BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Besta deild karla 2023. Úrslitakeppni. Breiðablik - Víkingur R.

22.09.2023 image

Breiðablik - Víkingur R

Eftir hefðbundið 22 leikja mót er komið að öðrum leik Blika í efri hluta úrslitakeppni Bestu deilar karla 2023 þegar Reykjavíkur Víkingar mæta á Kópavogsvöll á mánudaginn. Flautað verður til leiks kl.19:15!

Þetta er þriðja heimsókn Fossvogsliðsins til okkar á árinu. Liðin mættust á Kópavogsvelli í byrjun apríl í árlegum leik um Sigurðarbikarinn og nafnbótina Meistarar meistaranna í 5 marka leik:

Heimaleikurinn á Kópavogsvelli í 10. umferð Bestu deildarinnar var einnig markaleikur. Fjögur mörk skorðuð. Blikar skoruðu bæði mörkin í uppbótartíma. Gísli Eyjólfsson skoraði fyrra markið á 96. mín og Klæmint skoraði jöfnunarmarkiðm með bakfallsspyrnu á 97. mín eftir frábæran undirbúning Höskuldar. 

Miðasala á leikinn á mánudaginn er Stubbur app: Stubbur Búast má við að uppselt verði á leikinn. 

Leikurinn verður 51 innbyrðis viðureign liðanna í efstu deild. Jafnt er á öllum tölum til þessa.

Stöð 2 Sport sýnir leikinn fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Staðan í efri hluta Bestu deildarinnar fyrir leikinn. Víkingur eru komnir með 9+ fingur á skjöldinn góða sem Blikar fengu afhentan eftir lokaleikinn í fyrra. Sá leikur var heimaleikur okkar gegn Reykjavíkur Víkingum og vannst 1:0! Víkingum nægir jafntefli gegn okkar mönnum á mánudaginn til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn 2023. 

Uppfært í dag, sunnudag 24. sep: Með jafntefli KR - og Vals í dag er ljóst að tölfræðilegur möguleiki Vals á að ná Víkingum í stigafjölda er úr sögunni. 

image

Sagan & Tölfræði

Mótsleikir liðanna frá upphafi (fyrst 1957) eru 94 leikir. Deildaleikir eru 72: 50 leikir í A-deild og 22 leikir í B-deild. Bikarleikir eru 12. Leikir í Deildabikarnum eru 8. Í Meistarakeppninni eru leikirnir tveir. Víkingur vinnur 1:0 árið 2022. Blikar vinna 3:2 árið 2023. Heilt yfir skipta liðin sigrum nokkuð bróðurlega á milli sín: 36 Blikasigrar gegn 35 - jafnteflin eru 23.

Efsta deild:

Í 50 leikjum í efstu deild er staðan jöfn - 17 sigrar gegn 17 - jafnteflin eru 16.

Mörkin eru samtals 146 sem skiptast svona - Blikar hafa skorað 74 mörk gegn 72 mörkum Víkinga.

Síðustu 5 leikir liðanna í efstu deilda á Kópavogsvelli: (2020 fellur niður vegna Covid)

02.06 19:15
2023
Breiðablik
Víkingur
2:2
28
1
A-deild | 10. umferð
Kópavogsvöllur | #

INTERNET (28)

29.10 13:00
2022
Breiðablik
Víkingur
1:0
23
6
A-deild | Úrslitakeppni 5.umf
Kópavogsvöllur | #

INTERNET (23)

Meistarflokkur Breiðabliks 2023

image

Fremsta röð f.v.: Bjarni Sigurður Bergsson formaður meistaraflokksráðs, Viktor Karl Einarsson, Ágúst Eðvald Hlynsson, Kristinn Steindórsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson aðalþjálfari, Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði, Halldór Árnason aðstoðarþjálfari, Gísli Eyjólfsson, Oliver Sigurjónsson, Jason Daði Svanþórsson, Flosi Eiríksson formaður knattspyrnudeildar. 

Miðröð f.v.: Valdimar Valdimarsson markmannsþjálfari, Marinó Önundarson liðsstjórn, Dagur Örn Fjeldsted, Andri Rafn Yeoman, Davíð Ingvarsson, Brynjar Atli Bragason, Anton Ari Einarsson. Hilmar Þór Kjærnested Helgason, Eyþór Aron Whöhler, Alexander Helgi Sigurðarson, Atli Þór Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari, Alex Tristan Gunnþórsson liðsstjórn.

Aftasta röð f.v.: Aron Már Björnsson styrktarþjálfari, Eyjólfur Héðinsson afreksþjálfari, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Klæmint Andrason Olsen, Anton Logi Lúðvíksson, Damir Muminovic, Kristófer Ingi Kristinsson, Oliver Stefánsson, Viktor Örn Margeirsson, Ásgeir Helgi Orrason, Arnar Smári Arnarsson, Særún Jónsdóttir sjúkraþjálfari, Karl Daníel Magnússon deildarstjóri afreksstarfs knattspyrnudeildar.

Á mynd vantar: Stefán Inga Sigurðarson, Ágúst Orra Þorsteinsson, Alex Frey Elísson, Arnar Smára Arnarsson.

