
Björk skrifar undir samning við Breiðablik
Björk Bjarmadóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Björk verður 18 ára í júlí á þessu ári. Hún er sóknarsinnaður leikmaður sem getur leikið í öllum fremstu stöðunum. Björk er leikin með boltann og hefur gott markanef.

Framherjinn öflugi Tiffany McCarty hefur samið við Breiðablik
cCarty er reynslumikill framherji sem kemur frá Bandaríkjunum en hefur komið víða við. Í háskólaboltanum lék hún með sterku liði Florida State og á ennþá markamet skólans þar sem hún skoraði 63 mörk í 98 leikjum.

Stökkpallur stelpnanna
Landsliðshópurinn var kynntur rétt fyrir Dymbilvikuna. Í honum er 23 fótboltakonur spilandi víða um lönd. Þar af hafa tólf spilað Breiðabliki einhvern tíma ferilsins. Það eru 52%.

Áslaug Munda framlengir við Breiðablik
Knattspyrnudeild Breiðabliks tilkynnir með mikilli ánægju að Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið.

Hugrún Helgadóttir framlengir
Hugrún sem varð 19 ára á dögunum er öflugur hafsent en getur einnig leikið sem miðjumaður. Hugrún er mikill leiðtogi. Hún er komin með góða reynslu í meistaraflokki en hún hefur spilað 64 leiki með með meistaraflokki Augnabliks og hefur skorað í þeim sjö mörk.

Eydís Helgadóttir skrifar undir samning
Eydís Helgadóttir hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks. Eydís sem varð 19 ára á dögunum er fjölhæfur leikmaður sem getur bæði leikið kantstöðurnar sem og á miðjunni.

Agla María framlengir!
Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Breiðablik. Agla María er 21 árs gömul en afskaplega reynslumikil. Hún á að baki 92 leiki með Breiðabliki, hefur í þeim skorað 73 mörk og verið í lykilhlutverki síðan hún sneri aftur til uppeldisfélagsins fyrir þremur árum.

Þórdís Katla skrifar undir samning
Þórdís Katla Sigurðardóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks sem gildir út árið 2023. Hún er kröftugur miðjumaður sem getur einnig leikið á köntunum. Hún er vinnusöm og býr yfir góðri sendingagetu. Þórdís Katla varð 17 ára í janúar síðastliðnum.

Elín Helena skrifar undir
Elín Helena Karlsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir út keppnistímabilið 2023. Á sama tíma skrifaði hún undir lánssamning við Keflavík þar sem hún mun leika í Pepsi Max deildinni í sumar.

Írena Héðinsdóttir skrifar undir
Írena Héðinsdóttir Gonzalez hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks sem gildir út árið 2023. Hún er leikin miðjumaður með góðan leikskilning og getur stýrt uppspili liðs.

Vilhjálmur Kári tekur við Blikum - Öflugt teymi
Vilhjálmur Kári Haraldsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu þar sem hann mun fara fyrir öflugu starfsteymi. Hann tekur við starfinu af Þorsteini Halldórssyni sem ráðinn var landsliðsþjálfari á dögunum.

Eyrún Vala skrifar undir
Eyrún er er eldfljótur bakvörður sem getur einnig leikið á kantinum. Hún er bæði kraftmikil og hörð í horn að taka. Eyrún verður 17 ára í mars.

Þorsteinn tekur við kvennalandsliðinu
Þorsteinn Halldórsson hefur látið af störfum sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu eftir nærri sjö ára starf. Eins og fram kemur í tilkynningu KSÍ fyrr í morgun hefur Þorsteinn verið ráðinn landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins.

Langþráður draumur að rætast
Eins og greint var frá á dögunum hefur þýska félagið Eintracht Frankfurt fest kaup á Alexöndru Jóhannsdóttur frá Breiðabliki. Hlutirnir gerðust hratt eftir að tilboð barst frá Frankfurt og Alexandra þurfti í raun að kveðja með hraði eftir að hún samdi við félagið.

Birna Kristín skrifar undir samning
Birna Kristín Björnsdóttir hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks út árið 2023. Birna verður 17 ára í febrúar. Hún er snöggur bakvörður sem getur leikið bæði hægra og vinstra megin og tekur gjarnan virkan þátt í sóknarleiknum.

