BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

16.06.2019

Pepsi MAX deildin 2019: Stjarnan – Breiðablik í Garðabæ þriðjudagskvöld kl.19:15

Nágrannaslagur Stjörnunnar og Breiðabliks er uppskrift að frábærri skemmtun, enda stórleikur tveggja góðra liða þar sem toppsætið er í boði fyrir okkar menn. Stjörnumenn eru fyrir umferðina í 7. sæti en geta með sigri fært sig upp í 4. sæti.


15.06.2019

Skellur í Árbænum

Viðvörunarbjöllurnar glumdu í Árbænum frá fyrstu mínútu og eftir að heimamenn höfðu skallað í stöngina og síðan hirt frákastið fyrir opnu marki og brennt af hugsaði maður sem svo að þetta yrði sennilega bara í lagi. Lið sem ekki nýta svona tapa yfirleitt leikjunum. En annað kom á daginn.


12.06.2019

Pepsi MAX deildin 2019: Fylkir – Breiðablik í Árbænum föstudagskvöld kl.19:15

Eftir 12 daga árangursríkt landsleikjahlé rúllar Pepsi MAX deild karla áfram um helgina. Áttunda umferð deildarinnar fer fram á föstudag og laugardag. Topplið Breiðabliks heimsækir Fylkismenn í Árbæinn á föstudagskvöld. Flautað verður til leiks kl.19:15.


06.06.2019

Blikar selja Hendrickx til Belgíu

Breiðablik hefur samþykkt tilboð frá belgíska 1.deildarliðinu Lommel í bakvörðinn okkar Jonathan Hendrickx. Johnathan mun yfirgefa Breiðablik í félagaskiptaglugganum í júlí.


03.06.2019

Veisla!

Það tók á móti manni bongó blíða og brosandi Blikar þegar gengið var inn á Kópavogsvöllinn, það er búið að vera bjart yfir alla vikuna og óvenju sólríkt. Úrslitin hafa líka fallið með Blikum sem náðu að sigra Íslandsmeistara Vals með frábærum fótbolta og kláruðu svo erkifjendurna i HK sannfærandi í bikarkeppninni.


31.05.2019

Pepsi MAX deildin 2019: Breiðablik – FH á Kópavogsvelli á sunnudaginn kl.17:00!

Innbyrðis viðureignir liðanna í efstu deild eru 48. Jafnt er á öllum tölum. Bæði liða hafa unnið í 19 skipi og 10 sinnum skilja liðin jöfn. Blikar hafa skorað 71 mark gegn 70 mörkum Fimleikafélagsins.


31.05.2019

Dýr í greip

Blikar höfðu allan leikinn verið eins og þessi maður sem heldur dýrinu í greip sinni, þótt markmiðið hafi kannski ekki verið að kyrkja gestina í eiginlegum skilningi. En því verður ekki á móti mælt að okkar menn voru með tögl og hagldir allan leikinn og þeir þreyttust ekki að halda takinu á gestinum.


28.05.2019

Mjólkurbikarinn16-liða úrslit 2019: Breiðablik – HK á fimmtudaginn á Kópavogsvelli kl. 19:15

Annar í Kópavogsslagnum mikla er á fimmtudaginn á Kópavogsvelli þegar við Blikar tökum á móti frændum okkar úr efri byggðum Kópavogs í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 2019. Þetta verður ,,derby“ slagur af bestu gerð eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Það má búast við hörkuleik.


27.05.2019

Valsmönnum skellt

Blikar léku nú sinn besta leik í sumar og voru grimmir og beittir. Það hefði ekki gert til þó mörkin hefðu verið fleiri og komið fyrr, en menn gáfust ekki upp þó mörkin létu á sér standa, heldur héldu áfram og pressuðu Valsarana um allan völl, meira og minna allan leikinn.


23.05.2019

Pepsi MAX deildin 2019: Valur – Breiðablik á Origo vellinum. Sunnudagskvöld kl.19:15

Það er mikið undir í þessum leik milli Vals og Blika. Ljóst er að framundan er afar spennandi leikur þar sem mikið er undir og bæði liðin munu láta sverfa til stáls. Það er rík ástæða fyrir okkur Blika að fjölmenna á Origo völlinn og hvetja okkar menn til sigurs.


