BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

19.02.2018

Þróttur lá.

Okkar menn hafa farið vel af stað í undirbúningstímabilinu og mega nú búast við að mótspyrnan fari harðnandi. Bæði er að við erum að fara að eiga við sterkari andstæðinga og svo hitt að nú má búast við að liðin fari að liggja þétt til baka til að forðast skellinn. Eftir stórsigra í síðustu 2 leikjum og nokkuð gott gengi í vetur ætti það ekki að koma á óvart, en það þarf samt að eiga við það og leysa og nú gæti farið að reyna meira á vörn og markvörslu þegar liðin fara að beita skyndisóknum meira og gíra sig upp í föst leikatriði þegar færi gefst. Þá þurfa menn að vera á tánum.


14.02.2018

Þróttur R. – Breiðablik í Lengjubikarnum um helgina

Þetta er annar leikur beggja liða í Lengjubikarnum. Þróttur R. tapaði naumlega 2-1 í fyrsta leik gegn KR. Þróttarar komst yfir á 39. mín en KR-ingar jöfnuðu á 81. mín og skoruðu sigurmarkið á 85. mín. Sigur okkar mann á ÍR-ingum í Fífunni á laugardaginn var hinsvegar mjög öruggur. Blikar skoruðu 7 mörk í leiknum.


13.02.2018

Léttur sigur hjá Blikum

Gísli Eyjólfs átti enn einn stórleikinn og setti þrennu. Það er unaður að sjá hve auðveldlega leikmaðurinn kemst iðulega framhjá andstæðingum sínum og hve oft hann er í markfærum. Arnþór Ari var einnig á skotskónum og setti tvö fyrstu mörkin. Það var mjög ánægjulegt og vonandi er þetta vísbending um það sem koma skal næsta sumar.


12.02.2018

Breiðablik á afmæli í dag!

Það var á þessu degi fyrir 68 árum sem nokkrir ungir eldhugar komu saman og ákváðu að stofna ungmennafélag.


07.02.2018

Breiðablik – ÍR í Lengjubikarnum í Fífunni á laugardaginn kl. 12:00

Blikar hefja keppni í Lengjubikarnum 2018 í Fífunni á laugardaginn kl. 12:00. Andstæðingurinn er nágrannafélagið okkar ÍR í Breiðholtinu. Leikir liðann í Lengjubikarnum (Deildarbikar KSÍ) eru 6. Blikar hafa yfirhöndina með 3 sigra, 1 jafntefli og 2 töp.


07.02.2018

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Breiðabliks 2018

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Breiðabliks 2018 verður haldinn þann 22. febrúar 2018 kl. 18:00 í stúkunni á Kópavogsvelli (Glersalnum)


03.02.2018

Tilraunastarfsemi

Breiðablik mætti nágrönnum sínum í HK laugardaginn 3. febrúar í leik um 3. sætið í Fótbolti.net mótinu. Það er alltaf ákveðin stemning þegar Breiðablik og HK mætast og áhorfendur í Kórnum voru fjölmargir.


02.02.2018

Dani í prufu hjá Blikum

Fimm yngri leikmenn Blikaliðsins, Willum Þór Willumsson, Sveinn Aron Guðjohnsen, Davíð Ingvarsson, Brynjólfur Darri Willumsson og Kolbeinn Þórðarson, verða á æfingu hjá U-21 árs og U-19 ára landsliðum Íslands á morgun og munu því ekki spila leikinn.


01.02.2018

HK – Breiðablik spila um sæti í Fótbolta.net mótinu

Blikar mæta HK í leik um 3. sætið í Fótbolta.net mótinu 2018 í Kórnum á laugardaginn kl. 11:00. Breiðablik og HK hafa leikið 22. leiki í opinberri keppni. Þar til viðbótar hafa liðin leikið nokkra vináttu-og styrktarleiki.


31.01.2018

Hlynur framlengir

Markvörðurinn efnilegi, Hlynur Örn Hlöðversson, hefur framlengt samning sinn við Blikaliðið út tímabili 2019.


30.01.2018

Gísli með nýjan 3 ára samning

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að miðjumaðurinn kraftmikli Gísli Eyjólfsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Gísli sem er 23 ára gamall hefur verið lykilmaður í Blikaliðinu undanfarin misseri.


28.01.2018

Brynjar Óli og Gísli Martin lánaðir til ÍR

Tveir af ungum og efnilegum leikmönnum Blikaliðsins, Brynjar Óli Bjarnason og Gísli Martin Sigurðsson, hafa verið lánaðir í 1. deildarlið ÍR.


27.01.2018

Það er eitthvað í loftinu - sigur á Skagamönnum

Blikar unnu öruggan 0:4 sigur á Skagamönnum í fótbolti.net mótinu upp á Skipaskaga í dag. Sigur þeirra grænklæddu var öruggur og yfirvegaður og sýndum við þeim gulklæddu enga miskun allan leikinn.