Hafrún Rakel skrifar undir
Hafrún Rakel Halldórsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin félaginu til næstu þriggja ára. Hafrún Rakel, sem er fædd árið 2002, kom til Blika frá Aftureldingu fyrir síðasta tímabil og öðlaðist fljótt ábyrgðarhlutverk í liðinu. Hún lék alla leiki Blika í Pepsi Max-deildinni í sumar og var mikilvægur hlekkur í Íslandsmeistaraliðinu.

Andrea Mist til Breiðabliks
Andrea Mist Pálsdóttir hefur skrifað undir hjá Breiðabliki og mun leika með liðinu á næsta tímabili á láni frá FH. Andrea Mist er 22 ára gömul og leikur oftast sem miðjumaður. Hún er uppalin á Akureyri og hefur lengst af leikið með Þór/KA á sínum ferli.

Bayern kaupir Karólínu
Stórliðið Bayern München hefur keypt Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur af Breiðabliki og hefur hún nú þegar hafið æfingar með sínu nýja liði. Karólína kom til Breiðabliks frá FH haustið 2017 og hefur síðan þá verið lykilmaður í Kópavoginum.

Birta Georgsdóttir til Breiðabliks
Birta Georgsdóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Birta er fædd árið 2002 og kemur frá FH þar sem hún hefur leikið undanfarin ár en hún er uppalin hjá Stjörnunni.

Karitas Tómasdóttir í Breiðablik
Miðjumaðurinn öflugi Karitas Tómasdóttir skrifaði í dag undir samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks. Karitas er fædd árið 1995 og kemur frá Hellu. Hún hóf knattspyrnuferil sinn með KFR en skipti yfir í Selfoss á sautjánda ári.

Þórdís Hrönn snýr heim
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks og snýr aftur heim í Kópavoginn þar sem hún byrjaði feril sinn í meistaraflokki.

Takk fyrir, Sonný Lára!
Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir liðið eftir afar farsælan feril hjá félaginu.
Hrikalegt stolt af stelpunum
Þegar hið óvenjulega Íslandsmót var blásið af í haust var meistaraflokkur kvenna löngu búinn að sanna að þar fór besta lið sumarsins. Mögnuð mulningsvél sem ekkert mátti sín gegn. Þær virtust í betra formi en hin liðin, betur samæfðar, með betra upplegg og toppstykkin í góðu lagi.

Heiðdís Lillýardóttir framlengir
Heiðdís Lillýardóttir hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Breiðabliks um þrjú ár og er nú samningsbundin í Kópavoginum út tímabilið 2023.

Karólína Lea skrifar undir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Íslandsmeistara Breiðabliks og er nú samningsbundin félaginu út tímabilið 2023.

Vigdís Lilja skrifar undir samning
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Vigdís Lilja er fædd árið 2005 og er sóknarsinnaður leikmaður. Vigdís er þegar komin með góða reynslu í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur.

Ásta Eir skrifar undir nýjan tveggja ára samning
Bakvörðurinn Ásta Eir Árnadóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Ásta Eir er Bliki í húð og hár og kom fyrst inn í meistaraflokkinn árið 2009, þá 16 ára gömul. Síðan þá hefur hún spilað 172 leiki í öllum keppnum fyrir liðið og skorað í þeim tíu mörk.
Breiðablik Íslandsmeistari í Pepsi MAX 2020
Knattspyrnusamband Íslands hefur tekið ákvörðun um að Íslandsmótum í knattspyrnu sé lokið árið 2020.

Steini segir frá drauma-Kópavogsvelli!
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Blikum, er annar viðmælandi Blikahornsins

Steini framlengir við Breiðablik!
Breiðablik tilkynnir með mikilli ánægju að Þorsteinn Halldórsson hefur skrifað undir nýjan samning og mun halda áfram þjálfun kvennaliðs félagsins í knattspyrnu næstu þrjú árin.

Sonný Lára framlengir!
Landsliðsmarkvörðurinn Sonný Lára Þráinsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin félaginu til næstu tveggja ára.

Agla María framlengir!
Íþróttakona Kópavogs 2018, landsliðskonan Agla María Albertsdóttir, hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin félaginu til næstu þriggja ára.

Elín Helena skrifar undir samnig
Elín Helena Karlsdóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Berglind Björg á leið á lán til PSV
Breiðablik hefur náð samkomulagi við hollenska félagið PSV Eindhoven um að Berglind Björg Þorvaldsdóttir fari út á láni næstu þrjá mánuði. Hún mun snúa aftur til Blika fyrir fyrsta leik í Pepsi-deildinni þann 2. maí.