20.05.2019

Lögmál Murphys á Kópavogsvelli

Sjaldan hef ég upplifað þetta alræmda lögmál jafn hræðilega og þetta vorkvöld á Kópavogsvellinum. Á 3. mínútu uppbótartíma fá Skagamenn sína 6. hornspyrnu (Blikar fengu líka 6 slíkar í leiknum). Boltinn er skallaður frá - en þeir eiga skot á markið sem fer í varnarmanninn Einar Loga Einarsson og boltinn lekur framhjá Gunnleifi í hornið fjær.


17.05.2019

Pepsi MAX 2019: Breiðablik – ÍA á Kópavogsvelli á sunnudagskvöld kl.19:15

Fimmta umferð Pepsi MAX-deildar karla 2019 verður leikin á sunnudag og mánudag. Toppslagur umferðarinnar verður á sunnudagskvöld þegar Blikar fá lið Skagamanna í heimsókn á Kópavogsvöll. Leikurinn er jafnframt vígsluleikur nýja gervigrassins á Kópavogsvelli.


16.05.2019

Ari fróði ekki á Akureyri

Höfuðstaður Norðurlands tók vel á móti Blikum miðvikudaginn 15. maí. Sól skein í heiði, það var 16 stiga hiti, logn eins og það gerist ljúfast, vor í lofti, jafnvel sumar, grasið fagurblikagrænt á Greifavellinum og hugur í mönnum eftir frækinn sigur á frísku liði Víkings í síðasta leik.


12.05.2019

Pepsi MAX deildin 2019: KA - Breiðablik á Akureyri á miðvikudag kl.19:15

Blikaliðið fær mjög verðugt verkefni þegar við mætum sprækum KA-mönnum á Geifavellinum á Akureyri klukkan 19:15 á miðvikudaginn.


11.05.2019

Góður sigur á Víkingum

Leikurinn hófst á slaginu 20:00 á þessu föstudagskvöldi. Maður lifandi að fá að mæta á knattspyrnuleik á föstudagskvöldi er eitthvað sem maður gæti vanist.


10.05.2019

Pepsi MAX deildin 2019: Breiðablik – Víkingur R. í Árbænum á föstudagskvöld kl.20:00

Blikar skella sér upp í Árbæ á föstudagskvöld til að spila við Reykjavíkur Víkinga á heimavelli Fylkismanna í Pepsi MAX-deildinni 2019.


10.05.2019

Skúli í Aftureldingu

Varnarmaðurinn stóri og stæðilegi Skúli Kristjánsson Sigurz hefur skipt yfir í 1. deildarlið Aftureldingar. Skúli sem er tvítugur að aldri er uppalinn Bliki og hefur verið viðriðinn meistaraflokkinn undanfarin ár.


07.05.2019

Blikar spila fyrsta heimaleikinn í Árbænum

Leikur Breiðabliks og Víkings í Pepsi Max-deildinni á föstudaginn verður á Fylkisvellinum í Árbæ - Würth vellinum.


05.05.2019

KÓRVERKUR FRÁ MELAHEIÐI 5

Var ég spenntur fyrir leik HK og Breiðabliks laugardaginn 4. maí? Við getum orðað það svo að ég var mættur í miðasöluna í Kórnum fimm mínútum eftir að hún var opnuð þann 1. maí.


02.05.2019

Pepsi MAX deildin 2019: HK – Breiðablik í Kórnum á laugardaginn kl.16:00

Kópavogsslagurinn mikli í Kórnum á laugardaginn verður eitthvað. Þetta verður ,,derby“ slagur af bestu gerð þegar HK og Breiðablik mætast í 2. umferð Pepsi MAX deildarinnar í Kórnum í Kópavogi á laugardaginn kl.16:00. Það má búast við hörkuleik.


01.05.2019

Magnaður sigur á Akureyri!

Blikar unnu ótrúlega stóran 1:10 sigur á Magna í fyrsta leik liðsins í Mjólkurbikarkeppni KSÍ á þessu keppnistímabili. Þeir grænklæddu byrjuðu leikinn með miklum látum og eftir tæplega fimm mínútna leik var staðan orðin 0:2 fyrir okkar drengi.


29.04.2019

Mjólkurbikarinn 2019. Magni - Breiðablik kl.16:00 1. maí

Næsti leikur meistaraflokks karla er í Boganum á Akureyri í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 2019. Andstæðingar okkar eru Magnamenn sem hafa löngum verið þekktir fyrir mikla baráttu og keppnisskap. Flautað verður til leiks kl. 16:00.


