BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

20.01.2022

Selma Sól til Noregs

Breiðablik hefur samþykkt tilboð frá Rosenborg í Selmu Sól Magnúsdóttir og hefur hún náð samkomulagi um tveggja ára samning við norska liðið. Selma Sól er 23 ára gömul, Bliki í húð og hár og spilaði sinn fyrsta leik með liðinu í efstu deild árið 2013.


07.01.2022

Kristín Dís til Danmerkur

Breiðablik hefur samþykkt tilboð frá Brøndby í Kristínu Dís Árnadóttur og hefur hún náð samkomulagi við danska félagið. Kristín Dís er Bliki í húð og hár. Hún byrjaði feril sinn í meistaraflokki með Augnabliki og spilaði svo sína fyrstu leiki með Breiðabliki fyrir fimm árum, þá 16 ára gömul. Leikirnir með Blikum eru síðan orðnir fleiri en 150 talsins.


04.01.2022

Agla María til Svíþjóðar

Breiðablik hefur samþykkt tilboð silfurliðs sænsku úrvalsdeildarinnar BK Häcken í Öglu Maríu Albertsdóttur og hefur hún náð samkomulagi við félagið. Yfirgefur hún Kópavoginn eftir afar glæsilegan feril. Agla María sem ung hóf að æfa með meistaraflokki Breiðabliks hefur verið í burðarhlutverki og unnið allt sem hægt er að vinna.


03.01.2022

Heiðdís lánuð til Portúgal

Heiðdís Lillýardóttir hefur verið lánuð til portúgalska meistaraliðsins Benfica. Samningurinn gildir fram í apríl. Að því loknu munu félögin ræða saman um framhaldið. Heiðdís er 25 ára gömul og hefur spilað með Breiðabliki frá árinu 2017 þar sem hún hefur spilað stórt hlutverk í vörn liðsins.


01.01.2022

Heiðdís til Benfica

Varnarmaðurinn sterki Heiðdís Lillýardóttir hefur gert samning við portúgalska stórveldið Benfica. Samningurinn gildir fram á vorið og ef vel tekst til þá mun portúgalska liðið kaupa Heiðdísi af Breiðablik og gera 2 ára samning við hana.


23.12.2021

Hátíðarkveðja 2021

Óskum öllum Blikum og öðrum landsmönnum gleðilegrar jólahátíðar.


22.12.2021

Laufey Harpa skrifar undir

Laufey Harpa er 21 árs gömul, öflugur vinstri bakvörður og kemur frá uppeldisliði sínu Tindastóli. Hún hefur þegar spilað í sex ár með meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína.


01.12.2021

Fagrar grænar slaufur

Þá er síðasti mánuður ársins hafinn – komin aðventa – og það er verið að hnýta síðustu fagurgrænu slaufurnar á árið 2021. Síðasti heimaleikur okkar kvenna í Meistaradeildinni er eftir viku,  miðvikudaginn 8. desember, þegar stelpur úr smáklúbbi í þorpi á miðju hálendi Spánar (kalla sig hina raunverulegu Madrid) koma á Kópavogsvöll.


11.11.2021

Clara Sigurðardóttir til Breiðabliks

Miðjumaðurinn Clara Sigurðardóttir er gengin til liðs við Breiðablik og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Clara er 19 ára gömul en er nú þegar afar reynslumikil. Sumarið 2017, þegar hún var aðeins 15 ára, spilaði hún til að mynda 17 leiki í Pepsi-deildinni og hefur frá því verið í stóru hlutverki með uppeldisliði sínu ÍBV.


31.10.2021

Natasha Moraa Anasi til Breiðabliks

Hin gríðarlega öfluga Natasha Moraa Anasi er gengin til liðs við Breiðablik og hefur skrifað undir tveggja ára samning.