Esther Rós Arnarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning
Esther Rós Arnarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er hún nú samningsbundin félaginu til næstu tveggja ára.

Sóley María Steinarsdóttir gengur til liðs við Breiðablik
Sóley María Steinarsdóttir gengur til liðs við Breiðablik

Sex Blikar í landsliðshóp
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, valdi í dag fyrsta landsliðshóp sinn eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari í október. Ísland mætir Skotlandi í vináttuleik 21. janúar.

Hildur Antons framlengir
Hildur Antonsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin félaginu til næstu þriggja ára.

Steini tilnefndur sem þjálfari ársins
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks, er einn þriggja er koma til greina sem þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna árið 2018.

Andrea Rán framlengir
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik. Samningurinn gildir til þriggja ára.

Heiðdís Lillýar framlengir
Heiðdís Lillýardóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er hún nú samningsbundin félaginu til næstu þriggja ára.

Áslaug Munda framlengir
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin til næstu þriggja ára.

Alexandra Jóhanns framlengir
Alexandra Jóhannsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við félagið og er nú samningsbundin til næstu þriggja ára

Karólína Lea framlengir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin til næstu þriggja ára

Fjolla Shala framlengir
Fjolla Shala hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik. Samningurinn gildir til þriggja ára.

Breiðablik Íslandsmeistari kvenna 2018

Sterkur Blikasvipur í landsliðinu
Það hefur heldur betur verið ástæða til þess að gleðjast yfir kvennaliði Breiðabliks síðustu daga. Eftir að hafa orðið bikarmeistari í 12. sinn á föstudagskvöld undirstrikuðu Blikastelpur styrk sinn með því að vera mest áberandi af öllum liðum þegar íslenski landsliðshópurinn var tilkynntur í dag.

Breiðablik bikarmeistari í 12. sinn
Breiðablik tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í knattspyrnu þegar liðið hafði betur gegn Stjörnunni, 2:1, í úrslitaleik þeirra á Laugardalsvelli. Þetta er 12. bikarmeistaratitill Breiðabliks og er nú liðið aðeins einum titli á eftir Val yfir flesta slíka í kvennaflokki.

Átta mörk í átta liða úrslitum!
Breiðablik flaug áfram í Mjólkurbikar kvenna eftir góða heimsókn til ÍR í Breiðholtinu á laugardaginn.

Blikar að keppa fyrir U19 kvenna!
Fimm Blikar eru nú staddir í Póllandi þar sem leikið er í milliriðli undankeppni EM 2018

Breiðablik enn í efsta sæti og Berglind Björg með 100 mörk!
Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Pepsi-deild kvenna eftir 1:0-sigur á ÍBV í fjórðu umferð deildarinnar á Kópavogsvelli í gær. Þá skoraði Berglind Björg sitt 100 mark fyrir Breiðablik!
_140_100_c1.jpg)
Blikar með fullt hús!
Frábær byrjun Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna heldur áfram. Stelpurnar eru á toppnum með fullt hús og flest mörk skoruð!

Nágrannaslagur hjá Blikum!
Blikastelpurnar eru í eldlínunni í kvöld þegar liðið heimsækir HK/Víking í Kórinn í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar.
_140_100_c1.jpg)
Draumabyrjun hjá stelpunum
Frábær úrslit í fyrsta leik sumarsins, sem að minnti þó meira á vetrarkvöld. 6-2 lokatölur fyrir Breiðablik gegn Stjörnunni.

Æfingarleikur við Keflavík 24.4.2018
Stelpurnar spila æfingarleik við Keflavík í Reykjaneshöllinni í kvöld kl.19:00

Þrír Blikar í landsliðshópnum gegn Slóveníu
Þrír leikmenn Breiðabliks eru með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sem í dag mætir Slóveníu á útivelli í undankeppni HM 2019.

Æfingarleikur í Fífunni við FH

Félagsfundur um aðstöðumál knattspyrnudeildar Breiðabliks
Knattspyrnudeild Breiðabliks boðar til félagsfundar þriðjudaginn 20. mars n.k. kl. 20:00 á 2. hæð í Smáranum. Tilefni fundarins er alvarlegur aðstöðuvandi knattspyrnudeildar Breiðabliks yfir vetrarmánuðina sem deildin hefur glímt við um nokkurt skeið.

