BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikahraðlestin valtaði yfir Stjörnuna

18.11.2023 image

Blikar unnu Stjörnuna örugglega 3:0 í fyrsta leiknum á BOSE mótinu. Greinilegt var að annað liðið var góðri leikæfingu en hitt nýbyrjað að æfa eftir frí.

Blikaliðið var miklu betra í leiknum og áttu Garðbæingar aldrei möguleika í leiknum. Staðan var orðin 2:0 eftir aðeins rúmlega þrjár mínútur og héldu sumir áhorfendur að gestirnir myndi bíða afhroð í leiknum.

Ágúst Hlyns skoraði fyrsta markið eftir aðeins rúmar 25 sekúndur og Jason Daði annað mark eftir rúmar þrjár mínútur. Þeir bláklæddu hresstust aðeins fljótlega en áttu varla færi í fyrri hálfleiknum. Sömu yfirburðir voru í síðari hálfleik. Stjarnan kom með nánast nýtt lið inn á eftir leikhlé. Hver sóknin á fætur annarri buldi á Stjörnumarkinu og var mesta furða hvernig gestirnir sluppu með skrekkinn.

En það var síðan Viktor Karl sem skoraði stórglæsilegt mark af um 45 metra færi. Hann vann knöttinn af miðjumanni Stjörnunnar og tók eftir því að markvörður gestanna var aðeins of framarlega. Sendi knöttinn því yfir hann með fastri ristarspyrnu og knötturinn söng í netinu. Algjört augnakonfekt!

Ágætis hollning var á Blikaliðinu í þessum leik. Halldór þjálfari tefldi fram öflugu liði og var fínn keyrsla á mannskapnum. Þetta var því ágætis æfingaleikur fyrir Evrópuleikina framundan. Að vísu spilum við líka við KR á föstudaginn á Kópavogsvelli þannig að strákarnir ættu að vera í góðu standi fyrir leikinn gegn Maccabi Tel Aviv fimmtudaginn 26. nóvember.

-AP

Til baka