28.10.2021

Kristófer Sigurgeirsson aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna

Kristófer Sigurgeirsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Breiðabliki. Kristófer mun jafnframt vera í þjálfarateymi 3. flokks kvenna, og koma enn frekar að þjálfun yngri flokka.


13.10.2021

Erfiður útivöllur

Það var ekkert grín að fylgjast með stelpunum okkar keppa á móti Real Madrid útivelli í kvöld. Um hríð hafði ég áhyggjur af kornabarninu á hæðinni fyrir neðan, ég væri að vekja það eða jafnvel að efla með því varanlegan ótta við karlhrúguna á efri hæðinni.


06.10.2021

Sagan skrifuð með fagurgrænu bleki

Nýr kafli í íslenskri knattspyrnu hófst í kvöld. Þann 6. október 2021 tók íslenskt félagslið í fyrsta skipti þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Síðustu svona kaflaskil urðu 2016 þegar landsliðsstrákarnir komust í fyrsta skipti á stórmót. Þar á undan árið 2009 þegar stelpurnar komust í fyrsta skipti á stórmót.


02.10.2021

Ásmundur Arnarsson tekur við meistaraflokki kvenna

Þjálfarinn reynslumikli Ásmundur Arnarsson tekur við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Breiðabliki og hefur hann skrifað undir þriggja ára samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks.


02.10.2021

Þvílíkir meistarar

Breiðablik byrjaði feikivel. Þrýsti þétt upp völlinn fyrstu mínúturnar, bjuggu til stöður, hækkuðu spennuna hjá Þróttarstelpum, lækkuðu sína að virtist, en þetta áhlaup skilaði ekki marki. Þá fékk lægra skrifaða, fríska og pressulausa liðið kjarkinn og gerði sig gildandi um hríð. Okkar grænklæddu voru hinsvegar ekkert láta mikið undan síga og stýrðu leiknum áfram og lengst af. Karitas og Agla María sömdu saman mark um miðjan fyrri hálfleikinn.


30.09.2021

Blikar semja við belgíska landsliðskonu

Belgíska landsliðskonan Alexandra Soree, eða Zandy Soree, hefur skrifað undir samning við Breiðablik og tekur slaginn með liðinu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.


30.09.2021

Karen María er gengin til liðs við Breiðablik

Hin öfluga Karen María Sigurgeirsdóttir er gengin til liðs við Breiðablik.Karen María er tvítug og kemur frá uppeldisfélagi sínu Þór/KA, þar sem hún hefur verið í stóru hlutverki síðustu ár. Hún spilaði alla deildarleiki liðsins á nýafstöðnu tímabili og skoraði fimm mörk. Karen María á að baki þrettán leiki með yngri landsliðum Íslands og var fyrr á árinu valin í æfingahóp A-landsliðsins


29.09.2021

Skína ljósin nógu skært?

Eigum við að ræða landsliðið? Eigum við að ræða Breiðablik? Eigum við að ræða bikarúrslitin 2021? Eigum við að ræða aukaþing KSÍ 2021? Hilton Nordica, laugardaginn 2. október kl. 11:00. Eigum við að ræða UEFA Champions League 2021? Eigum við að ræða þjálfaramál, félagaskiptamál eða ljósaperur í flóðljósum?


28.09.2021

Skína ljósin nógu skært?

Eigum við að ræða landsliðið? Eigum við að ræða Breiðablik? Eigum við að ræða bikarúrslitin 2021? Eigum við að ræða aukaþing KSÍ 2021? Hilton Nordica, laugardaginn 2. október kl. 11:00. Eigum við að ræða UEFA Champions League 2021? Eigum við að ræða þjálfaramál, félagaskiptamál eða ljósaperur í flóðljósum?