25.01.2018

Blikar mæta Skagamönnum

Breiðabliksliðið mætir gulum og glöðum Skagamönnum í 3. umf. Fótbolta.nets mótsins og fer leikurinn fram í Akraneshöllinni á laugardaginn kl.11:00. Þetta er leikur í 3. umferð en annar leikur Blika í keppninni. Ástæðan er frestun leiks Breiðabliks og ÍBV um síðustu helgi.


14.01.2018

Naumt tap í fyrsta leik ársins

Það var óvenju vel mætt af áhorfendum í Kórnum þegar Breiðablik lék sinn fyrsta leik 2018 á laugardaginn. Andstæðingarnir voru góðkunningjar okkar og samherjar í Ungmennasambandi Kjalarnesþings, Stjarnan úr Garðabæ. Þetta var fyrsti leikur liðanna í fotbolti.net mótinu þetta árið sem er kannski ekki sögufrægasta knattspyrnumótið sem haldið er.


12.01.2018

Guðmundur Böðvar í Breiðablik

Miðjumaðurinn Guðmundur Böðvar Guðjónsson hefur gengið til liðs við okkur Blika. Guðmundur Böðvar er 28 ára gamall reyndur spilari sem hefur leikið yfir 180 leiki bæði með uppeldisliði sínu Skagamönnum og Fjölnismönnum í efstu deild.


11.01.2018

Árið byrjar með hörkuleik gegn Stjörnunni

Fyrsti opinberi leikur hjá meistaraflokki karla á árinu 2018 verður í Kórnum kl. 12:30 á laugardaginn. Þá mætum við nágrönnum okkar frá Garðabæ í Fótbolta.net mótinu. Leikurinn verður fjórða viðureign liðanna í Fótabolta.net mótinu frá upphafi. Tveir af þremur leikjum til þessa voru úrslitaleikir sem Breiðablik vann.


09.01.2018

Gísli hjá Haugasundi

Miðjumaðurinn snjalli Gísli Eyjólfsson dvelur nú í nokkra daga hjá norska úrvalsdeildarliðinu FK Haugesund við æfingar og keppni.


06.01.2018

Blikar spila til úrslita á Íslandsmóti í Laugardalshöllinni

Þrátt fyrir að Íslandsmótið innanhúss (fútsal) fari ekki hátt eru Blikar að spila þar til úrslita í meistaraflokkum karla og kvenna. Í meistaraflokki kvenna eru ungar Blikastelpur að gera góða hluti. Í meistaraflokki karla eru það AugnaBlikar sem eru að koma skemmtilega á óvart og eru komnir alla leið í úrslitaleikinn.


31.12.2017

Fjör í Smáranum og Fífunni

Hinn árlegi Gamlársbolti fór fram í Fífunni í dag. Tæplega 70 Blikar á aldrinum 19-72 ára mættu og spiluðu hressilegan bolta í tæpa tvo tíma.


30.12.2017

Flugeldar og áramótabrenna 2017

Við sendum ykkur öllum hátíðarkveðjur. Um leið vekjum við athygli á samstarfi Blika og Hjálparsveitar skáta í Kópavogi! Við minnum líka á áramótabrennuna á sínum stað á Gamlárskvöld!


29.12.2017

Arnór Gauti aftur til Blika!

Framherjinn duglegi Arnór Gauti Ragnarsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Blika á nýjan leik. Hann skipti yfir í ÍBV síðasta sumar og lék þar 24 leiki í deild og bikar og skoraði 5 mörk.


24.12.2017

Jólakveðja 2017

Jólakveðja stuðningsmannavefs meistaraflokka Breiðabliks 2017


20.12.2017

Óskar skrifar undir þriggja ára samning

Miðjumaðurinn snjalli Óskar Jónsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Blika. Óskar er mjög klókur leikmaður sem les leikinn vel. Það verður spennandi að sjá hvernig hann þróast á næstu árum.


16.12.2017

Skötuveisla Breiðabliks 2017

Skötuveisla Breiðabliks að hætti Hauks Valdimarssonar matreiðslumeistara verður í Smáranum (stúkubyggingunni) föstudaginn 22.desember milli kl.11:00 - 14:00.


15.12.2017

„Blikar Jólastjarna“

Blikar léku til úrslita gegn Stjörnunni í BOSE mótinu í gærkveldi og fór leikurinn fram í Fífunni. Bæði lið búin að eiga gott mót og nú var barist um sigurlaunin, nýtt hljóðkerfi í klefann. Og svo fylgir sigri í þessu móti örlítill montréttur fram til 4. janúar.


