BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

21.10.2019

Hákon Gunnarsson GullBliki

Það er Blikum sannur heiður að fá að veita Hákoni gullmerki Breiðabliks fyrir óþreytandi starf í þágu félagsins.


12.10.2019

Tölfræði og yfirlit 2019 - samantekt

Blikar mættu ferskir til leiks 2019 eftir gott tímabil í fyrra. Liðið endaði í öðru sæti í deildarinnar annað árið í röð og komst í undanúrslit í Mjólkurbikarkeppni KSÍ en tapaði fyrir spræku liði Víkings. FC Vaduz frá Liechtenstein var andstæðingur í Evrópudeild UEFA. Liðin gerðu 0:0 jafntefli á Kópavogsvelli. Blikar töpuðu svo 2:1 fyrir Vaduz á þeirra heimavelli, Rheinpark Stadion í Liechtenstein.


11.10.2019

Ólafur Íshólm kveður Breiðablik.

Markvörðurinn knái Ólafur Íshólm hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningum sínum og yfirgefa herbúðir Blika. Ólafur kom til okkar frá Fylki árið 2017 og hefur leikið 5 leiki með meistaraflokknum


08.10.2019

Halldór aðstoðarmaður Óskars Hrafns

Halldór Árnason hefur skrifað undir samning sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Blikum. Halldór hefur verið aðstoðarþjálfari Óskars Hrafn Þorvaldssonar hjá Gróttu undanfarin tvö ár.


05.10.2019

Óskar Hrafn Þorvaldsson ráðinn þjálfari meistaraflokks karla

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur ráðið Óskar Hrafn Þorvaldsson sem þjálfara meistaraflokks karla til næstu fjögurra ára.


29.09.2019

Kristian yngstur stráka til að spila efstu deildar leik fyrir Breiðablik

Blikinn Kristian Nökkvi Hlynsson setti félagsmet í gær þegar hann kom inn á í efstu deildar leik gegn KR á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild karla.


28.09.2019

Umfjöllun: Bráðadoði í Smáranum

Okkar menn byrjuðu af nokkrum krafti, þó að maður saknaði þess að þeir fylgdu eftir endasprettinum í Stjörnu-leiknum á dögunum þar sem hrein unun var að fylgjast með hröðu spilinu. Það var eins og vantaði aðeins upp á kraftinn. KR-ingar voru heldur ekkert að æsa sig. Ég hef punktað hjá mér ýmislegt um fínt spil, næstum-því-færi af og til en það skapaðist svo sem engin sérstök hætta. Manni fannst samt eins og Blikar væru með full tök á leiknum.


26.09.2019

Pepsi MAX deild karla 2019:  Breiðablik - KR laugardag 28. september kl. 14:00

Það er auðvitað markmiðið að fara í síðasta leikinn á heimavelli og leggja nýkrýnda Íslandsmeistara KR að velli. Það myndi lina sársaukann yfir þessu súrsæta silfri sem Blikaliðið gulltryggði sér í Eyjum um síðustu helgi. Sigur myndi fleyta okkar mönnum í 41 stig sem er fínn stigaárangur.


26.09.2019

Umfjöllun: Blikar Bikarmeistararar

Strákarnir í 2. flokki karla gerðu sér lítið fyrir í gær og urðu Bikarmeistarar í sínum flokki. Liðið lagði Íslandsmeistara Skagamanna 3:4 í frábærum knattspyrnuleik í Akraneshöllinni.


26.09.2019

Gummi Bö kveður Blika

Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Böðvar Guðjónsson hefur ákveðið að söðla um og hætta í herbúðum okkar Blika.


23.09.2019

Fréttatilkynning frá Knattspyrnudeild Breiðabliks 23. september 2019

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi milli Ágústar Gylfasonar og knattspyrnudeildar Breiðabliks.


22.09.2019

Umfjöllun: Súrsætt silfur í hús í Eyjum

Það þarf í sjálfu sér ekki að eyða mörgum orðum í leikinn. Kári í jötunmóð var í aðalhlutverki og ekki er hægt að ætlast til að leikmenn geti spilað alvöru knattspyrnu við þær aðstæður. Höskuldur gerði reyndar fínt mark eftir frábæran undirbúning Thomasar Mikkelsen.


19.09.2019

Pepsi MAX deildin 2019: ÍBV - Breiðablik á Hásteinsvelli sunnudag kl.14:00

Staða liðanna í deildinni fyrir leikinn er mjög ólík. Eyjaliðið er í neðsta sæti deildarinnar með 9 stig og fallið úr Pepsi MAX deildinni. Breiðabliksliðið er í 2. sæti deildarinnar með 37 stig. Sigur okkar manna gegn ÍBV á sunnudaginn svo gott sem tryggir Breiðabliki 2. sætið annað árið í röð.


