BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu 2023/24: Breiðablik - KAA Gent

02.11.2023 image

Næsti Evrópuleikur okkar manna er á Laugardalsvelli.

Fjórtándi Evrópuleikurinn á keppnistímabilinu.

Evrópusaga meistaraflokka Breiðabliks frá upphafi...

image

Leiðin í riðlakeppnina 2023/24

Forkeppni & Undankeppni  - Meistaradeild

Í júní þegar dregið var í forkeppni Meistaradeildarinnar kom liðið Tre Penne frá San Marínó upp úr pottinum sem fyrsti andstæðingur Breiðabliks í forkeppni Meistaradeildarinnar. Forkeppnin fór fram á Kópavogsvelli dagana 27. & 30. júní 2023. Leikurinn við San Marínó liðið var í undanúrslitum. Breiðablik vann leikinn við San Marínó liðið 7:1 og spilaði því úrslitaleikinn gegn Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi. Blikar unnu leikinn gegn þeim 5:0 og tryggðu sér þar með sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik mætti svo írsku meisturunum Shamrock Rovers í 1.umf í undankeppninni og strákarnir gerðu sér lítið fyrir og slógu þá írsku út með 0:1 sigri í Dublin og 2:1 sigri á Kópavogsvelli. Blikar mættu dönsku meisturunum FC Copenhagen í 2. umfeð. FCK vann báða leikina: 0:2 á Kópavogsvelli og 6:3 á Paken í Kaupmannahöfn.

Undankeppni - Evrópudeild

Blikaliðið tók þátt í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar og mætti þar Zrinjski frá Mostar í Bosníu-Hersegóvínu. Fyrri leikurinn í Mostar lauk með stórsigri heimamanna 6:2. Seinni leikurinn var á Kópavogsvelli og lauk með 1:0 sigri okkar manna. Zrinjiski vann einvígið samanlagt 6:3 en Breiðabliksliðið komið í umspil um sæti í riðlakeppninni.

Umspil (play-offs) - Sambandsdeild

Blikamenn mættu FC Struga frá N. Makedóníu í tveimur umspilsleikjum um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu tímabilið 2023/24. Fyrri leikinn gegn Struga, sem leikinn var á Biljanini Izvori vellinum Í Ohrid í N. Makedóníu 24. ágúst, unnum við  0:1. Seinni leikurinn fór fram á Kópavogsvelli viku síðar. Sá leikur vannst einnig 1:0 og Breiðablik þar með búið að trygga sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu keppnistímabilið 2023/24 sem leikmenn fögnuðu vel og innilega með stuðningsmönnum í stúkunni: 

Saga Blika í Evrópukeppnum

image

Karlalið Breiðabliks lék sinn fyrsta Evrópuleik 15. júlí 2010. Síðan þá hafa Breiðabliksmenn tekið þátt í Evrópukeppnum í 9 ár af 13 mögulegum - þar af 5 síðustu ár í röð Leikurinn við KAA Gent á fimmtudaginn verður 41. Evrópuleikur karlaliðs Breiðabliks frá upphafi. 

Þátttaka í Evrópumótum til þessa:

- Meistaradeild: 2023, 2011.

- Evrópudeild: 2023, 2020, 2019, 2016, 2013, 2010.

- Sambandsdeild: 2023, 2022, 2021.

Liðin sem Blikar hafa mætt í Evrópuleikjum:

2023 - KAA Gent, Zorya Luhansk, Maccabi Tel Aviv, FC Struga - Zrinjski Mostar, FC Copenhagen, Shamrock Rovers, Buducnost Podgorica, Tre Penne.

2022 - Istanbul Basaksehir, Buducnost Podgorica, UE Santa Coloma.

2021 - Aberdeen, Austria Wien, Racing Union.

2020 - Rosenborg.

2019 - Vaduz.

2016 - Jelgava.

2013 - Aktobe, Sturm Graz, FC Santa Coloma.

2011 - Rosenborg.

2010 - Motherwell.

Samtals 40 leikir í 15 löndum - 17 sigrar - 5 jafntefli - 18 töp.

Flestir leikir í Evrópukeppnum:

2023: Í gangiRiðlakeppni Sambandsdeildar UEFA. Sambandsdeild UEFA: Umspil. FC Struga. Evrópudeild UEFA. Undankeppni: 3 umf. Zrinjski Mostar. Meistaradeild UEFA. Undankeppni: 2.umf. F.C.Copenhagen. 1.umf. Shamrock Rovers. Forkeppni: undanúrslit - Tre Penne og úrslit - Buducnost Podgorica.

