BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Fréttatilkynning frá knattspyrnudeild Breiðabliks

29.08.2023 image

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Ásmundur Arnarsson, hafa náð samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Árangur liðsins að undanförnu hefur verið undir væntingum og því hafa aðilar komist að þeirri niðurstöðu að breytinga sé þörf.

Ásmundur hefur verið þjálfari meistaraflokks kvenna síðan haustið 2021 og meðal annars stýrt liðinu í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. Liðið hefur tvisvar leikið til úrslita í Mjólkurbikarnum auk fjölmargara annara leikja og náð miklum árangri. Liðið hefur undir hans stjórn glatt stuðningsmenn félagsins með skemmtilegri knattspyrnu og góðum úrslitum. Ásmundur hefur skilað afar miklu starfi innan félagsins í gegnum árin á fjölmörgum sviðum sem þjálfari, foreldri og sjálfboðaliði. Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Ásmundi kærlega fyrir hans störf í þágu félagsins og óskar honum velfarnaðar í næstu verkefnum.

Til baka