Berglind með fimm mörk
20.09.2025
Í gær fór fram síðasti leikurinn fyrir skiptingu, okkar konur búnar að tryggja sér efsta sætið,með 11 stiga forskot á FH. En Blikar fengu norðankonur úr Þór/KA í heimsókn, þessi leikur skipti þær máli til og urðu að vinna til að eiga möguleika á að vera í efri hlutanum. Það mátti því búast við hörkuleik.
Byrjunarlið Breiðabliks var skipað svona: Katherine, Elín, Agla María, Heiða, Hrafnhildur Ása, Karítas, Kristín Dís, Berglind, Helga, Líf og Birta.
Leikurinn byrjaði nokkurn veginn eins og maður bjóst við, Blikar ívið sterkari en gestirnir sýndu samt að þeir ætluðu ekkert að vera einhverjir áhorfendur í dag og áttu jafnvel hættulegri stöður en okkar konur. En á 13. mínútu refsuðu Blikarnir þegar Líf átti fyrirgjöf sem Agla fær og nær skoti sem er varið en gammurinn Berglind Björg hirðir frákastið og gerir það sem framherjar eiga að gera og skorar, 1-0 fyrir Breiðablik.
Eftir markið var lítið markvert sem gerðist, barningur og barátta. Blikarnir eru þó að reyna að spila sig upp völlinn en gestirnir pressa vel, en það þarf ekki neima eina góða sendingu til að sprengja upp vörnina og þannig sendingu átti Agla María, þræddi hann í gegnum vörnina beint á Berglindi Björg sem setur sitt 17. mark í deildinni.
Þrem mínútum síðar fær Henríetta að hlaupa óáreitt að vítateig Blika og hún bara lætur vaða og einhvern veginn fór boltinn yfir Katherine og sláinn inn. Hugsanlega var sólinn eitthvað að blinda okkar markmann. Blikarnir voru ekkert að láta þetta slá sig út af laginu, tveim mínutum síðar, eða á 28. mínútu, sendir miðvörðurinn Elín boltann fyrir beint á kollinn á hinum miðverðinum, Helgu Rut, sem skallar bolann í netið, 3-1. Í kjölfarið liggur ein úr lið Þórs/KA á vellinum og þarfnast aðhlynningar og svo er henni skipt út.
Það var síðan dæmt mark af Breiðablik eftir laglega sókn, en Berglind dæmt rangstæð, er þó ekki viss að það hafi verið réttur dómur, stuttu síðar átti Hrafnhildur skot rétt framhjá og svo átti Þór/KA dauðafæri skömmu siðar. Síðan á lokamínútum hálfleiksins varð eitthvað þrot hjá gestunum á meðan við röðuðum inn mörkunum. Berglind fullkomnaði þrennuna og sló um leið markametið, er núna markhæsti leikmaður Breiðabliks frá upphafi, með 195 mörk. Agla bætir svo við fimmta markinu mínútu síðar, gæti reyndar hafa verið sjálfsmark, en Agla hefði klárað þetta, þær voru ekki hættar í hálfleiknum, Berglind setti sitt fjórða mark og Blikar leiddu í hálfleik 6-1.
Berglindarsýningin hélt áfram í seinni hálfleik, hún skoraði sitt fimmta mark og kom stöðunni í 7-1. Nokkuð ljóst að þessi leikur var löngu búinn og bara formsatriði að klára þennan leik. Gestirnir minnkuðu þó muninn á 59. mínútu, Henríetta með sitt annað mark.
Þegar um hálftími er eftir þá fær Berglind verðskuldaða hvílt og Sammy Smith kemur inn, það tók hana 6 mínútur að finna markmöskvana sem hamrar honum inn, 8-2. Við héldum áfram að sækja stanslaust og fá nokkur mjög álileg færi, Lilja Þórdís fékk sannkallað dauðafæri en hitti boltann ílla. Andrea Rut setti síðan síðasta naglann í öruggan sigur Blika, 9-2.
Blikar verðskuldað langefstar fyrir skiptinguna og eru greinilega langbestar á landinu.