12.09.2021

Deildin búin en stuðið eftir

Sum sumrin eru þannig að síðasti deildarleikur markar lok keppnistímabilsins. Þannig er það ekki hjá Breiðablikskonum – aldeilis ekki. Fyrir niðurstöðuna í deildarkeppninni skipti heimaleikurinn á móti Þróttarstelpum engu máli. Breiðablik yrði í öðru sæti deildarinnar, hvernig sem færi, og Þróttur í því þriðja. Valskonur hampa titlinum í ár en þrátt fyrir ævintýralegt 3-7 tap fyrir okkar konum á Hlíðarenda síðla maímánaðar í vor sýndu þær mestan stöðugleika í deildinni.


10.09.2021

Vilhjálmur hættir með Breiðablik eftir tímabilið

Vilhjálmur Kári Haraldsson verður ekki þjálfari kvennaliðs Breiðabliks á næsta tímabili. Vilhjálmur tilkynnti stjórn að hann gæfi ekki kost á sér áfram eftir að samningur hans við Breiðablik rennur út. Vilhjálmur er í öðru starfi sem hann vill geta einbeitt sér að.


09.09.2021

Evrópa: Við erum mættar!

Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu bíður. Í sama styrkleikaflokki og Breiðablik í riðladrættinum, sem verður á mánudag, eru nokkrir klúbbar sem við gætum hafa heyrst minnst á: Arsenal úr Lundúnaborg og svo tvö félög Söru Bjarkar, landsliðsfyrirliða og verðandi Blikamömmu, Lyon og Wolfsburg. Stelpurnar munu því ekki mæta neinu þessara liða í riðlakeppninni fram undan en þetta er félagsskapurinn sem Breiðablik spilaði sig inn í með sigrinum síðdegis.


07.09.2021

Mikilvægasti leikur sem íslenskt félagslið hefur spilað

Mikilvægasti leikur sem íslenskt félagslið hefur spilað. Breiðablik - ŽNK Osijek í Meistaradeild kvenna fimmtudag 9. sept. kl. 17:00!


07.09.2021

Mildur hasar í millibilsleik

Þótt meistarabaráttan í Pepsi Max kvenna sé ekki jafn þrungin spennu nú á lokametrunum eins og oft áður, þá var ljóst í sunnudagshádeginu að eitthvað gutlaði á tilfinningunum í grannaslag í Garðabæ.


03.09.2021

BLIKASTELPURNAR Í DAUÐAFÆRI MEÐ SÆTI Í MEISTARADEILD EVRÓPU

Stelpurnar okkar gerðu virkilega góða ferð til Króatíu þar sem við spiluðum við Osijek í annarri umferð Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með jafntefli þar sem okkar stelpur voru mun betri aðilinn í leiknum. Liðið er því í algjöru dauðafæri að komast í hina nýju riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvennaknattspyrnunni.


28.08.2021

ENGIN SÓL Í SUNNY KEF

Þrjár breytingar voru gerðar á byrjunarliðinu frá leiknum við Val sem fór fram fyrir hálfum mánuði. Fyrst skal nefna að Áslaug Munda er farin í nám í Harvard og í hennar stað kom Birta Georgsdóttir. Þá komu þær Chloé og Tiffany inn í stað Taylor og Hildar Antons.


21.08.2021

Vel vængjaðar með hausinn í lagi

Hausinn á þeim grænklæddu var svo sannarlega í lagi í dag. Dugnaður okkar kvenna var rosalegur, þær einbeittar allt til enda að sækja á andstæðinginn og vel hugsaðar sóknir skiluðu fjölda færa og mekki af mörkum. Hausinn var því ekki bara notaður í að setja tuðruna í netið þótt fimm skallamörk gefi til kynna að þessi líkamshluti hafi átt svolítið annríkt.


