BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Bikarúrslit 16 ágúst - skyldumæting

14.08.2025 image

Nú er allt að verða klárt fyrir stórleikinn á laugardaginn þegar Breiðablik mætir FH í bikarúrslitum kvenna í fyrsta skipti í sögunni. Þetta er stór stund fyrir FH sem aldrei áður hefur tekið þátt í bikarúrslitaleik, og ljóst að spennan í Hafnarfirði er gríðarleg. Við Blikar vitum hins vegar hvernig það er að spila þessa leiki – við höfum unnið bikarinn þrettán sinnum og þekkjum vel hvað þarf til að lyfta honum. Þetta er fimmta árið í röð sem við komumst í bikarúrslitin en við höfum ekki unnið síðan 2021.

Þetta eru tvö bestu lið landsins um þessar mundir, og þrátt fyrir að við séum efstar í deildinni þá fylgir FH okkur eins og skugginn og er eina liðið sem hefur unnið okkur í sumar. Það er því ljóst að þetta verður hörku barátta og við þurfum að hitta á okkar allra besta leik til að ná bikartitli númer 14.

FH mun mæta með krafti og verða fjölmennar í stúkunni, og það er ljóst að við verðum að svara með enn meiri orku, litum og látum. Þess vegna byrjum við daginn snemma það verður upphitunin í Þróttaraheimilinu frá klukkan 13:30, Herra Hnetusmjör mætir og kveikir í mannskapnum, Kópacabana verður á sínum stað, andlitsmálning, pizzur og fleira til að setja tóninn. Mætum í grænu treyjunni, með trommurnar lúðrana, fánana og stemminguna og fyllum stúkuna frá fyrstu mínútu Við þurfum á hverjum einasta Blika að halda – sjáumst á laugardaginn, bikarinn á heima í Kópavogi!

Til baka