BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir semur við Breiðablik

16.01.2024 image

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir semur við Breiðablik út árið 2026!

Hún er fædd árið 2003 og er uppalin hjá Val en hefur spilað með Þrótti síðustu ár. Ólöf á 4 A-landsleiki og skoraði 2 mörk í sínum fyrsta leik.

Hún var útnefnd nýliði ársins í Ivy League-deildinni þar sem hún leikur með Harvard háskólanum. Ólöf var markahæsti leikmaður skólans með sjö mörk í fimmtán leikjum ásamt því að gefa tvær stoðsendingar.

Olla eins og hún er kölluð er virkilega spennandi leikmaður, spilar sem framherji og á eftir að styrkja liðið fyrir komandi átök í Bestu deildinni.

Til baka