18.08.2021

Sjöundi himinn

Okkar konur voru í sókn allan tímann og lygilegt að fyrsta markið hafi ekki komið fyrr en á 28. mínútu. Þar var Selma Sól á ferðinni og mörkunum fór að rigna. Þá fór þeim líka að rigna og svona gekk þetta fyrir sig: 1-0 Selma Sól Magnúsdóttir ('28 ) 2-0 Karitas Tómasdóttir ('34 ) 3-0 Tiffany Janea Mc Carty ('36 ) 4-0 Agla María Albertsdóttir ('45 ) 5-0 Karitas Tómasdóttir ('45 ) 6-0 Agla María Albertsdóttir ('58 , víti) 7-0 Selma Sól Magnúsdóttir ('90 ).


18.08.2021

Vonin dofnar

Það má með sanni segja að það hafi verið eftirvænting í loftinu þegar Valskonur komu í heimsókn á Kópavogsvöll í uppgjöri langbestu liða landsins. Blikastelpur hafa haft ágætis tak á þeim rauðklæddu í undanförnum leikjum. Við unnum báða leikina í fyrra og höfum núþegar unnið Val tvisvar sinnum á þessu sumri. 3-7 í leiknum magnaða á Valsvelli og 4-3 í ennþá magnaðri leik á Kópavogsvelli í bikarnum.


06.08.2021

Það má stóla á stelpurnar

Tíðindamaður Blikar.is fylgdist með leiknum í gegnum sjónvarp (takk, Stöð2 Sport!) og það verður að segjast að fá sjónarhorn myndavéla á fótboltaleik standast vellinum á Sauðárkróki snúning. Með reglulegu millibili blöstu við sólu baðaðar Drangey og Málmey sem var heppilegt til að lækka blóðþrýsting tíðindamanns með reglulegu millibili í þessum baráttuleik, sem byrjaði reyndar ekki vel frekar en sumir aðrir Breiðabliksleikir þessa dagana.


06.08.2021

Birna Kristjánsdóttir til Breiðabliks

Markvörðurinn reynslumikli Birna Kristjánsdóttir hefur skrifað undir samning við Breiðablik sem gildir út keppnistímabilið. Birna er uppalinn Bliki og hefur leikið 79 leiki fyrir Breiðablik.


30.07.2021

Hrikalega svekkjandi jafntefli á Akureyri

Blikastelpurnar lögðu land undir fót á miðvikudaginn og öttu kappi við Þór/KA. Fyrri leikur liðanna fór 3-1 fyrir Blika á Kópavogsvelli. Blikum hefur gengið ágætlega nyrðra undanfarin ár. Unnu t.a.m. 0-7 í fyrra og 1-4 árið 2019 en nú varð því miður breyting á.


26.07.2021

Ótrúlega mikilvægur sigur

Ótrúlega mikilvægur sigur Breiðabliks staðreynd sem skilur Selfoss vel fyrir aftan sig núna og nú er endanlega ljóst að þetta verður kapphlaup milli Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn.


14.07.2021

Vigdís Edda skrifar undir nýjan samning

Vigdís Edda Friðriksdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin félaginu út næsta tímabil.


03.06.2021

Þyrí Ljósbjörg skrifar undir hjá Blikum

Þyrí Ljósbjörg hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Þyrí verður 18 ára í júlí á þessu ári. Hún er fjölhæfur leikmaður sem leikur jafnt á miðju sem og vörn.


01.06.2021

Andrea Rán til USA

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, miðjumaðurinn öflugi, spilaði sinn síðasta leik fyrir Breiðablik í stórsigrinum gegn Val. Hún er gengin til liðs við Houston Dash í bandarísku atvinnumannadeildinni, NWSL.


28.05.2021

Belgísk landsliðskona til Breiðabliks

Breiðablik hefur fengið belgísku landsliðskonuna Chloé Vande Velde að láni frá Gent í Belgíu. Hún er nú á leiðinni í landsliðsverkefni með belgíska landsliðinu sem mætir Spáni og Luxemborg í júní en kemur svo til Íslands að þeim leikjum loknum.


11.05.2021

Taylor Ziemer til Breiðablik

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur samið við Taylor Ziemer út keppnistímabilið 2021. Taylor er fædd árið 1998 kemur frá Bandaríkjunum.