14.12.2017

Íslensk Knattspyrna 2017

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2017 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 37. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. Bókin er 272 blaðsíður og myndirnar í henni eru rúmlega 380. Þar eru m.a. liðsmyndir af sigurvegurum í öllum deildum og flokkum, öllum liðum sem fóru upp um deild í meistaraflokkum karla og kvenna, og svo af miklum fjölda annara liða og einstaklinga.


14.12.2017

Breiðablik - Stjarnan í BOSE mótinu í Fífunni í kvöld kl.19:00

Breiðablik og Stjarnan spila um 1. sætið í BOSE 2017 mótinu í Fífunni í kvöld kl.19.00. Blikar unnu SoundSport- riðilinn með 8-1 sigri á liði Víkings R og 1-1 jafntefli gegn KR-ingum. Stjarnan vann Soundtouch-riðilinn með 1-0 sigrum á FH og Fjölnismönnum.


12.12.2017

Skúli aftur lánaður til Leiknis R.

Miðherjinn stóri og stæðilegi Skúli R. Kristjánsson Sigurz hefur aftur verið lánaður til Leiknismanna í Breiðholti. Skúli endurnýjaði samninginn sinn við Blika til þriggja ára í síðustu viku en ákvað að fara aftur í Breiðholtið til að fá meiri spilatíma


07.12.2017

Damir með nýjan 3 ára samning

Miðvörðurinn snjalli Damir Muminovic hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Damir sem er 27 ára gamall hefur spilað 130 leiki með Blikunum og skorað í þeim 6 mörk. Hann kom til okkar árið 2014 og hefur verið einn besti miðvörður landsins undanfarin ár.


05.12.2017

Karl með þriggja ára samning við Blika

Karl Friðleifur Gunnarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Hann er einungis sextán ára gamall, fæddur árið 2001 og er einn af efnilegustu leikmönnum félagsins.


05.12.2017

Kolbeinn tryggði stigið

Blikar og KR gerðu 1:1 jafntefli í riðlakeppni BOSE mótsins í meistaraflokki karla. Blikar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en þrátt fyrir mörg ágæt færi þá vildi tuðran ekki inn. Hins vegar gáfum við þeim röndóttu mark á silfurfati og það var ekki fyrr en á lokamínútum leiksins sem unglingalandsliðsmaðurinn ungi og efnilegi Kolbeinn Þórðarson jafnaði með miklu harðfylgi.


04.12.2017

Skúli Sigurz með nýjan þriggja ára samning

Miðherjinn stóri og stæðilegi Skúli E. Kristjánsson Sigurz hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.


02.12.2017

KR - Breiðablik í BOSE mótinu í Egilshöll kl. 20:00 á mánudaginn

Þetta er annar leikur beggja liða í SoundSport-riðlinum þetta ár. Fyrri leikur okkar manna var gegn Viking R. sem við unnum með fáheyrðum yfirburðum eða 8-1 (nánar um leikinn hér). Fyrri leikur KR-inga var einnig gegn Víkingum R en þar bitu Fossvogsdrengir í skjaldarendur og unnu 3:1.


30.11.2017

Kolbeinn Þórðarson til reynslu hjá Bröndby

Kolbeinn Þórðarson hefur undanfarna daga verið til reynslu hjá danska toppliðinu Brøndby. Þar hefur hann æft með U19 ára liði félagsins en þetta er í annað sinn sem hann fer til Brøndby síðan tímabilinu lauk hér heima.


25.11.2017

Arnþór Ari skrifar undir nýjan 3 ára samning

Þær gleðifregnir voru að berast að leikmaðurinn knái Arnþór Ari Atlason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Arnþór Ari sem er 24 ára gamall á að baki 104 leiki með meistaraflokki Breiðabliks og hefur skorað í þeim 23 mörk.


24.11.2017

Willumssynir skrifa undir við Blika

Bræðurnir efnilegu Willum Þór og Brynjólfur Darri Willumssynir hafa báðir skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Willum Þór sem er 19 ára var að framlengja fyrri samning sinn við félagið en Brynjólfur Darri sem er 17 ára var að skrifa undir sinn fyrsta samning við Breiðablik.


18.11.2017

Fáheyrðir yfirburðir

Blikaliðið virkaði ferskt og afslappað í leiknum. Boltinn var látinn ganga hratt manna á millum og áttu Fossvogsdrengirnr ekkert svar við sambabolta okkar pilta. Ágúst tefldi fram nokkuð reyndu liði í byrjun en það sama gerðu Víkingarnir. En það skipti engu máli hver kom inn hjá Blikum; gæði leiksins duttu ekkert niður.


17.11.2017

Jonathan Hendrickx til Blika

Belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Jonathan sem er 23 ára gamall leikur yfirleitt í stöðu hægri bakvarðar. Hann er fljótur og leikinn með góða sendingargetu.


