BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Upphitun: Valur - Breiðablik, 4. ágúst 2025

02.08.2025 image

Breiðablik fer í heimsókn á Hlíðarenda þar sem þær mæta Val mánudaginn 4. ágúst kl. 18:00. Blikar eru á góðri siglingu og í toppbaráttunni, en Valur hefur glímt við smá vandræði og sitja nokkuð fast um miðja deild.

Þrátt fyrir lélega byrjun á tímabilinu er Valur aldrei lið sem má afskrifa. Það urðu þjálfarabreytingar hjá þeim í vikunni þar sem Kristján Guðmundsson steig til hliðar og Matthías tók alfarið við.

Blikastelpur þurfa að mæta með öll ljós kveikt því baráttan á toppnum er hnífjöfn og ekkert svigrúm til að misstíga sig.

Innbyrðis viðureignir Breiðabliks og Vals síðustu ár hafa verið hnífjafnar. Frá 2015 hafa liðin mæst reglulega og Blikastúlkur unnið 17 af um 38 leikjum, Valur 14 og jafntefli 7. Þær hafa skorað um 68 mörk gegn um 44 hjá Valsliðinu.
Blikastelpurnar hafa verið sterkar sóknarlega í sumar og skorað 43 mörk í deildinni og aðeins fengið á sig 8. Valsliðið hefur aðeins verið að strögla í markaskorun en eru með stórhættulega sóknarmenn sem geta vel ógnað þegar þær eru á deginum sínum.

Síðasti leikur á Híðarenda var eftirminnilegur en það var síðasta haust þegar við tryggðum okkur íslandsmeistaratitilinn fyrir framan fulla stúku og við þurfum góðan stuðning á mánudaginn.

Áfram Breiðablik!

-B

Til baka