BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu 2023/24: Breiðablik – Maccabi Tel Aviv

27.11.2023 image

Næsti Evrópuleikur okkar manna er á Kópavogsvelli.

Fimmti leikurinn í riðlakeppninni - Fimmtándi Evrópuleikurinn á keppnistímabilinu.

Fimmtíu Evrópuleikir í sögu meistaraflokka Breiðabliks frá upphafi:

image

Leiðin í riðlakeppnina 2023/24

Forkeppni & Undankeppni  - Meistaradeild

Í júní þegar dregið var í forkeppni Meistaradeildarinnar kom liðið Tre Penne frá San Marínó upp úr pottinum sem fyrsti andstæðingur Breiðabliks í forkeppni Meistaradeildarinnar. Forkeppnin fór fram á Kópavogsvelli dagana 27. & 30. júní 2023. Leikurinn við San Marínó liðið var í undanúrslitum. Breiðablik vann leikinn við San Marínó liðið 7:1 og spilaði því úrslitaleikinn gegn Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi. Blikar unnu leikinn gegn þeim 5:0 og tryggðu sér þar með sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik mætti svo írsku meisturunum Shamrock Rovers í 1.umf í undankeppninni og strákarnir gerðu sér lítið fyrir og slógu þá írsku út með 0:1 sigri í Dublin og 2:1 sigri á Kópavogsvelli. Blikar mættu dönsku meisturunum FC Copenhagen í 2. umfeð. FCK vann báða leikina: 0:2 á Kópavogsvelli og 6:3 á Paken í Kaupmannahöfn.

Undankeppni - Evrópudeild

Blikaliðið tók þátt í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar og mætti þar Zrinjski frá Mostar í Bosníu-Hersegóvínu. Fyrri leikurinn í Mostar lauk með stórsigri heimamanna 6:2. Seinni leikurinn var á Kópavogsvelli og lauk með 1:0 sigri okkar manna. Zrinjiski vann einvígið samanlagt 6:3 en Breiðabliksliðið komið í umspil um sæti í riðlakeppninni.

Umspil (play-offs) - Sambandsdeild

Blikamenn mættu FC Struga frá N. Makedóníu í tveimur umspilsleikjum um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu tímabilið 2023/24. Fyrri leikinn gegn Struga, sem leikinn var á Biljanini Izvori vellinum Í Ohrid í N. Makedóníu 24. ágúst, unnum við  0:1. Seinni leikurinn fór fram á Kópavogsvelli viku síðar. Sá leikur vannst einnig 1:0 og Breiðablik þar með búið að trygga sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu keppnistímabilið 2023/24 sem leikmenn fögnuðu vel og innilega með stuðningsmönnum í stúkunni: 

Saga Blika í Evrópukeppnum

image

Karlalið Breiðabliks lék sinn fyrsta Evrópuleik 15. júlí 2010. Síðan þá hafa Breiðabliksmenn tekið þátt í Evrópukeppnum í 9 ár af 13 mögulegum - þar af 5 síðustu ár í röð. Leikurinn við Maccabi Tel Aviv á fimmtudaginn verður 42. Evrópuleikur karlaliðs Breiðabliks frá upphafi. 

Þátttaka í Evrópumótum til þessa:

- Meistaradeild: 2023, 2011.

- Evrópudeild: 2023, 2020, 2019, 2016, 2013, 2010.

- Sambandsdeild: 2023, 2022, 2021.

Liðin sem Blikar hafa mætt í Evrópuleikjum:

2023 - KAA Gent, Zorya Luhansk, Maccabi Tel Aviv, FC Struga - Zrinjski Mostar, FC Copenhagen, Shamrock Rovers, Buducnost Podgorica, Tre Penne.

2022 - Istanbul Basaksehir, Buducnost Podgorica, UE Santa Coloma.

2021 - Aberdeen, Austria Wien, Racing Union.

2020 - Rosenborg.

2019 - Vaduz.

2016 - Jelgava.

2013 - Aktobe, Sturm Graz, FC Santa Coloma.

2011 - Rosenborg.

2010 - Motherwell.

Samtals 41 leikir í 15 löndum - 17 sigrar - 5 jafntefli - 19 töp.

Flestir leikir í Evrópukeppnum:

2023: Í gangiRiðlakeppni Sambandsdeildar UEFA. Sambandsdeild UEFA: Umspil. FC Struga. Evrópudeild UEFA. Undankeppni: 3 umf. Zrinjski Mostar. Meistaradeild UEFA. Undankeppni: 2.umf. F.C.Copenhagen. 1.umf. Shamrock Rovers. Forkeppni: undanúrslit - Tre Penne og úrslit - Buducnost Podgorica.

2022: Sambandsdeild UEFA. Undankeppni: 3.umf. Istanbul Basaksehir - 2.umf. Buducnost Podgorica - 1.umf. UE Santa Coloma.

