BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Anton Logi seldur til Noregs

04.01.2024 image

Mynd: Vefur FK Haugesund

Anton Logi Lúðvíksson seldur til FK Haugesund. Þessi ungi og efnilegi leikmaður heldur nú til Noregs og mun þar spila fyrir norska úrvalsdeildarliðið FK Haugesund sem Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfar. 

Anton Logi fór áður á láni til SPAL á Ítalíu en tekur nú stórt skref með þessum samning við FK Haugesund.

Anton Logi er uppalinn Bliki og hefur spilað 70 leiki með meistaraflokki fyrir Breiðablik og skorað í þeim 6 mörk en þar af eru 17 Evrópuleikir. Fyrsti meistarflokksleikurinn var í Fótbolta.net mótinu 2020. Fyrsta þátttaka Antons Loga í efstu deild var í leik með Breiðabliki gegn Fylki haustið 2020 þegar hann var 17 ára gamall. 

Árið 2021 spilar hann 14 leiki og skorar 1 mark sem lánsmaður hjá Aftureldinu.

Á 19 ára afmælisdaginn, 13. mars 2022, skrifaði Anton Logi undir 3 ár samaning við Breiðablik. 

Hann var valinn í A landslið karla sem spilar æfingaleiki við Gvatemala 13. janúar og Hondúras 17. janúar og fara báðir leikirnir fram í Fort Lauderdale í Florida. Anton Logi á einnig 24 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Um leið og við þökkum Antoni Loga fyrir allt sem hann hefur gert fyrir Breiðablik þá óskum við honum góðs gengis í nýjum og spennandi verkefnum.

PÓÁ

Til baka