BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Gamlársboltinn 2023 stóð fyrir sínu!

07.01.2024 image

Að vanda stóðu Blikaklúbburinn, meistaraflokksráð kvenna og eldri flokkur Breiðabliks fyrir Gamlársboltamóti laugardaginn 31.12. í Fífunni. Rúmlega sextíu leikmenn mættu og var skipt upp í átta lið.

Stelpurnar spiluðu í sérriðli en þó lét ein stúlkan sig hafa að spila með strákunum. Það var bandaríski leikmaðurinn McLaughlyn og fékk hún afhenta Blikatreyju eftir mótið fyrir það hugrekki að þora að spila með og á móti þessum tuddum.  Landsliðsmennirnir Alfons Sampsted og Patrik Gunnarsson heiðruðu okkur með nærveru sinni og sýndu okkur áhugamönnum hvernig spila eigi knattspyrnu.

image

NIKE umboðið, Ný-þrif og Subway gáfu verðlaun og þökkum við þessum fyrirtækjum fyrir stuðninginn! Eftir mótið sýndi Marteinn Sigurgeirsson myndbrot um sögu Breiðablik en fáir hafa verið jafn duglegir að safna efni um sögu félagsins okkar. Hafi Marteinn miklar þakkir fyrir þessa elju. Það voru því þreyttir en glaðir Blikar sem héldu til síns heima eftir vel heppnað mót.

-AP

image

Til baka