BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Davíð til Kolding

31.01.2024 image

Bakvörðurinn okkar knái Davíð Ingvarsson hefur ákveðið að spreyta sig í atvinnumennsku og hefur skrifað undir samning við danska B-deildarliðið Kolding. Samningur Davíðs við Breiðablik rann út í lok árs 2023 og var vilji hjá leikmanninum að reyna fyrir sér á erlendri grundu.

Davíð kom til okkar Blika ungur að árum frá FH árið 2014. Hann stóð sig gríðarlega vel með 3. flokki 2015 og var fastamaðir í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks í 2. flokki 2016.

Davíð skrifar undir 3 ára samning milli jóla og nýárs 2016. Um mitt sumar 2019 endurnýjar Davíð samning um 3 ár, enda þá búinn að spilaði flesta meistaraflokksleiki og eignað sér í raun vinstri bakvarðarstöðu Breiðabliksliðsins. Í desember 2020 krotar Davíð undir nýjan 3 ára samning við meistarflokk félagsins sem þá var kominn undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Samningurinn frá 2020 var svo framlengdur um 3 mánuði um miðjan október í fyrra þegar Breiðabliksliðið var í miðri Evrópukeppni, en reglur þar leyfa ekki félögum að tefla fram ósamningsbundnum leikmönnum. Davíð tók þátt í 15 af 16 Evrópuleikjum liðsins 2023.

Fyrsti leikur Davíð með meistarafloikki var 14. ágúst 2017, en er síðan lánaður til Hauka árið 2018 þar sem hann spilaði 11 leiki og skorði 1 mark. Frá 2019 hefur Davíð nánast alltaf verið byrjunarliðsmaður nema þegar meiðsli hafa verið að hrjá hann:

Í heild hefur Davíð spilað 173 leiki með meistaraflokki Breiðabliks og hefur skorað 4 mörk. Davíð á að baki fjóra leiki með yngri landsliðum Íslands, þrjá með U19 og einn með U21. Davíð er fæddur í apríl árið 1999 er því núna 24 ára gamall.

Eitthundrað og fimmtugasti mótsleikur Davíð með Breiðabliki var 0:1 sigurleikur okkar manna gegn Shamrock Rovers í undankeppni Meistaradeildar Evrópu sem leikinn var á Tallaght Stadíum 9. júlí 2023:

Það verður gaman að fylgjast með Davíð á nýjum slóðum og sendum við Blikar honum bestu kveðjur í þessu nýja verkefni. 

PÓÁ

Til baka