BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Valgerður til Blika á láni frá FH

12.08.2023 image

Valgerður Ósk Valsdóttur, einn besti leikmaður FH í Bestu deildinni í sumar, hefur söðlað um og spilar í grænu Breiðablikstreyjunni út keppnistímabilið 2023. Hún þreytti frumraun sína í Breiðablikstreyjunni á Laugardalsvelli í gær þegar hún kom inn á fyrir Hafrúnu Rakel sem þurfti að yfirgefa völlinn á 36. mín fyrri hálfleiks vegna höfuðmeiðsla. 

Valgerður Ósk er fædd 2002. Hún á 68 leiki að baki með uppeldisfélagini FH og 12 leiki með Fylki árið 2021 og 12 leiki fyrir U17 og U19 landslið Íslands.

Valgerður er varnarsinnaður miðvallarleikmaður sem mun styrkja Breiðablikshópinn.

Velkomin í Kópavoginn Valgerður!

Til baka