27.04.2019

Grindavík er græn

Blikar mættu til leiks í Pepsi Max deildinni í dag þegar þeir mættu heimamönnum í Grindavík. Það var talsverð spenna í stuðningsmönnum Blika fyrir þennan leik og menn mátulega bjartsýnir eftir misjafnt gengi í vor og talsverðar breytingar á leikmannahópnum fram á síðustu stundu og sér kannski ekki fyrir endann á því dæmi enn.


27.04.2019

Ársmiðar á Kópavogsvöll eru nú komnir í sölu

Knattspyrnudeildin í samvinnu við Blikaklúbbinn hefur hafið sölu á árskortum á Kópavogsvöll á leiki í Pepsi Max deildunum sumarið 2019.


25.04.2019

Pepsi MAX deildin 2019: Grindavík – Breiðablik 14:00 á laugardaginn

Eftir frekar rýrar heimtur í æfingaleikjum undafarið eru strákarnir ákveðnir að sýna sitt rétta andlit í Grindavík á laugardaginn og trygga sér útisigur og 3 stig strax í fyrstu umferð Pepsi MAX 2019 enda er Blikum loksins að takast að safna stigum í Grindavík. Fjórir sigrar, tvö töp og tvö jafntefli í síðustu átta leikjum í Grindavík.


25.04.2019

Höskuldur heim!

Breiðablik hefur fengið sóknarmanninn Höskuld Gunnlaugsson lánaðan frá sænska félaginu Halmstad BK út þetta tímabil. Höskuldur er 24 ára gamall uppalinn Bliki og á að baki 113 leiki með félaginu en í þeim skoraði hann 19 mörk.


24.04.2019

Arnar Sveinn til Blika

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að Breiðablik hefur tryggt sér þjónustu varnarmannsins Arnars Sveins Geirssonar. Hann hefur undanfarin ár leikið með Valsmönnum en lék um tíma með Fram og Víkingum í Ólafsvík.


20.04.2019

Súrt tap á Skaganum

Blikar lutu í gras gegn Skagamönnum 3:1 í æfingaleik á Akranesi í dag. Sigur heimapilta var sanngjarn en hugsanlega of stór miðað við gang leiksins. En tap er tap og við verðum að fá meira úr Blikaliðinu í Grindavík á laugardaginn ef ekki á illa að fara í fyrsta leik.


14.04.2019

Aron Bjarna framlengir

Framherjinn knái Aron Bjarnason hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Aron sem er 23 ára gamall hefur spilað 61 mótsleik fyrir okkur og skorað í þeim 14 mörk


12.04.2019

Guðjón Pétur aftur heim!

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að miðjumaðurinn snjalli Guðjón Pétur Lýðsson mun ganga til liðs við Blikaliðið á nýjan leik. Hann gerir þriggja ára samning við Breiðablik. Guðjón Pétur Lýðsson sem er 31 ára lék með Blikaliðinu árið 2007 og aftur frá 2013 til 2016. Hann skoraði 25 mörk fyrir okkur í 108 mótsleikjum á þeim tíma.


01.04.2019

Thomas framlengir!

Þau frábæru tíðindi voru að berast að danska dýnamítið Thomas Mikkelsen hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Daninn kom eins og hvítur stormsveipur inn í Pepsí-deildina í fyrra og skoraði 11 mörk í 13 leikjum fyrir Blikaliðið.


28.03.2019

Yngri Blikar í eldlínunni

Yngri landslið Íslands hafa verið í eldlínunni að undanförnu. U-17 ára landslið karla náði frábærum árangri þegar það komst upp úr riðlinum og er komið í úrslit á EM í fyrsta skipti í sautján ár! Og hvorki fleiri né færri en sex Blikar léku með U-21 árs landsliðinu sem stóð sig vel í tveimur æfingaleikjum að undanförnu.


27.03.2019

Aron Kári lánaður í HK

Varnarmaðurinn ungi og efnilegi Aron Kári Aðalsteinsson hefur verið lánaður til nágranna okkar í HK. Aron Kári verður tvítugur í sumar og hefur spilað 11 leiki með meistaraflokki Breiðabliks.


24.03.2019

Tveir af leiðtogum Íslands í dag, saman í Breiðabliki

Franskur blaðamaður gróf upp gamla mynd af Gylfa og Alfreð: Þarna voru þeir efnilegir í Breiðabliki


20.03.2019

Viktor Örn með nýjan samning!

Varnarmaðurinn öflugi Viktor Örn Margeirsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Viktor Örn sem er 24 ára gamall á að baki 74 leiki með Blikum og hefur skorað 5 mörk.