16.11.2017

Breiðablik – Víkingur R í BOSE mótinu í Fífunni kl. 10:00 á laugardaginn

Fyrsti leikur meistaraflokks karla á þessu undirbúningstímabili fer fram í Fífunni á laugardaginn kl.10.00. Þá mætum við röndóttum Reykjavíkur Víkingum á BOSE-mótinu i knattspyrnu.


11.11.2017

Ágúst með stuðningsmannafund

Ágúst Gylfason, þjálfari meistaraflokks karla, hélt fund með stuðningsmönnum Blika í Glersalnum á Kópavogsvelli á föstudagskvöldið. Þar fór hann yfir prógrammið framundan og hvernig hann sér möguleika Blikaliðsins í baráttunni framundan.


07.11.2017

Ólafur Íshólm semur til tveggja ára við Blika

Markvörðurinn Ólafur Íshólm Ólafsson hefur framlengt samning sinn við Breiðablik til tveggja ára. Ólafur sem er 22 ára gamall kom til okkar frá uppeldisfélagi sínu Fylki í vor


27.10.2017

,,Mikil áskorun að taka við Blikunum” segir Ágúst Gylfason nýr þjálfari meistaraflokks karla

Eins og flestir Blika vita hefur Ágúst Gylfason nú tekið við sem þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá félaginu. Ágúst, sem er 46 ára gamall, á að baki glæsilegan feril sem leikmaður. Hann lék yfir 200 leiki með Val, Fram, KR og Fjölni á Íslandi og lék þar að auki sem atvinnumaður með Brann í Noregi í fjögur ár og eitt ár í Sviss.


25.10.2017

Agúst tekur formlega við Blikum

Gengið var frá ráðningu Ágústar Gylfasonar sem þjálfara meistaraflokks karla hjá Blikum í dag með formlegri undirskrift í stúkunni á Kópavogsvelli. Samningurinn er til þriggja ára. Á sama tíma var gengið frá ráðningu Guðmundur Steinarssonar sem aðstoðarþjálfara meistaraflokksins.


15.10.2017

Tölfræði 2017 - Samantekt

Þriðja árið í röð er Gunnleifur Gunnleifsson eini leikmaður meistaraflokks karla sem nær að spila allar 1980 mínútur í Pepsi-deildar leikjum Blikaliðsins 2017


06.10.2017

Ágúst Gylfason til Blika

Ágúst Gylfason hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Breiðabliki. Samningurinn er til þriggja ára.


03.10.2017

Milos ekki áfram með Blika

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Milos Milojevic þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um að samningur Milosar um þjálfun liðsins verður ekki endurnýjaður þegar hann rennur út núna í október


02.10.2017

Kolbeinn fer til æfinga hjá Bröndby

Miðjumaðurinn efnilegi Kolbeinn Þórðarson fer til Danmerkur á föstudaginn þar sem hann mun æfa með danska stórliðinu Bröndby í viku.


30.09.2017

Íslensk Já takk!

Tveir sigurleikir í röð hjá Blikaliðinu núna í lok móts er örlítill plástur á sárið hjá leikmönnum og stuðningsmönnum eftir þetta mikla vonbrigðasumar. Liðið sýndi mikinn karakter í sigrinum gegn ÍBV og í þessum leik sannaði Blikaliðið hve margir góðir knattspyrnumenn eru þar innanborðs. Gísli Eyjólfs var gríðarlega öflugur á miðjunni og einnig átti Willum fínan leik aftarlega á miðjunni.


30.09.2017

RISA Pallaball í Smáranum 30. september

RISA Pallaball í Smáranum Kópavogi 30.september. Einn vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar Páll Óskar kemur fram á RISA Pallaballi í íþróttahúsinu Smáranum Kópavogi.


26.09.2017

FH - Breiðablik í PEPSI laugardaginn 30. september kl. 14:00

Annars hefur okkur gengið vel að ná í stig (eintala) í Krikanum undanfarin 4 ár. Árið 2013 gera liðin 0-0 jafntefli, en svo koma þrjú 1-1 jafntefli röð frá 2014 til 2016. Samtals 4 stig í 4 heimsóknum 2013-2016.


25.09.2017

Úff !

Blikar munu leika í PEPSI deildinni á næsta ári og það er fagnaðarefni. Þó mótinu sé ekki lokið er ekki eftir neinu að bíða að hefja undirbúning fyrir næsta tímabil. Ljóst er að við Blikar þurfum að skoða okkar mál vel og af yfirvegun. Það hefur eitthvað farið úrskeiðis á leiðinni og það þarf að finna útúr því hvað það er. Það þýðir lítið að vera bara með upphrópanir og heimta höfuð stjórnamanna o.s.frv.


