BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Umspil Sambandsdeildar UEFA 2023/24: FC Struga – Breiðablik

21.08.2023 image

Níundi Evrópuleikur okkar manna á þessu tímabili verður gegn FC Struga frá Norður Makedóníu.

Fyrri leikurinn er í Makedóníu fimmtudaginn 24. ágúst kl.15:00!

Um er að ræða tveggja leikja einvígi um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA 2023/24.

image

Blikar í Evrópukeppnum UEFA 2023/24

Forkeppni - Meistaradeild

Í júní þegar dregið var í forkeppni Meistaradeildarinnar kom liðið Tre Penne frá San Marínó upp úr pottinum sem fyrsti andstæðingur Breiðabliks í forkeppni Meistaradeildarinnar. Forkeppnin fór fram á Kópavogsvelli dagana 27. & 30. júní 2023. Leikurinn við San Marínó liðið var í undanúrslitum. Breiðablik vann leikinn 7:1 og spilaði úrslitaleikinn gegn Budućnost Podgorica. Blikar unnu þann leik 5:0 og tryggðu sér þar sæti í undankeppni Meistaraseildarinnar.

Undankeppni – Meistaradeild

1.umferð - Breiðablik mætti írsku meisturunum Shamrock Rovers í 1. umferð undankeppninnar og gerði sér lítið fyrir og slógu þá írsku út með 0:1 sigri í Dublin og 2:1 sigri á Kópavogsvelli.

2. umferð - Blikar mættu dönsku meisturunum FC Copenhagen í 2. umfeð. FCK vann báða leikina: 0:2 á Kópavogsvelli og 6:3 á Paken í Kaupmannahöfn.

Undankeppni - Evrópudeild

3. umferð – Blikaliðið tók þátt í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar og mætti þar Zrinjski frá Mostar í Bosníu-Hersegóvínu. Fyrri leikurinn í Mostar lauk með stórsigri heimamanna 6:2. Nánar um leikinn hér> "Þeir gættu brúarinnar". Seinni leikurinn var á Kópavogsvelli og lauk með 1:0 sigri okkar manna. Nánar um leikinn hér> Mikilvægt skref í átt að Evrópu! Zrinjiski vann einvígið samanlagt 6:3.

Umspil (play-off) – Sambandsdeild

Umspil – Breiðablik mætir FC Struga frá Norður Makedóníu í umspilseinvígi um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA 2023/24. Fyrri leikurinn er í Norður Makedóníu, fimmtudaginn 24. ágúst. Flautað verður til leiks kl.15:00 (GMT) 17:00 (CET). Seinni leikurinn verður á Kópavosgvelli fimmtudaginn 31. ágúst kl.16:45 (GMT) 19:45 (CET).

Um andstæðinginn

image

Saga FC Struga Trim & Lum

Þörfin fyrir knattspyrnufélag í borginni Struga varð til þess að forystumenn byggingarfyrirtækisins Trim & Lum stofnuðu FC Struga í ágúst 2015 og skráðu liðið til keppni í 4. deild sem liðið vann á fyrsta ári. Árið eftir vann FC Struga 3. deildina með yfirburðum; 17 sigrar, 8 jafntefli og aðeins 1 tap. Eftir 2 ár í 2. deild, og aðeins 4 ár frá stofnun félagsins, var Struga liðið komið í efstu deild – fyrsta og eina lið Makedóníu til að komast upp í efstu deild á svo fáum árum frá stofnun félags.

Evrópuþáttaka FC Struga

FC Struga tók þátt í Sambandsdeild UEFA 2021/22 og tapaði samanlagt 2:5 fyrir FC Liepaja frá Lettlandi í 1.umf undankeppni.

Sem sigurvegarar í Makedónísku deildinni 2022 tók liðið þátt í Meistardeild UEFA 2023/24 en tapaði einvíginu við Zalgiris 1:2.

Í Sambandsdeildinni hefur félagið unnið 2 leiki: Budućnost Podgorica samanlagt 5:3 í 2.umf undankeppni og Swift Hesperange 4:3 í 3.umf undankeppni Sambandsdeildarinnar 2023/24.

