BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Árskort, Blikaklúbbskort og Afreksblikakort!- Tryggið ykkur miða!

05.04.2024 image

Ágætu stuðningsmenn!

Tryggið ykkur miða á Blikaleiki sumarið 2024!

Fyrsti leikur okkar Blika í Bestu deildinni er á Kópavogsvelli á mánudagskvöldið kl.19.15. Selt verður í númeruð sæti á Kópavogsvelli og taka menn sæti frá um leið og þeir ná í miðann í Stubbnum.

Breiðablik er fyrsta liðið í Bestu deildinni sem tekur af skarið og vinnur þetta með Stubb. Markmiðið er að bæta þjónustu við stuðningsmenn og gesti sem mæta á Kópavogsvöll.

Börn 16 ára og yngri fá miða sem eru þeim að kostnaðarlausu og geta þau eða forráðamenn þannig valið sæti. Sérstakt hlið þar sem barnamiðar eru skannaðir verður sett upp á Kópavogsvelli þar sem þeir miðar fara í gegn.

Þeir aðilar sem eru nú þegar greiða í Blikaklúbbinn mánaðarlega fá sín kort send til sín í gegnum Stubb og þurfa ekki að endurnýja aðild sína.  

Aðrir geta keypt Árskort með eingreiðslu eða gengið í Blikaklúbbinn og fengið Blikaklúbbskort og fest greiðslu mánaðarlega með þeim kjörum sem því fylgja.  

 Hægt að velja um fjóra möguleika:

  • Árskort ungir 16-26.ára
  • Árskort
  • Blikaklúbbskort – mánaðarleg greiðsla
  • Afreksbliki (einnig hægt að kaupa Afreksblikakort með föstu sæti)

Hægt að tryggja sér kort hér: Stubbur/Breiðablik/Passes

Nánari upplýsingar veita:

Vegna Árskorta: kalli"hjá"breidablik.is

Vegna Blikaklúbbskorta. blikaklubbur"hjá"gmail.com

Vegna Afreksblikakorta  eysteinn"hjá"breidablik.is

Það er gaman að vera Bliki! Skemmtileg upprifjun frá ferð Blikaklúbbsins til Eyja árið 1998: 

image

Til baka