20.09.2017

Breiðablik - ÍBV í PEPSI sunnudaginn 24. september kl. 14:00

Vörður býður frítt á völlinn þegar Breiðabliksliðið fær lið ÍBV í heimsókn á Kópavogsvöll í 21. umferð PEPSI karla á sunnudaginn kl. 14:00.


17.09.2017

Í dimmum dal

Blikar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og pressuðu stíft á mark heimapilta fyrstu mínúturnar. Það skilaði marki á 52. mínútu. Martin Lund var felldur í teignum og vítaspyrna dæmd. Tokic þrumaði knettinum í netið og héldu nú Blikar í stúkunni að stutt væri í jöfnunarmark.


15.09.2017

Grindavík - Breiðablik í PEPSI sunnudaginn 17. september kl. 16:00

Blikar skella sér suður með sjó á sunnudaginn til að etja kappi við sprækt lið Grindvíkinga í 20. umferðar Pepsi-deildar karla. Liðin verma nú 6. og 7. sæti stigatöflunnar með 24 og 25 stig. Bæði lið töpuðu leikjum sínum í 18. umferð og þurfa því stig til að gulltryggja áframhald í deildinni.


15.09.2017

Vandræðalegt

Seinni hálfleikurinn byrjaði vel. Andri Rafn vann boltann á miðjunni, lék vel fram og dró til sín 2 varnarmenn og sendi á Martin Lund sem lagði boltann framhjá Beiti í markinu. Allt í einu var kominn fótboltaleikur á ný.


11.09.2017

Breiðablik - KR í PEPSI fimmtudaginn 14. september kl. 17:00

Nítjánda umferð Pepsi-deildar karla verður leikin á fimmudaginn. Breiðablik fær KR í heimsókn á Kópavogsvöll. KR-ingar eru í 4 sæti með 26 stig. Við Blikar erum í 7. sæti með 24 stig.


11.09.2017

Markaþurrð

Ágæt mæting var á Hlíðarenda í gær og gerðu töluvert margir Kópavogsbúar sér ferð yfir lækinn til að berja leikinn augum. Valsmenn vökvuðu völlinn hressilega fyrir leik og nú átti greinilega að auka hraðan á knettinum fyrir eldfljóta framherja rauða liðsins. Blikaliðið lá aftarlega í byrjun leiksins og var mikill kraftur í framlínumönnum heimapilta á fyrstu mínútum.


10.09.2017

200 leikjamenn heiðraðir

Knattspyrnudeildin, í samstarfi við stuðningsmannavefinn blikar.is, heldur áfram að heiðra þá leikmenn sem hafa náð ákveðnum vörðum á leikmannaferlinum með Blikaliðinu. Fyrir leik okkar manna gegn ÍA í lok ágúst stóð knattspyrnudeildin og blikar.is fyrir ánægjulegri verðlaunaafhendingu, en þá voru nokkrir leikmenn heiðraðir fyrir að hafa leikið 200 leiki eða fleiri með meistaraflokki karla.


06.09.2017

Valur - Breiðablik í PEPSI sunnudaginn 10. september kl. 19:15

Blikar eru með gott tak á Valsmönnum í efstu deild frá því að liðin komu upp úr 1. deildinni síðast - Valur árið 2005 og Breiðablik árið 2006 - því að í 23 viðurgeignum heima og heiman hafa Blikar unnið 12 sinnum, Valur 5 sinnum og jafnteflin eru 6.


31.08.2017

Úrslit í Breiðablik OPEN 2017

Breiðablik OPEN fór fram í 12. sinn á Selsvelli við Flúðir s.l. föstudag. Veðurguðirnir voru sem fyrr afar hliðhollir en þó var fyrirkomulag mótsins af þeirra hálfu nokkuð breytt frá í fyrra og voru nú fyrstu 12 holurnar leiknar í 14 stiga hita logni og skýjuðu en síðustu 6 í léttum, hægvaxandi og frískandi sumarúða.


28.08.2017

Sígandi lukka

Blikar tóku strax öll völd á vellinum. Þegar á þriðju mínútu átti Martin Lund þrumuskot í vinkilstöngina og boltinn dansaði eftir línunni. Ótrúlegt að tuðran hafi ekki farið inn þá. Drifnir áfram af góðum leik miðjumannsins unga Willums Þórs þá sundurspiluðum við ráðvillta Skagamenn. Á tuttugustu mínútu skilaði sóknarþunginn loksins marki.


26.08.2017

Breiðablik - ÍA í PEPSI sunnudag 27. ágúst kl. 18:00

17. umferð Pepsi-deildar karla verður leikin um helgina. Blikaliðið fær ÍA í heimsókn á Kópavogsvöll á sunnudaginn. Hjá Blikum er Gísli Eyjólfsson er í leikbanni með 4 gul spjöld en Kristinn Jónsson og Arnþór Ari Atlason eru aftur gjaldgengir eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik.