18.09.2019

Andri Rafn til náms á Ítalíu

Andri Rafn Yeoman mun í vetur stunda nám í Róm á Ítalíu og mun því missa af tveimur síðustu leikjum Breiðabliks í Pepsi Max deildinni.


17.09.2019

Umfjöllun: Sanngirni og knattspyrna er sitt hvað

Tilfinningin eftir leik var nokkuð sérstök. Breiðablik lék afar vel lengst af í þessum leik og sigur hefði verið sanngjarn. En fótboltinn er undarleg íþrótt – og það fer ekki alltaf saman hvað er réttlátt og hvað ekki. afnteflið í kvöld tryggði okkur Evrópusæti að ári en við þurfum a.m.k. 3 stig til að enda í 2. sæti deildarinnar sem hlýtur að vera markmið okkar úr því sem komið er.


14.09.2019

Pepsi MAX deild karla 2019: Breiðablik - Stjarnan á Kópavogsvelli mánudagskvöld kl.19:15

Nágrannaslagur Breiðabliks og Stjörnunnar er uppskrift að frábærri skemmtun, enda stórleikur tveggja góðra liða þar sem Evrópusæti á næsta ári er í boði, en hagstæð úrslit á mánudagskvöld og Blikar tryggja sér rétt til þátttöku í Evrópudeild UEFA 2020.


13.09.2019

Kristian Nökkvi Hlynsson skrifar undir samning við Breiðablik

Kristian Nökkvi Hlynsson hefur skrifað undir samning við Breiðablik. Kristian hefur reglulega verið á æfingum með meistaraflokki Breiðabliks síðan um mitt sumar.


12.09.2019

Atli Eðvaldsson – Kveðja frá Blikum

Við Blikar minnumst Atla Eðvaldssonar knattspyrnumanns og þjálfara sem jarðsunginn verður í dag.


08.09.2019

Anton Logi Lúðvíksson skrifar undir samning

Miðjumaðurinn efnilegi Anton Logi Lúðvíksson hefur skrifað undir samning við Breiðablik. Anton sem er fæddur árið 2003 er á eldra ári 3.flokks hefur þegar verið boðaður á æfingar hjá meistaraflokki karla.


02.09.2019

Umfjöllun: Árbæjardraugurinn er lífsseigur

Það var ekki fyrir taugaveiklaða né hjartveika að fylgjast með lokamínútum leiks Blika og Fylkis í Pepsi MAX deild karla í gær. Eftir að okkar drengir höfðu yfirspilað Árbæjarliðið nánast allan leikinn og komist í 4:0 hikstaði Blikavélin heldur betur.


28.08.2019

Pepsi MAX deild karla 2019: Breiðablik - Fylkir sunnudagskvöld kl.19:15

Framundan er hörku leikur á sunnudaginn þar sem mikið er undir og bæði lið munu láta sverfa til stáls. Það er að losna um takið sem Fylkir hefur haft á okkar mönnum á Kópavogsvelli í gegnum tíðina. Sigur okkar manna á Fylki á Kópavogsvelli í fyrra var kærkominn eftir 5 mögur ár í stigaöflun gegn Árbæjarliðinu á Kópavogsvelli.


26.08.2019

Umfjöllun: Blikar í Götu

Okkar menn byrjuðu af miklum krafti. Elfar var nánast eins og framliggjandi miðjumaður, Guðjón Pétur tók aukaspyrnu hratt á miðjum velli, stakk inn á Höskuld sem hitti boltann illa og allt að gerast hjá Blikum.


22.08.2019

Pepsi MAX deild karla 2019: FH - Breiðablik frestað til mánudags kl.18:00!

Blikar heimsækja svart/hvíta FH-inga á Kaplakrikavöll kl.18:00 á mánudaginn í leik sem verður að teljast stórleikur umferðarinnar enda um að ræða innbyrðis leik liðanna sem eru í 2. og 3. sæti deildarinnar eftir 17 umferðir.


21.08.2019

Anton Ari til liðs við Breiðablik

Við bjóðum Anton Ara hjartanlega velkominn í Kópavoginn um leið og við óskum honum góðs gengis í baráttunni það sem eftir er af núverandi timabili með Hlíðarendafélaginu.


20.08.2019

Umfjöllun: Farsakennt jafntefli gegn Valsmönnum

Blikar fengu Valsmenn í heimsókn í 17. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Bæði lið töpuðu síðasta leik. Blikar enn að jafna sig eftir vonbrigðin í Víkinni, og Valsmenn sömuleiðis fúlir eftir tap gegn FH í skrautlegum leik. Veður var eins og svo oft í sumar hið besta, hæg breytileg átt og síðan suðaustan kaldi en heiðskírt og hiti um 15 gráður sem telst þokkalega hlýtt á ágústkvöldi.


