BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Öruggt gegn Keflavík

08.03.2024 image

Breiðablik átti ekki í miklum erfiðleikum með Keflavík í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins í knattspyrnu.Strákarnir okkar tóku völdin í  leiknum frá fyrstu mínútu og var sigurinn aldrei i hættu. Kristinn Jónsson setti fyrsta markið með fallegu skoti úr aukaspyrnu strax á 11. mínútu. Kristófer Ingi bætti öðru marki við á 30. mínútu og svo komu tvö mörk í síðari hálfleik frá Eyþór Aroni Wöhler og hinum efnilega Tómasi Orra Róbertssyni. Vert er að geta þess að annar ungur og efnilegur leikmaður Tumi Fannar Gunnarsson kom skemmtilega á óvart og áttu varnarmenn gestanna í miklum erfiðleikum með þennan snögga og leikna Blika. Munið eftir þessu nafni!

Við mætum ferskum Þórsurum frá Akureyri í undanúrslitum Lengjubikarsins. Sá leikur fer fram á Akureyri fimmtudaginn 14. mars kl.16.30. Það verður áhugaverður leikur enda hafa norðanmenn verið að bæta sterkum leikmönnum í hópinn á undanförnum dögum.

-AP

Til baka