Daniel Obbekjær gerir 3 ára samning við Breiðablik
06.03.2024Daniel Obbekjær semur við Breiðablik. Danski miðvörðurinn skrifaði undir samning sem gildir út árið 2025. Þessi hávaxni og sterki varnarmaður er fæddur árið 2002 og hefur leikið í Danmörku, Kanada og í Færeyjum. Hann á einnig fjölda leikja með yngri landsliðum Danmerkur.
Ferill
Í apríl 2019 skrifar Daniel - þá 16 ára gamall - undir samning við OB og verðu hluti af aðalliðshópnum. Í lok mánaðarins fékk Daniel frumraun sína í efstu deild þegar hann kom inn á fyrir OB í leik gegn F.C. Kaupmannahöfn og varð með því þriðji yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir OB í efstu efstu deild, þá 17 ára og 94 daga gamall.
Í janúar 2020 fór 17 ára Daniel á reynslu til Brighton & Hove Albion.
Í janúar 2021 gekk Daniel til liðs við SPAL á Ítalíu á láni út tímabilið það ár. Í júlí sama ár fór hann á reynslu til Hobro IK.
Í janúar 2022 gerði Daniel tveggja ára samning við kanadíska úrvalsdeildarliðið York United. Í júní sama ár gengur Daniel svo til liðs við 07 Vestur í Færeyjum.
Október 2023. Eftir góðan tíma í Vestur, þar sem hann varð fyrirliði liðsins og valinn í lið ársins í Færeyjum yfirgaf Daniel færeyska félagið þegar samningur hans rann út í lok október 2023 og gerir nú tveggja ára samning við Breiðablik.
Við bjóðum Daníel velkominn í Breiðablik!
Daniel Obbekjær semur við Breiðablik út árið 2025????
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) March 6, 2024
Þessi hávaxni og sterki varnarmaður er fæddur árið 2002 og hefur leikið í Danmörku, Kanada og Færeyjum en hann hefur einnig spilað með flestum af yngri landsliðum Danmerkur.
Við bjóðum Daníel velkominn í Breiðablik???? pic.twitter.com/6QJG2rG8dm