21.08.2017

Einstefna í Ólafsvík

Svona leikur á að skila 4-5 marka sigri að lágmarki og þó ekki væri nema til að laga markatöluna sem er enn neikvæð. Blikaliðið spilaði hinsvegar mjög vel í þessum leik og virkaði heilsteypt og með sjálfstraustið í lagi. Baráttan til háborinnar fyrirmyndar í +90 mínútur. Undirritaður er ekki mikið fyrir að taka einstaka leikmenn út úr jöfnunni en á því eru fáar undantekningar og það skal fullyrt hér og nú að Andri Rafn Yeoman er að spila í landsliðsklassa, segi og skrifa. Þvílík yfirferð og vinnsla.


21.08.2017

Breiðablik - Vinnustofa

Undanfarin misseri hefur farið fram talsverð umræða innan raða Breiðabliks um ímynd félagsins og ræddar hafa verið leiðir til að styrkja hana á ýmsa vegu. Mikil stefnumótunarvinna hefur farið fram innan okkar raða hjá deildum og félagið hefur aldrei verið öflugra. Þann 29. ágúst verður haldin í Smáranum vinnustofa á vegum félagsins þar sem þessi mál verða til umfjöllunar í breiðu samhengi.


20.08.2017

Gunnleifur Gunnleifsson framlengir samning sinn við Breiðablik

Gunnleifur hefur leikið 174 mótsleiki með Breiðablik, þar af 103 í efstu deild, en hann gekk til liðs við Breiðablik árið 2013 frá FH. Gulli hefur leikið 26 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og 254 leiki í efstu deild á Íslandi er því kominn í hóp leikjahæstu leikmanna deildarinnar frá upphafi.


19.08.2017

Víkingur Ó. – Breiðablik í PEPSI sunnudaginn 20. ágúst kl.18:00

16. umferð Pepsideildar karla verður leikin um helgina. Blikar eiga leik á sunnudaginn en þá mætum við baráttujöxlunum úr Víking Ó á þeirra heimavelli í Ólafsvík. Liðin eru á svipuðum stað í töflunni eftir 15 leiki. Ólafsvíkurliðið er með 19 stig í 7. sæti – einu stigi meira en Breiðablik þegar 15 umferðir eru búnar.


16.08.2017

Breiðablik OPEN 2017

Tólfta opna golfmót knattspyrnudeildar Breiðabliks verður haldið föstudaginn 25. ágúst n.k. og hefst kl.13:00. Mótið fer fram á golfvellinum að Flúðum, eins og undanfarin ár.


15.08.2017

Fleiri mörk og stöðugleiki óskast

Blikar byrjuðu með látum og við vorum komnir með forystu eftir aðeins 3 mínútur. Martin hóf skyndisókn og Arnþór Ari lagði boltann laglega til Arons til vinstri. Hann stýrði knettingum fallega fram hjá Róbert í Víkingsmarkinu. Vel gert hjá Aron og þetta leit vel út.


11.08.2017

Breiðablik – Víkingur R í PEPSI mánudag 14. ágúst kl. 18:00

Það má búast við hörkuleik á mánudagskvöld enda hafa þessi lið eldað grátt silfur saman alveg frá því að Breiðablik hóf að leika knattspyrnu árið 1957.


10.08.2017

Gjöf í Garðabænum

Milos tók nokkra áhættu með því að breyta sigurliði og spila öðruvísi taktík. En á vissan hátt gekk það upp í fyrri hálfleik því Stjörnumenn voru ekki að skapa sér mikið af færum þrátt fyrir að þeir væru meira með boltann.


08.08.2017

Andri Rafn gerir nýjan þriggja ára samning

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann þegar spilað 263 leiki með meistaraflokki og skorað í þeim 14 mörk. Hann á einnig að baki 23 leiki með yngri landsliðum Íslands.


06.08.2017

Stjarnan - Breiðablik í PEPSI miðvikudaginn 9. ágúst kl. 20:00

Blikar ætla að bregða sér af bæ á miðvikudaginn og heimsækja granna sína í gamla Garðahreppi, nú Garðabæ. Tilefnið er ærið því þar er eru 3 stig í boði fyrir Blika í viðureign við andskota sína í Stjörnunni


03.08.2017

Kolbeinn með 3 ára samning

Hinn ungi og efnilegi miðjumaður Kolbeinn Þórðarson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Kolbeinn sem er 17 ára gamall á að baki 8 leiki með meistaraflokknum.


01.08.2017

Ágætis byrjun.

