BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ágúst Eðvald gerir 3 ára samning við danska félagið AB

25.01.2024 image

Mynd: vefsíða AB

Danska félagið AB (Akademisk Boldklub) tilkynnti fyrr í dag að okkar maður Ágúst Eðvald Hlynsson væri genginn til liðs við félagið og hafi skrifað undir þriggja ára samning. AB er í dönsku C-deildini og er sem stendur í 6. sæti deildarinnar - en stefnir á sæti í B-deildinni. 

„Ágúst kommer til os i en afgørende periode i sin karriere, og vi er meget begejstrede over, at han har valgt at arbejde sammen med os og udvikle sig yderligere i AB-familien,” segir David Roufpanah þjálfari AB.

Jeg glæder mig utroligt meget til at tage den grønne og hvidstribede trøje over hovedet. Jeg vil gøre alt, hvad det kræver, for at vinde fodboldkampe,” segir Ágúst Hlynsson.

 

Okkar maður þekkir vel til í Kaupmananhöfn síðan hann var leikmaður Bröndby árin 2018-2019. Hann var einnig hjá Horsens árin 2021-2022.                                            

Ferill

Í ágúst 2016 skrifar hann undir 3 ára samning við Breiðablik - þá aðeins 16 ára gamall. Sjö árum síðar - í desember 2022 - skrifar Ágúst aftur undir 3 ára samning við Breiðablik eftir heimkomu frá danska félaginu Horsnes. Nánar hér. 

Þrátt fyrir ungan aldur á Ágúst á að baki 148 meistaraflokksleiki, 24 skoruð mörk, með íslenskum félagsliðum: Breðabliki, Valsmönnum, FH og Reykjavíkur Víkingum. 

Og 35 leiki og 5 skoruð mörk með yngri landsliðum Íslands. 

Áfangar

Frétt á blikar.is 4. janúar 2017. Ágúst Eðvald til Norwich. Blikinn ungi og efnilegi Ágúst Eðvald Hlynsson, leikmaður Breiðabliks, er að ganga í raðir enska félagsins Norwich. Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart því Ágúst fór til Englands í haust og hefur æft með liðinu frá þeim tíma. Líklegt er að gengið verði frá samningum á morgun og Ágúst verður þá leikmaður Norwich. Enska liðið er þekkt fyrir góða unglingaakademíu og hafa margir góðir leikmenn komið frá liðinu.

Frétt 27. maí 2016. Yngstur til að skora fyrir Breiðablik | Sló met þjálfarans. Ágúst Eðvald lék sinn fyrsta alvöru leik fyrir Breiðablik í gær og hélt upp á áfangann með laglegu marki. Hann varð þar með yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir Breiðablik í opinberri keppni en Ágúst er 16 ára gamall og tveggja mánaða gamall (fæddur 28. mars 2000). Frá þessu er greint á stuðningsmannasíðu Breiðabliks, blikar.is. Ágúst sló þar með 28 ára gamalt met þjálfara síns, Arnars Grétarssonar, sem skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark fyrir Breiðablik, gegn ÍR árið 1988, þegar hann var 16 ára og þriggja mánaða gamall. Viktor Unnar Illugason, núverandi leikmaður Þróttar, er þriðji yngsti leikmaðurinn sem skorar fyrir Breiðablik en hann gerði fjórða mark Blika í 4-1 sigri á ÍBV fyrir tíu árum.

Frétt 1. júlí 2016. Ágúst Eðvald varð fjórði yngsti leikmaður sögunnar til að spila í Evrópudeildinni þegar hann kom inn á 78. mín aðeins 16 ára 3 mánaða og 2 daga

Viðtal við Ágúst Hlyns fyrir umspilsleikinn gegn Struga í Sambandsdeildinni 2024.

Við þökkum Ágústi Eðvald fyrir allt og óskum honum góðs gengis í nýju og spennandi verkefni.

PÓÁ

Til baka