BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Nuddbyssur frá Dúddum

20.09.2023 image

Á dögunum færði stjórn UMF Dúdda fyrirliðum meistaraflokka félagsins í knattspyrnu 2 nuddbyssur að gjöf. Þessi tæki eru að mati sjúkraþjálfara framúrskarandi góð til meðhöndlunar á verkjum og eymslum í vöðvum.

UMF Dúddi var stofnað 2012 og tilgangur félagsins er að styðja við meistaraflokka félagsins og meðlimir eiga það allir sameiginlegt að vera Blikar og koma saman í Smáranum til að tippa. Afraksturinn (vinningarnir) eru síðan notaður til að styðja við markmið félagsins.

Þetta er reyndar ekki í fyrst sinn sem Dúddarnir styðja við meistaraflokkana því fyrir 2 árum festu Dúddar kaup á tveim Game Ready PRO kæli-og þrýstitækjum. Þetta eru samskonar tæki og notuð eru af sjúkraþjálfurum A-landsliða Íslands og afreks íþróttamönnum um allan heim og hafa reynst mjög vel við meðhöndlun leikmanna okkar.

image

Það voru stjórnarmenn Dúddanna þeir Sverrir Davíð Hauksson, Marinó Önundarson og Ólafur Björnsson sem afhentu meistraflokkunum nuddbyssurnar.

Til baka