Einvígið er á lífi
13.11.2025
Stelpurnar tóku á móti Fortuna Hjorring í nýstingskulda í fyrri viðureign liðanna í þriðju umferð Europa cup á Kópavogsvelli í gær. Það voru nokkrar breytingar sem Nik þurfti að gera t.d. var Katherine Devine ekki með og Herdís Halla Guðbjartsdóttir stóð á milli stanganna í leiknum og átti stórleik. Einnig var AglaMaría ekki í byrjunaliðinu en Hrafnhildur Ása tók hennar stöðu og gerði það með glæsibrag, eins og hún hefur gert í allt sumar þegar hún hefur fengið tækifærið.
Fyrrihálfleikur var mörgu leiti skemmtilegur þrátt fyrir að hann hafi endað 0-0. Liðin náðu of mjög góðum köflum þótt svo að ógnin fyrr framan markið hafi ekki verið mikil. Fortuna byrjaði leikinn af meiri krafti en Blikastelpurnar komust smám saman inn í leikinn og náðu oft að pressa Danina vel án þess þó að ná að koma sér í afgerandi færi, Leikurinn var svolítið fram og til baka, eins og Nik hafði talað um fyrir leikinn, við áttum okkar moment og Fortuna sín en það má segja að Fortuna hafi komið sér í hættulegri stöður en við en sem betur fer var Herdís Halla með öll ljós kveikt og stoppaði allar þeirra tilraunir.
Seinni hálfleikur byrjaði svo afleitlega hjá okkur og við í raun gefum þeim mark strax á 46 mínútu þegar Joy Omewa, sem var þeirra besti leikmaður, nýtti sér mistök í vörn Blika og kom Fortuna í 1-0. Það var smá hik á okkur í upphafi seinni hálfleiks og það mátti litlu muna að önnur mistök á 50 mínutu kostuðu okkur annað mark en við sluppum með skrekkinn.
Eftir þetta þá komumst við betur inn í leikinn og vorum í raun töluvert betri það sem eftir lifði leiks. AglaMaría og Áslaug Munda komu inná á 64 mínútu fyrir Sam og Karítas, og á 75 og 79 mínútu komu Edith og Líf inná fyrir Berglindi og Andreu.
Barbára Sól átti okkar bestu tilraun á 80 mínútu þegar hún negldi boltanum að marki Fortuna en á einhvern ótrúlegan hátt náði markmaður þeirra að bjarga í horn.
Úrslitin því 0-1 og verk að vinna á Jótlandi eftir viku.
Það góða við þetta er að við sáum í þessum leik að við eigum í fullu tré við þær og eigum fullt inni fyrir seinni leikinn. Það er margt sem hægt er að bæta og margt gott sem við getum tekið úr þessum leik til að byggja á.
Þrátt fyrir þetta tap þá er ennþá allt opið fyrir okkur og fínn möguleiki á að ná að komast í 8 liða úrslit og við sendum þeim góða strauma og hvatningu fyrir útileikinn og hvetjum alla Íslendinga í Danmörku að mæta og styðja stelpurnar okkar.