16.03.2019

Svekkjandi tap gegn FH

Blikar urðu að sætta sig við 1:2 tap gegn FH í síðasta leik Lengjubikarsins á þessu ári. Blikar voru mun sterkari í fyrri hálfleik en náðu ekki að nýta nokkur þokkaleg færi sem þeir fengu í hálfleiknum.


14.03.2019

Breiðablik - FH í Lengjubikarnum í Fífunni laugardag kl.12:15

Síðasti leikur meistaraflokks karla í riðlakeppni Lengjubikarsins 2019 verður gegn FH í Fífunni á laugardaginn kl.12:15. Leikurinn er úrslitaleikur í riðlinum. Bæði lið eru með 10 stig á toppi riðilsins. Blikamenn þurfa að vinna leikinn til að komast í úrslitakeppni Lengjubikarsins.


11.03.2019

Kári í aðalhlutverki!

Blikar urðu að sætta sig við eitt stig í miklum rokleik á Ásvöllum gegn Haukum í dag. Lokastaðan var 1:1 eftir að heimamenn komust yfir úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Þrátt fyrir þunga sókn meirihluta seinni hálfleiks tókst okkur ekki að skora nema einu sinni. Þar var að verki Aron Bjarnason með laglegu marki á 72. mínútu.


09.03.2019

Haukar – Breiðablik í Lengjubikarnum á Ásvöllum mánudag kl.18:00

Blikar eru efstir í riðli 4 með fullt hús stiga eftir þrjá sigra: 3:0 sigur á Gróttumönnum í 1. Umf, 2:0 sigur á Reykjavíkur Víkingum í 2. umf og 3:4 sigur á Keflvíkingum í 3. umf.


09.03.2019

Brynjar Óli til Færeyja

Brynjar Óli er fæddur árið 1998 og var hluti af sterkum árgangi sem varð meðal annars Íslandsmeistari í 2. flokki árin 2016 og 2017. Brynjar Óli var lánaður í ÍR í fyrra en hefur nú ákveðið að spila í Færeyjum.


03.03.2019

Blikar sóttu 3 stig til Keflavíkur

Blikar unnu Keflavíkinga 3:4 í hörkuleik í Lengjubikarnum í Reykjaneshöllinni í dag. Sigurinn var verðskuldaður en heimapiltar eiga hrós skilið fyrir mikla baráttu og létu okkur svo sannarlega hafa fyrir stigunum þremur.


03.03.2019

Keflavík – Breiðablik í Lengjubikarnum í Reykjaneshöllinni á sunnudag kl.16:00

Strákarnir okkar eru í efsta sæti riðils #4 með sex stig eftir 3:0 sigur á Gróttumönnum og 2:0 sigur á Reykjavíkur Víkingum. Lið Keflvíkinga er með fjögur stig í öðru sæti riðilsins eftir 2:0 sigur á Haukum og 2:2 jafntefli við FH.


02.03.2019

Danijel Dejan Djuric semur við dönsku meistarana

Danijel Dejan Djuric semur við dönsku meistarana. Breiðablik og FC Midtjylland hafa komist að samkomulagi um að Danijel Dejan Djuric gangi til liðs við dönsku meistarana.


23.02.2019

Góður sigur á Víkingum

Blikar unnu góðan 2:0 vinnusigur á Víkingum í öðrum leik Lengjubikarsins.Við byrjuðum leikinn ágætlega og höfðum strax frá fyrstu mínútu nokkuð góð tök á gestunum. Þeir lágu nokkuð aftarlega og reyndu að sækja með skyndisóknum.


21.02.2019

Breiðablik – Víkingur R í Lengjubikarnum í Fífunni á laugardag kl.11:00

Strákarnir byrja laugardaginn í Fífunni með leik gegn Reykjavíkur Víkingum í 2. umferð Lengjubikarsins 2019. Leikurinn hefst kl.11:00 og verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.


20.02.2019

Ólafur með samning!

Ólafur Guðmundsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Ólafur er fæddur árið 2002 og er afar fjölhæfur leikmaður. Ólafur er örvfættur og hefur í gegnum yngri flokkana yfirleitt leikið sem miðjumaður.


19.02.2019

Alexander Helgi framlengir við Blika

Miðjumaðurinn snjalli Alexander Helgi Sigurðarson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Alexander Helgi sem er 22 ára gamall fór ungur að árum í atvinnumennsku. Þrálát meiðsli settu hins vegar strik í reikninginn hjá þessum öfluga leikmanni. En með mikilli vinnu og þrautseigju er hann smám saman að ná fyrri styrk.


16.02.2019

Iðnaðarsigur á Gróttu!