11.05.2021

Fjolla Shala til Fylkis

Miðjumaðurinn öflugi Fjolla Shala er gengin í raðir Fylkis eftir nærri tíu ár í herbúðum Breiðabliks.


07.05.2021

Margrét Brynja Kristinsdóttir skrifar undir

Margrét Brynja hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Hún varð 16 ára þann 5.maí. Margrét Brynja er sóknarsinnaður miðjumaður sem getur leikir allar fremstur stöðurnar á vellinum.


05.05.2021

Margrét Lea Gísladóttir skrifar undir

Margrét Lea hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Margrét Lea verður 16 ára í júlí á þessu ári. Hún er sóknarsinnaður leikmaður sem leikur oft fremst á miðjunni.


03.05.2021

Pepsi Max deild kvenna 2021: Breiðablik - Fylkir

Nú er komið að því að boltinn fari aftur að rúlla í PepsíMax deild kvenna. Blikastelpurnar mæta Fylki á Kópavogsvelli annað kvöld þriðjudag kl.19.15.


24.04.2021

Birta skrifar undir samning við Breiðablik

Birta Brigisdóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Birta er 18 ára gömul en hún á afmæli í dag! Birta getur leikið í öllum fremstu stöðunum á vellinum en leikur oftast sem hægri kantmaður. Birta er skapandi leikmaður sem bæði leggur upp mörk og skorar.


24.04.2021

Hildur Þóra framlengir

Hildur Þóra er uppalin Bliki. Hún fékk ung sína fyrstu meistaraflokksreynslu með Augnablik þar sem hún lék 56 leiki áður en hún vann sér sæti í Meistaraflokkshópi Breiðabliks. Hún hefur leikið 59 meistaraflokksleiki fyrir Breiðablik og skorað í þeim tvö mörk.


16.04.2021

Björk skrifar undir samning við Breiðablik

Björk Bjarmadóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Björk verður 18 ára í júlí á þessu ári. Hún er sóknarsinnaður leikmaður sem getur leikið í öllum fremstu stöðunum. Björk er leikin með boltann og hefur gott markanef.


12.04.2021

Framherjinn öflugi Tiffany McCarty hefur samið við Breiðablik

cCarty er reynslumikill framherji sem kemur frá Bandaríkjunum en hefur komið víða við. Í háskólaboltanum lék hún með sterku liði Florida State og á ennþá markamet skólans þar sem hún skoraði 63 mörk í 98 leikjum.


08.04.2021

Stökkpallur stelpnanna

Landsliðshópurinn var kynntur rétt fyrir Dymbilvikuna. Í honum er 23 fótboltakonur spilandi víða um lönd. Þar af hafa tólf spilað Breiðabliki einhvern tíma ferilsins. Það eru 52%.


06.04.2021

Áslaug Munda framlengir við Breiðablik

Knattspyrnudeild Breiðabliks tilkynnir með mikilli ánægju að Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið.


29.03.2021

Hugrún Helgadóttir framlengir

Hugrún sem varð 19 ára á dögunum er öflugur hafsent en getur einnig leikið sem miðjumaður. Hugrún er mikill leiðtogi. Hún er komin með góða reynslu í meistaraflokki en hún hefur spilað 64 leiki með með meistaraflokki Augnabliks og hefur skorað í þeim sjö mörk.


26.03.2021

Eydís Helgadóttir skrifar undir samning

Eydís Helgadóttir hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks. Eydís sem varð 19 ára á dögunum er fjölhæfur leikmaður sem getur bæði leikið kantstöðurnar sem og á miðjunni.


12.03.2021

Agla María framlengir!

Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Breiðablik. Agla María er 21 árs gömul en afskaplega reynslumikil. Hún á að baki 92 leiki með Breiðabliki, hefur í þeim skorað 73 mörk og verið í lykilhlutverki síðan hún sneri aftur til uppeldisfélagsins fyrir þremur árum.


