BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Fallegt í bleytu og belgingi

22.09.2014

Blikar mættu Víkingum í 20.umferð PEPSI deildarinnar í gær. Veðrið var alveg frábært. Suðaustan, stormur 13- 21 metri á sekúndu og úrkoma með köflum. Hiti rúmlega 11°C. Glöggir vallargestir tóku eftir því að stundum rigndi úr öllum áttum og brögð voru að því að sumir væru blautir á bak við eyrun á meðan það rigndi upp í nefið á öðrum. Það kom samt ekki í veg fyrir að tæplega 900 manns létu sig hafa það að fara á völlinn og kannski það hafi verið pylsurnar og hoppkastalinn í boði Tengis sem trekktu, því varla bjuggust menn við góðum fótbolta við þessar aðstæður.

Lesa

image description

SAGAN

1991

Nýliðar Breiðabliks í Samskipadeild karla voru það lið sem kom mest á óvart árið 1991. Liðið var í toppbaráttu lengi vel og margir eftirminnilegir leikir fóru fram.

Lesa