Berglind Björg skrifar undir nýjan þriggja ára samning!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir út tímablið 2020. Berglind er fædd árið 1992 og er einn reyndasti leikmaður ungs liðs Breiðabliks. Þar að auki hefur Berglind einnig spilað 31 A landsliðsleik á undanförnum árum.

Blikar áberandi gegn silfurþjóð EM
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann frækinn sigur á Danmörku, silfurliði Evrópumótsins í fyrra, í leik um 9. sætið í Algarve-bikarnum í Portúgal í gær.

Kvennakvöld Breiðabliks 9.mars
Kvennakvöld knattspyrnudeildar Breiðabliks fer fram föstudaginn 9.mars. Frábær dagskrá og stórkostleg skemmtun framundan.

Ásta Eir framlengir
Ásta Eir Árnadóttir hefur skrifað undir nýjan samning til þriggja ára við Breiðablik.

Ásta Eir framlengir
Ásta Eir Árnadóttir hefur skrifað undir nýjan samning til þriggja ára við Breiðablik.

Agla María snýr heim
Hin unga og efnilega landsliðskona, Agla María Albertsdóttir, hefur gert tveggja ára samning við Breiðablik

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir gengur til liðs við Blika
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hefur skrifað undir samning við Breiðablik.

Markvörðurinn efnilegi Telma Ívarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning
Markvörðurinn efnilegi Telma Ívarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir til þriggja ára

Sandra Sif framlengir
Sandra Sif Magnúsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning sem gildir út tímablið 2020

Sonný Lára skrifar undir nýjan samning
Besti markvörður Íslands, Sonný Lára Þráinsdóttir, hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik.

Ingibjörg Sigurðardóttir til Djurgarden
Ingibjörg Sigurðardóttir hefur gert samning við Djurgarden í Svíþjóð um að spila með félaginu næstu 2 árin

Fjolla Shala spilaði í sigri Kosovó
Kosovó og Svartfjallaland áttust við í vináttuleik síðastliðinn sunnudag þar sem Fjolla Shala spilaði sinn fyrsta leik fyrir Kosovo.

Guðrún Gyða Haralz framlengir
Guðrún Gyða Haralz hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir til þriggja ára.

Rakel Hönnudóttir til LB07
Breiðablik og LB07 í Svíþjóð hafa komist að samkomulagi um félagsskipti Rakelar Hönnudóttur til LB07 í Svíþjóð.

Fjolla Shala valin í landslið Kosovo
Fjolla Shala hefur verið valin í hið nýstofnaða landslið Kosovo. Hún mun spila vináttuleik á móti Svartfjallalandi og fer leikurinn fram á ólympíuleikvanginum í Mitrovica þann 26 nóvember.

Breiðablik hefur samið við tvo unga leikmenn.
Breiðablik hefur samið við tvo unga leikmenn þær Hildi Þóru Hákonardóttir og Kristjönu Rún Kristjánsdóttir Sigurz.

Sólveig Jóhannesdóttir Larsen framlengir.
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur skrifað undir nýjan samning til þriggja ára.

Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir með nýjan samning.
Markmaðurinn knái, Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir, hefur gert nýjan samning við Breiðablik. Samningurinn gildir út árið 2020.

Kristín Dís Framlengir
Kristín Dís Árnadóttir hefur gert nýjan þriggja ára samning við Breiðablik

Selma Sól Magnúsdóttir framlengir við Blika
Selma Sól Magnúsdóttir hefur gert nýjan samning við Breiðablik. Samningurinn gildir út tímabilið 2020

Alexandra Jóhannsdóttir gengur til liðs við Breiðablik.
Alexandra Jóhannsdóttir skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Breiðablik. Alexandra er ungur og öflugur miðjumaður sem hefur leikið með Haukum og unglingalandsliðum Íslands,

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gengur í raðir Blika
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur skrifað undir samning við Breiðablik. Það er mikil ánægja í Kópavoginum með þennan nýjasta liðsauka og bjóðum við Karólínu Leu hjartanlega velkomna í grænu treyjuna og óskum henni velfarnaðar hjá okkur á komandi árum.

