BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik Open 2023 Úrslit

04.09.2023 image

18. golfmót knattspyrnudeildar, Breiðablik Open, fór fram á Selsvelli við Flúðir föstudaginn 18. ágúst s.l.

Uppselt var í mótið eins og undanfarin ár og var skv. venju ræst út samtímis á öllum teigum. Veður var hið besta þegar blásið var til leiks, hiti um 18°C og skýjað. Þegar á leið mótið fór lognið heldur að herða á sér en fór þó aldrei hraðar en hratt enda týndu fæstir keppendur öllum boltum sínum, þó sumir týndu nokkrum. Sem sagt að mestu slysalaust.
Verðlaun voru glæsileg að vanda og voru afhent að móti loknu á meðan keppendur gæddu sér á ljúffengum flatbökum.

Mótsstjórn þakkar þátttakendum fyrir ánægjulegan og staðarhöldurum að Efra Seli fyrir góðar móttökur.

Úrslit voru sem hér segir:

Punktakeppni kvenna:

1.sæti    Ingibjörg Hinriksdóttir
2.sæti    Hanna Bára Guðjónsdóttir
3.sæti    Jónína A. Sanders

Punktakeppni karla:

1.sæti    Pétur Már Finnsson
2.sæti    Heiðar P. Breiðfjörð
3.sæti    Þórir Sigurgeirsson

Höggleikur kvenna:

1.sæti    Elín Jóhannesdóttir
2.sæti    Málfríður Anna Gunnlaugsdóttir
3.sæti    Laufey Hauksdóttir

Höggleikur karla:

1.sæti    Guðjón Gottskálk Bragason
2.sæti    Pétur Krogh Ólafsson
3.sæti    Baldvin Valdimarsson

Lengstu teighögg á 18. Braut:

Elín Jóhannesdóttir
Andri Búi Sæbjörnsson

Nándarverðlaun par 3 holum :

 2.  Kristján Hjálmar Ragnarsson 1,79 m
 5.  Tryggvi Björnsson 3,86 m
 9.  Pétur M. Finnsson 2,47 m
11. Þórir Sigurgeirsson 1.46 m
14. Kristján Hjálmar Ragnarsson 3,66 m

Eftirtaldir aðilar veittu ómetanlegan stuðning við framkvæmd mótsins og eru þeim færðar bestu þakkir.

Áfram Breiðablik !

Hér neðar má sjá myndir sem voru teknar á mótsdegi þ.e.a.s. þær myndir sem komu nokkuð óskaddaðar úr myndavélinni sem reyndist vera biluð.

image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image

Til baka