BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Telma og Agla María fengu viðurkenningar frá Bestu deildinni

25.10.2023 image

Líkt og á síðasta ári veitti Besta deildin í samstarfi við Nike á Íslandi verðlaun fyrir það fótboltafólk sem skaraði framúr á nýliðnu keppnistímabili.

Veitt eru verðlaun fyrir markahæsta- og stoðsendingahæsta leikmann ásamt verðlaunum fyrir Besta markmann, sá sem hefur haldið oftast hreinu. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Boltabúð H verslunar á mánudaginn var (23. október)

Við erum stolt að segja frá því að þær Telma Ívarsdóttir og Agla María Albertsdóttir fengu verðlaun í vikunni fyrir frábæran árangur í Bestu deildinni sumarið 2023.

Telma var valin besti markmaðurinn og Agla María fékk verðlaun fyrir flestar stoðsendingar.

image image

Til baka