BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Lengjubikar 2024. Úrslit. Breiðablik - ÍA

25.03.2024 image

Síðasti leikur okkar manna í Lengjubikarnum 2024 er úrslitaleikur mótsins. Flautað verður til leiks gegn ÍA á Kópavogsvelli kl.19:15 á miðvikudaginn. Það ætla auðvitað allir sannir Blikar að mæta! Bikar í boði og veðurspáin er mjög góð. Miðasala á Stubbur 

Leið Breiðabliks og ÍA í úrslitaleikinn:

Breiðablik í riðli 1: Breiðablik-FH 1:3. Breiðablik-Grindavík 4:0. Grótta-Breiðabklik 0:5. Breiðablik-Vestri 1:1. Breiðablik-Keflavík 4:0. Undanúrslit: Þór-Breiðablik 0.1. 

ÍA í riðli 4: ÍA-Afturelding 5:2. KA-ÍA 2:1. ÍA-Dalvík/Reynir 6:0. ÍA-VíkR 1:1. Leiknir-ÍA 1:2. Undanúrslit: Valur-ÍA 1:1 (ÍA vann í vítakeppni). 

Blikaliðið hefur sex sinnum spilað til úrslita í keppninni og unnið tvisvar: 2013 og 2015. Skagamenn hafa 4 sinnum spilað til úrslita og unnið þrisvar: 1996, 1999 og 2003.

Innbyrðis vorleikir Breiðabliks og ÍA frá upphafi

Í gagnagrunni blikar.is kemur fram að innbyrðis vorleikir Breiðabliks og ÍA eru 50 í þremur keppnum - fyrst árið 1965:

5 leikir í Fótbolta.net mótinu 2012 til 2021:

10 leikir í Deildabikar KSÍ / Lengjubikarnum 1996 til 2022:

35 leikir í Litlu bikarkeppnnni (Litla bikarnum) frá 1965 til 1995:

Um Litlu bikarkeppnin 1961 - 1995

Fyrstu fjögur ár Litlu bikarkeppninnar voru það Akurnesingar, Keflvíkingar og Hafnfirðingar (KRH eða ÍBH) sem tóku þátt í keppninni sem leikin var á vorin, áður en Íslandsmótið hófst. Albert Guðmundsson var aðalhvatamaður að stofnum mótsins. Albert gaf farandbikar til keppninnar. Mótið var hugsað sem æfingamót fyrir "utanbæjarliðin" áður en Íslandsmótið hæfist, til mótvægis við Reykjavíkurmótið. Breiðablik bættist svo í hópinn árið 1965. Árið 1971 verða liðin 5 þegar þegar Hafnarfjarðarliðin hættu að senda sameiginlegt úrvalslið til keppninnar. Fyrirkomulagið næstu árin þar á eftir var þannig að Haukar og FH spiluðu til skiptis fyrir Hafnfirðinga. Til dæmis voru það FH-ingar sem léku leiki Hafnarfjarðar í fyrri umferðinni árið 1971 en Haukar léku seinni leiki umaferðarinnar. Frá 1976 léku FH og Haukar bæði í keppninni og þátttökuliðin því orðin fimm talsins. Árið 1987 eru liðin 8 þegar Selfyssingar, Stjörnumenn og Víðismenn bætast í liða-hópinn. Þá er tekin er upp einföld umferð og riðlaskipting til að einfalda fyrirkomulagið. Árið 1993 eru liðin orðin 12 þegar Grindavík, ÍBV, HK og Grótta bætast í hópinn. Árið 1995 voru þáttökuliðn orðin 16: Afturelding, Breiðablik, FH, Grindavík, Grótta, Haukar, HK, ÍA, ÍBK, ÍBV, Reynir, Selfoss, Skallagrímur, Stjarnan, Víðir og Ægir. Leikin var tvöföld umferð á mótinu frá 1961 til 1987, með einhverjum undantekningum, og skiptust félögin á um að sjá um framkvæmd mótsins. Skoruð voru 1658 mörk í 850 leikjum í Litla bikarnum frá árinu 1961 til ársins 1995. Skagamenn unnu keppnina 17 sinnum, Keflvíkingar unnu 15 sinnum. Haukar, Stjarnan og FH unnu einu sinni hvert félag.

image

Breiðablik fór á kostum í Litla-bikarnum árið 1976. Í þessum leik unnu þeir Íslandsmeistara Skagamanna, 3:2. Áður höfu þeir unnið bikarmeistara Keflavíkur. Á myndinni sést Heiðar Breiðfjörð reyna eitt af þremur markskotum sínum í sömu sókninni - Skagamenn björguðu á línu. Vignir Baldursson fylgist með. Mynd: GSP

1996 - upphafsár deildabikarkeppni KSÍ

Fyrsti úrslitaleikur í deildabikarkeppni KSÍ var milli ÍA og Breiðabliks 15. maí 1996 – ári eftir að 35 ára samfeldri göngu Litlu bikarkeppninnar lýkur.

Fyrirkomulag keppninnar þetta fyrsta ár var að 30 þátttökuliðum var skipt í 6 riðla. Tvö efstu lið í hverjum riðli fóru í 12-liða úrslit svo tveir 3-liða undanúrslitariðlar:

A-riðili: ÍA - ÍBV 1:1. ÍBV - Fram 2:0. Fram - ÍA 0:5. B-riðli: Grindavík - Fylkir 3.2. Breiðablik - Fylkir 0:1. Breiðablik - Grindavík 3:0.

ÍA og Breiðablik léku til úrslita í deildabikarnum á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði 15. maí kl. 20.00. Jafnt var 1:1 eftir venjulegan leiktíma. Ólafur Adolfsson skoraði mark ÍA á 43.mín áður en Kjartan Einarsson jafnaði fyrir Blika á 86.mín. Skagamenn skoruðu 2 mörk í framlengingunni. Fyrst Mihajlo Bibercic og svo skoraði Ólafur Adolfsson sitt annað mark í leiknum.

15.05 20:00
1996
ÍA
Breiðablik
3:1
4
1
Deildabikar KSÍ | Úrslit (frl)
Kaplakrikavöllur | #

Dagskráin á miðvikudag

Eftir vel heppnaða æfingaferð Meistaraflokks karla til Spánar, þar sem meðal annars fór fram æfingaleikur við FC Köln, er komið að úrslitaleik gegn frísku liði ÍA í Lengjubikar karla 2024.

Veðurspáin er mjög góð og má því búast við töluverðum fjölda á leikinn.

Það ætla auðvitað allir sannir Blikar að mæta. Það er bikar í boði.

Miðasala á Stubbur 

Áfram Blikar! Alltaf, alls staðar!

/PÓÁ

Til baka