Blikar unnu góðan 3:0 sigur á Gróttu í fyrsta leik Lengjubikarsins árið 2019. Alexander Helgi hélt upp á nýjan þriggja ára samning og setti tuðruna tvisvar í netið. Þriðja markið gerði Brynjólfur Darri eftir hrikaleg varnarmistök þeirra bláklæddu.


16.02.2019

Breiðablik – Grótta í Lengjubikarnum í Fífunni á morgun kl.10:15!

Blikar hefja keppni í Lengjubikarnum 2019 þegar við tökum á móti svölum Seltirningum í Fífunni á morgun, laugardag 16. febrúar kl.10.15.


16.02.2019

Knattspyrnudeild ræður félagsfræðing til starfa

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur gert samning við Dr. Viðar Halldórsson félagsfræðing um að Viðar verði í ráðgefandi hlutverki fyrir deildina á næstu misserum og komi þar að ; greiningu, fræðslumálum, eflingu innra starfs og þróun- og stefnumörkun knattspyrnudeildar Breiðabliks.


15.02.2019

Willum Þór skrifar undir hjá BATE Borisov

Willum Þór Willumsson hefur náð samkomulagi við BATE Borisov og gerir 3 og ½ árs samning við liðið. Willum heimsótti liðið í vikunni til að skoða aðstæður og fara yfir persónuleg kjör.


14.02.2019

Davíð Kristján seldur til Álasunds

Landsliðsbakvörðurinn Davíð Kristján Ólafsson hefur verið seldur til norska liðsins Álasunds. Forráðamenn norska liðsins hafa fylgst með Davíð í töluverðan tíma og ekki minnkaði áhuginn þegar leikmaðurinn var valinn í íslenska landsliðið fyrir skömmu.


13.02.2019

Andri Rafn með nýjan 3 ára samnning

Miðjumaðurinn óþreytandi Andri Rafn Yeoman hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Þetta eru góðar fréttir fyrir Blika því þrátt fyrir að vera ekki nema 26 ára gamall er Andri Rafn leikjahæstur núverandi leikmanna Breiðabliks með 302 mótsleiki.


12.02.2019

Willum til BATE Borisov

Miðjumaðurinn ungi og efnilegi Willum Þór Willumsson er að öllum líkindum á leið til hvít-rússneska liðsins BATE Borisov. Hvít-Rússarnir hafa gert tilboð í þennan efnilegasta leikmann Pepsí-deildarinnar á síðasta keppnistímabili. Liðið er eitt af sterkari liðum Evrópu og hefur reglulega keppt í Meistaradeild Evrópu á undanförnum árum


08.02.2019

Fimm Blikar í U21 árs landsliðinu

Hvorki fleiri né færri en fimm Blikar eru í úrtakshóp fyrir U21 árs landslið Ísland.


04.02.2019

Góður sigur gegn Stjörnunni

Þetta var góður leikur hjá okkar mönnum lengst af og eftir erfiða byrjan náðu menn fínum takti. Gunnleifur hélt okkur á floti með því að verja vítið og ekki gott að segja hvernig farið hefði ef og hefði. Það var líka gaman að sjá þegar okkar menn einhentu sér í að taka á andstæðingnum og fara í þá af fullum krafti. Það er það sem þarf á móti Stjörnunni.


02.02.2019

Úrslitaleikur Fótbolta.net 2019 - Breiðablik mætir Stjörnunni í Fífunni á sunnudaginn

Síðasti leikur meistaraflokks karla í Fótbolta.net mótinu 2019 verður í Fífunni kl. 18:30 á sunnudaginn. Búast má við hörkuleik enda líta bæði lið á nágranna sína sem sinn aðalkeppinaut


02.02.2019

Brynjólfur Darri skrifar undir

Framherjinn knái Brynjólfur Darri Willumsson hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Brynjólfur Darri er fæddur árið 2000 og hefur farið gríðarlega fram á undanförnum misserum.


02.02.2019

Arnór Gauti seldur til Fylkis!

Knattspyrnudeild Breiðabliks og knattspyrnudeild Fylkis hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Arnórs Gauta Ragnarssonar yfir í Árbæjarliðið. Arnór Gauti sem er 21 árs kraftmikill og áræðinn framherji hefur staðið sig einstaklega vel í græna búningnum. Arnór Gauti á að baki 36 leiki með Blikaliðinu og hefur skorað 9 mörk í þessum leikjum. Hann skoraði þrennu gegn ÍBV i Fótbolta.net mótinu fyrir skömmu. Og eftirminnilegt er sigurmark hans í uppbótartíma gegn Valsmönnum í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í sumar.


