BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Lengjubikarinn 2024: Breiðablik – Grindavík

16.02.2024 image

Annar mótsleikur okkar manna á þessu ári er heimaleikur gegn liði Grindvíkinga í Lengjubikarnum 2024. Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli kl.13:00, laugardaginn 17. febrúar.

Dómarari leiksins er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Með honum eru þeir Gylfi Már Sigurðsson og Andri Vigfússon.

Staðan í riðlinum eftir 1. umferð:

Blikar urðu að sætta sig 1:3 tap gegn FH í Lengjubikarnum í kaflaskiptum leik. Okkar drengir voru mun betri í fyrri hálfleik og voru með sanngjarna forystu 1:0 alveg fram á 70. mín í leiknum. Í sjálfu sér kemur ekki á óvart að Blikaliðið gefi eftir í síðari hálfleik. Frekar stutt er síðan liðið hóf æfingar á nýjan leik eftir hamaganginn fyrir áramót. Okkar drengir eru nokkkuð á eftir öðrum liðum í æfingu og það mun lagast á næstu vikum. Auðvitað verður að taka tillit til þess að allir leikmenn á skýrslu fengu tækifæri í leiknum og við enduðum leikinn án lykilmanna.

Viðtalið

Tíðindamaður blkar.is sló á þráðinn til Dóra Árna þjálfara og lagði fyrir hann nokkar spurningar:

Hvernig leggst leikurinn við Grindavík í þig?

"Það er mikil tilhlökkun fyrir leiknum á morgun. Grindavík er með öflugt lið og ætla sér stóra hluti á komandi tímabili. Það var gott að brjóta ísinn gegn FH eftir tvo mánuði án leikja hjá þeim sem léku með okkur í Evrópukepninni í vetur. Hjá öðrum voru þetta fyrstu leikmínúturnar í rúma fjóra mánuði. Frammistaðan í fyrri hálfleik var í raun framar vonum að mörgu leyti og margir sem nýttu tækifærið vel í þeim leik. Það vantaði marga lykilmenn og það var gaman að sjá unga og efnilega leikmenn grípa tækifærið og spila vel"

Hvernig er staðan á þeim sem vantaði, eru einhverjir líklegir í að koma til baka?

"Við vonumst til þess að einhverjar þeirra sem voru frá gegn FH geti leikið gegn Grindavík, en okkur liggur ekkert á og leikirnir í Lengjubikar spila ekki jafn stórt hlutverk í okkar undirbúningi og venjan er. Aðalatriðið núna er að dreifa álaginu rétt á hópinn í gegnum þessa fyrstu leiki því það mikilvægasta er að koma mönnum meiðslulausum í gegnum þessar vikur fram að móti, sem verða gríðarlega krefjandi líkamlega og andlega."

Hvernig gengur að aðlaga æfingar að þessu breytta landslagi?

"Við erum að æfa einu sinni til tvisvar á dag alla daga og drögum ekki úr æfingaálagi í kringum leiki, sem við höfum hingað til getað leyft okkur þegar komið er í Lengjubikarinn. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt lið fer í gegnum svona stutt undirbúningstímabil og höfum við eytt góðum tíma í að skipuleggja það á þann hátt að við verðum eins vel undirbúnir og hægt er í mótið í apríl. Síðastliðin ár höfum við á þessum tímapunkti verið búnir að spila um 12 æfingaleiki auk æfingaferðar erlendis þar sem við höfum leikið æfingaleiki við sterk erlend atvinnumannalið.

Æfingaferðin í ár er um miðjan mars og munum við halda áfram að máta okkur við evrópsk atvinnumannalið. Þegar við förum út eru um þrjár vikur í Íslandsmót og það er ekki fyrr en eftir æfingaferð sem við stefnum á að liðið verði komið í toppform og tilbúið til leiks."

Og taka leikmenn þessum nýju áherslum bara vel?

"Það er frábær andi í hópnum, menn eru hungraðir og metnaðarfullir og frábær orka á öllum æfingum. Nýju mennirnir í þjálfarateyminu hafa einnig komið gríðarlega vel inn og svo sannarlega ástæða fyrir bjartsýni fyrir komandi leiktímabili."

Innbyrðis vorleikir

Þegar flétt er upp í gagnagrunni Blikar.is – nánar tiltekið í æfingamót – kemur þetta í ljós um innbyrðis leiki okkar manna gegn Grindvíkingum. Vorleikirnir eru samtals 13 í 3 keppnum frá 1993.

Litla bikarkeppnin (1960 - 1995):

Fótbolti.net mótið (2011 - 2022):

Deiladabikarinn / Lengjubikarinn (frá 1996): 

Vinningshlutfallið fellur með Blikaliðinu. 

Síðasti innbyrðis vorleikur liðanna var á Kópavogsvelli 16. janúar 2021:

Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli kl.13:00 á morgun, laugardag 17.febrúar. 

Áfram Blikar!  Alltaf - alls staðar!

-PÓÁ

Til baka