BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Leikslok Klæmint hjá Blikum

10.11.2023 image

Það gladdi Blika í fyrra að lesa frétt um að færeyski framherjinn, fyrirliði og landsliðsmaður Færeyja Klæmint Andrasson Olsen væri búinn að kvitta upp á að spila eitt keppnistímabil með Breiðbliki á láni frá færeyska félaginu NSÍ Runavík. Ferill Klæmint í heimalandinu er 363 leikir og 242 mörk með NSÍ og, sem fastamaður í færeyska landsliðinu, hafði þá skorað 10 mörk í 54 leikjum fyrir Færeyjar.

NSÍ Runavík féll niður í B-deildina í Færeyjum á síðasta tímabili. Klæmint þurfti því að finna sér annað lið til að halda sæti sínu í landsliðinu og úr varð að hann gekk tímabundið í raðir Blka.

Klæmint var svo mættur í Kópavoginn til æfinga og keppni strax í upphafi árs 2023. Fyrsti leikur hans í Breiðablikstreyjunni var í Þungaviktarbikarnum þegar hann kom inn á í hálfleik í 4:1 sigri okkar manna gegn HK í Kórnum 14. janúar.

 

En núna þegar allt er talið hefur Klæmint leikið 40 leiki fyrir Breiðablik og skorað 13 mörk í sex keppnismótum á árinu 2023.

image

Þetta hafði Höskuldur Gunnlaugsson að segja um Klæmint á blaðamannafundi á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn KAA Gent. Fréttin birtist Mörgunblaðinu

"Heiðarleg­asta mann­vera sem ég hef kynnst

„Það hef­ur verið ótrú­lega dýr­mætt . Þetta er al­gjör toppmaður og ein­hver heiðarleg­asta mann­vera sem ég hef kynnst, bæði inni á fót­bolta­velli og ekki síður fyr­ir utan hann.

Hann er frá­bær fót­boltamaður, hef­ur held­ur bet­ur reynst okk­ur drjúg­ur og staðið fyr­ir sínu. Hann hef­ur ávallt gert það hvort sem það er á æf­ing­um eða í leikj­um. En það er fyrst og fremst viðhorfið hans.

Hann er reynslu­bolti og al­vöru karldýr sem hjálp­ar okk­ur Fífu­börn­un­um mikið. Frá­bær ein­stak­ling­ur, frá­bær fót­boltamaður og við mun­um sakna hans mikið, inni á vell­in­um og ekki síður utan hans,“ sagði Hösk­uld­ur.

Og Klæmint hafði þetta að segja við Fótbolta.net á Laugardalsvelli eftir leikinn við Gent í gærkvöld:

„Það er alltaf erfitt að kveðja fólk sem þér þykir vænt um. Ég hef bara góða hluti að segja um Breiðablik," segir Klæmint. „Tími minn hefur verið mjög góður hérna, frábær reynsla. Að vera hluti af þessu sögulega liði hefur verið algjörlega frábært."

„Allt fólkið í kringum félagið er magnað. Það hefur verið auðvelt fyrir mig að aðlagast. Þetta er blessun fyrir mig."

„Ég mun klárlega sakna landsins. Ísland mun alltaf eiga stað í hjarta mínu, út ævina. Ég mun koma aftur hingað einn daginn," sagði Klæmint en hann fer núna aftur heim til Runavíkur.

Leikurinn við KAA Gent í gærkvöld var því síðasti leikur Klæmint með Breiðabliki í ár. Lánssamninguirnn hans er útrunninn og Klæmint nú farinn aftur til liðs við sit félag í Færeyjum, en NSÍ vann sig upp um deild og mun því leika í efstu deild í Færeyjum á næsta ári.

Gangi þér vel Klæmint Andrasson Olsen og takk kærlega fyrir okkur!

PÓÁ

Markaregn:

Til baka