BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Víkingar engin fyrirstaða!

09.12.2023 image

Blikar unnu öruggan 3:1  sigur á Víkingum í úrslitaleik BOSE mótsins í knattspyrnu. Þrátt fyrir að þjálfarateymi Blika hafi gert fimm breytingar frá leiknum gegn Maccabi TelAviv þá voru yfirburðir okkar ljósir frá fyrstu mínútu. Breiðabliksliðið er á allt öðrum stað í leikformi en önnur lið á Íslandi í dag. Vonandi gefur þessi sigur okkur byr undir báða vængi fyrir leikinn gegn Zorya Luhan í Póllandi á fimmtudaginn.

Það voru þeir Alexander Helgi og Ágúst Hlyns sem gerðu mörk Blika í fyrri hálfleik. Gaman er að sjá hve Ágúst hefur reimað á sig markaskoraraskóna í undanförnum leikjum. Vonandi tekur hann þá með sér inn í næsta tímabil.

Yfirburðir Blikaliðsins voru einnig töluverðir í síðari hálfleik. Jason Daði setti þriðja markið fljótlega eftir leikhléið. Bæði lið höfðu reyndar tækifæri til að bæta við mörkum en af alkunnri gestrisni leyfðu okkar drengir Íslandsmeisturunum að setja eitt mark svona í jólagjöf. En öruggur 3:1 sigur Blika staðreynd og jólamúsíkin fær að hljóma úr nýjum Bose hljómtækjum á Kópavogsvelli næstu misserin!

Það er ekki heldur leiðinlegt að skoða tölfræðina gegn Íslandsmeisturunum á þessu tímabili. Við unnum þrjá leiki gegn þeim, töpuðum einum og einn endaði í jafntefli. Markatalan er okkur líka hagstæði. Við skoruðum 14 mörk gegn þeim þverröndóttu en fengum á okkur ellefu.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

-AP

Til baka