20.08.2019

Úrslit á Breiðablik Open 2019

Fjórtánda golfmót knattspyrnudeildar, Breiðablik Open, fór fram á Selsvelli við Flúðir föstudaginn 9. ágúst s.l. Uppselt var í mótið að þessu sinni og komust færri að en vildu.


16.08.2019

Pepsi MAX deildin 2019: Breiðablik - Valur mánuagskvöld kl.19:15

Sautjánda umferð Pepsi MAX deildar karla verður leikin á sunnudag og mánudag. Við Blikar fáum Íslandsmeistarar Vals í heimsókn á Kópavogsvöll á mánudagskvöld. Flautað verður til leiks kl.19:15 á flóðlýstum Kópavogsvelli.


16.08.2019

Umfjöllun: Vonbrigði í Víkinni 2019 – Seinni hluti

Það er ekki hægt að biðja um betri aðstæður til að leika knattspyrnu en þegar Víkingur tók á móti Breiðablik í undanúrslitum Mjólkurbikarkeppninnar 2019 fimmtudagskvöldið 15. ágúst. Nánast blankalogn og hitastigið 13 gráður.


13.08.2019

Mjólkurbikarinn 2019 undanúrslit ! Víkingur R. - Breiðablik fimmtudag kl.19:15!

Þá er komið að einum mikilvægasta leik sumarsins. Undanúrslitaleiknum gegn Víkingum í Mjólkurbikarkeppni KSÍ 2019. Stutt er á milli heimsókna Blikamanna í Víkina þetta árið. Það eru ekki nema 2 vikur rúmar síðan við spiluðum við Reykjavíkur Víkinga í Pepsi Max deildinni.


12.08.2019

Umfjöllun: Sætur sigur á Skaganum

Blikar unnu mjög góðan 1:2 sigur á Skagamönnum á Akranesvelli í gær. Okkar drengir lögðu grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik. Heimamenn sóttu nokkuð hart að okkur í síðari hálfleik án þess þó að skapa sér verulega hættuleg færi. Þrjú stig í Kópavoginn og enn möguleiki að berjast um Íslandsmeistaratitilinn.


09.08.2019

Pepsi MAX deild karla 2019: ÍA – Breiðablik sunnudag kl.16:00!

Sextánda umferð Pepsi MAX deildar karla hefst á sunnudaginn með 5 leikjum og lýkur á mánudagskvöld. Blikamenn heimsækja Skagamenn á sunnudaginn. Leikið verður á Norðurálsvelli og hefst leikurinn kl.16:00!


09.08.2019

Bologna gengur frá kaupum á Andra Fannari

Miðjumaðurinn ungi og efnilegi Andri Fannar fór á láni til Bologna í janúar á þessu ári. Á meðan lánstímanum stóð átti Bologna forkaupsrétt á leikmanninum. Andri Fannar stóð sig afar vel á lánstímanum og hefur ítalska félagið nú fest kaup á leikmanninum.


08.08.2019

Umfjöllun: Lásar og berserkir

Yfirburðir Blika voru algjörir á öllum sviðum í kvöld og var hvergi veikan hlekk að finna. Sérstaklega var gaman að sjá Alfons aftur í Blikabúningnum. Þá var ekki síður gleðilegt að fylgjast með framgöngu Davíðs í vinstri bakverðinum, að ógleymdum danska stormsenternum.


05.08.2019

Pepsi MAX deild karla 2019: Breiðablik – KA miðvikudag kl.18:00!

Strákarnir okkar fá mjög verðugt verkefni á miðvikudaginn þegar KA-menn koma í heimsókn í Kópavoginn. Leikurinn hefst kl.18:00!


01.08.2019

Kolbeinn samdi til 3 ára

Eins og blikar.is var búið að segja frá var knattspyrnudeild Breiðabliks búin að samþykkja tilboð Belganna í þennan unga og efnilega miðjumann.


31.07.2019

Davíð skrifar undir 3 ára samning við Blika

Bakvörðurinn ungi og efnilegi Davíð Ingvarsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Davíð sem er tvítugur hefur leikið 22 mótsleiki fyrir Blikaliðið.


30.07.2019

Alfons Sampsted til Blika

Breiðablik og Norrköping hafa náð samkomulag um að Alfons Sampsted komi á lán til Breiðabliks og spili í Pepsi Max deildinni út tímabilið. Að láni loknu mun Alfons aftur fara til Norrköping þar sem hann er samningsbundin út árið 2020.


