BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ásgeir Helgi framlengir til 2027

14.03.2024 image

Varnarmaðurinn og unglingalandsliðsmaðurinn Ágeir Helgi hefur skrifað undir endurnýjun á samning við Breiðablik.

Ásgeir Helgi Orrason er fjölhæfur miðvörður. Hann er rólegur á boltanum og les leikinn vel. Ásgeir er fæddur í maí 2005. Ásgeir Helgi hefur spilað 12 leiki og skorað í þeim 1 mark fyrir Breiðablik en hann á einnig 8 landsleiki með yngri landsliðum.

Ferill

08.02.2022: Ásgeir Helgi Orrason skrifar undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

01.03.2022: Fyrsti mótsleikur Ásgeirs með meistarflokki var þegar hann kom inn á í sigurleik gegn Fjölni í Lengjubikarnum á Kópavogsvelli, þá 16 ára gamall.

02.02.2023: Miðvörðurinn Ásgeir Helgi undirritar nýjan samning við Breiðablik þá 17 ára gamall og byrjaður að æfa með meistarflokki.

Virkilega spennandi leikmaður sem við hlökkum til að fylgjast með á komandi árum.

Samningur gildir til ársins 2027????

Til baka