Fjolla Shala framlengir samning sinn
Fjolla Shala hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik. Samningurinn gildir til þriggja ára. Fjolla kom til félagsins haustið 2011 og hefur því verið hjá okkur í 6 ár.
Þorsteinn þjálfar Blikastelpur áfram
Breiðablik og Þorsteinn Halldórsson hafa framlengt samning Þorsteins við félagið um þjálfun meistaraflokks kvenna. Samningurinn gildir út tímabilið 2019.

Leitum að fólki til að taka þátt í frábærum félagsskap
Langar þig að taka þátt í frábærum félagsskap? Meistaraflokksráð kvenna hjá Breiðablik leitar að áhugasömum einstaklingum til að koma að starfinu og hjálpa til við að viðhalda félaginu á toppnum þar sem það hefur verið frá upphafi.

Berglind með samning
Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur gert þriggja ára samning við Berglindi Baldursdóttur. Berglind sem er á 17 ári kom til okkar í fyrra frá KA og spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki með Augnblik síðasta sumar.

Góður sigur á Stjörnunni
Blikastelpurnar unnu góðan 4:1 sigur á Stjörnunni á Faxaflóamótinu í knattspyrnu í Fífunni í gær. Stjarnan komst að vísu yfir í fyrri hálfleik 0:1 og þannig var staðan í leikhléi. Okkar stúlkur fóru hins vegar á kostum í síðari hálfleik og skoruðu fjögur flott mörk og tóku þannig forystu á mótinu.

Ásta Eir framlengir við Blika
Knattspyrnukonan snjalla Ásta Eir Árnadóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks um þrjú ár.

Guðrún gerir nýjan 3 ára samning
Varnarmaðurinn snjalli Guðrún Arnardóttir hefur gert nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Andrea Rán með nýjan samning
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.
JÓLAKVEÐJA 2016
Jólakveðja stuðningsmannavefs meistaraflokka Breiðabliks 2016
Daniela Dögg Guðnadóttir með 3 ára samning
Breiðablik hefur samið við Danielu Dögg Guðnadóttur til þriggja ára. Daniela er fædd árið 2000 og hefur alist upp í Breiðablik frá unga aldri. Hún er duglegur leikmaður, býr yfir góðum hraða og getur spilað bæði í sókn og vörn.
María Björg Fjölnisdóttir með 3 ára samning
Breiðablik hefur samið við Maríu Björg Fjölnisdóttur til þriggja ára. María er öflugur leikmaður fædd árið 2000, hún er hægri fótar miðjumaður sem einnig getur spilað í vörn.
Fanney Einarsdóttir með 3 ára samning
Breiðablik hefur samið við Fanney Einarsdóttur til þriggja ára. Fanney er öflugur leikmaður fædd 1999. Hún getur spilað á miðju, köntum og í bakverði.
Helga Marie Gunnarsdóttir með 3 ára samning
Breiðablik hefur samið við Helgu Marie Gunnarsdóttur til þriggja ára. Helga Marie sem er fædd árið 1999, er duglegur leikmaður sem getur leyst flestar stöður á vellinum vel.
Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir með 3 ára samning
Breiðablik og Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir hafa skrifað undir þriggja ára samning.

Hallbera til Djurgården
Knattspyrnudeild Breiðabliks og Djurgården í Svíþjóð hafa komist að samkomulagi um vistaskipti Hallberu Guðnýjar Gísladóttur.
Birgitta Sól Eggertsdóttir með 3 ára samning
Breiðablik og Birgitta Sól Eggertsdóttir hafa skrifað undir 3 ára samning, Birgitta er fædd 1998 og er mjög efnilegur markmaður. Birgitta lék alla leiki í byrjunarliði Augnabliks sumarið 2016 og stóð sig með mikilli prýði.
Andri Rafn og Hallbera best í meistaraflokkunum
Andri Rafn Yeoman og Hallbera Gísladóttir voru útnefnd bestu leikmenn meistaraflokka Breiðabliks á síðasta keppnistímabili. Þetta var tilkynnt á lokahófi meistaraflokkanna sem haldið var í veislusalnum í Smáranum á laugardaginn þ.e. 12. nóvember.
Svava Rós með nýjan samning
Svava Rós Guðmundsdóttir hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við Breiðablik. Svava kom til okkar fyrir tveimur árum og hefur verið lykilmaður í liðinu síðan þá.