BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Bergþóra Sól skrifar undir hjá Örebro

06.09.2023 image

Bergþóra Sól Ásmundsdóttir hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samnin samning við KIF Örebro í Svíþjóð.

Hún er fædd 2003 og leikur sem miðjumaður. Begga Sól er uppalin Bliki og hefur spilað 73 mótsleiki með Breiðabliki frá fyrsta leik árið 2018 – það aðeins 15 ára gömul. Bergþóra hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og á að baki 13 unglingalandsleiki með U16, U17 og U23.

Bergþóra er fengin til að hjálpa Örebro í fallbaráttunni, en liðið er aðeins einu stigi fyrir ofan fallsvæðið eftir sigur gegn Norrköping í síðustu umferð.

Sjá frétt af vefsvæði kvennaliðs KIF Örebro „DFF KIF värvar isländska U23-landslagsspelaren Ásmundsdóttir

Örebro hefur verið með Íslendinga innaborðs. Berglínd Rós Ágústsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir voru hjá félaginu. Líka Sólveig Jóhannesdóttir Larsen en hún náði ekki að spila keppnisleik með liðinu vegna meiðsla. Sólveig kom heim í sumar og gerði samning við Breiðablik sem gildir út árið 2024. 

Til hamingju með samninginn Begga Sól og gangi þér sem allra best!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka