BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Gunnleifur og Kjartan nýir í þjálfarateymið!

30.08.2023 image

Samsett mynd: Anna Cate, Kjartan Stefánsson, Gunnleifur Gunnleifsson og Ólafur Pétursson

Gunnleifur Gunnleifsson og Kjartan Stefánsson koma nýir inn í þjálfarateymið hjá meistaraflokki kvenna hjá Breiðabliki og munu stýra liðinu út leiktíðina ásamt Ólafi Péturssyni og Önu Cate sem fyrir voru í teyminu.

Kristófer Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfari óskaði eftir því í gær að láta af störfum og við því var orðið. Knattspyrnudeild þakkar honum fyrir vel unnin störf fyrir liðið og óskar honum góðs gengis í framhaldinu.

Gunnleif þarf vart að kynna, hann spilaði með Breiðabliki, 2013-2020 og var fyrirliði liðsins frá árin 2016. Undanfarin ár hefur hann sinnt þjálfun hjá Breiðabliki á öllum stigum allt frá 8. flokki til 2. flokks.

Kjartan Stefánsson hefur víðtæka reynslu af þjálfun en hann hefur á undanförnum árum þjálfað bæði Fylki og Hauka í meistaraflokki kvenna. Kjartan mun að loknu tímabilinu hjá Breiðabliki taka við þjálfun Augnabliks kvenna en samkomulag um þá ráðningu lá þegar fyrir.

Breiðablik býður nýtt þjálfarateymi velkomið til starfa og hlökkum til samstarfsins.

Framundan er úrslitakeppnin í Bestu deildinni og þar mun Breiðablik mæta til leiks af fullum krafti.

Áfram Breiðablik! Alltaf - alls staðar!

Til baka