2022: Sambandsdeild UEFA. Undankeppni: 3.umf. Istanbul Basaksehir - 2.umf. Buducnost Podgorica - 1.umf. UE Santa Coloma.

2021: Sambandsdeild UEFA. Undankeppni: 3.umf. Aberdeen FC - 2.umf. Austria Wien - 1.umf. Racing Uion.

2013: Evrópudeild UEFA. Undankeppni: 3.umf. FC Aktobe - 2.umf. Sturm Graz - 1.umf. FC Santa Coloma.

Um andstæðinginn

image

Meistaraflokkur KAA Gent 2022

Koninklijke Atletiek Associatie Gent (á ensku: Royal Athletic Association Ghent) eða KAA Gent er belgískur atvinnumanna klúbbur með aðsetur í borginni Ghent í austurhluta Flæmingjalands í Belgíu. 

Gælunafn félagsins er „De Buffalo‘s“ (The Buffalos) - hugtak sem var búið til eftir að Buffalo Bill og Villta Vestrið sirkusinn heimsóttu Ghent snemma á 20. öldinni. KAA Gent er oft nefnt gælunafni sínu: Buffalos. Í hverjum leik má heyra alla áhorfendur syngja „Buffalo! Buffalo! KAA Gent!’. Þessi hefð hefur verið síðan 1920. Árið 1924 var mynd af indjánahöfðinga fyrst kynnt á fána félagsins. En hvernig rataði myndin af frumbyggja Ameríku til Gent? Og hvernig tekst félagið á við það í nútíma samhengi?

Á vef félagsins má lesa þetta um merkið  „Það er alveg rökrétt að innfæddir Bandaríkjamenn biðji um virðingu og viðurkenningu fyrir sögu sinni og hefðum í tengslum við notkun á ímynd indjána í merkjum og á lukkudýrum innan og utan Bandaríkjanna enda standa frumbyggjar landsins frammi fyrir risastórum félagslegum áskorunum í Bandaríkjunum. Með notkun merkisins um all Evrópu vill KAA Gent vekja á félagslegri aðstöðu sem frumbyggjar Ameríku standa frammi fyrir í dag. Nánar hér.

Um félagið

Fyrsti knattspyrnuleikur félagsins var gegn Omnium Sporting Club 15. nóvember árið 1900. KAA Gent hefur leikið í belgísku A-deildinni síðan óslitið síðan. Félagið tryggði sér belgíska meistaratitilinn 21. maí 2015 með 2:0 sigri á heimavelli gegn Standard Liège. Fjórum sinnum hefur KAA Gent unnið belgísku bikarkeppnina. Heimavöllur félagsins frá 17. júlí 2013 er Ghelamco Arena (les.KAA Gent Arena). Í 93 ár, frá 1920 til 2013, var heimavöllurinn Jules Ottenstadion í Gentbrugge frá 1920 til 2013. Líklega er Kevin De Bruyne, leikmaður belgíska landsliðsins og Manchester City, þekktasti leikmaður KAA Gent en De Bruyne lék 6 ár með unglingaliðum félagsins. Fyrir leik sinn gegn Cercie Brugge um helgina er KAA Gent í þriðja sæti belgísku deildarinnar með 20 stig eftir eftir 10 leiki. Liðið hefur unnið 5 leiki og gert 5 jafnteli.

Punktar úr Evrópusögu KAA Gent

Árið 2015 vann KAA Gent belgíska deildarmeistaratitilinn í fyrsta sinn og komst þar með sjálfkrafa í riðlakeppni Meistaradeildar UEFA keppnistímabilið 2015/16. KAA Gent drógst þar í riðil með Zenit Sankti Petersburg, Valencia og Lyon. Liðið vann 3 leiki og gerði 1 jafntefli í 2. sæti riðilsins eftir 3 sigra og 1 jafntefli en féll úr keppni eftir 2 tapleiki gegn Wolfsburg í 16-liða úrslitum.

Ári síðar, tímabilið 2016/17, er KAA Gent aftur Evrópukeppni. Belgarnir vinna Viitorul Constanta í 3. umf undankeppni Evrópudeuildarinnar. Þá Shkëndija í umspli. Liðið drógst næst í H-riðil með Shakhtar Donetsk, Braga og Konyaspor og enduðu riðilinn í 2. sæti. KAA Gent mætir Tottenham í 32-liða úrslitum og vinna heimaleikinn 1:0. Gerðu síðan jafntefli gegn Tottenham á Wembley og komust þar með áfram í16-liða úrslit. Um 8000 KAA Gent aðdáendur mættu á leikinn á Wembley í London. KAA Gent féll úr keppni í 16-liða gegn belgíska liðinu KRC Genk.

