BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kvennakvöld og Árgangamót 2024

25.01.2024 image

Grafík: Halldór Halldórsson

Takið laugardaginn 10. febrúar frá kæru Blikakonur.

Um daginn frá 12:00-15:00 fer fram Árgangamót í Fífunni með glæsilegum vinningum.

Þær sem ætla að mæta á Kvennakvöld fá sjálfkrafa þátttökurétt í Árgangamótinu > skráning hér!

Kvennakvöldið fer svo fram í Smáranum og er miðaverðið 10.500 kr. Innifalið í miðaverði eru glæsilegir smáréttir á borðum matreiddir af landsliðskokki og frábær skemmtiatriði. Trúbadorar halda uppi stuðinu þangað til DJ tekur við og þeytir skífum fram á nótt á dansgólfinu.

Húsið opnar 18:30. Veislustjóri Kvennakvöldsins er engin önnur en stuðboltinn Eva Ruza.

Að auki verður glæsilegt happdrætti með frábærum vinningum til styrktar MFL KVK. Aldurstakmark er 18 ár.

Síðast seldist upp þannig að við mælum með því að tryggja sér miða sem fyrst > miðasala hér!

2023 var fjölmennasta kvennakvöld Breiðabliks frá upphafi:

image

Þátttakendur í árgangamótinu 2023

image

Kvennakvöldið 2023 var það fjölmennasta frá upphafi sögðu okkur fróðar konur.

Til baka