BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ágúst Orri seldur til Genoa á Ítalíu

30.08.2023 image

Okkar maður Ágúst Orri Þorsteinsson gekkst í gær undir læknisskoðun hjá Genoa á Ítalíu og skrifaði í framhaldinu undir þriggja ára samning við ítalska félagið Genoa sem kaupir hann frá Breiðabliki.

Ágúst Orri er fæddur árið 2005. Hann er sóknarsinnaður miðjumaður sem les leikinn vel. Hann lék sinn fyrsta efstu deildar leik fyrir meistaraflokk Breiðabliks gegn Stjörnunni árið 2021 - þá 16 ára gamall. Hann hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og hefur leikið 11 unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd. Ágúst er í U19 landsliðashópnum sem er að fara í verkefni í Slóveníu núna í byrjun september.

Í janúar 2022  gerði Ágúst Orri Þorsteinsson þriggja ára samning við sænska stórliðið Malmö. Ári síðar skrifar Ágúst Orri undir þriggja ára samning við Breiðablik sem kaupir leikmanninn til baka frá Malmö fyrir sömu fjárhæð og Breiðablik seldi hann á.

Úr frétt 6.janúar 2023Þetta var lærdómsríkur tími hjá Malmö enda sterkir strákar í öllum stöðum” sagði Ágúst Orri við komuna í Kópavoginn.  “Klúbburinn er stór og sigursæll en ég hugsaði samt töluvert um það hvort þetta hefði verið rétt skref hjá mér að æfa og spila með U19 hjá Malmö eða vera að æfa og spila með meistaraflokki Breiðabliks”. “Það hafði auðvitað líka áhrif þegar ég sá hvernig blikum gekk í fyrra.  Ég var búinn að koma inn á í Íslandsmótinu 2021 og hugsaði með mér að ég hefði getað verið partur af þessu”.  “Því lengur sem ég hugsaði þetta því ákveðnari varð ég í því að vilja fara aftur í Breiðablik”.  Og Ólafur Kristjánsson yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki sagði að blikar væru mjög ánægðir með að vera búnir að fá Ágúst Orra aftur enda höfum við mikla trú á honum. “Núna æfir hann 9 sinnum í viku með meistaraflokki og ég hef fulla trú á því að hann verði lykilmaður hjá okkur á næstu árum og verði síðan mögulega seldur aftur út”.

Ferill með Meistaraflokki Breiðabliks:

Við óskum Ágústi Orra innilega til hamingju með samninginn og hlökkum til að fylgjast með þessum efnilega leikmanni halda áfram að þróa sinn leik á Ítalíu og með landsliðum Íslands. 

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

image

Til baka