30.07.2019

Umfjöllun: Vonbrigði í Víkinni

Blikar urðu að lúta í gras 3:2 gegn Víkingum í Víkinni í Pepsi Max deild karla í gærkvöldi. Úrslitin eru mikil vonbrigði fyrir okkur því Blikaliðið stjórnaði leiknum og var með boltann mun meira en heimaliðið. En það eru mörkin sem telja í leiknum og einbeitingarleysi og einstaklingsmistök urðu þess valdandi að við fórum tómhentir heim.


29.07.2019

Kolbeinn líklega til Belgíu

Viðræður hafa staðið yfir í töluverðan tíma á milli belgíska 1. deildarliðsins Lommel og Breiðabliks um kaup fyrrnefnda liðsina á miðjumanninum öfluga Kolbeini Þórðarsyni.


27.07.2019

Pepsi MAX deildin 2019: Víkingur R. - Breiðablik mánudagskvöld kl.19:15!

Fjórtánda umferð Pepsi MAX deildar karla verður leikinn á sunnudag og mánudag. Verkefni okkar manna er að sækja 3 stig í Víkina á mánudagskvöld. Punktur! Flautað verður til leiks í Víkinni kl.19:15!


26.07.2019

Golfmót knattspyrnudeildar Breiðabliks 2019

Fjórtánda opna golfmót knattspyrnudeildar Breiðabliks verður haldið föstudaginn 9. ágúst n.k. og hefst kl.13:00. Mótið fer að venju fram á golfvellinum að Efra Seli við Flúðir. **** Uppselt er í mótið ****


22.07.2019

Umfjöllun: Núll - núll gegn Grindavík

Eins og deildin er að spilast erum við kannski stálheppnir að vera enn í öðru sæti og enn með möguleika á Íslandsmeistaratitlinum og að sjálfsögðu Bikarnum líka.


19.07.2019

Pepsi MAX deildin 2019: Breiðablik – Grindavík á Kópavogsvelli mánudag 22. júlí kl.19:15!

Fyrsti leikur strákanna í Pepsi MAX eftir Evrópuleikina við FC Vaduz er á Kópavogsvelli á mánudaginn kl.19:15 þegar Tufa og hans menn í Grindavík koma í heimsókn á Kópavogsvöll. Staða liðanna í Pepsi MAX deildinni er þannig ...


19.07.2019

Umfjöllun: Evrópudraumurinn úti….

Leikurinn í Lichtenstein fór á margan hátt svipað af stað og leikurinn í Kópavogi. Bæði lið spiluðu sterkan varnarleik og vörðust með mörgum mönnum. Þó var aðeins meiri sóknarþungi í leik Blikaliðsins en samt var Thomas oft einmana upp á toppinum.


15.07.2019

Evrópudeild UEFA 2019: Vaduz – Breiðablik fimmtudag 18. júlí kl.17.00!

Þetta er seinni leikur liðanna. Fyrri leikurinn fór fram á Kópavogsvelli á fimmtudaginn var. KIG, tíðindamaður blikar.is á leiknum, komst svona að orði í umfjöllun um leikinn ....


14.07.2019

“Enginn útundan”

Það var mikið um að vera á félagssvæði okkar Blika um helgina. Þá fór fram Símamótið í knattspyrnu en þarna er framtíð íslenskrar kvennaknattspyrnu saman komin. Þarna etja kappi ungar knattspyrnukonur í 5., 6. og 7. flokki hvaðanæva að af landinu og skemmta sér saman.


14.07.2019

Gunnleifur með nýjan samning!

Gunnleifur Gunnleifsson markvörður hélt upp á 44 ára afmæli sitt í dag á hefðubundinn hátt með því að skrifa undir nýjan árssamning við knattspyrnudeild Breiðabliks!


12.07.2019

Umfjöllun: Ennþá séns í Evrópu!

Ég viðurkenni fúslega að það hefði verið þakklátt að fá seinni leikinn á okkar heimavelli, þessi 2 leikja einvígi gera það að verkum að fyrri leikurinn verður stundum spes. Bæði lið gefa lítil færi á sér og verið að passa upp á að gera ekki mistök. Þessi leikur einkenndist af því.


11.07.2019

Evrópudeild UEFA 2019: Breiðablik – Vaduz fimmtudag 11. júlí kl.20.00!

Næsti andstæðingur okkar Blika á Kópavogsvelli er Vaduz frá Liechtenstein í Evrópudeild UEFA á fimmtudaginn kl. 20:00! Vaduz leikur í svissnesku B deildinni sem er firnasterk.


11.07.2019

Hlynur Örn til Fram

Markvörðurinn Hlynur Örn Hlöðversson hefur gengið til liðs við Fram í Inkasso-deildinni. Hlynur þekkir til hjá félaginu en hann lék með Safamýrarliðinu sumarið 2017.


