BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Höskuldur framlengir samningi um 4 ár

05.04.2024 image

Á Herrakvöldi Breiðabliks var rétt í þessu verið að tilkynna að 300 leikja maðurinn okkar og fyrirliði, Höskuldur Gunnlaugsson, hafi skrifaðundir nýjan 4 ára samning í dag. Frábærar fréttir að okkar besti maður og fyrirliði verði áfram í okkar herbúðum næstu fjögur árin. 

Höskuldur er 5. leikjahæsti leikmaður meistaraflokks karla frá upphafi bæði, í fjölda mótsleikja og leikja í efstu deild, með 301 leik - einum leik frá því að jafna næsta mann, Elfar Frey Helgason. 

Fyrirliðinn hefur skorað 71 mörk í öllum mótsleikjum og er því 6. markahæsti leikmaðurinn frá upphafi. Í A-deild er Höskuldur 4. markahæsti með 36 mörk aðeins Kristinn Steindórsson (57). Thomas Mikkelsen (41) og Árni Vilhjálmsson (40) hafa skorað fleiri mörgi í efstu deild fyrir Breiðablik.

Landsleikir Höskuldar eru 8 með A-landsliðinu og 7 með U21 liðinu.

Höskuldur 12 farsæal ár að baki í grænu Breiðablikstreyjunni og nú bætast 4 ár við.

Ferill Höskuldar til þessa (unnið upp úr fréttum á blikar.is)

17.10.2023: Þrír ungir leikmenn sem voru að ganga upp úr 2. flokki skrifuðu í gær undir 3 ára samning við Breiðablik. Þetta eru þeir Gísli Eyjólfsson, Guðmundur Friðriksson og Höskuldur Gunnlaugsson. Þeir voru í lykilhlutverki í bikarmeistaraliði 2. flokksins síðasta sumar og hafa sýnt miklar framfarir undanfarin misseri...

21,10.2014: Meistara- og 2. flokkar karla og kvenna héldu uppskeruhátíð laugardaginn 18. októberber síðastliðinn. Hápunktur kvöldsins var þegar tilkynnt var um bestu leikmenn þessara flokka. Í meistaraflokki kvenna ar Fanndís Friðriksdóttir valinn best og Árni Vilhjálmsson í meistaraflokki karla.  Efnilegust voru Ingibjörg Sigurðardóttir og Höskuldur Gunnlaugsson...

02.02.2015: Höskuldur semur til 5 ára. Blikar fagna því að þessi skemmtilegi leikmaður hafi ákveðið að gera langtímasamning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Það verður gaman að fylgjast með Höskuldi í framtíðinni...

11.10.2015: Lokahóf meistarflokka knattspyrnudeildar Breiðabliks. Þegar að Borghildur Sigurðardóttir hafði sett hátíðina voru fulltrúar KSÍ og Icelandair mættir til að veita viðurkenningu til Höskuldar Gunnlaugssonar sem var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar.

27.07.2017: Höskuldur Gunnlaugsson til Halmstad. Framherjinn knái í Breiðablik er á leið til úrvalsdeildarliðsins Halmstad í Svíþjóð.  

25.04.2019: Höskuldur heim! Breiðablik hefur fengið sóknarmanninn Höskuld Gunnlaugsson lánaðan frá sænska félaginu Halmstad BK út þetta tímabil.

30.12.2019: Höskuldur í landsliðið. Blikinn hefur verið valinn í íslenska landsliðið sem spilar tvo æfingaleiki í Los Angeles um miðjan janúar. Höskuldur á að baki 7 landsleiki með U-21árs liði Íslands en hefur ekki spilað með A landsliðinu áður.

22.01.2020: Höskuldur heim! Breiðablik hefur gert 3ja ára samning við Höskuld Gunnlaugsson. Höskuldur sem er 25 ára gamall er uppalinn Bliki en hann á að að baki 139 leiki með félaginu og hefur skorað í þeim 33 mörk.

05.04.2024: Höskuldur framlengir samningi um fjögur ár. 

Viðurkenningar

2017 100 mótsleikir.

2021 200 mótsleikir.

2022 250 mótsleikir.

2024 300 mótsleikir. 

Aftur, frábærar fréttir að okkar besti maður og fyrirliði verði áfram í okkar herbúðum næstu fjögur árin.

image

Grafík: Halldór Halldórsson

Til baka