BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Dagur Örn framlengir til 2026

15.04.2024 image

Góðar fréttir úr Smáranum í Kóðavogi

Dagur Örn Felsted framlengir samning sinn við Breiðablik. Dagur, sem er er uppalinn Bliki, var með gildandi samning til loka keppnistímabils 2025 en hefur nú framlengt fram yfir keppnistímabilið 2026. Dagur lék fyrri hluta síðasta tímabils á láni með Grindavík. Dagur hefur skorað 1 mark í 6 landsleikjum fyrir U19 ára landslið Íslands.

Dagur Örn skoraði sitt fyrst mark í efstu deild þegar hann kom inn á í sigurleiknum gegn Vestra á laugardaginn var. Tíðindamaður á staðnum skrifaði þetta um innkomu Dags í umfjöllunarpistli blikar.is.  "Þá var tvöföld skipting gerð á 82 mínútu þegar bæði Dagur Örn Fjeldsted og Færeyingurinn Patrik Johannessen komu inn fyrir þá Jason Daða og Kristin Steindórsson.  Sömuleiðis ákaflega klókar skiptingar sem sýndi sig strax á  85 mínútu þegar við fengum aukaspyrnu vinstra megin. Boltanum var rennt til hliðar á Patrik  sem átti bylmingsskot í stöng.  Þaðan barst boltinn út fyrir vítateig þar sem Dagur Örn tekur hann viðstöðulaust neðst í vinstra hornið. Stórglæsilega gert – við sjáum vonandi meira af slíku frá Degi – sem er mikið efni.  Hann er fæddur 2005 og var því enn á leikskóla þegar leikmenn eins og Andri Yeoman, Kristinn Steindórsson, Kristinn Jónsson og Arnór Aðalsteinsson urðu Íslands- og bikarmeistarar með Breiðabliki 2009 og 2010!"

Til hamingju með samninginn Dagur Örn!

image

Dagur Örn Fjeldsted í myndatöku fyrir Bestu deildina 2024.

Til baka