í stúkunni. Sjoppan græðir á tá og fingri. Fólk mætir snemma á völlinn. Allir eru Blikar #1.


17.06.2014

Frábær veðurspá fyrir Breiðablik OPEN golfmótið

9. opna golfmót knattspyrnudeildar Breiðabliks verður haldið föstudaginn 20. júní n.k. og hefst kl.13:00. Mótið fer að þessu sinni fram á Kiðjabergsvelli í Grímsnes-og Grafningshreppi. Samtímaræsing (mæting í skála kl.12:15). Leiknar verða 18 holur (punktakeppni og höggleikur, karla og kvenna).


04.06.2014

Gummi Ben og Willum teknir við

Guðmundur Benediktsson og Willum Þór Þórsson hafa nú tekið við þjálfun Blikaliðsins í meistaraflokki karla. Ólafur Kristjánsson hefur nú formlega látið af störfum og tekur við liði Nordsjælland um miðjan mánuðinn.


03.06.2014

Betur má ef duga skal.

Þessi leikur markaði þau tímamót, sem mjög hefur verið um fjallað, að þetta var síðasti leikur Blika undir stjórn Ólafs Helga Kristjánssonar. Í þessari lotu, a.m.k. Morinho er aftur kominn til Chelsea eftir útstáelsi, svo maður skyldi aldrei segja aldrey, og þaðan af síður skrifa. En að öllu gamni slepptu þá var þetta kveðjuleikur Óla og aðstæður til knattspyrnu voru alveg hreint prýðilegar. Völlurinn allur að koma til, en talsvert þungur enn. Grasið fallega grænt og veðrið með albesta móti. Hægviðri, nánast áttleysa og hiti nálægt 11°C. Nokkuð rakt.


03.06.2014

Viðtal við Ólaf Kristjánsson

„Stórveldi verða til með verkum en ekki orðum“


27.05.2014

Halsman hetja Blika

Blikar unnu mikilvægan sigur á HK 1:2 í Borgunarbikarnum í Kórnum í gær. Leikurinn var jafn og spennandi og mátti oft ekki á milli sjá hvort liðið væri í Pepsí-deildinni. En það voru þeir Árni Vill og Jordan Halsman sem settu mörk okkar pilta og sáu til þess að Blikaliðið er komið í 16-liða úrslit í Borgunarbikarnum. Vel var mætt á leikinn og segja fróðir menn að um 1.600 manns hafi verið í Kórnum í gær.


26.05.2014

Jóhann Baldurs - Kveðja frá Breiðabliki

Í dag verður til moldar borinn okkar góði félagi, Jóhann Baldurs sem lést þann 19.maí á 89. aldursári.


25.05.2014

HK og Breiðablik mætast í Borgunarbikarnum á morgun mánudag kl.19.15 í Kórnum!

Þetta er ,,derby“ slagur af bestu gerð. Þrátt fyrir að liðin séu í sitt hvorri deildinni þá má búast við hörkuleik á morgun. HK-ingar hafa byrjað vel í 1. deildinni og eru í 3. sæti og hafa ekki enn tapað leik. Okkar piltum hefur hins vegar ekki gengið eins vel og hafa ekki enn unnið leik. Leikir þessara liða hafa alltaf verið mjög skemmtilegir og mikið fjör bæði innan vallar sem utan.


23.05.2014

Mislagðir fætur í Laugardal

Blikar byrjuðu leikinn af ágætum krafti og nánast allan fyrri hálfleik stjórnuðu þeir ferðinni. Framarar áttu samt nokkrar hættulegar skyndisóknir og í tvígang mátti litlu muna að þeir kæmu sér í úrvals færi. En því betur voru þeim mislagðir fætur þegar á hólminn var komið. Okkar menn fengu hinsvegar slatta af færum og sum reyndar alveg prýðileg. Það dugði þó ekki til að koma tuðrunni í netið. Ögmundur varði mjög vel nokkrum sinnum og i önnur skipti vorum við bölvaðir klaufar að ná ekki meiru út úr oft á tíðum fínum færum. Það var eiginlega alveg störfurðulegt að vera með 0-0 í hálfleik. Blikar misstu Andra Rafn af velli um miðjan hálfleikinn og Tómas Óli kom inn í hans stað.