08.07.2019

Umfjöllun: Slys á Kópavogsvelli

Það voru stórkostlegar aðstæður til að leika knattspyrnu í Kópavogsslagnum í Pepsi-Max deildinni sunnudagskvöldið 8. maí þegar við Blikar tókum á móti HK í síðari leik liðanna í Íslandsmótinu. Það var miklu tjaldað til enda eru þessi félög flaggskip íþrótta í Kópavogsbæ. Breiðablik hefur 1.600 iðkendur innan sinna vébanda í knattspyrnu (fjölmennastir félaga í KSÍ) og HK er með 1.100.


08.07.2019

Aron til Ungverjalands

Aron Bjarnason hefur skrifað undir samning við ungverska úrvalsdeildarliðið Újpest. Újpest hafnaði í fimmta sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.


07.07.2019

Pepsi MAX deildin 2019: Breiðablik – HK á Kópavogsvelli sunnudag kl.19:15!

Blikar þurfa að taka öll 3 stigin á sunnudaginn annars er hætta á því að KR auki forskot sitt á toppnum. HK á möguleka á að lyfta sér úr fallsæti með sigri á okkar mönnum.


07.07.2019

Ólafur Íshólm kallaður heim!

Breiðablik hefur kallað markvörðinn Ólaf Íshólm heim úr láni frá 1. deildarliði Fram. Mikið leikjaálag er á Blikaliðinu næstu vikurnar og því mikilvægt að hafa þessa stöðu vel mannaða.


04.07.2019

Óskar í Gróttu

Miðjumaðurinn snjalli Óskar Jónsson hefur fengið félagsskipti í 1. deildarlið Gróttu. Óskar sem er 22 ára gamall, á að baki 18 leiki með meistaraflokki Breiðabliks.


03.07.2019

Aron Bjarnason til Ungverjalands

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur samþykkt tilboð ungverska úrvalsdeildarfélagsins Újpest í Aron Bjarnason.


02.07.2019

Umfjöllun: Taktískt tap í Vesturbænum

Blikar fóru ekki frægðarför á KR völlinn í gær í toppslag deildarinnar í PepsíMax deildinni. Niðurstaðan var 2:0 tap og voru það líklegast sanngjörn úrslit. Mörk heimapilta voru reyndar af ódýrari gerðinni en við áttum samt ekkert skilið úr þessum leik í gær.


30.06.2019

Pepsi MAX karla 2019:  KR - Breiðablik mánudag 1. júlí kl. 19:15!

Þetta verður hörkuleikur tveggja vel mannaðra og jafnra liða. Ef sagan endurtekur sig, mun leiknum ljúka með 1:1 jafntefli. Allir 6 leikir liðanna í Frostaskjólinu frá 2012 hafa endað með 1:1 jafntefli nema árið 2015 þegar liðin gerðu 0:0 jafntefli. Blikar hafa ekki tapað deildarleik á KR-vellinum síðan 2011 eða í 8 ár.


30.06.2019

Kwame Quee á lán til Víkings R.

Breiðablik hefur lánað Kwame Quee til Víkings út keppnistímabilið. Kwame lék mikið á undirbúningstímabilinu og sýndi oft á tíðum frábær tilþrif.


28.06.2019

Bikarsigur í baráttuleik

Í framlengingu kláruðum við leikinn með tveimur góðum mörkum frá Höskuldi Gunnlaugssyni. Nokkrir Árbæingar hafa vælt um um að fyrra markið hafi verið ólöglegt en svona er fótboltinn. Höskuldur gerði vel og kláraði færið á frábæran hátt. Á sama hátt slúttaði hann vel í síðara markinu eftir að Thomas hafði fíflað vörn og Aron Snæ markvörð Árbæinga.


26.06.2019

Mjólkurbikarinn 8-liða úrslit 2019: Breiðablik - Fylkir á Kópavogsvelli á fimmtudag kl.19:15

Breiðabliksliðið mætir liði Fylkismanna í annað sinn á tveimur vikum. Blikum er í fersku minni 4:3tapleikurinn gegn þeim í 8.umferð Pepsi MAX í Árbænum föstudagskvöldið 14. júní. Blikar þurfa að kvitta fyrir það með sigri á fimmtudaginn og tryggja þannig að Breiðablik verði í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit Mjólkurbikarsins 2019.


26.06.2019

Gísli Eyjólfsson til Breiðabliks!

Miðjumaðurinn snjalli Gísli Eyjólfsson mun snúa aftur til Breiðabliks eftir rúmlega hálfs árs dvöl á láni hjá sænska 1. deildarliðinu Mjallby.


23.06.2019

Kaflaskipt gegn ÍBV

Síðari hálfleikur hófst á keimlíkum nótum og sá fyrri. Eyjamenn komu á fljúgandi ferð og settu okkar menn strax undir pressu og hún hélt í nokkrar mínútur eða allt þar til Davíð Ingvarsson tók til sinna ráða og réðist á þá nánast einn síns liðs.