Í fyrra, tímabilið 2022/23, byrjar Gent liðið á umspili gegn Omomia um sæti í Evrópudeildinni, en tapa þeirri rimmu og dragast í F-riðil Sambandsdeildarinnar. Í riðlinum leggja þeir Molde nokkuð örugglega (4:0 og 0:0) og einnig Shamrock Rovers, liðið sem við Blikar slógum út í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar í júlí í sumar, (3:0 og 1:1) en tapa (0:1 og 2:4) fyrir Djurgardens IF. Belgarnir vinna Qarabag í play-offs í vítaspyrnukeppni eftir 1:0 sigur heima og 0:1 tap á útivelli. KAA Gent vinnur Instanbul Basaksehir, liðið sem sló Blika út í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra,  samanlagt 5:2 (1:1 og 4:1) í 16-liða úrslitum. Gent menn tapa svo fyrir sterku liði West Ham í fjórðungsúrslitum samanlagt 2:5 (1:1 heima og 1:4 í London)

Leið gestaliðsins í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar 2023/24

Í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar vinnur KAA Gent lið Zilina samanlagt 10:3 (5:1 og 5:2). Vinna Pogon Szczecin í 3. umferð samanlagt 6:2 (5:0 og 1:2). Leggja APOEL í play-offs samanlagt 4:1 (2:0 og 2:1).

Gent liðið er með 7 stig í riðlinum eftir 3 leiki. Byrjuðu á að gera 1:1 jafntefli gegn Zorya Luhansk á útivelli. Vinna svo 2:0 sigur á Maccabi Tel Aviv á heimavelli og 5:0 sigur á okkar mönnum, einnig á heimavelli í Belgíu.

Gengi KAA Gent í Evrópu frá upphafi: 42 sigrar - 25 jafntefli - 47 töp - samtals 114 leikir.

Breiðablikshópurinn

image

Meistaraflokkur Breiðabliks 2023

Breytingar á þjálfarteymi í október 2023

Stjórn Knattspyrnudeildar Breiðabliks tilkynnti eftir síðasta leik Bestu deildar karla 2023 að Óskar Þorvaldsson hefði látið af störfum sem þjálfari liðsins og Halldór Árnason verið ráðinn í hans stað. Óskar Hrafn Þorvaldsson var aðalþjálfari liðsins fram yfir lokaleik Bestu deildarinnar 2023. Halldór Árnason var aðstoðarþjálfari liðsins, en tók við sem aðalþjálfri af Óskari. Eyjólfur Héðinsson var afreksþjálfari og þátttakandi í þjálfarateymi meistaraflokks þar sem hann hélt utan um aðlögun yngri leikmanna inn í meistaraflokks- hópinn. Eyjólfur var svo ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins

Valdimar Valdimarsson er markmannsþjálfari liðsins. Aron Már Björnsson er styrktarþjálfari liðsins. Í sjúkraþjálfarateyminu eru þær Særún Jónsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Marinó Önundarson og Alex Tristan Gunnþórsson eru liðsstjórar.

image

Breiðablikshópurinn fagnar sæti sínu í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu 2023/24

Dagskrá

Breiðablik og KAA Gent mætast á Laugardalsvelli í riðlakeppi Sambandsdeildar Evrópu 2023/24. Flautað verður til leiks fimmtudaginn 9. nóvember kl.20:00!

Miðasala á leikinn hér: Breiðablik - KAA Gent    

Svæðið opnar kl19:00 - Matur, heitt kakó og góðgæti í vallarsjoppunni - Fljótandi á krana fyrir þyrsta - Official Breiðabliks Conference League vörur til sölu - Keppnistreyjur, húfur, derhúfur og treflar - Andlitsmálning í boði.

Stöð 2 Sport 2 sýnir leikinn fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. Útsending hefst kl.19:50!

Bein textalýsing UEFA hér. 

Dómarar eru frá Austurríki. Aðaldómari: Julian Weinberger. Aðstoðardómarar: Andreas Heidenreich og Maximilian Kolbitsch. Fjórði dómari: Stefan Ebner. Myndbandsherbergi: Alan Kijas og Andreas Heiss frá Austurríki.

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

PÓÁ

image

image

Garfík: Halldór Halldórsson

Til baka