BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Edda Garðars aðstoðarþjálfari hjá mfl kvenna

20.11.2023 image

Edda Garðarsdóttir nýr aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki kvenna.

Það er ánægjulegt að tilkynna það að Edda Garðarsdóttir mun aðstoða Nik Chamberlain við þjálfun hjá meistaraflokki kvenna.

Edda býr yfir mikilli reynslu en hún á að baki yfir 100 leiki með A landsliði Íslands, lék einnig á sínum tíma 60 leiki með Blikum og skoraði í þeim 23 mörk.

Hún varð Íslands-og bikarmeistari með Blikaliðinu árið 2005 og fór með Breiðablik í 8-liða úrslit í Meistaradeild kvenna haustið 2006 - þar sem Breiðablik féll úr leik fyrir Arsenal.

Edda er með hæstu þjálfararéttindi UEFA, KSÍ Pro/UEFA Pro.

Við bjóðum Eddu Garðars hjartanlega velkomna aftur í Breiðablik!

image

Nik Chamberlain aðalþjálfari og Edda Garðarsdóttir aðstoðarþjálfari

Til baka