20.06.2019

Pepsi MAX deildin 2019: Breiðablik – ÍBV á Kópavogsvelli laugardag kl.14:00

Áfram rúllar Pepsi MAX boltinn. Það er þétt leikið þessa dagana. Eftir mjög góða og árangursríka ferð í Garðabæinn á þriðjudagskvöld fáum við Blikar Eyjamenn í heimsókn í Kópavoginn á laugardaginn. Flautað verður til leiks kl.14:00!


19.06.2019

Umfjöllun: Frábær sigur í Garðabænum og toppsætið aftur til Breiðabliks

Það var allt annað að sjá til liðsins í kvöld heldur en gegn Fylki á föstudaginn. Gulli var öryggið uppmálað í markinu og vörnin traust. Kolbeinn og Guðjón náðu miklum tökum á miðjunni í síðari hálfleik og allir börðust vel.


16.06.2019

Pepsi MAX deildin 2019: Stjarnan – Breiðablik í Garðabæ þriðjudagskvöld kl.19:15

Nágrannaslagur Stjörnunnar og Breiðabliks er uppskrift að frábærri skemmtun, enda stórleikur tveggja góðra liða þar sem toppsætið er í boði fyrir okkar menn. Stjörnumenn eru fyrir umferðina í 7. sæti en geta með sigri fært sig upp í 4. sæti.


15.06.2019

Skellur í Árbænum

Viðvörunarbjöllurnar glumdu í Árbænum frá fyrstu mínútu og eftir að heimamenn höfðu skallað í stöngina og síðan hirt frákastið fyrir opnu marki og brennt af hugsaði maður sem svo að þetta yrði sennilega bara í lagi. Lið sem ekki nýta svona tapa yfirleitt leikjunum. En annað kom á daginn.


12.06.2019

Pepsi MAX deildin 2019: Fylkir – Breiðablik í Árbænum föstudagskvöld kl.19:15

Eftir 12 daga árangursríkt landsleikjahlé rúllar Pepsi MAX deild karla áfram um helgina. Áttunda umferð deildarinnar fer fram á föstudag og laugardag. Topplið Breiðabliks heimsækir Fylkismenn í Árbæinn á föstudagskvöld. Flautað verður til leiks kl.19:15.


06.06.2019

Blikar selja Hendrickx til Belgíu

Breiðablik hefur samþykkt tilboð frá belgíska 1.deildarliðinu Lommel í bakvörðinn okkar Jonathan Hendrickx. Johnathan mun yfirgefa Breiðablik í félagaskiptaglugganum í júlí.


03.06.2019

Umfjöllun: Veisla!

Það tók á móti manni bongó blíða og brosandi Blikar þegar gengið var inn á Kópavogsvöllinn, það er búið að vera bjart yfir alla vikuna og óvenju sólríkt. Úrslitin hafa líka fallið með Blikum sem náðu að sigra Íslandsmeistara Vals með frábærum fótbolta og kláruðu svo erkifjendurna i HK sannfærandi í bikarkeppninni.


31.05.2019

Pepsi MAX deildin 2019: Breiðablik – FH á Kópavogsvelli á sunnudaginn kl.17:00!

Innbyrðis viðureignir liðanna í efstu deild eru 48. Jafnt er á öllum tölum. Bæði liða hafa unnið í 19 skipi og 10 sinnum skilja liðin jöfn. Blikar hafa skorað 71 mark gegn 70 mörkum Fimleikafélagsins.


31.05.2019

Dýr í greip

Blikar höfðu allan leikinn verið eins og þessi maður sem heldur dýrinu í greip sinni, þótt markmiðið hafi kannski ekki verið að kyrkja gestina í eiginlegum skilningi. En því verður ekki á móti mælt að okkar menn voru með tögl og hagldir allan leikinn og þeir þreyttust ekki að halda takinu á gestinum.


28.05.2019

Mjólkurbikarinn16-liða úrslit 2019: Breiðablik – HK á fimmtudaginn á Kópavogsvelli kl. 19:15

Annar í Kópavogsslagnum mikla er á fimmtudaginn á Kópavogsvelli þegar við Blikar tökum á móti frændum okkar úr efri byggðum Kópavogs í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 2019. Þetta verður ,,derby“ slagur af bestu gerð eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Það má búast við hörkuleik.


27.05.2019

Valsmönnum skellt

Blikar léku nú sinn besta leik í sumar og voru grimmir og beittir. Það hefði ekki gert til þó mörkin hefðu verið fleiri og komið fyrr, en menn gáfust ekki upp þó mörkin létu á sér standa, heldur héldu áfram og pressuðu Valsarana um allan völl, meira og minna allan leikinn.