26.02.2021

Þórdís Katla skrifar undir samning

Þórdís Katla Sigurðardóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks sem gildir út árið 2023. Hún er kröftugur miðjumaður sem getur einnig leikið á köntunum. Hún er vinnusöm og býr yfir góðri sendingagetu. Þórdís Katla varð 17 ára í janúar síðastliðnum.


13.02.2021

Elín Helena skrifar undir

Elín Helena Karlsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir út keppnistímabilið 2023. Á sama tíma skrifaði hún undir lánssamning við Keflavík þar sem hún mun leika í Pepsi Max deildinni í sumar.


11.02.2021

Írena Héðinsdóttir skrifar undir

Írena Héðinsdóttir Gonzalez hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks sem gildir út árið 2023. Hún er leikin miðjumaður með góðan leikskilning og getur stýrt uppspili liðs.


04.02.2021

Vilhjálmur Kári tekur við Blikum - Öflugt teymi

Vilhjálmur Kári Haraldsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu þar sem hann mun fara fyrir öflugu starfsteymi. Hann tekur við starfinu af Þorsteini Halldórssyni sem ráðinn var landsliðsþjálfari á dögunum.


01.02.2021

Eyrún Vala skrifar undir

Eyrún er er eldfljótur bakvörður sem getur einnig leikið á kantinum. Hún er bæði kraftmikil og hörð í horn að taka. Eyrún verður 17 ára í mars.


28.01.2021

Þorsteinn tekur við kvennalandsliðinu

Þorsteinn Halldórsson hefur látið af störfum sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu eftir nærri sjö ára starf. Eins og fram kemur í tilkynningu KSÍ fyrr í morgun hefur Þorsteinn verið ráðinn landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins.


26.01.2021

Langþráður draumur að rætast

Eins og greint var frá á dögunum hefur þýska félagið Eintracht Frankfurt fest kaup á Alexöndru Jóhannsdóttur frá Breiðabliki. Hlutirnir gerðust hratt eftir að tilboð barst frá Frankfurt og Alexandra þurfti í raun að kveðja með hraði eftir að hún samdi við félagið.


26.01.2021

Birna Kristín skrifar undir samning

Birna Kristín Björnsdóttir hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks út árið 2023. Birna verður 17 ára í febrúar. Hún er snöggur bakvörður sem getur leikið bæði hægra og vinstra megin og tekur gjarnan virkan þátt í sóknarleiknum.


22.01.2021

Hafrún Rakel skrifar undir

Hafrún Rakel Halldórsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin félaginu til næstu þriggja ára. Hafrún Rakel, sem er fædd árið 2002, kom til Blika frá Aftureldingu fyrir síðasta tímabil og öðlaðist fljótt ábyrgðarhlutverk í liðinu. Hún lék alla leiki Blika í Pepsi Max-deildinni í sumar og var mikilvægur hlekkur í Íslandsmeistaraliðinu.


22.01.2021

Andrea Mist til Breiðabliks

Andrea Mist Pálsdóttir hefur skrifað undir hjá Breiðabliki og mun leika með liðinu á næsta tímabili á láni frá FH. Andrea Mist er 22 ára gömul og leikur oftast sem miðjumaður. Hún er uppalin á Akureyri og hefur lengst af leikið með Þór/KA á sínum ferli.


21.01.2021

Bayern kaupir Karólínu

Stórliðið Bayern München hefur keypt Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur af Breiðabliki og hefur hún nú þegar hafið æfingar með sínu nýja liði. Karólína kom til Breiðabliks frá FH haustið 2017 og hefur síðan þá verið lykilmaður í Kópavoginum.