Blikar byrjuðu vel og voru mjög frískir fyrstu mínúturnar. Sér í lagi var Kristinn Jónsson eins og kálfur að vori. Mikið líf í kringum hann og Aron á upphafsmínútunum. Boltinn gekk hratt manna á milli og það var sjálfstraust í liðinu og menn þorðu að spila inn í miðsvæðið, nokkuð sem hefur oft vantað í sumar. Færin létu þó bíða eftir sér og okkar menn voru ekki nógu grimmir við vítateiginn. Blikar fengu 6 hornspyrnur í fyrri hálfleik en náðu ekki að skapa hættu


30.07.2017

Breiðablik - Fjölnir í PEPSI mánudaginn 31. júlí kl. 19.15

Næsti leikur Blika er mánudaginn 31. júlí kl. 19:15 gegn Fjölni sem er á miklu skriði um þessar mundir. Leikurinn er á Kópavogsvelli og ljóst að sá leikur þarf nauðsynlega að vinnast ef þetta leiktímabil á að skila áþreifanlegum árangri.


30.07.2017

Þórður Steinar til Blika

Þórður Steinar Hreiðarsson hefur gengið til liðs við Breiðablik frá og með deginum í dag. Þórður Steinar (Doddi) er öflugur þrítugur varnarmaður með mikla reynslu sem lék með Breiðablik með góðum árangri 2011 - 2014.


29.07.2017

Sveinn Aron Guðjohnsen til Breiðabliks

Sveinn Aron Guðjohnsen er genginn í raðir Breiðabliks frá Val. Sveinn Aron er 19 ára gamall og hlaut lengst af knattspyrnuuppeldi sitt hjá FC Barcelona þar sem faðir hans Eiður Smári Guðjohnsen var atvinnumaður hjá stórliðinu á Camp Nou.


28.07.2017

Höskuldur Gunnlaugsson til Halmstad

Höskuldur Gunnlaugsson, framherjinn knái í Breiðablik er á leið til úrvalsdeildarliðsins Halmstad í Svíþjóð.


28.07.2017

Kristinn Jónsson til Breiðabliks

Þau frábæru tíðindi voru að berast að Kristinn Jónsson hefur gengið aftur til liðs við Breiðablik og mun leika með liðinu til loka þessa keppnistímabils í það minnsta.


27.07.2017

Viktor Örn lánaður til ÍA

Viktör Örn Margeirsson hefur verið lánaður til ÍA út tímabilið 2017


27.07.2017

Leighton McIntosh æfir með Blikum

Framherjinn Leighton McIntosh er til skoðunar hjá hjá meistaraflokki Breiðabliks. Leighton er stór og stæðilegur framherji.


25.07.2017

Ó, Akureyri

Fögnuður Blika eftir leikinn var fölskvalaus. Gunnleifur fyrirliði fylkti liði sínu eftir leikinn í átt að Blikahópnum í brekkunni sem fagnaði þeim vel og innilega undir Andrésarfánanum góða og þakkaði fyrir frábæran stuðning. Hann vildi líka þakka Oliver Sigurjónssyni samveruna og einstaka þjónustu við Breiðablik.


24.07.2017

Oliver seldur til FK Bodö/Glimt

Breiðablik og FK Bodø/Glimt hafa náð samkomulagi um kaupverð á Oliver Sigurjónssyni


21.07.2017

KA - Breiðablik í PEPSI sunnudaginn 23. júlí kl. 17:00

Við hvetjum alla Blika til að fjölmenna norður á sunnudaginn. Þetta verður hörkuleikur, spáin mjög góð þannig að allar ytri aðstæður gefa tilefni til bjartsýni. Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!


19.07.2017

Páll Olgeir og Dino til Blika

Páll Olgeir Þorsteinsson er kominn heim og búinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Blika. Samningur við serbneska leikmanninn Dino Dolmagic. Og Elfar Freyr Helgason er mættur aftur í Kópavoginn.


10.07.2017

Leikur hinna glötuðu tækifæra!

Blikaliðið fær nú tveggja vikna pásu því við höfum þegar klárað FH-leikinn úr elleftu umferð. Næsti leikur er gegn KA mönnum á Akureyri sunnudaginn 23. júlí kl.17.00. Þar sem nú gengur í garð hásumarleyfistími þá hvetjum við alla Blika til að streyma norður


06.07.2017

ÍBV – Breiðablik í PEPSI sunnudaginn 9. júlí kl. 17:00

Breiðabliksliðið fer á erfiðan útivöll þegar Blikar mæta ÍBV í Pepsi-deildinni á Hásteinsvelli á sunnudaginn klukkan 17:00. Eyjamenn hafa verið grimmir undanfarið. Unnu góðan heimasigur á KR um daginn og slógu lið Víkinga Reykjavík út í 8 liða úrslitum Borgunarbikarsins um síðustu helgi með sigurmarki frá fyrrverandi leikmanni Blika, Arnóri Gauta Ragnarssyni.


