BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik í bikarúrslit eftir dramatískan endi gegn ÍBV

01.08.2025 image

Breiðablik tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkurbikars kvenna með eftirminnilegum 3-2 sigri á ÍBV í undanúrslitum á Kópavogsvelli. Leikurinn var æsispennandi, fullur af
sviptingum, baráttu og dramatík . 

Skiptingar Breiðabliks:
46. mín: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir inn fyrir Kristínu Dísi Árnadóttur
61. mín: Samantha Rose Smith inn fyrir Hrafnhildi Ásu Halldórsdóttur
70. mín: Birta Georgsdóttir inn fyrir Edith Kristínu Kristjánsdóttur

Leikurinn hófst með látum þar sem ÍBV sýndi enga miskun og komst yfir strax á 10. mínútu með skalla frá Allison Grace Lowrey eftir vel útfærða sókn. Breiðablik reyndi að svara en gekk illa að brjóta niður skipulagða vörn gestanna, og staðan í hálfleik var 0-1. Snemma í síðari hálfleik jók Olga Sevcova forystuna með marki eftir háan bolta inn fyrir vörnina, og virtist staðan orðin ansi erfið fyrir heimakonur. En Blikastúlkur neituðu að gefast upp. Strax í næstu sókn eftir annað mark ÍBV minnkaði Elín Helena Karlsdóttir muninn með marki eftir hornspyrnu, og fjórum mínútum síðar jafnaði Berglind Björg Þorvaldsdóttir með glæsilegum skalla eftir fyrirgjöf frá Andreu Rut.

Eftir að jafnt var orðið tók Breiðablik við sér og sóttu stíft að marki ÍBV. Markvörður gestanna, Guðný Geirsdóttir, varði vel hvað eftir annað og hélt sínum liði inni í leiknum. Samantha, Birta og Áslaug komu sterkar inn af bekknum og settu aukinn hraða og kraft í sóknarleik Blika. Þrátt fyrir fjölda færa virtist sem leikurinn færi í framlengingu, en þá steig Barbára Sól fram.  Á lokamínútu venjulegs leiktíma tók Agla María hornspyrnu frá vinstri. Boltinn sveif fallegam yfir teiginn þar sem Barbára Sól Gísladóttir rís manna hæst og skallar boltann í netið af miklu öryggi. Fagnaðarlætin brutust út á Kópavogsvelli og Blikar fögnuðu vel eftir magnaða endurkomu.  Breiðablik mætir FH í úrslitaleiknum sem fram fer á Laugardalsvelli þann 16 ágúst. Þetta er í 4 sinn í röð sem við komumst í úrslitaleikinn en síðasti titill vannst 2021. Það er því kominn tími á næsta og til þess að það gerist þurfum við ævintýralega góða mætingu og stuðning á Laugardalsvöll því það er ljóst að Fh ingar mæta með mikinn földa með sér.

Til baka