21.01.2021

Birta Georgsdóttir til Breiðabliks

Birta Georgsdóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Birta er fædd árið 2002 og kemur frá FH þar sem hún hefur leikið undanfarin ár en hún er uppalin hjá Stjörnunni.


asdfadfs

16.01.2021

Prufa

Stutt útgáfa. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Maecenas semper ultrices orci, ut ornare ipsum elementum nec.


16.01.2021

Karitas Tómasdóttir í Breiðablik

Miðjumaðurinn öflugi Karitas Tómasdóttir skrifaði í dag undir samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks. Karitas er fædd árið 1995 og kemur frá Hellu. Hún hóf knattspyrnuferil sinn með KFR en skipti yfir í Selfoss á sautjánda ári.


14.01.2021

Þórdís Hrönn snýr heim

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks og snýr aftur heim í Kópavoginn þar sem hún byrjaði feril sinn í meistaraflokki.


05.01.2021

Takk fyrir, Sonný Lára!

Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir liðið eftir afar farsælan feril hjá félaginu.


05.12.2020

Hrikalegt stolt af stelpunum

Þegar hið óvenjulega Íslandsmót var blásið af í haust var meistaraflokkur kvenna löngu búinn að sanna að þar fór besta lið sumarsins. Mögnuð mulningsvél sem ekkert mátti sín gegn. Þær virtust í betra formi en hin liðin, betur samæfðar, með betra upplegg og toppstykkin í góðu lagi.


20.11.2020

Heiðdís Lillýardóttir framlengir

Heiðdís Lillýardóttir hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Breiðabliks um þrjú ár og er nú samningsbundin í Kópavoginum út tímabilið 2023.


19.11.2020

Karólína Lea skrifar undir

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Íslandsmeistara Breiðabliks og er nú samningsbundin félaginu út tímabilið 2023.


15.11.2020

Vigdís Lilja skrifar undir samning

Vigdís Lilja Kristjánsdóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Vigdís Lilja er fædd árið 2005 og er sóknarsinnaður leikmaður. Vigdís er þegar komin með góða reynslu í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur.


09.11.2020

Ásta Eir skrifar undir nýjan tveggja ára samning

Bakvörðurinn Ásta Eir Árnadóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Ásta Eir er Bliki í húð og hár og kom fyrst inn í meistaraflokkinn árið 2009, þá 16 ára gömul. Síðan þá hefur hún spilað 172 leiki í öllum keppnum fyrir liðið og skorað í þeim tíu mörk.


01.11.2020

Breiðablik Íslandsmeistari í Pepsi MAX 2020

Knattspyrnusamband Íslands hefur tekið ákvörðun um að Íslandsmótum í knattspyrnu sé lokið árið 2020. 


16.02.2020

Steini segir frá drauma-Kópavogsvelli!

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Blikum, er annar viðmælandi Blikahornsins


09.10.2019

Blikar á ferð og flugi

Blikar eru á ferð og flugi með kvennalandsliðunum þessa dagana.


23.09.2019

Steini framlengir við Breiðablik!

Breiðablik tilkynnir með mikilli ánægju að Þorsteinn Halldórsson hefur skrifað undir nýjan samning og mun halda áfram þjálfun kvennaliðs félagsins í knattspyrnu næstu þrjú árin.


01.04.2019

Sonný Lára framlengir!

Landsliðsmarkvörðurinn Sonný Lára Þráinsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin félaginu til næstu tveggja ára.


24.03.2019

Agla María framlengir!

Íþróttakona Kópavogs 2018, landsliðskonan Agla María Albertsdóttir, hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin félaginu til næstu þriggja ára.


22.02.2019

Elín Helena skrifar undir samnig

Elín Helena Karlsdóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.


13.02.2019

Breiðablik Faxaflóameistarar 2019

Blikar urðu Faxaflóameistarar 2019


28.01.2019

Berglind Björg á leið á lán til PSV

Breiðablik hefur náð samkomulagi við hollenska félagið PSV Eindhoven um að Berglind Björg Þorvaldsdóttir fari út á láni næstu þrjá mánuði. Hún mun snúa aftur til Blika fyrir fyrsta leik í Pepsi-deildinni þann 2. maí.