Myndataka & umsjón: Helgi Viðar Hilmarsson, Karl Daníel Magnússon.

Stuðningsmaðurinn

SpáBliki leiksins sleit öllum sínum takkaskóm í Breiðablik. Leiðin lá upp í gegnum alla yngriflokkana og beint á bekkinn í meistaraflokki.

„Valdi Flemming“ bjó á Kópavogsbrautinni og ólst nánast upp á Vallargerðisvelli undir handleiðslu ýmissa valinkunnra Blika. Valdi „gamli“ heitinn sá um uppeldið í þónokkur ár og margir aðrir, en það má auðvitað deila um árangurinn. Lífinu var lifað á Vallargerðisvelli. Ef ekki á æfingu, þá sjálfur að leika sér með boltann. Ef hann var ekki að því þá var hann í  afgreiðslu í sjoppunni á Vallargerðisvelli. Vallargerðið var hans annað heimili.

Það eru mörg minnistæð atvik frá annars lítlfjörlegum knattspyrnuferli þessa SpáBlika. T.d. fótbrotnaði hann í fyrsta leik á móti ÍA í Íslandsmótinu í 6. flokki um vorið og var síðan klár í síðasta leik, sem var líka á móti ÍA um haustið. Það var spilað mikið af fótbolta það sumar með gifsi á hægri fæti og varð SpáBlikinn meira eða minna jafnfættur fyrir vikið.

Annar minnistæður leikur var í 5. eða 4. flokki á móti Fram. Framarar voru í manneklu og fengu SpáBlikann lánaðann í seinni hálfleik. Staðan var 5-0 fyrir Breiðablik í hálfleik og SpáBlikinn hafði skorað 4 af þeim mörkum. Leikurinn fór 5-3 og SpáBlikinn skoraði 3 fyrir Fram hjá sínum góða félaga Eika Þorvarðar í Blikamarkinu.

 

Einhverjir titlar unnust í gegnum árin, þeirra á meðal 2. deildin árið 1993 og Íslandsmeistaratitill í 1. flokki 1988.

image

Íslandsmeistarar 1. flokks árið 1988. Aftrari röð f.v.: Konnráð Kristinsson liðsstjóri, Andrés Davíðsson, Kristján Atlason, Sigurður Víðisson, Björn Hilmarsson, Jón Birgir Gunnarsson, Jón Thoraresen. Fremri röð f.v.: Rögnvaldur Rögnvaldsson, Jón Magnússon, Örn Bjarnason, Þorvaldur Flemming Jensen, Vignir Baldursson.

Spáblikinn þvældist aðeins í Augnablik eitt sumar, á meðan það var meira grín en alvara. Hann náði líka að vera 1 ár í stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks árið 1992. Tók svo skóna fram aftur árið 1993 og endaði ferilinn á móti Tindastól í sínum fyrsta meistarflokksleik.

Eftir leikinn á móti Tindastóli lá leiðin til Danmerkur og spilaði SpáBlikinn knattspyrnu þar með valinkunnum snillingum einsog Bigga Teits, Gumma Gumm,  Willum Þór Þórssyni og mörgum fleiri.

Planið var að vera í Danmörku í 3 ár, en þau er nú orðin 30. The rest is history!

Þorvaldur Flemming Jensen - Hvernig fer leikurinn?

Það getur verið erfitt að spá! Og þá sérstaklega um framtíðina

Þetta eru náttúrulega tvö af bestu liðum landsins þannig að það er von á góðu. Víkingar hafa verið ógnarsterkir í sumar og eru nú nýkrýndir Íslandsmeistarar. Þannig að þeir mæta fullir sjáflstrausts og geta slept öllum hömlum.

Ég vona að við Blikar sýnum þroska og tökum vel á móti Víkingum, einsog hefð er fyrir. Annað væri skammarlegt.

Í sjálfum leiknum eigum við að taka á öllu sem við eigum. Það er svo skemmtilegt hvað það hefur myndast mikill „derby“ rígur á milli Breiðablis og Víkings. Það er meira undir en bara stigin þrjú, það er hellingur af taugum og tilfinningum. 

Víkingar hafa oft átt góð svör við leikstíl okkar Blika, en Óskar er örugglega með eitthvað í erminni og ég er viss um að leikmenn og stuðningsmenn Blika geri allt sem í þeirra valdi stendur til að halda Víkingum frá titlinum. Blikarnir eru frábærir. Þeir eru óstöðvandi í sínum besta gír. Við vinnum 4-3 með marki í uppbótartíma.

image

SpáBlikinn Þorvaldur Flemming Jensen að spila golf á Vale Do Lobo á Algarve ströndinni árið 2022. Myndin er frá 15. holu á Ocean Course, sem liggur meðfram sjónum, með ótrúlegu útsýni.

Dagskrá

Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli á mánudag kl.19:15! 

Miðasala á leikinn er á Stubbur app: Stubbur

Völlurinn opnar klukkutíma fyrir leik. Börger á grilli, rjúkandi kaffi, góðmeti í sjoppunni og Græna stofan opin. 

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

PÓÁ

Mörkin úr 2:2 jafnteflisleiknum fyrr í sumar.

Til baka