BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Árgangamót Breiðabliks 2023 – drengir

25.11.2023 image

Eftir nokkurt hlé er loksins loksins aftur árgangamót Breiðabliks drengjamegin haldið á ný, en það mun fara fram 9. desember í Fífunni. Nú er loksins hægt að skera úr um hver sé besti árgangur Breiðabliks – eða mögulega hvetja til enn frekari rifrildis milli flokka. Þetta er þó hið fullkomna tækifæri til að stilla saman strengi með gömlum félögum og endurvekja gamla takta. Einnig er þetta frábært tækifæri fyrir félagið til að sjá gamla félagsmenn og hvetja þá til að mæta á völlinn næsta sumar eða styðja við liðið með öðrum leiðum, snilldarframtak hjá skipuleggjundum mótsins.

Á Facebooksíðu viðburðarins segir:

Við hjá Blikar.is hvetjum alla Blika til að fjölmenna á mótið, ekkert er skemmtilegra en að endurnýja gömul kynni með því að sparka í tuðri og gera sér í kjölfarið glaðan dag. Sjáumst þann 9. desember í Fífunni!

Til baka