BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Eiður Ben ráðinn til Breiðabliks

09.11.2023 image

Eiður Benedikt Eiríksson hefur verið ráðinn inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla hjá Breiðabliki og hóf hann störf í byrjun þessarar viku.

Eiður mun þar að auki koma að þjálfun og greiningum í starfi yngri flokka Breiðabliks í samstarfi með þjálfurum 4. – 2. flokks drengja. Eiður var nú síðast í þjálfarateymi KA sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.

Við bjóðum Eið hjartanlega velkominn til starfa en fyrsta verkefnið er einmitt stórleikurinn við KAA Gent sem fram fer á Laugardalsvelli í dag! 

image

Halldór Árnason aðalþjálfari býður Eið Benedikt velkominn til starfa.

Til baka