31.01.2019

Andri Fannar Baldursson til Bologna

Miðjumaðurinn ungi og efnilegi Andri Fannar Baldursson hefur verið lánaður til ítalska úrvalsdeildarliðsins Bologna. Lánssamningurinn gildir til 30.6.2019 og eftir það á ítalska liðið forkaupsrétt á honum.


30.01.2019

Kolbeinn framlengir við Breiðablik

Knattspyrnumaðurinn öflugi Kolbeinn Þórðarson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks og er nú samningsbundinn til næstu tveggja ára. Kolbeinn er mjög leikinn, áræðinn og útsjónarsamur miðjumaður og er þegar kominn 33 leiki fyrir meistaraflokk Breiðabliks þrátt fyrir að vera einungis 18 ára


26.01.2019

Öruggur sigur á Grindvíkingum!

Blikar lögðu Grindavík 5:0 að velli í síðasta leik í riðlinum á fobolti.net mótinu 2019. Eins og tölurnar gefa til kynna vorum við miklu sterkari í leiknum og spilum því til úrslita á mótinu gegn Stjörnunni eða Skagamönnum eftir viku.


26.01.2019

Arnþór Ari til HK

Breiðablik og HK hafa komist að samkomulagi um vistaskipti Arnþórs Ara Atlasonar. Arnþór Ari hefur skrifað undir þriggja ára samning við HK.


23.01.2019

Breiðablik mætir Grindavík í Fífunni á laugardaginn

Breiðablik og Grindavík leika til úrslita um efsta sætið í riðli 2 í A deild Fótbolta.net mótsins 2019 í Fífunni á laugardaginn kl.12:00.


18.01.2019

Kæruleysisjafntefli í Kórnum

Blikar og HK gerðu 1:1 jafntefli i fótbolti.net mótinu í Kórnum í kvöld. Jonathan Hendrickx kom okkur yfir með glæsilegu skoti í fyrri hálfleik. Heimapiltar náðu að jafna með eina færinu sínu í leiknum í síðari hálfleik en það dugði þeim til að ná í stig í leiknum.


16.01.2019

Breiðablik mætir HK í Kórnum á föstudaginn

,,Derby“ slagur vinaliðanna HK og Breiðabliks í meistaraflokki karla fer fram í Kórnum á morgun föstudag kl.18.15.


16.01.2019

Tveir Blikar fengu eldskírn með A-landsliðinu

Í gær var stór dagur fyrir Blikana ungu, Davíð Kristján Ólafsson og Willum Þór Willumsson. Þeir spiluðu báðir sinn fyrsta A-landsleik.


13.01.2019

Arnór Gauti kláraði Eyjamenn!

Blikar unnu öruggan 4:0 sigur á Eyjamönnum í Fífunni í fyrsta leik Blika í Fótbolta.net mótinu árið 2019. Viktor Karl Einarsson og Arnór Gauti Ragnarsson(3) sáu um markaskorunina.


10.01.2019

Breiðablik mætir ÍBV í Fífunni á sunnudaginn

Breiðabliksliðið mætir liði ÍBV í 1. umferð Fótbolta.nets mótsins 2019 í Fífunni á sunnudaginn kl. 14.15. Þetta er fyrsti opinberi leikur beggja liða í móti árið 2019.


04.01.2019

Blikar fjölga sér erlendis

Blikar.is óskar þessum Blikum til hamingju með þessa frjósemi og við hlökkum til að sjá þetta ungu Blika koma heim að lokum og spila í græna búningnum!


01.01.2019

Glimrandi Gamlársbolti!

Frískir fótboltamenn á öllum aldri flyktust í Fífuna og Smárann á gamlársmorgunn og spiluðu knattspyrnu eins og engin væri morgundagurinn. Meistaraflokkur karla og skyldir aðilar spiluðu léttan innanhúsbolta á meðan eldri flokkur og yngri viðhengi hlupu úr sér lungun í Fífunni.


31.12.2018

Jóla- og áramótakveðja 2018

Stuðningsmannavefur meistarflokk Breiðabliks óskar öllum Blikum nær og fjær gleðilegrar jólahátíðar með kærri þökk fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða.