23.05.2019

Pepsi MAX deildin 2019: Valur – Breiðablik á Origo vellinum. Sunnudagskvöld kl.19:15

Það er mikið undir í þessum leik milli Vals og Blika. Ljóst er að framundan er afar spennandi leikur þar sem mikið er undir og bæði liðin munu láta sverfa til stáls. Það er rík ástæða fyrir okkur Blika að fjölmenna á Origo völlinn og hvetja okkar menn til sigurs.


20.05.2019

Lögmál Murphys á Kópavogsvelli

Sjaldan hef ég upplifað þetta alræmda lögmál jafn hræðilega og þetta vorkvöld á Kópavogsvellinum. Á 3. mínútu uppbótartíma fá Skagamenn sína 6. hornspyrnu (Blikar fengu líka 6 slíkar í leiknum). Boltinn er skallaður frá - en þeir eiga skot á markið sem fer í varnarmanninn Einar Loga Einarsson og boltinn lekur framhjá Gunnleifi í hornið fjær.


17.05.2019

Pepsi MAX 2019: Breiðablik – ÍA á Kópavogsvelli á sunnudagskvöld kl.19:15

Fimmta umferð Pepsi MAX-deildar karla 2019 verður leikin á sunnudag og mánudag. Toppslagur umferðarinnar verður á sunnudagskvöld þegar Blikar fá lið Skagamanna í heimsókn á Kópavogsvöll. Leikurinn er jafnframt vígsluleikur nýja gervigrassins á Kópavogsvelli.


16.05.2019

Ari fróði ekki á Akureyri

Höfuðstaður Norðurlands tók vel á móti Blikum miðvikudaginn 15. maí. Sól skein í heiði, það var 16 stiga hiti, logn eins og það gerist ljúfast, vor í lofti, jafnvel sumar, grasið fagurblikagrænt á Greifavellinum og hugur í mönnum eftir frækinn sigur á frísku liði Víkings í síðasta leik.


12.05.2019

Pepsi MAX deildin 2019: KA - Breiðablik á Akureyri á miðvikudag kl.19:15

Blikaliðið fær mjög verðugt verkefni þegar við mætum sprækum KA-mönnum á Geifavellinum á Akureyri klukkan 19:15 á miðvikudaginn.


11.05.2019

Góður sigur á Víkingum

Leikurinn hófst á slaginu 20:00 á þessu föstudagskvöldi. Maður lifandi að fá að mæta á knattspyrnuleik á föstudagskvöldi er eitthvað sem maður gæti vanist.


10.05.2019

Pepsi MAX deildin 2019: Breiðablik – Víkingur R. í Árbænum á föstudagskvöld kl.20:00

Blikar skella sér upp í Árbæ á föstudagskvöld til að spila við Reykjavíkur Víkinga á heimavelli Fylkismanna í Pepsi MAX-deildinni 2019.


10.05.2019

Skúli í Aftureldingu

Varnarmaðurinn stóri og stæðilegi Skúli Kristjánsson Sigurz hefur skipt yfir í 1. deildarlið Aftureldingar. Skúli sem er tvítugur að aldri er uppalinn Bliki og hefur verið viðriðinn meistaraflokkinn undanfarin ár.


07.05.2019

Blikar spila fyrsta heimaleikinn í Árbænum

Leikur Breiðabliks og Víkings í Pepsi Max-deildinni á föstudaginn verður á Fylkisvellinum í Árbæ - Würth vellinum.


05.05.2019

KÓRVERKUR FRÁ MELAHEIÐI 5

Var ég spenntur fyrir leik HK og Breiðabliks laugardaginn 4. maí? Við getum orðað það svo að ég var mættur í miðasöluna í Kórnum fimm mínútum eftir að hún var opnuð þann 1. maí.


02.05.2019

Pepsi MAX deildin 2019: HK – Breiðablik í Kórnum á laugardaginn kl.16:00

Kópavogsslagurinn mikli í Kórnum á laugardaginn verður eitthvað. Þetta verður ,,derby“ slagur af bestu gerð þegar HK og Breiðablik mætast í 2. umferð Pepsi MAX deildarinnar í Kórnum í Kópavogi á laugardaginn kl.16:00. Það má búast við hörkuleik.


01.05.2019

Magnaður sigur á Akureyri!

Blikar unnu ótrúlega stóran 1:10 sigur á Magna í fyrsta leik liðsins í Mjólkurbikarkeppni KSÍ á þessu keppnistímabili. Þeir grænklæddu byrjuðu leikinn með miklum látum og eftir tæplega fimm mínútna leik var staðan orðin 0:2 fyrir okkar drengi.


29.04.2019

Mjólkurbikarinn 2019. Magni - Breiðablik kl.16:00 1. maí

Næsti leikur meistaraflokks karla er í Boganum á Akureyri í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 2019. Andstæðingar okkar eru Magnamenn sem hafa löngum verið þekktir fyrir mikla baráttu og keppnisskap. Flautað verður til leiks kl. 16:00.