2021: Sambandsdeild UEFA. Undankeppni: 3.umf. Aberdeen FC - 2.umf. Austria Wien - 1.umf. Racing Uion.

2013: Evrópudeild UEFA. Undankeppni: 3.umf. FC Aktobe - 2.umf. Sturm Graz - 1.umf. FC Santa Coloma.

Um andstæðinginn

image

Stofnað árið 1906 sem HaRishon Le Zion-Yafo, Maccabi Tel Aviv er elsta og stærsta knattspyrnufélag Ísraels. Með stofnun Tel Aviv borgar árið 1909 breytti klúbburinn nafni sínu í Maccabi Tel Aviv. Árið 1922 urðu þeir fyrsta knattspyrnufélag gyðinga til að taka þátt í knattspyrnumótum. Merking nafnsins Maccabi - "Hver er eins og þú meðal guðanna" - er óaðskiljanlegur hluti af karakter liðsins, sem tók Davíðsstjörnuna sem merki sitt sem tákn gyðinga.

Nafn klúbbsins og gildi þess tekur mið af sögu Ísraels. Klúbburinn er nefndur eftir Maccabis, fornum uppreisnarher gyðinga, sem varð tákn um tilvistarbaráttu gyðinga í meira en 2000 ár. Maccabi andinn byggir á gildum um ágæti, tryggð og vilja til að ná árangri.

Maccabi Tel Aviv hefur unnið fleiri titla en nokkurt annað ísraelskt félag, unnið 24 deildarmeistaratitla (18 eftir sjálfstæði Ísraels), 24 bikarmeistaratitla (18 eftir sjálfstæði Ísraels), tvo asíska félagsbikara og sjö Toto bikara.

Maccabi Tel Aviv fjárfestir mikið í þróun og ræktun ungs knattspyrnufólks. Unglingadeild félagsins starfrækir fótboltaakademíur á þremur stöðum á Tel Aviv svæðinu og vinnur með yfir 750 börnum á aldrinum 5-17 ára. Þá rekur félagið 19 unglingalið með 400 leikmönnum á aldrinum 8 til 19 ára. Þessi lið spila bæði á Tel Aviv svæðinu og á landsvísu.

Árangur í Evrópukeppnum

Maccabi Tel Aviv er eitt af þremur ísraelskum félögum sem hefur tekið þátt í riðlakeppni Meistaradeildar UEFA. Fyrst keppnistímabilið 2004/05 og aftur tímabilið 2015/16. Fimm sinnum hefur Maccabi tekið þátt í Evrópudeildinni og komist í umspil og tvisvar komist í 32-liða úrslit. Félagið setti sögulegt met með því að skora fyrsta mark í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar 2021/22:

- Meistaradeild: Riðlakeppni 2004/05 og 2015/16

- Evrópudeild: 32-liða 2013/14 og 2020/21. Riðlakeppni 2011/12, 2016/17 og 2017/18.

- Sambandsdeild: Umspil 2021/22. 

Breiðablikshópurinn

image

Breytingar á þjálfarteymi í október 2023

Stjórn Knattspyrnudeildar Breiðabliks tilkynnti eftir síðasta leik Bestu deildar karla 2023 að Óskar Þorvaldsson hefði látið af störfum sem þjálfari liðsins og Halldór Árnason verið ráðinn í hans stað. Óskar Hrafn Þorvaldsson var aðalþjálfari liðsins fram yfir lokaleik Bestu deildarinnar 2023. Halldór Árnason var aðstoðarþjálfari liðsins, en tók við sem aðalþjálfri af Óskari. Eyjólfur Héðinsson var afreksþjálfari og þátttakandi í þjálfarateymi meistaraflokks þar sem hann hélt utan um aðlögun yngri leikmanna inn í meistaraflokks- hópinn. Eyjólfur var svo ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins

Valdimar Valdimarsson er markmannsþjálfari liðsins. Aron Már Björnsson er styrktarþjálfari liðsins. Í sjúkraþjálfarateyminu eru þær Særún Jónsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Marinó Önundarson og Alex Tristan Gunnþórsson eru liðsstjórar.

image

Breiðablikshópurinn fagnar sæti sínu í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu 2023/24

Dagskrá

Breiðablik og Maccabi Tel Aviv mætast á Kópavogsvelli í riðlakeppi Sambandsdeildar Evrópu 2023/24. Flautað verður til leiks fimmtudaginn 30. nóvember kl.13:00!

Miðasala á leikinn hér: Breiðablik – Maccabi Tel Aviv 

Dómarar eru frá Bosníu og Hersegóvinu. Aðaldómari er Luka Bilbija. Aðstoðardómarar eru: Damir Lazić og Amer Macić. Fjórði dómari er Antoni Bandić. VAR herbergið er mannað þeim Fran Jović og Ante Culjak frá Króatíu.

Bein textalýsing UEFA hér. 

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

PÓÁ

image

Til baka