BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Meistaradeildarsætið tryggt með sanngjörnum sigri á Valskonum

06.10.2023 image

Í kvöld fór fram lokaumferðin í Bestu deild kvenna. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkar konur, þær þurftu stig til að tryggja annað sætið sem gefur sæti í Meistaradeildinni. Blikar heimsóttu nýkrýnda Íslandsmeistara Vals á Origovellinum. Það var virkilega gaman að sjá að stuðningsfólk Blika fjölmenntu á leikinn.

Það var alveg ljóst að þetta yrði engin göngutúr í garðinum, Valskonur ógnarsterkar og verðugir Íslandsmeistarar, það kom síðan í ljós að Valur ætlaði ekki að gefa Blikum neinn auðveldan leik. fyrstu 20 mínúturnar lá vel á vörn Blika sem varðist þó fimlega með Telmu örugga fyrir aftan þær. Við náðum varla að klukka þær þessar fyrstu mínútur leiksins. Valur náðu þó aldrei neinu almennilegu skoti á markið.

Þegar leið á hálfleikinn voru greinilega batamerki á leik Blikaliðsins, Valskonur samt sterkari það verður að segjast, en samt smá líf en síðan fór þetta í sama farið þegar líða fór að hálfleik. En Blikakonur stóðu vaktina vel og náðu að halda út hálfleikinn 0-0.  Ef uppleggið var að halda hreinu og tryggja stigið, þá var það leikplan að heppnast fullkomlega. En þetta er hættulegur leikur við jafnsterkt lið og Val, en á móti kemur að við erum líka með gott lið og eigum að geta sótt hratt á þær ef slíkt tækifæri gefst. Eins og staðan var í hálfleik þá er annað sætið okkar.

Eitthvað hefur nú þjálfarateymið messað yfir hópinn í hálfleik, því Blikar komu mun einbeittari út í seinni hálfleikinn. Náðu upp ágætis spili og  setja smá pressu á Valsarana sem skilaði marki þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum, þegar Katrín smurði boltann upp í sammann, algjörlega óverjandi, gullfallegt mark. Þetta mark var sannkölluð vítamínsbomba í Blikana, þær voru miklu ákveðnari og sterkari en Valur.

Á 67 mínútu lék Birta sig laglega í gegnum vörn Vals og náði fínu skoti sem en það var vel varið. Upplagt tækifæri til að klára hreinlega leikinn. Mínútu síðar kemst Katrín skyndilega ein á móti markmanni, næri flottu skoti en markvörður Vals varði aftur vel. Allt annað að sjá til Blikakvenna í seinni hálfleik og með verðskuldaða 0-1 forystu þegar 20 mínútur lifa leiks. Áfram héldu okkar konur að ógna að marki Vals, Katrín setti boltann í netið en var naumlega rangstæð. Aftur var svo Katrín í geggjuðu færi, með bylmingsskot en aftur varði markvörður Vals glæsilega.

Valskonur reyndu eitthvað að jafna leikinn en vörn Blikana steig varla feilspor allan leikinn Telma með á nótunum ef þess þurfti. Það fór svo að Blikarnir unnu 0-1 með þessu draumamarki Katrínar. Sanngjarn sigur og Meistaradeildarsætið tryggt. Til hamingju Blikar!!

Þá þessu tímabili lokið, það lýsir kannski kröfunum og væntingunum vel að sumir myndu kalla þetta vonbrigðatímabil. En gleymum því ekki að við komust í bikarúrslit og annað sætið í deild, held að flest öll liðin í þessari deild myndu þykja það frábær árangur. Er handviss um að okkar konur komi vel peppaðar á næstu leiktíð og geri alvöru atlögu að öllum titlum sem í boði verða.

ÁFRAM BREIÐABLIK!

Kristinn

image

image

Mynd: KSÍ / Mummi Lú

Til baka