31.12.2018

Flugeldar og áramótabrenna 2018

Breiðablik og Hjálparsveit Skáta í Kópavogi eru í samstarfi um flugeldasölu og hægt er að styrkja bæði félög með því að kaupa flugeldaávísanir í afgreiðslu Smárans. Hin árlega áramótabrenna Kópavogs verður við Smárahvammsvöll fyrir neðan Digransekirkju á sama stað og undanfarin ár á gamlárskvöld.


31.12.2018

Árlegur Gamlársbolti í Smáranum

Hinn árlegi Gamlársbolti verður spilaður í Fífunni á gamlársdag frá 10.00 til rúmlega 11.30. Allir mega mæta og spila! Blikaklúbbsmeðlimir spila án endurgjalds en aðrir greiða 1.000 krónur í keppnisgjald.


30.12.2018

Viktor Karl kemur heim!

Miðjumaðurinn snjalli Viktor Karl Einarsson hefur ákveðið að snúa aftur heim í Kópavoginn eftir nokkur ár erlendis. Hann gerir 3 ára samning við uppeldisfélagið sitt. Viktor Karl, sem er 21 árs gamall, er uppalinn í Breiðabliki, en hefur síðan 2013 spilað með varaliði AZ Alkmaar. Hann var 16 ára gamall þegar hann skipti frá Breiðabliki til hollenska liðsins haustið 2013.


21.12.2018

Kwame Quee til Blika!

Kantmaðurinn Kwame Quee gerir 2 ára samning við Breiðablik. Hann leikur með FC Johansen í heimalandi sínu Sierra Leone en hefur nú ákveðið og söðla um og gerir nú 2 ára samning við Breiðablik.


20.12.2018

Útlendingahersveitin mætti á æfingu

Það var sannkallað ,,útlenskt" þema á æfingu meistaraflokks Breiðabliks í dag. Nánast öll útlendingahersveit Breiðabliks mætti á æfingu og setti skemmtilegan svip á Fífuna.


20.12.2018

Vörður áfram aðalstyrktaraðili Knattspyrnudeildar Breiðabliks – Nýr búningur kominn í sölu

Vörður tryggingar og Knattspyrnudeild Breiðabliks hafa endurnýjað samning sín á milli um að Vörður verði áfram aðalstyrktaraðili deildarinnar til næstu fjögurra ára. Við undirskriftina voru nýjir búningar Knattspyrnudeildar Breiðabliks frá Errea kynntir.


17.12.2018

Skötuveisla Breiðabliks 2018

Skötuveisla Breiðabliks að hætti Hauks Valdimarssonar matreiðslumeistara verður í Smáranum (stúkubyggingunni) föstudaginn 21. desember milli kl.11:00 - 14:00. Ekki gleyma að skrá ykkur.


15.12.2018

Jóla-fótboltanámskeið Breiðabliks 2018

Námskeiðið er í boði fyrir iðkendur í 3.flokki kvenna og karla ('03-'04) og stendur yfir frá fimmtudegi til sunnudags milli jóla og nýárs, 27.-30. desember.


11.12.2018

Páll Bjarnason látinn

Páll Bjarnason fyrrum formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks er látinn 91 árs að aldri. Páll var formaður knattspyrnudeildar þegar Breiðablik tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti árið 1971. Páll var mikill félagsmálamaður og átti sæti í ýmsum ráðum og nefndum á vegum Kópavogsbæjar einkum varðandi íþrótta- og æskulýðsmál.


09.12.2018

Nú skal segja, nú skal segja…..

Hvernig Blikum reiddi af gegn KR í úrslitaleik BOSE mótsins 2018.


08.12.2018

Gísli lánaður til Mjallby AIF

Miðjumaðurinn snjalli Gísli Eyjólfsson hefur verið lánaður til sænska 1. deildarliðsins Mjallby AIF. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2019 og til loka ársins. Mjallby hefur síðan forkaupsrétt að Gísla að loknu lánstímabilinu.


08.12.2018

Úrslitaleikur Bose mótsins 2018: Breiðablik - KR

Breiðablik tekur á móti KR í úrslitaleik Bose mótsins 2018 í Fífunni laugardaginn 8. desember kl. 11.00. Bæði lið fóru taplaust í gegnum sína riðla og mætast því í úrslitum þetta árið. Blikar sigruðu mótið í fyrra og hafa því titil að verja.


06.12.2018

Ólafur Íshólm lánaður í Fram

Breiðablik og Fram hafa komist að samkomulagi um að markvörðurinn Ólafur Íshólm spili á lánssamningi með liði Framara í Inkasso-deildinni keppnistímabilið 2019. Á sama tíma skrifaði hann undir nýjan samning við Breiðablik til loka ársins 2020.