25.01.2019

Esther Rós Arnarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning

Esther Rós Arnarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er hún nú samningsbundin félaginu til næstu tveggja ára.


22.01.2019

Sóley María Steinarsdóttir gengur til liðs við Breiðablik

Sóley María Steinarsdóttir gengur til liðs við Breiðablik


04.01.2019

Sex Blikar í landsliðshóp

Jón Þór Hauks­son, landsliðsþjálf­ari kvenna í knatt­spyrnu, valdi í dag fyrsta landsliðshóp sinn eft­ir að hann var ráðinn landsliðsþjálf­ari í októ­ber. Ísland mæt­ir Skotlandi í vináttu­leik 21. janú­ar.


24.12.2018

Hildur Antons framlengir

Hildur Antonsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin félaginu til næstu þriggja ára.


23.12.2018

Steini tilnefndur sem þjálfari ársins

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks, er einn þriggja er koma til greina sem þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna árið 2018.


22.12.2018

Andrea Rán framlengir

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik. Samningurinn gildir til þriggja ára.


19.11.2018

Heiðdís Lillýar framlengir

Heiðdís Lillýardóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er hún nú samningsbundin félaginu til næstu þriggja ára.


09.11.2018

Áslaug Munda framlengir

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin til næstu þriggja ára.


06.11.2018

Alexandra Jóhanns framlengir

Alexandra Jóhannsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við félagið og er nú samningsbundin til næstu þriggja ára


26.10.2018

Karólína Lea framlengir

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin til næstu þriggja ára


23.10.2018

Fjolla Shala framlengir

Fjolla Shala hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik. Samningurinn gildir til þriggja ára.20.08.2018

Sterkur Blikasvipur í landsliðinu

Það hefur heldur betur verið ástæða til þess að gleðjast yfir kvennaliði Breiðabliks síðustu daga. Eftir að hafa orðið bikarmeistari í 12. sinn á föstudagskvöld undirstrikuðu Blikastelpur styrk sinn með því að vera mest áberandi af öllum liðum þegar íslenski landsliðshópurinn var tilkynntur í dag.


17.08.2018

Breiðablik bikar­meist­ari í 12. sinn

Breiðablik tryggði sér bikar­meist­ara­titil kvenna í knatt­spyrnu þegar liðið hafði bet­ur gegn Stjörn­unni, 2:1, í úr­slita­leik þeirra á Laug­ar­dals­velli. Þetta er 12. bikar­meist­ara­tit­ill Breiðabliks og er nú liðið aðeins ein­um titli á eft­ir Val yfir flesta slíka í kvenna­flokki.


02.07.2018

Átta mörk í átta liða úrslitum!

Breiðablik flaug áfram í Mjólkurbikar kvenna eftir góða heimsókn til ÍR í Breiðholtinu á laugardaginn.


06.06.2018

Blikar að keppa fyrir U19 kvenna!

Fimm Blikar eru nú staddir í Póllandi þar sem leikið er í milliriðli undankeppni EM 2018


25.05.2018

Breiðablik enn í efsta sæti og Berglind Björg með 100 mörk!

Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Pepsi-deild kvenna eft­ir 1:0-sig­ur á ÍBV í fjórðu um­ferð deild­ar­inn­ar á Kópa­vogs­velli í gær. Þá skoraði Berglind Björg sitt 100 mark fyrir Breiðablik!


16.05.2018

Blikar með fullt hús!

Frábær byrjun Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna heldur áfram. Stelpurnar eru á toppnum með fullt hús og flest mörk skoruð!


15.05.2018

Nágrannaslagur hjá Blikum!

Blikastelpurnar eru í eldlínunni í kvöld þegar liðið heimsækir HK/Víking í Kórinn í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar.