BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Stutt milli leikja- næsti leikur gegn Fram

05.08.2025 image

Næsti leikur okkar Blikakvenna verður á Lambahagavellinum næstkomandi fimmtudag klukkan 18:00. Þar mætum við spræku liði Framkvenna sem hafa sigrað í síðustu þrem leikjum sínum í deildinni. Þær sitja sem stendur í 5-6 sæti með jafnmörg stig og Valur en eiga leik inni á Val. Mikil sigling og uppbygging hefur verið undanfarin ár hjá Framkonum en þær eru nýliðar í deildinni.

Stutt er á milli leikja hjá okkar konum þessa dagana vegna komandi Evrópukeppni en þær unnu frækin sigur á Valskonum um helgina. Þær eru líka að taka útileikjahrinu en þær munu spila 3 útileiki í röð núna. Það er því mikið álag en þjálfarateymið okkar hefur verið duglegt við að skipta inn leikmönnum og rótera liðinu en samkvæmt okkar heimildum eru þau duglegasta þjálfaraparið til að gera flestar skiptingar í leikjum.

Það verður fróðlegt að sjá hvort nýjasti leikmaður liðsins Sunna Rún Sigurðardóttir sem kom til okkar í glugganum fái sínar fyrstu mínútur með liðinu. En við bjóðum hana að sjálfsögðu hjartanlega velkomna til félagsins.

Með Framliðinu spila þær Olga Ingibjörg Einarsdóttir, Hildur María Jónasdóttir og Eyrún Vala Harðardóttir sem allar eru uppaldar í Breiðablik.

Við viljum hvetja alla að mæta á Lambahagavölin til að styðja okkar konur þær eiga það svo sannarlega skilið.

-B

Til baka