Bestadeild kvenna 2025- Heimsókn til Austurlands
11.09.2025
Stelpurnar okkar halda til austurlands og spila við FHL næstkomandi sunnudag klukkan 14:00.
Stelpurnar okkar fengu gott 3 daga frí eftir frábæran leik á móti FH þar sem þær héldu áhorfendum á tánum til síðustu mínútu. Við væntum því þess að þær mæti ferskar til leiks á móti FHL.
Eins og allir vita eru nýliðar í deildinni og hefur kannski árangur þeirra svolítið markast af því að þetta er í fyrsta skipti sem þær spila í Bestu deildinni. Þær hafa gert eitt jafntefli á leiktíðinni og unnið einn leik á móti Fram þar sem þær áttu mjög góðan leik. Ljóst var í þeim leik að viðbótin sem þær fengu í leikmannahópinn í júlíglugganum, þær Candela Gonzales Domingo og Isabelle Rose Gilmore voru að styrkja liðið og hafa þær spilað vel eftir komu þeirra sérstaklega á heimavelli.
Við erum búinn að fara tvisvar austur í ár því við mættum þeim bæði í lengjubikarnum og í bikarkeppninni í maí þar sem okkar konur unnu 0-3 í skemmtilegum leik, þetta verður því þriðji leikur okkar í fjarðarhöllinni á árinu.
Við viljum hvetja alla Blika á Austurlandi að kíkja á leikinn og hvetja stelpurnar okkar í þessum næstsíðasta leik í deildarkeppninni.
-B