22.05.2014

Aron Snær Friðriksson gerir 3ja ára samning

Aron Snær Friðriksson hefur gert þriggja ára samning við Breiðablik. Aron Snær er ungur og efnilegur markmaður.


18.05.2014

Glæsimörk yljuðu Blikum

Blikar og Fjölnir skildu jöfn í hörkuleik 2:2 í Pepsí-deild karla í kvöld. Tvö glæsimörk þeirra Árna Vilhjálmssonar og Davíðs Ólafssonar yljuðu Blikum en því miður dugði það ekki til sigurs því gulklæddu gestirnir náðu að jafnharðan að jafna aftur.


16.05.2014

Minnum á leik Breiðabliks og Fjölnis í Pepsí-deild karla á sunnudaginn kl.19.15 á Kópavogsvelli!

Við minnum á leik Breiðabliks og Fjölnis í Pepsí-deild karla á sunnudaginn kl.19.15 á Kópavogsvelli. Spáin er góð og völlurinn er allur að koma til. Strákarnir okkar hafa æft vel undanfarna daga og eru staðráðnir í því að standa sig í leiknum gegn spútnikdrengjunum úr Grafarvogi.


13.05.2014

Bara upp á við!

Blikar riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við Keflavík í Pepsí-deild karla í gær í Reykjanesbæ. Heimapiltar voru betri á flestum sviðum knattspyrnulistarinnar og unnu öruggan 2:0 sigur á lánlausum Kópavogsbúum.


12.05.2014

Leikur Keflavíkur og Breiðabliks í 3. umferð Pepsi-deildar karla er dag kl.19.15 í Reykjanesbæ.

Leikur Keflavíkur og Breiðabliks í 3. umferð Pepsi-deildar karla er dag kl.19.15 í Reykjanesbæ. Byrjunin hjá okkar piltum hefur ekki alveg verið eins og við vonuðum en strákarnir okkar eru staðráðnir í því að standa sig á erfiðum útivelli í kvöld.


09.05.2014

Súrt tap í Garðabænum

Það voru súrir Blikar sem yfirgáfu Garðabæinn eftir að hafa tapað 1:2 fyrir KR í hörkuleik á gervigrasvellinum í nágrannasveitarfélaginu okkar. Þrátt fyrir tapið var allt annað að sjá til þeirra grænklæddu í þessum leik miðað við leikinn gegn FH á mánudaginn. Mark okkar pilta setti Elfar Árni Aðalsteinsson seint í síðari hálfleik eftir snilldarsnúning Árna Vill úti á velli. En því miður dugði þetta mark ekki til að ná í stig í leiknum því Blikabaninn Óskar Örn Hauksson skoraði sigurmark þeirra röndóttu í síðari hálfleik.


08.05.2014

Aðeins meira um vallarmál

Breiðablik tekur á móti KR í 2. umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld, fimmtudaginn 8. maí. Leikurinn fer fram á Samsungvellinum í Garðabæ og hefst klukkan 19:15.


06.05.2014

Flott stig í Firðinum

Strákarnir okkar gerðu góða ferð í Hafnarfjörðinn og náðu í dýrmætt stig á sterkum útivelli gegn FH-ingum í Pepsí-deildinni í gær. Lokastaðan var 1:1 eftir að við höfðum náð forystu snemma leiks með góðu marki frá Tómasi Óla Garðarssyni. Því er ekki að leyna að heimapiltar sóttu nokkkuð að okkur það sem eftir lifði leiks en vörnin okkar hélt með ofurmarkmanninn Gunnleif Gunnleifsson í rammanum. Þegar upp verður staðið í haust mun þetta stig skipta miklu máli í töfluröðinni enda verða ekki mörg lið sem sækja stig í greipar þeirra hvítklæddu í Kaplakrika.