BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Aron Bjarna mættur í grænt

12.01.2024 image

Frábær tíðindi úr Smáranum - Aron Bjarnason er mættur aftur í grænu Breiðablisktreyjuna. 

Aron kemur frá sænska liðinu Sirius og hann hefur skrifað undir samning sem gildir til ársins 2027.

Einhverjar vangaveltur (frétt á Vísi) hafa verið í gangi í fjölmiðlum um hjá hvaða félagi Aron skrifaði undir, en auðvitað valdi hann Breiðablik.

Uppfært: RÚSSÍBANI HJÁ ARONI - „FYRIR TVEIMUR DÖGUM VISSI ÉG ÞAÐ EKKI"

Ferill Arons hjá Breiðabliki. 

Eldri fréttir af Aroni

Í janúar 2017 tilkynnti knattspyrnudeild Breiðabliks samkomulag við knattspyrnuráð ÍBV um skipti á leikmönum. Arnór Gauti Ragnarsson skipti yfir til Eyjamanna og Aron Bjarnason flutti sig í Kópavoginn. Um Aron segir í fréttinni frá 2017Aron Bjarnason er 21 árs fjölhæfur miðju- og sóknarmaður sem hefur verið í herbúðum Eyjamanna í tvö ár. Hann er uppalinn Þróttari en lék í tvö tímabil með Frömurum áður en hann fór í ÍBV.  Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann spilað 92 leiki með meistaraflokki og hefur skorað 13 mörk. Aron átti mjög gott tímabil með Eyjamönnum í fyrra, lék 21 leik í deildinni og skoraði 5 mörk. Hann hefur leikið 10 leiki með yngri landsliðum Íslands. Blikar fagna þessum liðsstyrk og ljóst að með þessu eykst samkeppnin í Blikaliðinu umtalsvert“.

Blikar voru mjög virkir á leikmannamarkaðnum í upphafi árs 2017. Hér er slóð í frétt á Vísi 27. janúar 2017 undir fyrirsögninni „ Blikar búnir að fá til sín markakónga hjá þremur Pepsi-deildarliðum“.

Í janúar 2019 skrifar Aron svo undir nýjan 3 ára samning við Breiðablik, þá 23 ára gamall og búinn að spila 75 mótsleiki í grænu Breiðablikstreyjunni og skora 19 mörk.

Aron til Ungverjalands

Sex mánuðum síðar, í júlí 2019, er Aron orðinn atvinnumaður í með ungverska liðinu Újpest sem er eitt af sterkustu liðum í ungversku deildinni og hefur tuttugu sinnum orðið meistari í heimalandinu. Þar að auk hefur liðið náð athyglisverðum árangri í Evrópukeppnum. 

Viðtal við Aron Bjarna á Fótbolti.net í júlí 2019: Þetta er nokkuð stórt dæmi.

Ferill Arons Bjarna til þessa:

Velkominn aftur í grænu Breiðablikstreyjuna Aron Bjarnason!

PÓÁ

Til baka