BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Taylor Ziemer seld til FC Twente

15.09.2023 image

Taylor Marie Ziemer hefur skrifað undir samning við FC Twente til ársins 2025. 

Knattspyrnudeild Breiðabliks samdi við Taylor Ziemer fyrir keppnistímabilið 2021. Taylor, sem er fædd árið, kom til okkar Bandaríkjunum. Þar hafði hún undanfarin tímabil leikið í bandaríska háskólaboltanum - bæði með University of Virginia og Texas A&M. Í báðum skólum var hún í lykilhlutverki í öflugum liðum. Árið 2018 lék hún með ADO Den Haag í efstu deild í Hollandi þar sem hún skoraði tvö mörk 16 leikjum.

Taylor spilaði í sumar sitt þriðja tímabil í Breiðablikstreyjunni eftir að hafa framlengt samningi um eitt ár í febrúar á þessu ári.

Taylor er að upplagi sóknarsinnaður miðjumaður sem getur spilað allar fremstu stöðurnar á vellinum. Hún hefur verið í okkar herbúðum síðan 2021, spilaði alls 82 m´tsleiki fyrir Breiðablik og skoraði 18 mörk.

Stuðningsmenn Breiðabliks óska Taylor góðs gengis í nýjum verkefnum í Hollandi og vonum að henni gangi sem allra best!

Til baka