Saga Blika í Evrópukeppnum

image

Karlalið Breiðabliks hefur tekið þátt í Evrópukeppnum 5 ár í röð og í 9 ár af 13 mögulegum – fyrst árið 2010. Leikurinn við FC Struga í Makedóníu á fimmtudaginn verður 36. Evrópuleikur Blikaliðsins frá upphafi. 

Þátttaka í Evrópumótum til þessa:

- Meistaradeild: 2023, 2011.

- Evrópudeild: 2023, 2020, 2019, 2016, 2013, 2010.

- Sambandsdeild: 2023, 2022, 2021.

Liðin sem Blikar hafa mætt í Evrópuleikjum:

2023 - Zrinjski Mostar, FC Copenhagen, Shamrock Rovers, Buducnost Podgorica, Tre Penne.

2022 - Istanbul Basaksehir, Buducnost Podgorica, UE Santa Coloma.

2021 - Aberdeen, Austria Wien, Racing Union.

2020 - Rosenborg.

2019 - Vaduz.

2016 - Jelgava.

2013 - Aktobe, Sturm Graz, FC Santa Coloma.

2011 - Rosenborg.

2010 - Motherwell.

Samtals 35 leikir í 13 löndum - 15 sigrar, 5 jafntefli, 15 töp.

Flestir leikir í Evrópukeppnum:

2023: Í gangiSambandsdeild UEFA: Umspil. FC Struga. Evrópudeild UEFA. Undankeppni: 3 umf. Zrinjski Mostar. Meistaradeild UEFA. Undankeppni: 2.umf. F.C.Copenhagen. 1.umf. Shamrock Rovers. Forkeppni: undanúrslit - Tre Penne og úrslit - Buducnost Podgorica.

2022: Sambandsdeild UEFA. Undankeppni: 3.umf. Istanbul Basaksehir - 2.umf. Buducnost Podgorica - 1.umf. UE Santa Coloma.

2021: Sambandsdeild UEFA. Undankeppni: 3.umf. Aberdeen FC - 2.umf. Austria Wien - 1.umf. Racing Uion.

2013: Evrópudeild UEFA. Undankeppni: 3.umf. FC Aktobe - 2.umf. Sturm Graz - 1.umf. FC Santa Coloma.

Leikmannahópur Blika

Óskar Hrafn Þorvaldsson er aðalþjálfari meistaraflokks karla. Óskar hefur stýrt liðinu frá árinu 2019. Halldór Árnason er aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla frá 2019. Valdimar Valdimarsson er markmannsþjálfari liðsins. Hann tók við því starfi af Ólafi Péturssyni. Aron Már Björnsson er styrktarþjálfari liðsins síðan 2016. Aron er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Eyjólfur Héðinsson hefur verið ráðinn sem afreksþjálfari hjá elstu flokkum karla í Breiðabliki. Eyjólfur mun einnig vera í þjálfarateymi meistaraflokks karla, þar sem hann mun halda utan um aðlögun yngri leikmanna inn í meistaraflokkshópinn. Í sjúkraþjálfarateyminu eru þær Særún Jónsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Marinó Önundarson og Alex Tristan Gunnþórsson eru liðsstjórar.

image

Dagskrá

Tveggja leikja umspilseinvígi FC Struga og Breiðabliks hefst á Stadion Biljanini Izvori í Ohrid í Norður Makedóníu fimmtudaginn 24. ágúst. Heimavöllur Struga í Makedóníu Gradska Plaža Stadium er ekki löglegur keppnisvöllur í Evrópukeppnum því er leikurinn spilaður á öðrum velli.

Flautað verður til leiks kl.15:00 (19:00 CET).

Stefnt er að því að sýna leikinn í Grænu stofunni í stúkunni á Kópavogsvelli. Húsið opnar kl.14.00 en leikurinn sjálfur hefst kl.15.00. Allir Blikar velkomnir!

Stöð 2 Sport sýnir leikinn í beinni. Útsending hefst kl.14:50.

Bein textalýsing UEFA hér

Dómarar eru frá Póllandi. Aðaldómari: Damian Sylwestrzak. Aðstoðardómarar: Bartosz Heinig og Adam Karasewicz. Fjórði dómari: Pawel Malec. Myndbandsherbergi: Piotr Lasyk og Krzysztof Myrmus.

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

image

Til baka