30.11.2018

Allir sigurvegarar í styrktarleik!

Blikar unnu HK 2:5 í fjörugum leik í síðasta leik riðlakeppni BOSE mótsins í Kórnum í gærkvöldi. En úrslitin voru ekki aðalatriðið því samstaðan og samheldnin sem menn sýndu til að standa við bakið á Bjarka Má Sigvaldasyni og fjölskyldu hans var það sem skipti megin máli. Um 800 manns mættu í Kórinn til að styðja við bakið á þessu unga hugrakka fólki en eins og flestir vita þá glímir Bjarki Má við illvígt krabbamein. Knattspyrnan sýnir hér enn og aftur hve mikið sameiningartákn hún er!


26.11.2018

Styrktarleikur fyrir Bjarka Má Sigvaldason

HK og Breiðablik mætast í Bose mótinu 2018 í Kórnum á fimmtudagskvöld kl.20:00. Leikurinn verður tileinkaður Bjarka Má Sigvaldasyni og fjölskyldu en Bjarki glímir við illvígt krabbamein.


24.11.2018

Tölfræði og yfirlit 2018 - samantekt

Blikaliðið tryggði sér silfurverðlaun í bæði deild og bikar. Liðið fékk 44 stig sem er sami stigafjöldi og þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2010 en tveim stigum minna en stigamet liðsins frá 2015.


22.11.2018

Æfingaleikur við Fjölni

Meistaraflokkur karla spilar æfingaleik í Fífunni á laugardaginn kl.10:00. Andstæðingar okkar að þessu sinni eru Fjölnismenn úr Grafarvoginum.


17.11.2018

FH ekki fyrirstaða

Blikar unnu góðan 2:1 sigur á FH í Bose-keppninni í meistaraflokki karla i dag. Leikurinn fór fram í Fífunni enda var skítaveður úti.


16.11.2018

Breiðablik – FH í Bose mótinu 2018

Breiðablik og FH spila í Bose 2018 mótinu í Fífunni á laugardaginn kl.12.00. Breiðablik, FH og HK eru saman í Bose SleepBuds-riðlinum og Víkingur R., KR og Stjarnan eru saman í Bose QC35-riðlinum


16.11.2018

Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks

Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks fór fram 30. október 2018 í Smáranum. Orri Hlöðversson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, setti aðalfundinn og bauð fundarmenn velkomna.


31.10.2018

Kópavogsvöllur: Söknuður og tilhlökkun

Aðdragandinn að þeirri ákvörðun að skipta yfir í gervigras er nokkuð langur – og kannski ekki það sem lagt var af stað með í upphafi. Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks með Orra Hlöðversson í forsvari var með aðrar hugmyndir og lagði mikla vinnu í að finna lausn á aðstöðunni sem var löngu sprungin.


25.10.2018

Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks 2018

Stjórn knattspyrnudeildar hefur ákveðið að boða til aðalfundar þriðjudaginn 30. október 2018. Fundurinn verður haldinn í veitingasalnum í Smáranum 2. hæð og hefst kl. 17:30.


19.10.2018

Þórir til Blika!

Sóknarmaðurinn Þórir Guðjónsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Blikaliðið. Þórir, sem hefur undanfarin ár spilað með Fjölni, gerði í dag tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.


13.10.2018

Breiðablik semur við Errea

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur samið við Errea á Íslandi um að lið félagsins leiki í búningum Errea keppnistímabilin 2019-2022. Samningurinn nær yfir búninga- æfinga- og frístundafatnað Breiðabliks.


05.10.2018

Elfar Freyr framlengir

Miðvörðurinn sterki Elfar Freyr Helgason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.


05.10.2018

Gott silfur!

Blikaliðið heild á hrós skilið fyrir þennan leik. Leikmenn liðsins stigu vart feilspor þessar 90 mínútur. Varnarmúrinn var ókleyfur fyrir ungt KA-liðið, miðjutríóið Gísli, Willum og Oliver voru frábærir og sóknarmennirnir með Thomas og Aron fremsta í flokki voru óþreytandi


04.10.2018

Árni fallinn frá

Í gær var góður félagi okkar Árni Guðmundsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, borinn til grafar eftir stutt en erfið veikindi. Árni vann mikið og óeigingjarnt starf fyrir Breiðablik. Minning um góðan Blika lifir!


02.10.2018

Ólafur P framlengir við Blika

Markmannsþjálfarinn snjalli Ólafur Pétursson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks til tveggja ára.