27.04.2019

Grindavík er græn

Blikar mættu til leiks í Pepsi Max deildinni í dag þegar þeir mættu heimamönnum í Grindavík. Það var talsverð spenna í stuðningsmönnum Blika fyrir þennan leik og menn mátulega bjartsýnir eftir misjafnt gengi í vor og talsverðar breytingar á leikmannahópnum fram á síðustu stundu og sér kannski ekki fyrir endann á því dæmi enn.


27.04.2019

Ársmiðar á Kópavogsvöll eru nú komnir í sölu

Knattspyrnudeildin í samvinnu við Blikaklúbbinn hefur hafið sölu á árskortum á Kópavogsvöll á leiki í Pepsi Max deildunum sumarið 2019.


25.04.2019

Pepsi MAX deildin 2019: Grindavík – Breiðablik 14:00 á laugardaginn

Eftir frekar rýrar heimtur í æfingaleikjum undafarið eru strákarnir ákveðnir að sýna sitt rétta andlit í Grindavík á laugardaginn og trygga sér útisigur og 3 stig strax í fyrstu umferð Pepsi MAX 2019 enda er Blikum loksins að takast að safna stigum í Grindavík. Fjórir sigrar, tvö töp og tvö jafntefli í síðustu átta leikjum í Grindavík.


25.04.2019

Höskuldur heim!

Breiðablik hefur fengið sóknarmanninn Höskuld Gunnlaugsson lánaðan frá sænska félaginu Halmstad BK út þetta tímabil. Höskuldur er 24 ára gamall uppalinn Bliki og á að baki 113 leiki með félaginu en í þeim skoraði hann 19 mörk.


24.04.2019

Arnar Sveinn til Blika

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að Breiðablik hefur tryggt sér þjónustu varnarmannsins Arnars Sveins Geirssonar. Hann hefur undanfarin ár leikið með Valsmönnum en lék um tíma með Fram og Víkingum í Ólafsvík.


20.04.2019

Súrt tap á Skaganum

Blikar lutu í gras gegn Skagamönnum 3:1 í æfingaleik á Akranesi í dag. Sigur heimapilta var sanngjarn en hugsanlega of stór miðað við gang leiksins. En tap er tap og við verðum að fá meira úr Blikaliðinu í Grindavík á laugardaginn ef ekki á illa að fara í fyrsta leik.


14.04.2019

Aron Bjarna framlengir

Framherjinn knái Aron Bjarnason hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Aron sem er 23 ára gamall hefur spilað 61 mótsleik fyrir okkur og skorað í þeim 14 mörk


12.04.2019

Guðjón Pétur aftur heim!

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að miðjumaðurinn snjalli Guðjón Pétur Lýðsson mun ganga til liðs við Blikaliðið á nýjan leik. Hann gerir þriggja ára samning við Breiðablik. Guðjón Pétur Lýðsson sem er 31 ára lék með Blikaliðinu árið 2007 og aftur frá 2013 til 2016. Hann skoraði 25 mörk fyrir okkur í 108 mótsleikjum á þeim tíma.


01.04.2019

Thomas framlengir!

Þau frábæru tíðindi voru að berast að danska dýnamítið Thomas Mikkelsen hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Daninn kom eins og hvítur stormsveipur inn í Pepsí-deildina í fyrra og skoraði 11 mörk í 13 leikjum fyrir Blikaliðið.


28.03.2019

Yngri Blikar í eldlínunni

Yngri landslið Íslands hafa verið í eldlínunni að undanförnu. U-17 ára landslið karla náði frábærum árangri þegar það komst upp úr riðlinum og er komið í úrslit á EM í fyrsta skipti í sautján ár! Og hvorki fleiri né færri en sex Blikar léku með U-21 árs landsliðinu sem stóð sig vel í tveimur æfingaleikjum að undanförnu.


27.03.2019

Aron Kári lánaður í HK

Varnarmaðurinn ungi og efnilegi Aron Kári Aðalsteinsson hefur verið lánaður til nágranna okkar í HK. Aron Kári verður tvítugur í sumar og hefur spilað 11 leiki með meistaraflokki Breiðabliks.


24.03.2019

Tveir af leiðtogum Íslands í dag, saman í Breiðabliki

Franskur blaðamaður gróf upp gamla mynd af Gylfa og Alfreð: Þarna voru þeir efnilegir í Breiðabliki


20.03.2019

Viktor Örn með nýjan samning!

Varnarmaðurinn öflugi Viktor Örn Margeirsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Viktor Örn sem er 24 ára gamall á að baki 74 leiki með Blikum og hefur skorað 5 mörk.