BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Íslandsmeistarar já Íslandsmeistarar

04.10.2025 image

Eins og væntanlega hefur ekki farið framhjá neinum Blika að stelpurnar okkar tryggðu sér 20. Íslandsmeistaratitil liðsins með sigri á Víkingum 3-2.

Það hefur eflaust farið um Blikana í stúkunni þegar Víkingur komst yfir á 6. mínútu með marki frá Lindu Líf Boama. Sérstaklega þegar okkar stúlkum hafði í síðustu tveimur leikjum ekki náð að tryggja titilinn. Það var síðan á 29. mínútu sem Birta Georgs jafnar leikinn fyrir okkar konur eftir hornspyrnu frá Öglumaríu.  Áður höfðu okkar konur náð betri tökum á skemmtilegum leik.

Það var svo strax í næstu sókn að Víkingur kemst yfir með stórkostlegu marki frá Kristínu Erlu  Johnsen af um 20 metra færi sem söng í samskeytunum. Og aftur fer um áhorfendur en Birta Georgs jafnaði leikinn í 2-2 einungis 3 mínútum síðar og þannig var staðan í hálfleik

Okkar stúlkur stýrðu leiknum  í síðari hálfleik og uppskáru mark frá markadrottningunni Berglindi Björg á 51. mínútu leiksins. Okkar stúlkur komnar yfir og titillinn í sjónmáli. Víkings stúlkur áttu tvö dauðafæri undir loka leiksins en náður ekki að jafna leikinn og 20. Íslandsmeistaratitill í húsi hjá þessu stórkostlega liði sem vann einnig Bikarmeistaratitilinn í ár.

Algjörlega frábært lið sem hefur leikið langskemmtilegasta fótboltann í sumar og virkilega verðskuldað. Blikar.is vill óska leikmönnum, þjálfurum, starfsliði og sjálfboðaliðum liðsins innilega til hamingju með þetta frábæra tímabil. Takk fyrir okkur. Áfram Breiðablik!!!

 

-B



 

Til baka