04.07.2017

Lýst eftir lafði Lukku!

Blikaliðið spilaði á margan hátt frábæran bolta í leiknum. Menn þorðu að láta knöttinn ganga en því miður var sóknarlína þeirra hvítklæddu beitt í dag. Bakverðirnir okkar áttu reyndar erfiðan dag og fengu ekki heldur nægjanlegan stuðning frá kantmönnunum okkar gegn sterkum sóknarmönnum FH. Þetta hlýtur Milos að laga fyrir næsta leik. Það var ánægjulegt að sjá Oliver mæta aftur til leiks og lofar það góðu fyrir næstu leiki.


30.06.2017

Breiðablik - FH í PEPSI mánudaginn 3. júlí kl. 20:00

Þetta er eini leikurinn í Pepsi-deild karla þessa helgi. Leikurinn tilheyrir 11. umferð en var flýtt vegna þátttöku FH-inga í Evrópukeppni. Við hvetjum alla Blika til að mæta því þetta er skemmtileg stund sem menn hitta vini og kunningja til að ræða sameiginlegt áhugamál.


27.06.2017

Ráðgáta

Hvernig í ósköpunum við fórum að því að vinna ekki þenna leik er ráðgáta af dýrari gerðinni. En svona í tilefni dagsins má kannski segja að Blikar hafi boðið upp á hálfan Harry Potter á opinberum afmælisdegi hans. Ráðgátan var til staðar en það vantaði galdurinn. Það kemur.


23.06.2017

Breiðablik – Grindavík í PEPSI mánudaginn 26. júní kl. 20:00

Blikar taka á móti spútnik liði Grindvíkinga í stórleik 9. umferðar Pepsi-deildar karla á mánudaginn. Heildarfjöldi innbyrgðis viðureigna liðanna í öllum mótum er 41 leikur þar sem Grindvíkingar leiða með 17 sigrum gegn 15 sigrum Blika.


21.06.2017

Rán í Vesturbænum

Á margan hátt getum verið ánægð með spilamennsku Blikaliðsins í Vesturbænum. Það var mikil barátta í liðinu og oft sáust lipurlegar sóknarlotur í leiknum. Varnarlínan hélt vel og Gulli var öruggur í markinu.


16.06.2017

KR - Breiðablik í PEPSI mánudaginn 19. júní kl. 20:00

Breiðablik og KR hafa mæst 82 sinnum í opinberum leikjum frá upphafi. KR hefur vinninginn með 40 sigra gegn 19 sigrum Blika. Jafnteflin eru 24. Skoruð mörk í þessum leikjum eru 209 eða 2.6 mark per leik.


15.06.2017

Súrt!

Það var allt til alls í Kópavoginum í kvöld, 2 frábær knattspyrnulið að mætast við ákjósanlegar aðstæður og umgjörðin til fyrirmyndar hjá Blikum.


11.06.2017

Breiðablik – Valur í PEPSI miðvikudaginn 14. júní kl. 19:15

Fyrir leik ætlar Vörður tryggingar að bjóða upp á pylsur, gos, popp og blöðrur. Einnig verða á svæðinu bæði hoppukastali og Bubble Ball leikvöllur sem er tilvalið að spreyta sig á.


11.06.2017

Patrik Sigurður með þriggja ára samning

Breiðablik samdi nýverið við Patrik Sigurð Gunnarsson til þriggja ára. Patrik sem er fæddur árið 2000 er afar efnilegur markvörður og er uppalinn Bliki.


06.06.2017

Blikar lögðu ÍA

Blikar mættu Skagamönnum í 6.umferð Pepsi deildarinnar á Skipaskaga í gær. Blikar búnir að ná 6 stigum í hús í síðustu 2 leikjum og Skagamenn náðu í sín fyrstu stig með sannfærandi sigri á ÍBV þar syðra í 5. umferð. Bæði lið því búin að reka af sér slyðruorðið ef svo má segja, eftir arfaslaka byrjun í mótinu.


06.06.2017

Þungavigarmenn á æfingu Blika!

Blikaliðið hefur fengið ansi mikla styrkingu á æfingum þessa dagana! Landsliðsmenn Íslands hafa streymt til landsins vegna landsleiksins við Króatíu og nokkrir þeirra hafa æft með Blikaliðinu að undanförnu


04.06.2017

ÍA - Breiðablik í PEPSI mánudaginn 5. júní kl. 19:15

Leikur ÍA og Breiðabliks á Norðurálsvellinum á Akranesi á mánudaginn er 109. viðureign liðanna í öllum mótsleikjum frá upphafi; 53. viðureign liðanna í efstu deild frá upphafi og 27. viðureign liðanna í efstu deild á Akranesi.