BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ísak Snær aftur í Kópavoginn

05.04.2024 image

Mynd: Hulda Margrét

Frábær tíðindi fyrir stuðningsmenn Breiðavliks. Á Herrakvöldi knattspyrnudeildar Breiðabliks var rétt í þessu verið að tilkynna að Ísak Snær Þorvaldsson mæti aftur í Smárann til að spila aftur í grænu treyjunni. Ísak kemur til okkar á láni frá frá Rosenborg.

Ferill

Ísak er alinn upp í Aftureldingu en fór ungur að árum í atvinnumennsku til Norwich í Englandi.

Keppnistímabilin 2020 og 2021 spilaði Ísak 32 leiki með Skagamönnum í Pepsí Max deildinni sem lánsmaður frá Norwich City.

Árið 2022 losaði Ísak Snær sig undan samningi Norwich City.

3. janúar 2022 skrifar knattspyrnumaðurinn sterki Ísak Snær Þorvaldsson undir 3 ára samning við Breiðablik. Ísak Snær sem er rúmlega tvítugur að aldri er fjölhæfur leikmaður sem leikur samt oftast sem miðjumaður.

5. október 2022 er tilkynnt að Breiðablik og norska stórliðið Rosenborg hafi komist að samkomulagi um félagaskipti Ísaks Snæs Þorvaldssonar frá Breiðablik til Rosenborg frá og með 1. janúar 2023..

Ísak hefur hefur spilað 6 A landsleki og 26 leiki með yngri landsliðum Íslands.

21.06.2022: Hvernig Ísak Snær varð óvænt langbestur í deildinni. Smella hér.

Við bjóðum Ísak Snæ hjartanlega velkominn heim í Kópavoginn!

image

Grafík: Halldór Halldórsson

Til baka