BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Atli Þór Gunnarsson framlengir

31.10.2023 image

Hér handsala þeir Atli Þór Gunnarsson og Halldór Árnason samninginn. 

Atli Þór Gunnarsson framlengir út árið 2025

Leikmaðurinn ungi og efnilegi Atli Þór Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks út keppnistímabilið 2025.

Atli er fæddur árið 2006 og það er óhætt að setja að hann sé uppalinn Bliki en hann var byrjaður að æfa fótbolta með Breiðablik aðeins 4 ára gamall. 

Það verður gaman að fylgjast með Atla Þór í framtíðinni, við látum eina góða mynd úr fortíðinni fylgja með líka.

 

 

Hlökkum til að sjá þennan öfluga strák vaxa og dafna á komandi árum.

Til baka